Þjóðviljinn - 26.03.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 26.03.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVH.JINN Fimmtudagur 26. mars 1981 t gær, hófst 1 félagsheimili T.R. keppni milli skólaskák- meistara i Reykjavik og lýkur þvi móti i dag , fimmtu- dag, 26. mars. Teflt er i tveimur flokkum, eidri flokki fyrir nemendur 7.—9. bekk grunn- skóla, og yngri flokki fvrir 1.—6. bekk. Þátttökurétt eiga sigur- vegarari skákmótum hver i sin- um skóla. Samstarfsnefnd taflfélaganna iReykjavikheldurþetta mót, og er þaö liöur i samræmdum skó laská kmó tum Skák- sambandsins um allt land. Tveir efstu menn Ur hvorum flokki Reykjavikurmótsins Skólaskáklní fullum gangi Meistaramót og sveitakeppni halda áfram á landsmót, sem fer væntanlega fram i lok april. Skólaskákmeistarar Reykja- vikur í fyrra uröu Karl Þorsteins, Langholtsskóla, i eldri flokki og Daviö Ólafsson, Hólabrekkuskóla, i yngri flokki. Sveitakeppni milli grunnskóla i Reykjavik hefst sunnudaginn 29. mars kl. 13.30 og er fram haldið 4. og 5. april. Mótið er haldiö sameiginlega af Æsku- lýösráöi Reykjavikur og Tafl- félagi Reykjavikur, og fer þetta mót einnig fram að Grensásvegi 46. Siðustu þrjú ár hefur skák- sveit Álftamýrarskóla sigrað i þessu móti, og sú sveit varö Noröurlandameistari i grunn- skólaskák árin 1978 og 1979, en hlaut 2. sæti i Norðurlanda- mótinu, sem var haldið i Reykjavík i fyrra. Sú sveit sem sigrar i sveita- keppninni mun væntanlega taka þátt i Noröurlandamóti grunn- skólasveita, sem haldið veröur i Noregi i haust. Búist er við, að i keppni um efsta sæti muni skáksveit Alftamýrarskóla fá harða keppni frá sveitum Æfingasktíla K.H.l. og Hvassa- leitisskóla, en nemendur úr þeim skólum hafa staðið sig mjög vel i skákmótum i vetur. Helga Kress, Guðbergur Bergsson og ólafur Jónsson opna um- ræðurnar um bókmenntir kvenna. Hafa kvennabókmenntir sérstöðu? Umræðufundur um kvennabókmenntir verður haldinn i stofu 301, Arnagarði, fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30.Framsögumenn verða: Helga Kress, Ölafur Jónsson og Guðbergur Bergsson. Gengið verður út frá spurningunni hvort kvennabókmenntir hafi sérstöðu innan bókmenntafræðinnar. A eftir framsöguræðum verða almennar umræður. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. Teflt tll jafnteflls Júgóslavneski stórmeistarinn Lubomir Ljubojevic er þek*ktur fyrir flest annað en að tefla uppá jafntefli i meira en annarri hverri skák, eins og svo margir kollegar hans. Júgóslavinn er þvert á móti afar vinsæll meðal áhorfenda fyr- ir sókndjarfa og hugmyndarfka taflmennsku og æ ofan í æ kemur hann andstæðingum sinum á óvart með óvæntum og snjöllum hugmyndum. Viðskiptum hans og heims- meistarans i skák, Anatolys Karpovs, hefur hins vegar verið þannig háttaö, að Ljubojevic hef- ur orðið að þola hinar mestu raunir og þaö er sama hvað hann bröltir, alltaf tekst Karpov að snúa sér út úr vandræðunum, ná betra tafli og vinna siðan sigur. Þegar svo er ástatt fyrir mönnum er stundum talið ráðlegast að lækka seglin og leita á ný mið, gera sig jafnvel ánægðan með skiptan hlut þegar komið er út i viðureign viö skákmenn sem reynst hafa sérlega erfiðir. Þegar Karpov og Ljubojevic mættust i Linares á Spáni ekki alls fyrir iöngu virtist Júgóslavinn ekki