Þjóðviljinn - 13.05.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. mai 1981
Hinum heilögu er heldur ekki hllft I „Stjórnleysingjanum”.
St| órnley singinn
kveður nú senn
Leikari Alþýðuleikhússins lýk-
ur senn og fer nú hver að verða
siðastur að sjá leikrit Dario Fo:
Stjórnleysingi ferst af slysförum.
Leikurinn dregur nafn af
atburði sem varð i Milano fyrir
allmörgum árum er maður
,,datt” út um glugga lögreglu-
stöðvarinnar. Þá sem nú var
pólitiskt ástand mjög lævi bland-
ið, vinstri menn voru sakaðir um
ódæði sem nýfastistar höfðu
framið, enda ekki laust við að
fasistar ættu stuðningsmenn i
lögreglunni. út frá þessum at-
burði samdi Dario Fo leikrit sitt,
þar sem hann dregur lögregluna
sundur og saman i háði og grini.
Atburðarásin byggir á þvi að
dári nokkur sem margoft hefur
leikið á samborgarana i ýmsum
hlutverkum er dreginn til yfir-
Minnkandi
atvinnuleysi
Atvinnuleysisdagar i april voru
2.856 á höfuðborgarsvæðinu. A
Vesturlandi voru þeir 227, engir á
Vestfjörðum, 1.013 á Norðurlandi
vestra 3.071 á Norðurlandi eystra,
394 á Austurlandi, 197 á Suður-
landi, 25 i Vestmannaeyjum og 94
á Suðurnesjum. Atvinnuleysis-
dagar voru alis 7.877 áöllu land-
inu, en voru 12.239 I mars.
Á höfuðborgarsvæðinu voru 132
atvinnulausir, en voru 203 i mars.
A Norðurlandi vestra voru 49 án
vinnu, 142 á Norðurlandi eystra
og 16 á Austurlandi. 1 öðrum
hlutum landsins voru atvinnu-
lausir á bilinu 1-10. Alls voru 363
atvinnulausir á landinu en i mars
voru 565 án vinnu.
Samtök um frjálsan
útvarpsrekstur
Stofnfundur
á mánudag
Samtök um frjálsan útvarps-
rekstur verða stofnuð að Hótel
Sögu mánudaginn 18. maí kl.
20.30.
Gestur . fundarins verður
breskur dagskrárgeröarmaður
frá óháða útvarpinu IBA. Hann
heitir Edwin Riddell og mun hann
fjalla um þróun útvarps i Bret-
landi.
A stofnfundinum veröa lögö
fram drög að lögum og kosiö i
stjórn, skráning félagsmanna fer
fram og geta þeir greitt árgjald
lágmark 50 kr.
Stutt framsöguerindi verða
flutt; Ólafur Hauksson ræöir um
aðdraganda aö stofnun samtak-
anna, Magnús Axelsson ræöir um
verkefnin og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson leggur fram stofn-
samþykkt og stýrir stjórnarkjöri.
Fundarstjóri veröur Jón
Ólafsson.
heyrslu inn á lögreglustöðina.
Þarkemsthann yfir skjöl um mál
stjórnleysingjans sem ,,datt” út
um gluggann og sér strax að
þarna getur hann brugðið sér i
hlutverk rannsóknardómara sem
kemur til að kanna málin.
Það er skemmst frá að segja að
hann hrellir lögregluna ógurlega,
meðan áhorfendur engjast i sæt-
um sinum af hlátri.
Það er Þráinn Karlsson sem
leikur dárann, en þeir Viðar
Eggertsson, Arnar Jónsson,
Bjarni Ingvarsson og Björn
Karlsson leika fulltrúa lögregl-
unnar. Elisabet Þórisdóttir er
blaðakona sem einnig er að kanna
málið. Leikstjóri er Lárus Ýmir
Óskarsson en leikmyndin er eftir
Þórunni Sigriði Þorgrimsdóttur.
— ká
íþróttir
Framhald af bls. 11.
knattspyrnu i Reykjavikurmót-
inu, knattspyrnu sem ekki er
vænleg til árangurs á malar-
velli. Þegar á grasið verður
komið er vist að árangurinn
lætur ekki á sér standa.
Reikna má með Val i
námunda við toppliðin i sumar,
en ekki er liklegt að þeir haldi
dampi undanfarinna ára.
