Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. april, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Hafnfirsk menningarvaka: F j ölbrey tt dagskrá I hefla Dagana 4. til 11. april veröur i Hafnarfiröi menningarvaka meö fjölbreyttri dagskrá. Bæjarstjórn stendur fyrir vökunni, en undir- búning hefur annast þriggja manna nefnd sem i eru: Siguröur Hallur Stefánsson, Berent Svein- björnsson og Árni Ibsen Þorgeirs- son. Menningarvakan hefst laugar- daginn 4. april með einsöngstón- leikum i Bæjarbiói, en sama dag verða einnig opnaðar tvær mál- verkasýningar. Eirikur Árni Sig- tryggsson sýnir oliu-og vatnslita- myndir að Reykjavikurvegi 66 og i húsi B jarna riddara sýnir Gunn- laugur Stefán Gislason vatnslita- myndir. Sunnudaginn 5. april kl. 17 verður fimleikasýning i iþróttahúsinu við Strandgötu, mánudaginn 6. april sýnir Leik- félag Flensborgarskóla „Jakob eða agaspursmálið” eftir Ionesco og þriðjudaginn 7. april verða kammertónleikar i Hafnarfjarð- arkirkju. Fimmtudaginn 9. april verður i Hrafnistu dagskrá um örn Arnarson, skáld, og kvikmyndin „Punktur, punktur, komma, strik ” verður sýnd tvivegis i Bæjarbiói. Föstudaginn 10. april leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar viku fyrir dansi i samkomusal Flens- borgarskóla og ennfremur verða skemmtiatriði. Siðasta dag vök- unnar laugardaginn' 11. april verða svo tónleikar i Hafnar- fjarðarkirkju og Hafnarfjarðar- myndin „Þú hýri Hafnarfjörður” verður sýnd i Bæjarbiói. Dagskrá vökunnar verður nánar kynnt i Þjóðviljanum jafnóðum. Það var á siðasta ári að bæjar- stjórn Hafnarfjarðar skipaði nefnd til að kanna skipulagningu á „menningar- og skemmti- dögum” i bænum og komst nefndin fljótlega að þvi að það væri ekki einungis mögulegt heldur æskilegt að efna til menn- ingarvöku i bænum. Eitt helsta leiðarljós nefnd- arinnar var að sögn nefndar- manna vitneskjan um mikinn fjölda af góðum listamönnum i hinum ýmsulistgreinum sem búa i bænum eða hafa búið þar ein- hvern tima. Af nógu er að taka eins og dagskrá vökunnar ber með sér en undirtektir og aðsókn að þessari fyrstu vöku mun ráða miklu um hvort framhald verður á næstu árum. Nóg púður er i tunnunni að sögn þeirra sem undirbúið hafa vökuna. —AI Nefndm sem annaöist undirbúning Menningarviku Hafnarfjaröar ásamt bæjarstjóranum, f.v. Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri, Siguröur < Hallur Stefánsson, Arni Ibsen, Þorgeirsson og Berent Sveinbjörnsson. j (Ljósm. —eik—) Frétt Þjóöviljans igær um vind-og sólarorkuvinnslu á Hallgrfmskirkju var að sjálfsögðu aprilglens I tilefni dagsins. En heiðurinn af módeli kirkjunnar með vindorkurafstöð og sólarspegli á Einar Þorsteinn As- geirsson arkitekt, sem gekk i lið mcð okkur og hér sést blása I mylluna. — Ljósm.: —gel— Kjarnfóðrið: Skömmtun hætt A fundi Framleiðsluráðs land- búnaðarins i fyrradag var sam- þvkkt að fella niður um sinn skömmtun þá á kjarnfóðri, sem gilt hefur siðan 1. sept. i haust. Astæðan fyrir afnámi skömmt- únarinnar er sú, að menn óttast grasleysi á komandi sumri vegna þess tiðarfars, sem lengstaf hefur rikt i vetur. Jörð er óvenjulega svellrunnin og það ástand býður kalhættunni heim. Kjarnfóðurskömmtunin var, sem kunnugt er, tekin upp i þvi augnamiði