Þjóðviljinn - 13.05.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.05.1981, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 13. mai 1981 —107. tbl. 46. árg. Magnesíum, pappír, olíuhreinsun: Hjörleifur Guttormsson íslenskt frumkvæði í orkufrekum iðnaði Unnið af kappi að undirbúningi ,,Rikisstjórnin leggur áherslu á að koma á fót orkufrekum iðnaði sem íslendingar hafi forgöngu um og eru islensk fyrirtæki. Á hinn bóginn er nauð- synlegt að hagnýta sér erlenda tækniþekkingu og jafnvel getur markaðssamvinna við erlenda aðila verið æskileg.” Þannig mæltist Hjörleifi Guttormssyni, iönaðarráöherra, á fundi fréttamanna f gær er hann kynnti framlög iönaöarráöuneytisis i ár til rannsókna og undirbúnings orkufrekra iönfyrirtækja i eigu lands- manna sjálfra. Jafnframt voru fréttamönnum látnar I té skýrslur nefnda og stofnana, sem nú vinna aö ákveðnum verkefnaathugunum. Þaö fjármagn sem hér um ræöir er: Af fjárlögum: Til magnesium-framleiöslu ......................... Nkr. 300.000 Tilkisilmálm-framleiðslu .............................. 500.000 Til natrium-klórat-framleiöslu .................... Nkr. 300.000 Tilpapplrsframleiðslu.............................. Nkr. 150.000^ Tilstaöarvalsathugana ............................. Nkr. 750.000 Nkr. 2.000.000 Auk þess mun ráðuneytiö I ár verja nokkurri upphæö af tekjum af aðlögunargjaldi til nýiönaöarathugana. Er þar einkum um aö ræöa eftirtaliö: Eldsneytisframleiösla...... G.rvinnsla úr áli ......... Stálbræðsla, saltvinnsla, sykurhreinsunarverksmiöja (framhaldsathuganir)....... Nkr. 600.000 Nkr. 100.000 Nkr. 400.000 Yfir 90% giásleppu- bnœna flutt út óunnin Þaö er taliö aö Islendingar selji á markaö um 70% þeirra grásleppuhrogna sem seld eru i heiminum. A siöasta ári fluttu þeir út 1.897.1 tonn grásleppu- hrogna samkvæmt upplýsing- um hagtiöinda. En yfir 90% þessara hrogna eru flutt út óunnin, þau eru söltuð og seld aöilum erlendis, einkum dönsk- um og þýskum, sem siðan vinna úr þeim dýrmætan kaviar sem seldur er hæsta veröi viöa um lönd. Af þeim nær 1900 tonnum sem flutt voru út á siöasta ári voru 118.1 tonn unnin sem kavi- ar. Útflutningsvcrö á hverju kflói af kaviar var kr. 3.496 en á hverju kflói af söltuöum hrogn- um 1343.68 krónur. Unninn I kavlar voru hrognin þannig 26 sinnum verömeiri. Hjá Sölustofnun lagmetis var hafist handa á árunum 1971-72 viö að reka söluáróöur fyrir kaviarframleiöslu úr grá- sleppuhrognum en nú eftir 10 ár hefur aldrei tekist aö koma þeirri framleiöslu yfir 10% af heildarmagninu sem flutt er út. Þaö er rýr eftirtekja og menn spyrja hverju sæti. Sú skýring sem Þjóöviljanum var gefin á þessu þegar leitaö var álits í gær var einkum sú aö vald stórfyrirtækjanna sem vinna og selja vöruna erlendis væri mikiö og aö seljendur treystust ekki til aö leggja i þá áhættu sem felst í þvi aö byggja upp vinnslu hérlendis og skrúfa fyrir útflutninginn á óunnum hrognum. Á þessu sviöi er i gangi hörö sölumennska og risarnir hafa ómælt fjármagn til að verja þar til. Hefur sú hug- mynd skotið upp kollinum aö leggja toll á útflutning óunninna hrogna og verja tekjunum til aö byggja upp vinnslu innanlands og sölustarfsemi erlendis. Menn gera ráö fyrir aö forræöi ís- lendinga hvaö hráefniö varöar muni minnka næstu