FH
Sömu sögu er að segja um FH
og IBV. Liðið hefur allmarga
góða knattspyrnumenn innan
sinna vébanda, en illa hefur
gengið að skapa liðsheild. Þá
kann varnarleikurinn að verða
FH til trafala i sumar, hann
hefur alla vega ekki verið ýkja
traustvekjandi það sem af er.
Með komu þjálfarans, Inga
Björns og Ólafs Danivalssonar,
i liðið mun örugglega lifna yfir
þvi, en hvort sá lifsneisti nægi
til að koma Hafnarf jarðarliöinu
frá fallbaráttunni skal ósagt lát-
ið.
IA
Skagamennirnir eiga eftir að
seiglast i sumar. Þeir eru ekki
vanir þvi að láta bola sér frá
Evrópukeppnunum (eins og
gerðist sl. sumar) og eru stað-
ráðnir i þvi að verða i fyrsta
sæti. Það eru allar likur á þvi að
þeim takist það.
Akranesliðiö hefur styrkst
nokkuð frá þvi i fyrrasumar og
munar þar mestu um að Jón
Alfreðsson erkominn i slaginn á
ný og eins hefur Borgnesingur-
inn Gunnar Jónsson sýnt góð til-
þrif.
1 stuttu máli: 1A, Fram,
Vikingur og Valur verða i
toppslagnum, KR, ÍBV og UBK
sigla lygnan sjó um miðbik
deildarinnar og KA, Þór og FH
berjast á botninum.
I lokin skal það tekið fram, að
undirritaður hefur aldrei þótt
„spámannlega vaxinn”, en
hann þykist geta lofað jafnri,
skemmtilegri og spennandi
keppni á ísandsmótinu i ár...
- IngH
Skreiðar-
viðræður
Viðræður um skreiðarviðskipti
við Nlgerlu fór fram i Lagos dag-
ana 5. til 7. mal s.l. I framhaldi af
heimsókn sendinefndar frá við-
skiptaráðuneyti Nigerlu til
Reykjavlkur i janúar s.L.
Þessar viðræður snerust aðal-
lega um sölufyrirkomulag og
söluverð. Málið fer nú til endan-
legrar umfjöllunar riksisstjórnar
Nigeriu og standa vonir til, að
niöurstaðan verði viðunandi fyrir
íslendinga.
Sendinefnd tslendinga var
skipuð eftirtöldum mönnum:
Stefáni Gunnlaugssyni, deildar-
stjóra i viðskiptaráðuneytinu,
sem var formaður nefndarinnar,
Braga Eirikssyni, framkvæmda-
stjóra Samlags skreiðarframleið-
enda, Magnúsi Friðgeirssyni,
sölustjóra sjávarafurðadeildar
SIS, Bjarna Magnússyni, fram-
kvæmdastjóra Sameinaðra fram-
leiðenda,og Jóni Ármanni Héðins-
syni, sölustjóra Lýsi h.f..
Ráðningu vísað
til borgarstjómar
Borgarráð visaði 1 gær
ráðningu forstöðumanns við
félagsmiðstööina Arsel til af-
greiðslu borgarstjórnar. Eins og
skýrt var frá i Þjóðviljanum i gær
sóttu 11 um starfið og hlutu tveir
umsækjenda atkvæði I æskulýðs-
ráði, Valgeir Guðjónsson fékk
fimm atkvæði og Guðmundur Elis
Pálsson tvö atkvæði.
Þingsjá
Framhald af 6. siðu.
landsins, einkamálgangs Geirs
Hallgrimssonar, vegna oliuvið-
skipta íslands við Sovétrikin.
