Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. april, 1981
Mynd eftir finnsku listakonuna Inari Krohn,
Inari Krohn frá Finnlandi er höfundur myndarinnar sem er ein rúmlega 200
mvnda á kvennasýningunni aö Kjarvalsstööum. Ljósm: gel.
Edda Jónsdóttir og Borghildur óskarsdóttir eiga báöar myndir á sýningunni
sem fariö hefur um öil Noröurlönd viö góöar undirtektir. Ljósm: gel.
Norræn
kvennasýn-
ing á Kjar-
valsstöðum
Samnorræn mynd-
listarsýning kvenna hefst
að Kjarvalsstöðum á
laugardagkl. 14. Þar sýna
47 listakonur rúmlega 200
verk sem öll falla undir
temað málverkið og teikn-
ingin. Sýningin hefurver-
ið á ferð um Norðurlöndin
undanfarið/ ísland er
næstsíðasti viðkomustað-
urinn/ en héðan fer sýning-
in til Árósa.
Hugmyndina að þessari
sýningu áttu þær Bergljót
Ragnars myndlistarmaður
sem búsett er í Kaup-
mannahöfn og sænski mál-
arinn Marianne Ágren.
Þær veltu fyrir sér spurn-
ingunni hvort norrænar
listakonur ættu eitthvað
sameiginlegt og vildu sjá
við hvað þær væru að fást.
Þátttakendur eru allar
starfandi listamenn, utan
tvær sem eru nýlátnar.
Þær eru á öllum aldri og
það gefur mikla breidd i
sýninguna.
Sýningin hefur vakiö mikla at-
hygli og fengiö misjafna dóma
gagnrýnenda, sem sumum fannst
hún ekki nógu árásargjörn og
uppvekjandi, eins og margar
kvennasýningar hafa veriö á
undanförnum árum.
A Kjarvalsstööum komu fjórar
af þeim islensku listakonum sem
eiga myndir á sýningunni saman
ásamt danska listfræöingnum
Kirsten Andersen sem átti mikinn
þátt I aö velja myndimar og
koma sýningunni i framkvæmd.
Þaö voru $>ær Edda Jónsdóttir,
Valgeröur Bergsdóttir, Borghild-
ur óskarsdóttir og Bergljót
Ragnars sem spjölluöu viö blaöa-
menn, en auk þeirra eiga þær Sig-
riöur Björnsdóttir og Björg Þor-
steinsdóttir verk á kvennasýning-
unni.
Listakonurnar sögöu aö þessi
sýning væri nokkuö ólik fyrri
kvennasýningum, hún væri ekki
eins áberandi pólitisk, þ.e. mynd-
imar hrópuöu ekki sinn boöskap I
einu oröi, heldur þyrfti aö lesa
meira út Ur þeim. Kannski væri
Skriffinnar heita þessar þrár mvndir eftir finnsku listakonuna Kirsti Muinonen. Ljósm: gel.
Bergljót Ragnars átti frum-
kvæöiö aö sýningunni ásamt
Marianne Ágren. Ljósm: gel.
Kirsten Andersen listfræöingur
kom hingaötillands til aö aöstoöa
viö uppsetningu sýningarinnar aö
Kjarvalsstööum. Hún sagði aö ís-
lensku listakonurnar heföu reynst
drjúgar i samstarfinu.
Bcrgljót Ragnars, Valgeröur Bergsdóttir, Edda Jónsdóttir og Borg-
hildur óskarsdóttir i salnutn aö Kjarvalsstööum.
þaö vottur um að list kvenna væri
aö breytast og þróast. Þær sögðu
aö þessi sýning væri söguleg
vegna þess hve konurnar eru á
misjöfnum aldri. Sýningin sýndi
að konur væru að fást við margt i
málaralistinni.
Kirsten Andersen tók fram að i
blaöadómum heföi alls staðar
veriö vakin sérstök athygli á is-
lensku listakonunum og þeim bar
öllum saman um aö þegar litiö
væri yfir verkin þá skæru hin is-
lensku sig úr og einnig þau
finnsku. Hvað veldur er erfitt aö
dæma um. „Kannski erum við
nútímalegriy sagöi Edda Jóns-
dóttir.
Eins og geta má nærri er mikiö
verk að koma saman svona stórri
sýningu, það þarf aö skrifa lista-
konum, velja myndir, koma sýn-
ingunni upp og senda siöan á milli
landa. Bergljót sagöi að styrkur
hefði fengist frá Norræna Menn-
ingarmálasjóðnum, en þaö væri á
mörkunum aö peningarnir dygöu.