að draga úr búvöru- framleiðslunni, einkum mjólk- inni. Skömmtunin, ásamt þeim ráðstöfunum öðrum, sem gerðar voru i sama skyni, hefur verkað fljótar en flestir áttu von á. Er nú svo komið, að ftijólkurframleiðsl- an er við það inark, að fullnægja aðeins innanlandsneyslu. Það verður þvi ekki annað sagt en að þær hafi sannað gildi sitt. Þótt kjarnfóðurskömmtunin hafi nú verið afnumin gildir fóðurbætisskatturinn áfram. —mhg ÓsammáJa túlkun ráðherra Félagsfundur Lyfja- fræðingafélags tslands hald- inn 16.03. ’81 samþykkti ein- róma eftirfarandi ályktun: „Félagsfundur LFt hald- inn 16.3.’81 lýsir sig ein- dregið ósammála þeirri túlk- un heilbrigðismálaráðherra á 5. tl. 9. gr. lyfsölulaga frá 1963 er fram kemur i greinargerð ráðherra vegna veitingar lyfsöluleyfisins á Dalvik og send var fjöl- miðlum. Þessi túlkun er i ósam- ræmi við ákvæði um starfs- leyfi i lögum um lyfja- fræðinga nr. 35/1978 en þar segir i 4. tl. 3. gr. að til þess að öðlast starfsleyfi þurfi lyf jafræðingur að „hafa unnið að minnsta kosti eitt ár við framleiðslu lyfja, til- búning, merkingu og af- greiðslu, eða önnur lyfja- fræðistörf hér á landi”, sbr. greinargerð sem lögð var fram með frumvarpinu á Alþingi áður en lögin voru samþykkt, sbr. og 8. og 9. gr. laganna.” Grohe- skákmót í Borgamesi Sunnudaginn 5. april n.k. gengst Skákdeild UMF Skallagrlms I Borgarnesi fyrir skákmóti i Hótel Borgarnesi. Mótið hefst kl. 13 og verða tefldar 15 minútna skákir, ellefu umferðir eftir Monradkerfi. Vegleg verðlaun, sem Þýsk-islenska verslunar- félagið gefur, eru i boði og þátttaka er ötlum heimil. Þátttökugjald er kr. 30. Skákstjóri verður Guðjón Ingvi Stefánsson fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Jónas Þorvaldsson skák- meistari mun tefla fjöltefli viðþá þátttakendur i mótinu sem mæta kl. 10 f.h. á móts- stað. Vegna timaskorts getur þó þurft að takmarka fjölda þeirra. MARTEINN JÖNASSON,framkvæmdastjórí,um ásakanir Vísis: Ætterni Halidórs skipti engu máli heldur hitt að hann er harðduglegur sjó- maður og hefur reynst vel í störfum sandkorn .*> Jdhanna S. Sigþórsdóttir blaðamaður skrifar: Hrossakaup Svo sem Sandkorn grcindi frá i gær, hefur veriö ákveöiö bak viö tjöldin, aö Björgvin Guömundsson setjist i sæti framkvæmdastjóra Bæjarútgeröar Reykja- vfkur innan tíöar. Þykir þaö gott og blessaö. þvf Björgvin er hinn ágætasti maöur I alla staði. Hitt hefur aftur vakiö megna öánægju, hvernig staöiö hefur veriö ab ráöningu n v s skipstjóra á togarann Bjarna Bcne- diktsson. sem er i eigu BCR. 1 þaö starf hefur 'veriö ráöinn Halidór Pélursson, áöur 2. stýri- maöur. Heyrast þær raddir. aö þarna hafi veríö gcngiö fram hjá mönnum, sem heföu þann starfsferil aö baki, aö þeir heföu átt aö ganga fyrir. Skýringín á þessu er sögö sú, aö Haildór sé bróöir Sigur- jóns Péturssonar, sem hafl styrkt Björgvin I framkvæmdastjórastól- inn, gegn þvi aö bróöir fengi skipstjórann. 