gera sér háar vonir og tefldi Gosdrykkir og 51: Vörugjaldið lækki 1 15% Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um að lækka vörugjald á gosdrykkjum og nokkrum öör- um vörum úr 30% i 15%. Þá er jafnframt gert ráö fyrir að aflétt verði 7% vörugjaldi af sjúkra- fæði. Eins og kunnugt er hefur Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra lýst þvi yfir að hann ætli að beita sér fyrir lækkun vörugjalds á gosdrykki i 25%. Flutningsmenn áðurgreinds frumvarps eru þeir Guðmundur G. Þorarinsson, Eggert Haukdal og Johann Einvarðsson. — Þ Húsbruni í Eyjum: Bóndinn vaknaði við reykinn 1 fyrrinótt kom upp eldur I íbúðarhúsi að Lyngfelli i Vest- mannaeyjum. Ofsaveður var, sjálfsagt ein 12 vindstig að sögn Agnars Angantýssonar hjá lög- reglunni i Eyjum, en slökkvi- starfið gekk greiölega og ibúar hússins sluppu ómeiddir. — Það var um kl. 2.40 f fyrrinótt að lögreglunni var tilkynnt um brunann, — sagði Agnar. — GuöniSvan Sigurðsson, sem býr I Lyngfelli ásamt konu sinni og fjórum börnum, haföi vaknað við reykinn. Eldurinn mun hafa komið upp á hæðinni og er talið að kviknað hafi i útfrá rafmagni, en rafmagnskynding er i húsinu. Lyngfell er gömul jörð, sunnar- lega á Heimaey. Þar er nú rekiö hænsnabú. lbúöarhúsið er gam- alt, ein hæð og kjallari, og út- veggir steinsteyptir, Talsverðar skemmdir urðu á húsinu af völd- um vatns og reyks, og einsog gefur að skilja varð innbúið illa úti. Bæði húsið og innbúið voru vátryggð. Veðurvar enn hiö versta þegar við töluðum við lögregluna i Eyj- um i gærkvöldi, austan stormur sem ekkert lát virtist ætla að verða á. — R* Laus staða. Staða framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu sendar Menntamálaráðuneytinu fyrir 28. april n.k. Menntamálaráöuneytiö 25. mars 1981 greinilega til jafnteflis. Slikt háttalag er ekki alltaf vænlegt til árangurs og má sjá dæmi þess hér að neðan: Hvi'tt: Ljubojevic (Júgóslaviu) Svart: Karpov (Sovétr.) Caro—Kann 1 e4—c6 2. d4-d5 3. Rc3-dxe4 4. Rxe4-Bf5 5. Rg3-Bg6 6. Rf3-Rd7 7. h4-hf> 8. h5-Bh7 9. Bd3-Bxd3 10. Dxd3-e6 11. Bf4-Da5+ 12. Bd2-Dc7 13. 0—0—0-Rgf6 14. Re4-0—0—0 15. g3 (Siðasta visdómsorðið, en það veldur Karpov ekki miklum vandræðum.) 15. ...-Rc5 17. Rxc5-Bxc5 17. Dc4-Bd6 18. Da4-Kb8 19. Re5-Rd5 20. f4-Rb6 21. Db3-Bxe5 22. dxe5-Rd5 23. c4-Re7 24. Be3-c5 25. Hxd8 + -Hxd8 26. Hdl-Hxdl + 27. Dxdl-b6 28. Dd.3 (Hvi'tur hefur i' hyggju að leika 28.Dh7, út af fyrir sig góðra gjalda vert, ef sú viðleitni fram- kallaði ekki heppilegustu uppstillingu svörtu peöanna.) 28. ...-g6! 29. hxg6-fxg6 30. a3-a5 31. b3 (Reyna mátti 31. g4, en eftir 31. -h5 eða 31. -Kc8 ásamt 32. -Dc6 stendur svartur betur. Drottning og riddari vinna oft betur saman en drottning og biskup.) 31. ...-h5 32. De4-Rf5 33. Bf 2-Dd7 34. a4-Kc7 35. Kc2-Dd8 36. Kcl-g5 37. fxg5-Dxg5 + 38. Kc2-Re7 39. Dh7-Kd7 40. De4-Df5 41. Dd3 + -Kc6 42. Dxf5-exf5 43. Be3-Rg6 44. e6-Kd6 45. Bg5-Kxe6 46. Kd2 (46. Bd8 er svarað með 46. -f4 o.s.frv. 1 þessari stööu lék Karpov biöleik.) 46. ...44! 