Islensku listakonunum bar
saman um aö sýning sem þessi
væri örvun fyrir þær, þær heföu
fariö að vinna fyrir hana sérstak-
lega, hún hefði verið sýnd á
stöðum sem njóta virðingar og
erfitt er aö komast inn á og
margir hefðu séö verkin.
Framhald af bls. 9.
Portrett af konu eftir sænsku listakonuna Marianne
Agren. Ljósm: gel.
Fimmtudagur 2. april, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
á dagskrá
Það kemur fram að fjóröungur
þess fjármagns, sem varið
er til rannsókna í heiminum,
fer til hernaðarrannsókna.
Vísindin efla...
Þvi er stundum haldiö fram viö
hátiöleg tækifæri aö rannsóknir
og þróunarstarf séu grundvöllur
framfara á öllum sviöum. Þannig
muni rannsóknir sem fram fara
um þessar mundir ráöa miklu um
þaö hvernig efnahags- og at-
vinnulíf muni þróast á næstu
árum. Þegar svo er haft i huga að
á síöustu árum hefur mikiö verið
rætt um aö vandamál mannkyns
séu einkum misrétti á flestum
sviðum milli fátækra þjóða og
rikra, auölindakreppa, matvælá-
skortur og mengun umhverfis
skyldi ætlab aö rannsóknir beinist
einkum aö þvi aö finna lausnir á
þessum málum.
Viö skulum þvi kynna okkur
hvernig þessum málum er háttaö.
Arið 1978 skiptist heildar-
fjármagn til rannsókna og þró-
unarstarfs i heiminum þannig
eftir verkefnasviðum:
Hernaður..................24%
Grundvallarrannsóknir....15%
Geimrannsóknir ........... 8%
Orkumál................... 8%
Heilbrigöismál............ 7%
Upplýsingamál............. 5%
Samgöngur................. 5%
Mengunarvarnir............ 5%
Landbúnaöur .............. 3%
Ýmsar rannsóknir..........20%
(Þessar tölur, sem aðrar i þess-
ari grein, eru teknar úr riti er
nefnist „Knowledge and Power:
The Global Research and Devel-
opment Budget” og er gefiö út af
bandariskri stofnun, sem heitir
Worldwatch Institute en höfundur
ritsins heitir Colin Norman).
Þróun vígvéla
Það kemur fram aö fjórðungur
þess fjármagns sem varið er til
rannsókna i heiminum fer til
hernaðarrannsókna. Þessi
fjórðungur er talinn nema um 35
þúsund milljón bandarikjadölum
á ári, sem mér telst til aö sé um 45
til 50 sinnum hærri upphæð en
fjárlög islenska rikisins hljóöa
upp á 1981 og þó er hér einungis
um að ræöa rannsóknir og þró-
unarstarf.
Taliö er að um 500 þúsund
visindamenn vinni aö þróun
nýrra vopna i heiminum, sem er
jafnmikill fjöldi og allir Islend-
ingar ungir sem aldnir, og þarf þó
aö telja hvern tvisvar. Menn
þurfa þvi ekki aö undrast þó aö
fram komi nýr og æ fáránlegri
vopnabúnaöur. Menn þurfa held-
ur ekki aö undrast það þó stööugt
sé verið að koma fyrir nýrri og
„fullkomnari” hernaðarbúnaði á
Miðnesheiði. Sú þróun mun halda
áfram meðan herinn ameriski
dvelst hér, hvort sem Islendingum
likar betur eöa verr. Ekki veröum
við heldur spuröir álits i þvi sam-
bandi nema ef vera kynni vegna
mannvirkja sem utanrikis-
ráöherra landsins getur séö meö
berum augum um leiö og hann
flýgur til Norfolk til að
samþykkja að þau skuli reist. —
En þetta var nú útúrdúr frá
meginefni greinarinnar, er
helgast af nálægö 30. mars.
Ef litið er til einstakra landa
verja rikisstjórnir Breta og
Bandarikjamanna helmingi þess
fjár, sem þær veita til rannsókna,
til hernaöarrannsókna. Þetta
kemur sérstaklega spánskt fyrir
sjónir hjá svo fátækri þjóö, sem
Bretum, er stöðugt draga úr
félagslegri þjónustu.
