Þjóðviljinn - 26.03.1981, Page 11
Fimmtudagur 26. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN— SÍÐA 11
r m w. w
ÍÞRÓTTm a ÚTILÍF
„Agabrotin
ínnanhússmál
HSÍ”
— opiiukátl viðtal vM
Júiiuj Hafslokt
Að pissa í
skóinn sinn
Nokkur orð til Júlíusar
Hafstein, formanns HSÍ,
að gefnu tilefni
Fonnaður Mandknattleikssambandsins, Július
Haf'stein. lætúr gamminn geisa i skrambi fjörlegu
viðtali við hann i siðasta hefti iþróttablaðsins. Þar
tekur formaðurinn á nokkrum þeirra mála sem
bvað elst hafa verið á baugi i heimi handbolta-
manna siðustu vikurnar, einkum B-keppninni i
Fi akklandi. Á nokkrum stöðum umgengst formað-
urinn staðreyndir af talsverðri léttúð,
sennilega vegna ágengni spvrilsins. Langar mig til
þess að leggja nokkur orð i belg um þau atriði þar
sem Júliusi varð.,fótaskortur á tungunni”.
iiunfllFLi.1*7ir
íbróttir [Ál iþróttir í^] íþróttirff
* J I Umsjón: Ingólfur Hannesson. -* ■ V >
/
/
Hverjir voru bjartsýnir
1978?
A einum stað segir Július:
„Aður en lengra er haldið langar
mig að koma inn á þetta rass-
skellingar, og niðurlægingartal
þittog annarra. Hverjir voru það
1978 sem hófu allt upp til himins
og hverjir voru það sem á eftir
sögðust standa yfir moldum
islensks handknattleiks. Þeirra á
meðal varst þú, Ingvi Hrafn.”
Svo mörg voru þau orð. Skyldi
Július ekki muna eftir öllum þeim
viðtölum sem birtust I blöðum við
leikmenn þá er léku siðan i HM
1978? Meðal annars spáði fyrirlið-
inn Islandi fyrsta sætinu. Er
Júlfus búinn að gleyma þvi að
bláðamenn voru hreinlega grát-
beðnir um að skrifa ekki um allan
vitleysisganginn í kringum Janus
Czerwinsky eða vill hann ekki
muna eftir staðreyndunum?
Enn við sama heygarðs-
hornið
Július segir: „HSÍ, ég sem
formaður, landsliðsþjálfari og
leikmenn, vöruðum við óhóflegri
bjartsýni fyrir keppnina i Frakk-
alandi.” Og nokkru áður: „Það
var að mörgu leyti ástæða til að
ætla að vel gæti farið I Frakk-
alandi”. Var einhver að tala um
mótsagnir?-
Nú læðist að mér sá grunur aö
Július hafi ekki alveg staðið klár
á þvi hvernig hann ætti að klóra
sig útúr vandræðunum. Og þó:
nokkru seinna I viðtalinu finnur
hann gamla sökudólginn (upp-
vakninginn frá 1978,væntanlega):
„Þaö eru frekar fjölmiðlarnir,
kannski ekki meðvitað, sem hafa
gefið fólki allt of mikið undir fót-
inn með hve frábært og glæsilegt
liðsé á ferðinni hverju sinni.” Nú,
nú.
Ómeðvituð bjartsýnis-
skrif Þjóðviljans!!!
Eftir fyrri leikinn gegn Austur-
-Þjóðverjum (16:18) sagði Þjv:
„Ahorfendur klöppuðu islensku
leikmönnunum lof i lófa að leiks-
lokum, enda var frammistaða
þeirrameð miklum ágætum þrátt
fyrir ósigurinn”. Eftir seinni leik-
inn (18:15): „Varnarleikur
islenska liðsins var I einu orði
sagt frábær. Þau eru ekki mörg
liðin I heiminum, sem fá aðeins á
sig 15 mörk gegn Austur-Þjóð-
verjum. Þarna áttu stærstan
hlut.... Sóknarleikurinn var æði
gloppóttur, mikið um mistök. Þar
eru nokkur atriði, sem verður að
laga áður en lagt er i slaginn i B-
keppninni.” Þetta eru væntan-
lega hin ómeðvituðu biartsvnis-
skrif Þjóðviljans.