47. gxf4-h4 48. Ke3-h3 49. KÍ3-KÍ5 50. Kg3-Rxf4 51. Bd8-Ke4 52. Kxh3-Rd4 53. Bxb6-Rxb3 54. Bd8-Ke4 55. Kg4-Kd3 56. Kf4-Kxc4 57. Ke4-Kc3 58. Bf6+-Kc2 59. Be5-c4 60. Ke3-c3 61. Bf6-Rc5 62. Ke2-Kb3 — Hvitur gafst upp. Ofvitinn í 150. sinn -< m • < 't i *Vt A fimmtudagskvöldið vcröur 150. sýning á leikgerð Kjartans Ragnarssonar á OFVITA Þórbergs hjá Leikfélagi Reykjavikur og er verkið þar með komið i hóp mest sýndu verka Islenskra frá siðustu árum. Leikritið hefur nú verið á fjölunum á annað leikár og er enn sýnt við mikla aðsókn. Munu um 33 þúsund manns hafa séð sýn- inguna. Vegna þrengsla i Iðnó og vegna þess hve mörg verk eru nú I sýningu má búast við að sýningum á OFVITANUM fari nú að fækka. Það eru þeir Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guömundsson sem leika meistara Þórberg, Lilja Þórisdóttir leikur elskuna, Harald G. Haraldsson og Hjalti Rögnvaldsson leika Rögnvald og Þorleif vini Þorbergs og Olafur örn Thoroddsen leikur Odd. herbergisfélaga hans en alls koma 15 leikararfram i sýningunni.Þær Guðrún Asmundsdóttir og Ragn- heiður Steindórsdóttir hafa nýverið tekið við hlutverkum I sýn- ingunni. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson. Ráðstefna um kristilega siðfrœði „Llf I trú” er yfirskrift ráöstefnu sem haidin verður um kom- andi helgi I húsi KFUM og K Reykjavik, en aö henni standa Ieik- mannahreyfingar innan islensku þjóökirkjunnar, þ.e. KFUM og K, Samband isl. kristniboðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag. A ráðstefnunni verður fjallað um nokkur atriði kristinnar sið- fræði og er hún öllum opin. M.a. verður tekið til meðferöar hvað er kristileg siðfræði, helgi mannlegs lifs, fjölskyldan og hjóna- bandið, að vera kristinn i nútímaþjóðfélagi o.fL.Meðal ræðu- manna eru sr. Guðmundur Öli Ólafsson, sr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Gísli Jónasson, Gunnar J. Gunnarsson guöfræðingur, Kristin Sverrisdóttir kennari og Sigurður Pálsson námsstjóri. Ráðstefnan hefst á föstudagskvöld kl. 20.30 og lýkur á sunnu- dagskvöld kl. 20.30 með samkomu þar sem Astráður Sigurstein- dórsson skólastjóri talar. Berið saman verð og vörugœði Húsmæðraféiag Reykjavikur hefur sent frá sér eftirfarnandi ályktun frá aðaifundi: „Aðalfundur Húsmæðrafélags Reykjavikur haldinn 19. mars 1981 iýsir undrun sinni með óstöðugt og sihækkandi verðlag á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnvaida um herta verðstöðvun. Siauknar verðhækkanir á neysluvörum og allri opinberri þjón- ustu eru komnar i þann farvega að full ástæöa er til þess að hvetja neytendur til þess að spyrna viö fótum og taka höndum saman við það að gæta eigin hagsmuna. Fundurinn hvetur til þess að fólk álmennt gefi sér tima til að bera saman verð og vörugæði og veita þannig nauösynlegt að- halc^. Þá hvetur fundurinn fólk sérstaklega til þess að aðgæta verðlag meö hliðsjón af myntbreytingunni, þar eð nú skiptir krónan máli. Aðalfundurinn tekur eindregið undir áskorun frá aðalfundi Bandalags kvenna i Reykjavik varðandi skrefteljaramálið svo nefnda. Fundurinn leggur sérstaka áherslu á aö gætt sé hags- muna ellilifeyrisþega og öryrkja i þvi máli.” 25. Kane og SOS nr. 5 5. bókin um SOS er komin út hjá prenthúsinu, heitir Karabiska rúllettanog fjallar um Lydiu Sobolevskayu fv. njósnara KGB og Róbert Stacy höfuðsmann. Um leið hefur forlagið sent frá sér hvorki meira né minna en 25. bókina um Morgan Kane, heitir sú „Coyotéros, Sléttuúlfar” og gerist i Arizona. Viðfangs- efni:mannrán. -J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.