Af töflunni sést einnig að til
rannsókna vegna heilbrigöis-
mála, matvælaframleiðslu, orku-
mála og mengunarvarna er varið
samtals minna fé en til rannsókna
vegna hernaðar. Þaö fé, sem
notað hefur verið til rannsókna i
orkumálum, hefur aö verulegu
leyti runniö til rannsókna á kjarn-
orkuframleiðslu. Rannsóknir á
öðrum orkulindum og orku-
sparnaði hafa til skamms tima
verið vanræktar meö þeim af-
leiöingum aö á næstu árum eða
áratugum veröa Vesturlönd
meira og minna háö kjarnorkunni
sem orkugjafa.
Háttsettur islenskur embættis-
maður fjallaði nýlega um þaö i
blaðagrein, sem m.a. birtist hér i
Þjóðviljanum, að orkuvandi þró-
unarrikjanna, sem viöa er gifur-
legur, væri aö kenna þeim sem
berjast gegn kjarnorku og út-
breiöslu hennar.
Þetta er alveg út i hött. Orku-
vandi þróunarrikjanna er sama
eölis og matvælaskorturinn, þ.e. ,
vegna þess aö iðnrikin hafa alltaf
hugsaö fyrst og fremst um eigin
hag. (Samanber kenninguna:
„Mannúöarsjónarmiö vikja fyrir
öryggissjónarmiöum”.) Iðnrikin
hafa auk þess umgengist orku-
lindirnar eins og þar væri brunn-
ur, sem aldrei eyddist.og svo má
aftur benda á aö rannsóknir á
nýjum orkugjöfum hafa mátt
vikja fyrir kjarnorkunni um
áratuga skeib.
Þekking er vald
Þaö eru sex þjóöir sem saman
eyöa 85% alls fjármagns til
rannsókna og eru þaö Bandarikin,
Sovétrikin, V.-Þýskaland, Japan,
Bretland og Frakkland. Hlutur
þróunarrikja i Afriku, Asiu og
latnesku Ameriku er innan við
5%. Þaö er ljóst að rannsóknir og
þróunarstarf I heiminum hafa
þann tilgang fyrst og fremst að
þjóna pólitiskum, efnahagslegum
og félagslegum þörfum rikra iðn-
rikja. Þaö eru ekki þróunarlöndin
sem njóta góös af þeim 35 þúsund
milljón dölum sem iönrikin leggja
i hernaöarrannsóknir.
„Þekkingervald”,sagöi Bacon
hinn breski. Eftir þeirri uppskrift
lifa iðnrikin og einblina á aö afla
sér slikrar þekkingar sem færir
þeim völd til að keppa viö aðrar
þjóðir sem eru sama sinnis.
24. mars 1981
Pétur Reimarsson
Frá jólatónleikum hljómsveitarinnar
Vorhljómleikar Fjölbrautar:
Madrigalar og élensk þjóðlög
Lögfrædi-
legur vandi
tölvu-
notkunar
Lögfræöileg vandamál varð-
andi tölvunotkun veröur umræöu-
efnið á fundi i Lögfræöingafélag-
inu i kvöld kl. 8.30.
1 kjölfar vaxandi tölvunotkunar
hafa komiö upp mörg ný vanda-
mál i þjóöfélaginu, m.a. það
hvernig koma á i veg fyrir dreif-
ingu á upplýsingum um einkahagi
manna og önnur trúnaöarmál.Viö
sum af þessum vandamálum er
unnt að ráöa með löggjöf og kem-
ur þar reynsla nágrannaþjóðanna
að góöum notum.
Málshefjendur á þessum fundi
verða þeir dr. Armann Snævarr
hæstaréttardómari og Helgi V.
Jónsson hæstaréttarlögmaöur.
Fundurinn er haldinn i stofu 101 i
Lögbergi.
Tónlistardeild Fjölbrautaskól-
ans i Breiðholti heldur vorhljóm-
leika sina i Bústaöakirkju i kvöld
kl. 21.00. Efnisskrá tónleikanna er
fjölbreytt, kór skólans syngur
m.a. islensk þjóölög og enska
madrigala, nokkrir nemendur á
tónlistarbraut koma fram bæði i
einleik og samleik, en nemendur
tónlistarbrautar F.B. stunda allir
hljóðfæranám sitt i hinum ýmsu
tónlistarskólum á höfuöborgar-
svæöinu.
Lengsti liður dagskrárinnar er
leikur Trómet-blásarasveitar-
innar, er leikur tónlist allt frá
enskri renaissance-músik eftir
Morley og Byrd til blásaraseren-
ödu Dvoráks. Blásarasveitina
skipa auk nemenda úr F.B. nem-
endur ýmissa annarra fram-
halds- og tónlistarskóla. Stjórn-
andi tónleikanna er Þórir Þóris-
son.
Aðgangur aö hljómleikunum
er ókeypis og öllum heimill.