„Þetta er besti leikur sem ég
hef leikið með islensku landsliði
frá 1975. Þar var stórkostlegt að
sigra þessa karla... Einn albesti
leikurinn, sem ég hef leikið með
landsliðinu. Það small allt
saman... Vörnin var oísalega
sterk.” Þannig hljóðuðu ummæli
3 leikmanna að leikslokum.
Eftir ósigurinn gegn Frökkum i
fyrsta leiknum hér heima (21:22),
sagði fyrirliði tslands: „Þetta var
alveg ógurlega dapurt. Ég veit
ekki um haldbæra skýringu á
þessum ósigri. Það var ákveðið
fyrir leikinn að berjast af krafti,
en þegar i slaginn var komið fauk
allt út i veður og vind. Það er
engin afsökun til.” Þetta kalla ég
að vera jarðbundinni en það sorg-
lega er, að það hefði mátt endur-
prenta þessi ummæli óbreytt eftir
leik tslands og Frakklands i B -
keppninni.
Hvers vegna er Július að
básúna ,,innanhússmál-
in” á opinberum vett-
vangi?
Sá kafli viðtalsins við formann-
inn i Iþróttablaðinu, sem fjallar
um agavandamál i B-keppninni
er „skrautlegur” i meira lagi og
vandséð hvaða gagn Július gerir
islenskum handknattleik þar.
Hann segir að vandamálin, sem
upp komu, séu innanhússmál.HSl
Hvað skyldu þúsundir handbolta-
áhugamanna um land allt segja
um þessa fullyrðingu? Segjum
sem svo, að fullyrðing Júliusar sé
sanngjörn, hvers vegna i andsk...
var maðurinn þá að láta teyma
sig Ut I yfirheyrslu um þessi svo-
kölluðu „vandamál” ? Spyr sá
sem ekki veit.
„Þetta vandamál, sem ég var
að tala um, var á þá leiö, að
nokkrir leikmenn fóru i gönguferð
seint um kvöld og komu flestir
fljótlega heim, en þeim siðasta
mætti ég sjálfur klukkan hálf-
fjögur.” Heldur Július virkilega,
að hann geti skýrt nánar „innan-
hússmálin” með slikum fullyrð-
ingum? Hvað skyldu ekki margir
hafa hugsað eftir þennan lestur
eins og handboltaáhugamaður-
inn, sem sagði: „Helviti hljóta
þeir að hafa verið göngumóðir
eftir þetta alltsaman. Það var
eins gott að láta þá ekki spila dag-
inn eftir.”
Hverjir voru að brjóta
hvaða reglur?
Hvaða tilgangi á eftirfarandi
málsgrein að þjóna: „Það má
kannski segja um suma að þeir
séu eins og óþekkir strákar, en
það er annað að vera svolitið
óþekkur, eða að sitja að sumbli.”
Hver tekur slikt væl alvarlega?
Iþróttablaðið spyr: „Nú veit ég
að eitt sinn er þú varst að fara á
veitingahús með fréttamönnum
sem fylgdu liðinu, til þess að
rabba við þá, að þá voru tveir
leikmenn þar fyrir, en þeim var
gert viðvart og þeir flýttu sér út
um bakdyrnar.” Og svar
formannsins: „Já, þetta er rétt,
en hverjir gerðu þeim viðvart og
hvers vegna? Og hver er ástæðan
til þess að formanni HSl var ekki
sagt frá þessu?”
Nú langar mig til þess að spyrja
á móti: Höfðu þeir sem voru með
Júliusi einhverjum skyldum að
gegna gagnvart formanni HSl?
