Þjóðviljinn - 26.03.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 26.03.1981, Page 7
Fimmtudagur 26. mars 198IÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 Samtök herstöðvaandstœðinga: Fundir um þróunarlönd /m « ** ‘V.c 4- . \ •— iMSr A " " T* n ep m \t m ■ • ^ 7 mpX 'n Sýning i húsi Bjarna riddara Nýtt hverl qí Hafnarfirði Samtök herstöðva- andstæðinga gangast um þessar mundir fyrir fundaröð um þróunar- löndin. Fyrsti fundurinn var haldinn á fimmtu- daginn var, og fiölluðu þeir Björn Þorsteinsson og Ólafur R. Einarsson þá um aðstoð við þró- unarlöndin. Næsti fund- ur er í kvöld, fimmtu- daginn 26. mars,kl. 20.30 i húsakynnum SHA að Skólavörðustig 1A, og mun þá Bernharður Guðmundsson ræða um misskiptingu lifsgæða i þróunarlöndum. Fundaröð þessi mun standa yfir fram i mai, og hafa þegar verið ákveðnir fundir út april sem hér segir: 2. april segir Baldur Öskarsson frá Tansaniu, 9. april segia Ingibiörg Haraldsdóttir og Ölafur Gislas. frá Kúbu, 23. april fjallar Guðrún Hallgrimsdóttir um alþjóðastofnanir og þróunar- hjálp og 30. april ræðir Árni Björnsson um baráttu nýlendu- stúdenta. 1 fréttatilkynningu frá SHA segir svo um markmið þessara funda: Herstöðvaandstæðingar lita á baráttu si'na, meðal annars, sem baráttu fyrir jöfnuði milli þjóða. Ein helsta undirrót grimmilega misjafnra lifskjara i heiminum er ofurvald rikra stórvelda og auð- hringa þeirra. Jafnframt eiga stórveldin mesta sök á þeim hernaðaranda, sem veldur þvi að verulegur hluti af efnum snauð- ustu þjóða eyðist i vigbúnað. Við Islendingar getum ekki lagt mik- ið fram til þess að berjast gegn mætti stórveldanna. En eitt get- um við gert, við getum losað okk- ar land úr tökum mesta stórveldis heims. bannig drögum við örlitið úr heimsvöldum og valdahroka Bandarikjamanna og auðveldum öðrum að vinna hliðstætt verk annars staðar, þar sem þörfin er enn brýnni.Barátta herstöðvaand stæðinga er þannig að einu leyti stéttabarátta á heimsmæli- kvarða. Þvi telja Samtök her- stöðvaandstæðinga ástæðu til að kynna vanda þróunarlandanna og koma af stað umræðum um leiðir til að bæta úr honum. Hafnarfjarðarbær hefur sett upp sýningu á teikningum og skipulagi væntanlegs fjölbýlis- reits í Hvömmum, en reiturinn markast af Heyk janesbraut. Hvammabraut og byggðinni við Háhvamm. Sýningin er i húsi Bjarna riddara, Vesturgötu 6 i llafnarfirði og verður hún opin til 29. mars. Arið 1979 efndi bæjarstjórn Hafnarfjarðar til lokaörar sam- keppni meðal arkitekta um skipu- lag og hönnun ibúðabyggðar á tveimur reitum i Hvömmunum. Dómnefnd mat tillögurnar út frá þvi hvernig skipulagi reitanna, umferð, umhverfi, og raunhæfni væri háttað. i framhaldi af niður- stööum dómnefndar ákvað bæjarstjóm að leita samninga við arkitektana Ingimund Sveinsson og Gylfa Guöjónsson um frekari útfærslu og skipulag á öðrum samkeppnisreitnum. Það eru til- lögur þeirra sem nú eru til sýnis. Tillagan gerir ráð fyrir 100—105 ibúöum, þar af eru 42 ibúðir i þriggja hæða sambýlishúsum, 40—50 i raðhúsum i fjórum þyrp- ingum ofan hlaðgötu, sem er hvort tveggja i senn akbraut og gangstigur, sem liggja mun eftir svæðinu miðju og tengjast Háa- hvammi. Neðan við Hlaðgötuna verða svo 18 raðhús. Fótgangandi fólk á að hafa forgang á hlað- brautinni umfram akandi. Ibúða- gerðirnar eru fjölbreytilegar og gert er ráð fyrir leiksvæðum og gönguleiðum. Höfundar skipulagsins þeir Gylfi Guðjónsson og Ingimundur Sveinsson verða á sýningunni i húsi B jarna riddara i dag milli kl. 17og 19ogá sama tima á laugar- dag, en sýningin er opin frá