ár, Ýmsar þjóöir leggja nú áherslu á aö leita uppi grásleppumiö i kjölfar þess aö framleiösla kaviars úr styrjuhrognum hefur mjög dregist saman undanfarið vegna ofveiöi. Munu Kanada- menn vera þar fremstir i flokki. -j Hjörleifur gat þess að sérstak- lega væri hugaö að iðnfyrir- tækjum sem byggðu á innlendum hráefnum, svo sem framleiðslu á magnesium og natriumklórati. Eins og frumskýrsla sem Iðn- tæknistofnun Islands hefur gert um magnesiuframleiðslu bendir flest til að hér geti oröið um hag- kvæmt fyrirtæki að ræða. Enn er þó margt ókannað varðandi þessa framleiðslu og verður lögð áhersla á að hraða rannsóknum eins og unnt er. Verkefnisstjórn Þá kom einnig fram að sérstök verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að hafa yfirumsjón með frumhönnun 25—30 þúsund tonna kisiljárnverksmiðju, sem skv. at- hugunum staðarvalsnefndar gæti risið á Reyðarfirði. Hér er um að ræða fyrirtæki sem íslendingar gætu vel ráði við af eigin ramm- leik. A fundinum var einnig gerð grein fyrir athugunum á verk- smiðju til framleiðslu á pappirs- kvoðu, sem Húsvikingar hafa sýnt mikinn áhuga. Olíuhreinsun Jakob Björnsson, forstöðu- maður Orkustofnunar, kynnti að lokum könnun sem gerð hefur verið á oliuhreinsunarstöð, en Orkustofnun leggur til að mynd- aður verði starfshópur með fuli- trúum iðnaðarráðuney tis, viðskiptaráðuneytis, Orkustofn- unar og oliufélaganna til að gera nánari úttekt á málinu. Ef slik stöð, sem væri miðuð við orku- notkun innanlands, hefði verið til 1978, væri hún þegar búin að borga sig, sagði Jakob. — Bó. Bíó- miði í 20 kall Hækkanir á far- og farmgjöldum, brauðum, steypu, sandi og möl, saltfiski og bollum frá 4,5—20% Biómiöinn er nú kominn upp I 20 krónur á almennar sýningar og hækkar um 8.57% samkvæmt tillögu Verðlagsráðs sem rikis- stjórnin staöfesti á fundi sinum i gær. Aörar heimildir um hækk- anir samkvæmt tillögum verðlagsráös sem afgreiddar voru á fundinum voru: Far- og farmgjöld Flugleiða i innanlandsflugi um 12%, brauð önnur en sigtibrauð um 4.5-7.1% og sigtibrauö um 15.7%. Nemur meöal- hækkunin á brauöum 6%. Farmgjöld og vöruaf- greiöslugjöld skipafélag- anna hækka um 12%, taxtar vöruflutningabila hækka um 14%, taxtar vinnuvéla- eigenda um 19%, taxtar sér- leyfishafa um 20%, sement, steypa án sements og sandur og möl um 18%, niðursoðnar fiskbollur og fiskbúöingur um 8% og saltfiskur i neyt- endaumbúöum um 18%. Viömiöunarmörk þau varöandi veröhækkanir, sem rikisstjórnin hefur ákveöið aö setja hafa ekki veriö af- greidd I stjórninni ennþá aö sögn Magnúsar Torfa ólafs- sonar blaöafulltrúa. A Suöur- skauts- landinu Dagur Vilhjálmsson segir frá sérstæðri reynslu: hann hefur starfað sem loft- skeytamaður nokkurnveginn eins langt frá heimaslóðum og unnt er aö komast — á Suðurskautslandinu. Hann er nýkominn heim eftir 16 mánaða dvöl. Sjá opnu Flugmannadeilan enn óleyst Annar fundur boðaður Fundi sáttasemjara og flug- manna lauk laust fyrir kl. 21 i gærkvöldi. Ekki tókst að ná sam- komulagi. Aö sögn Baldurs H. Oddssonar flugmanns, sem sæti á f nefnd- inni, hefur veriö boöaö til annars fundar i dag kl. 16. Ekki taldi Baldur þaö vera útilokaö aö sam- komulag næöist i flugmannadeil- unni í dag. — eg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.