Var ekki eðlilegra að spyrja
þjálfara liðsins um málið, hvað
og var gert? Var það rétt af við-
komandi mönnum að láta þetta
mál ekki komast i hámæli þá
þegar? Voru leikmennirnir á
gönguferð? Gilda sömu reglur um
leikmenn og fararstjórn hand-
knattleikslandsliðsins? Voru um-
ræddir aðilar úr þessum hópum
að brjóta einhverjar reglur?
Skammgóður
vermir
Þannig væri hægt að halda
áfram lengi, þvi þetta makalausa
viðtal i Iþróttablaðinu vekur
fleiri spurningar en það svarar.
Þar sem ég þykist vita, að Július
Hafstein vilji veg islensks hand-
knattleiks sem mestan, vona ég
að hann skilji, að það er skamm-
góöur vermir að pissa i skóinn
sinn.
—IngH
Vel launaður
þjálfari í 2.
delldinni
Knattspyrnuþjálfarar hér á
landi biia við æði misjöfn kjör og
cr þar fyrst að nefna, að erlendu
þjálfararnir eru undantekninga-
litið betur launaðir en þeir inn-
lendu.
Ýmsar tölur hafa verið nefndar
i sambandi við launakjörin, en
okkur hér á Þjv. satt að segja
blöskraði þegar minnst var á að
þjálfara eins 2. deildarliðs hér
sunnan heiða þyrfti að greiða á
12. miljón gamalla króna fyrir
þjálfunarstörf i ár. Þetta ku vera
sá tekjuhæsti i bransanum. Þaö
skal tekið fram að inni þessari
tölu eru ýmsir kostnaðarliðir aðr-
ir en beinar launagreiðslur.
Dómaranámskeið
Dómaranámskeiö I körfubolta
verða um næstu helgi i Reykjavik
og Njarövik. Þátttaka tilkynnist
til KKI.
Jón Sigurðsson, fyrirliði körfuboltalandsiiðsins, verður i eldlinunni f
kvöld þegar tsland og Finnland leika I Höllinni.
ísland leikur gegn
Norðuriandameisturum
Finna kl. 20 í kvöld
„Ég vonast til þess að okkur
takist að standa I Finnunum,
enda þótt þeir séu tvimælalaust
með besta landslið á Norðurlönd-
um. Úrslitin i leiknum gegn þeim
á Norðurlandainótinu sýndu, svo
ekki verður um villst, að við meg-
um eiga von á spcnnandi ieikj-
um”, sagði þjálfari islenska
körfuboltalandsliðsins, Einar
Bollason, en tilefni þessara orða
hans var að tsland og Finnland
leika 3 landsleiki á næstu dögum
hér á landi og verður fyrsti ieik-
urinn i Laugardalshöllinni I kvöld
kl. 20.
Finnarnir, sem eru núverandi
Norðurlandameistarar, eru með
geysisterkt lið. Þeir hafa t.a.m.
leikið 26 landsleiki 1980 og það
sem af er þessu ári unnið 17 sinn-
um, en tapað 9 leikjum. Meðal
þeirra þjóöa sem Finnarnir hafa
lagt aö velli eru V-Þýskaland
(78:61), tsrael (82:80), Bretland
(81:80), Ungverjaland (74:70),
Sviþjóð (94:88), Kina (118:84),
Noregur (75:57) og Belgia
(74:66).
Eins og nærri má geta er valinn
maður I hverri stöðu finnska liðs-
ins. Erkki Saarsto varð stiga-
hæstur i finnsku deildinni með 26
stig að meðaltali i leik. Hann hef-
ur leikiö 117 landsleiki. Antti Zitt-
ing tók að meðaltali 17 fráköst i
leik i finnsku deildinni. Hann er
2.05 m á hæðog hefur 80 landsleiki
að baki. Risto Lignell er með
flesta landsleiki, 140, og hann hef-
ur skoraö að meðtaltali 24 stig i
landsleikjum sinum.
Leikur Islands og Finnlands
hefst kl. 20 i Laugardalshöllinni.