1 tveimur fréttum I Visi I gær er fjallað um „hrossakaup” um skip- stjórastijðuna á Bjarna Benediktssyni og framkvæmdastjórastöðuna hjá BUR. Ætterni Halldórs Péturssonar réði engu um ráðningu hans sem skipstjóra á BjarnaBenediktssyni og sú ráðning hefur heldur ekkert með Björgvin Guðmundsson að gera sem ég reyndar efast um að hafi hugmynd um hverjir eru þar um borð, sagði Marteinn Jónas- son, framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðarReykjavikur i gær.t Vísi i gær er fullyrt að hrossakaup hafi orðið um ráðningu Halldórs, þannig að bróðir hans, Sigurjón Pétursson, hafi keypt stöðu hans sem skipstjóra fyrir stuðn- ing við Björgvin Guðmundsson í framkvæmdastjórastöðu BÚR. Sigurjón Pétursson er nú erlendis og Björgvin Guðmunds- son hefur neitað þvi að neitt hafi verið afráðið um eftirmann Mar- teins Jónassonar en i samtali við Þjóðviljann i gær sagöi Björgvin aö Marteinn myndi hætta næsta haust. Samkvæmt öðrum heim- ildum blaðsins hefur Marteinn óskað eftir að minnka við sig, en hann verður 65 ára i haust. Marteinn sjálfur vildi hins vegar ekkert um þau mál tala i gær en sagði að sér væri ljúft að skýra frá þvi hvernig ráðningu Halldórs Péturssonar sem skipstjóra á Bjarna Bene- diktssyni bar að. Það var staðið að þessari ráðn- ingu á ósköp venjulegan hátt, sagði Marteinn. Það var fyrir þremur árum þegar tilfinnanlega vantaði annan stýrimann á Bjarna, að Halldór var ráðinn til BÚR. Það er skemmst frá þvi að segja að hann hefur reynst frá- bærlega vel og hefur verið jöfnum höndum 1. og 2. stýrimaður á skipinu og auk þess farið með það einn túr sem skipstjóri. Þegar Ottó N. Þorláksson (hinn nýi togari BÚR) bættist i flotann var Magnúsi Ingólfssyni skip- stjóra á Bjarna boðið nýja skipið. Hann þáði það og þá lá fyrir að finna skipstjóra á Bjarna. 1. stýrimaður, Siguröur Steindórs- son, en hann hefur leyst Magnús af og Halldór þá verið 1. stýri- maður, óskaði hins vegar ekki eftirskipstjórastööunni, sem hon- um var margboðin. Hann vildi heldur fara með Magnúsi á nýja skipið og leysa hann þar af. Það er álit okkar hér hjá BÚR þegar menn hafa reynst vel i starfi og eru búnir að venjast skipinu eins og Halldór Péturs- son, þá liggi beint við að falast eftir slikum manni, að Sigurði frágengnum. Ætterni mannsins skipti þar engu máliheldur hitt að hann er harðduglegur sjómaður og hefur á fjórða ár reynst vel i starfi fyrir BÚR, sagði Marteinn Jónasson að lokum. —AI FundurutanA ríkisráöherra, Norðurlanda\ Utanrikisráðherrar Norð- I urlanda héldu sameiginleg- I an fund I Stokkhólmi á | þriðjudag. Þar bar á góma • mörg mál sem snerta stjórn- I málaastandið í heiminum og lýstu ráðherrarnir áhyggj- | um sinum yfir vaxandi ■ spennu. I frétt frá fundinum segir að ráðherrarnir hafi látið i | ljós óskir um að Bandarikin ■ og Sovétrikin haldi áfram Salt-viðræðunum um frið- samlega sambúð og gengið verði til alvarlegra samn- ■ ingaviðræðna um kjarnorku- I vopn i Evrópu, með það fyrir augum að þeim verði veru- | lega fækkað. Einnig voru ■ látnar i ljós óskir um að her- sveitum verði fækkað i Evr- ópu. Þá var rætt um ástandið I iPóllandi og var lögö áhersla • á að Pólverjar sjálfir fyndu I lausn á sinum málum. Ráðherrarnir ræddu mikilvægi þess að undirbún- ■ ingur viðræðna milli iðnrikj- I anna og þróunarrikjanna I leiddi til jákvæðrar niður- stöðu. Þeir voru sammála ■ um að harma þá seinkun I sem orðið hefur á hafréttar- ráðstefnunni og hvetja til j þess að vinnu þar verði hrað- ■ ±_________________|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.