Þessi viðskipti hafa staðið um
áratugaskeið og þau hafa verið
mjög hagstæð. Þau hafa skilað
okkur góðum oliuvörum, það hef-
ur verið örugg afhending á vörun-
um og verðið hefur ekki verið
slæmt. Þegar oliuverð fór stór-
hækkandi á árinu 1979 var þess
krafist að íslendingar rifu niður
þessi gömlu og traustu viðskipta-
sambönd sin við Sovétrikin. Þvi
var að sjálfsögðu hafnað af mér
sem þáverandi viðskiptaráð-
herra og núverandi viðskiptaráð-
herra hefur að sjálfsögðu hafnað
sliku lika, þvi enginn viðskipta-
ráðherra myndi nokkurn tima, ef
hann ætlar að gæta skyldu sinnar,
fallast á önnur eins úrræði og þar
voru lögð til af Mbl. sumarið 1979
i oliumálum. Engu að siður fór
það svo að menn töldu skynsam-
legast að miða við að Islendingar
hefðu möguleika á oliuinnkaup-
um frá fleiri rikjum en Sovétrikj-
unum einum og þess vegna voru
gerðirsamningar við breska oliu-
félagið BNOC. Staðan i þeim efn-
um er hins vegar sú að eftir að
þeir samningar voru gerðir, en
þeirvirtust i fyrstu, miðað við hið
háa Rotterdamverð,vera tiltölu-
lega hagstæðir, en i þessum
BNOC-samningum er miðað við
svokallað „mainstream-verð”;
þá kemur þaði ljós núna, að þetta
„mainstream-yerð” er mun
hærra en verðið á rússnesku oli-
unni á Rotterdammarkaðnum.
Það er ekki allt sem sýnist og
þetta er alveg sérstakt tilefni til
að staldra við og vara stjórnvöld,
hér sem þau eru, við þvi að
láta undan ofstækisbylgjum sem
skella hér yfir af og til i málum
eins og þessum. Ég er þó sann-
færður um að þessi skrif Mbl. á
sinum tima um oliumálin gerðu
mjög verulegt ógagn og sköpuðu
hér mjög erfitt ástand fyrir þá
stjórn sem þá sat og ennþá erfið-
ara var ástandið fyrir þær sakir
að innan þáverandi stjórnar-
flokka var ekki mjög sterk sam-
staða um þessi mál frekar en önn-
ur, svo ekki sé fastara aö orði
kveðið.
Ég tel að i oliumálum þá þurf-
um við að haga okkur þannig að
höfuðatriðið sé öryggið, annað at-
riði er verðið og i þriðja lagi þurf-
um viö að tryggja það að við höf-
um aögang að fleirum en einum
aðilai þessum efnum, en umfram
allt eigum við ekki að láta hræða
okkur til flýtisverka á þessu sviði
frekar en öðrum. —Þig
Ásmundur
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Svavar
Guftm. J.
Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs
Alþýðubandalagsins
verður haldinn laugardaginn 16. mai n.k. i Hreyfilshúsinu kl 10 00
árdegis.
Dagskrá: Kjaramálin.
Framsögumenn:Svavar Gestsson, Asmundur Stefánsson, Guðmundur
J. Guðmundsson og Olafur Ragnar Grimsson
Tii fundarins eru sérstaklega boðaðir fulltrúar Alþýðubandalagsins um
land allt, en ollum Alþýðubandalagsmönnum er frjálst aö koma á
lundinn.
Alþýðubandalagið i Kópavogi. — Bæjarmálaráð.
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 13. mai kl. 20.30
Dagskrá: Húsnæðismál skólanna i Kópavogi.— Gatnagerðar gjald-
skrá. — Nýjarhugmyndir um úthlutunarreglur fyrir sérbýli. — önnur
mál.
Allir félagar i ABK eru velkomnir.
Stjórn bæjarmálaráðs ABK.
Herstödvaandstædingar
Arni.
Þróunarlöndin
Herstöðvaandstæðingar Skólavörðustig 1 A
halda fund um þróunarlöndin, miðvikudag-
inn 13. mai kl. 20.30.
Arni Björnsson ræðir um baráttu nýlendu-
stúdenta.
Húsið opnað kl. 20. — Félagar
fjölmennið
Heilsugæslustöð
á Seltjarnarnesi
Heildartilboö óskast í innannhússfrágang á
heilsugæslustöð á Seitjarnarnesi. Er þar um að
ræða múrverk á 1. hæð/ sem er um 1060 ferm og
fullnaðarfrágang um 700 ferm af hæðinni. Inni-
falið er m.a. hreinlætis-, hita-, vatns- og loft-
ræstilagnir, auk raflagna, svo og léttir veggir,
málning.dúkalögn og innréttingasmíði.
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 1982, en hluti
þess skal vera tilbúinn til notkunar 1. des. 1981.
útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
Borgartúni 7 Rvk gegn 1.000- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuðá sama stað þriðjudaginn 2.
júní 1981 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á tauga
lækningadeild til 6 mánaða frá 1. júni n.k.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 26.
mai. Upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar i sima 29000.
Reykjavík, 13, mai 1981
Skrifstofa rikisspitalanna
Eiriksgötu 5, simi 29000.