kl. 16—19 fram á föstudag, en frá kl. 14—19 á laugardag. — ká Ráðstefna fræðslumálanefndar AB: Lengd skólaskyldu Námskipan og valkostir í 9. bekk Laugardag 4. aprfl nk. gengst fræðslumála- nefnd Alþýðubanda- lagsins fyrir ráðstefnu um lengd skólaskyldu — námskipan og valkosti i í). bekk. Helstu ástæður fyrir þvi, að fræðslumálanefndin gengst fyrir þvi að þingað verði um þetta mál nú, eru þær að ákvörðun um lengd skólaskyldu kemur til kasta Alþingis i vetur og nefndin telur að hér sé um að ræða eitt þýingarmesta ákvörðunaratriði. Flokknum er vandi á höndum i sambandi viö afstöðumótun vegna þess að i hinni sósialisku hreyfingu hefur rikt sú skoðun, að stefna eigi að lengri skólaskyldu, en nd liggur fyrir að veruleg and- staða er meðal kennara við að ákvæði grunnskólalaga um leng- ingu skólaskyldu komi til fram- kvæmda og ekki verður i opin- berri umræðu vart áhuga á að svo verði. Eins og fram kemur i þvi heiti, sem ráðstefnunni er gefið, er ætlunin að tengja saman umræður um lengd skólaskyldu og námskipan og valkosti i 9. bekk. Er það gert til þess að málið verði skoðað i sem við- tækustu samhengi. Til þess að stuðla frekar að þvi hefur fræðslumálanefndin tekið saman yfirlit um nokkur mikilvæg umhugsunarefni sem fjalla þarf um. Mynda þau eins konar umræðugrundvöll: 1. Hvaða áhrif hefur það á lif og framtið einstaklinga að yfirgefa skóla án réttinda til framhalds- náms? 2. Hvernig er hægt að halda sem bestum möguleikum til framhaldsnáms opnum? 3. Hefur skólaganga jafnmikið gildi og oft er haldið fram? Höfum viö nógu góða skóla til að forsvaranlegt sé að skylda 15 ára unglinga til að vera i þeim? 4. Hverju þarf að breyta i efstu bekkjum grunnskóla til að fleiri nemendum gagnist námið? 5. Mun þróun nýrrar nám- skipunar (fleiri tilboða) i efstu bekkjum grunnskóla tefjast ef skólinn losnar við þá sem eru leiðastir á námi eftir 8. bekk? 6. Vita nemendur hvað þeim er fyrir bestu þegar þeir þurfa að ákveða um framhald skóla- göngu? Hvað ræður ákvörð- uninni? 7. Er líklegt að þeir sem hætta eftir8. bekk komi til náms siðar? 8. Hvaða ályktanir má draga af mismiklu hvarfi frá námi eftir landshlutum? 9. Eru til gild þjóðfélagsleg rök fyrir lengri skólaskyldu? Sé svo — hver? (Ath. i þessu sambandi stöðu dreifbýlis og þjóðfélags- hópa sem búa við skarðan hlut). 10. Eru til gild persónubundin rök fyrir lengri skólaskyldu? Sé svo — hver? (Ath. I þessu sambandi sjálfsmynd einstak- linga, þroska- og athafnamögu- leika). Framsögumenn á ráðstefnunni verða þrir: Einar Már Siguröar- son, skólastjóri á Fáskrúðsfiröi, Gunnar Árnason, lektor og Gylfi Guðmundsson, yfirkennari i Keflavik. Stefnt er að þvi, að ráðstefnan skili ályktun til miðstjórnar og þingflokks Alþýðubandalagsins. Hún er opin öllum flokksmönnum Þátttaka tilkynnist skrifstofu flokksins fyrir föstudag 3. april. Nánari upplýsingar gefa Gunnar Arnason s. 11293 og Hörður Berg* mann s. 16034. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 á laugardag og lýkur fyrir kvöldmat. /V1UNID BARATTUSAMKOMU HERSTÖDVkNNDSTÆDINGK i Háskólabiói sunnud. 29.mars. kl.2. DAGSKRÁ: RÆÐUMAÐUR: Heimir Pálsson. KYNNIR: Sólveig Hauksdóttir. UPPLESTUR ÚR EIGIN VERKUM: Birgir Svan Símonarson Pétur Gunnarsson Ingibjörg Haraldsdóttir Þorsteinn frá Hamri VÍSNASÖNGUR: Aöalsteinn Ásberg Sigurðsson Bergþóra Árnadóttir Hjalti Jón Sveinsson Bergþóra Ingólfsdóttir Böövar Guðmundsson Siguröur Rúnar Jónsson kynnir væntanlega hljómplötu SHA. Útifundur á Austurvelli kl. 6.00, 30. mars.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.