Þjóðviljinn - 13.05.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 13. mai 1981
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i byggingu frystigeymslu
fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur.
Boðið skal stálgrindabygging á steyptum
grunni, bárustálklædd einangruð með
verksmiðjuframleiddum veggja- og lofta-
einingum.
Útboðið nær til allra verka við byggingu
geymslunnar að frysti- og rafbúnaði
undanskildum. Boðnir skulu tveir val-
kostir varðandi stærð. Útboðsgagna má
vitja til Innkaupastofnunar Reykjavikur-
borgar Frikirkjuvegi 3 gegn 500 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mið-
vikudaginn 10. júni kl. 11. f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKiAVIKURBORC-AR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Frá
F j órðungss júkrahúsínu
Neskaupstað
Lækni vantar til afleysinga frá 1. júli n.k.
til 15. ágúst.
Upplýsingar i simum 97-7400 og 97-7402
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað
Aðalfundur
Alliance Francaise
verður haldinn i Franska bókasafninu
Laufásvegi 12. fimmtudaginn 14. mai kl.
20.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Lóðasnyrting
Frá 14. mai n.k. til mánaðamóta mun
hreinsunardeild veita þjónustu við brott-
flutning á þvi, sem til fellur vegna
vorhreingerninga á lóðum borgarbúa.
Móttaka beiðna verður i sima 18000 frá
13—15 virka dag.
Gatnamálastjórinn i Reykjavlk
Hreinsunardeild
Áskrift- kynning Tfl
VtfV' X1
lA'-
vió bjóóum nýjum lesendum okkar
ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta.
Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki
aóra segja ykkur hvaó stendur í
Þjóóviljanum.
Frá Kaupmannahöfn til Parísar:
Friðarganga í sumar
Friðarganga 1981 verður
farin frá Kaupmannahöfn
til Parisar í sumar og hafa
konur frá Norðurlöndum
frumkvæði um þá göngu.
Tíu konur frá hverju
Norðurlanda eru einskonar
kjarnahópur, en þar að
auki er öllum, konum sem
körlum, frjálst að slást í
hópinn. Komið verður til
Parfsar níunda júlí.
Aðalvígorð göngunnar
er: Evrópa án kjarnorku-
vopna—frá Póllandi til
Portúgals og er það í anda
áætlunar sem friðarstofn-
un Bertrands Russells
hefur gert. Þeir sem þátt
taka geta síðan lagt
áherslu á sínar sérkröfur
t.d. mótmæli gegn staðsetn
ingu eldflauga á landi
þeirra gegn nifteindar-
sprengjuog þar fram ef-tiir
götum. Gert er ráð fyrir
því, að höf uðkrafa Norður-
landabúa verði um að það
verði bundið í samninga að
Norðurlönd séu án kjarna-
vopna.
Um leið og gangan frá Kaup-
mannahöfn erhaldin leggja aðrar
göngur hliðstæðar af stað úr
suðri, austri og vestri og allar
sameinast göngurnar svo i Paris
til mikillar friðarhátiðar.
Á leið til Parisar eru skipu-
lagðir stærri og smærri friðar-
fundir. Alþjöðasamtökin Eu-
ropean Nuclear Disarmament
hafa gefið fyrirheit um að aðstoða
i sambandi við útvegun svefn-
plássa á leiðinni.
Friðarganga þessi er byggð á
samvinnu yfir hin pölitisku
landamæri. Til dæmis segir i
kynnisbréfi frá Noregi að göng-
una styðji bæði andstæðingar og
A aðalfundi Mjólkursarnsöl-
unnar kom það m.a. fram að á
svæði hennar hefði mjólkurfram-
leiðslan minnkaðum 6,95% miðað
við árið á undan. Yfir allt landið
varð samdrátturinn 8,7%. Sam-
tals hefur innveginn mjólk hjá
mjólkursamsölunni mikkað um
13 milj. ltr. frá árinu 1978 og til
siðustu áramóta.
Gera má ráðfyrir þvi, að I
aö á þessum þremur árun um 20
milj. ltr. miðað við innvigtun síð-
ustu mánuði. Svarar það til þess,
að allri mjólkurframleiðslu hefði
verið hætt á svæði Mjólkursam-
lags KEA á Akureyri.
Eðlileg innanlandsneysla mið-
að við reynslu undanfarinna ára
er á bilinu 100—105 milj. ltr. af ný-
mjólk, þegar allar mjólkurvörur
hafa verið umreiknaöar I mjólk.
Framleiðsluráð telur að fram-
leiðslan þurfi aö vera 105—108
milj. ltr. til þess að fullnægja
innanlandsneyslu. Gunnlaugur
Björgvinsson, forstjóri MS taldi,
stuðningsmenn Nató. Fimm sam-
tök standa að undirbúningi i Nor-
egi, en einmitt i Osló er miðstöð
undirbúninesins. Wenche Sör-
angr, Pilestredet 36, Osló, gefur
upplýsingar um Friðargöngu
1981 — síminn er 200689
að búast mætti við mjólkurskorti
næsta vetur, aukist framleiðslan
ekki frá þvi, sem hún hefur verið
siðustu þrjá mánuði.
Sala á öllum helstu fram-
leiðsluvörum MS gekk mjög vel á
árinu. Nýmjólkursalan jókst um
1,7% og sala á rjóma um tæp 3%.
Heildarvelta MS var rúmlega 19
miljarðar gkr. á árinu 1980.
Mögulegt reyndist að greiöa
framleiðendum grundvallarverð
fyrir mjólkina, að frádregnu út-
flutningsbótagjaldinu. Meðal
grundvallarverö svæðisins var
tæplega 304 gkr. á litra. Vegna
frestun á verðhækkunum i des.
s.l., lækkaði grundvallarverð
svæðisins um tæplega 0,72 gkr. á
ltr. Lægst var grundvallarverðið
hjá mjólkurstöðinni i Borgarnesi,
302,51 gkr. ltr., en hæst hjá Mjólk-
urstöðinni i Reykjavik, 304,70 gkr.
ltr. Af sölutekjum MS fá fram-
leiðendur um 65% i sinn hlut, sem
er lægra hlutfall en oftast áður.
—mhg
Frá adalfundi Mjólkursamsölunnar
Verdur mjólkur-
skortur í vetur?
Landsliðskynníng
Þorgeir P. Eyjólfsson, Björn
Eysteinsson, Sævar þorbjörns-
son og Guðmundur Sv.
Hermannsson báru sigurorö af
,,gömlu” mönnunum i lands-
liðskeppni Bridgesambandsins,
sem fram fór um siðustu helgi.
Spiluð voru 128 spil I 4 lotum,
og fóru leikar þannig að sigur-
vegararnir hlutu 243 stig gegn
195. Sigur þeirra var aldrei i
hættu, svo öryggir voru þeir.
Ef við rekjum gang þessa ein-
vigis:
Eftir 16 spil:
25—22 fyrir A-sveit (þeir yngri)
Eftir 32 spil:
68—53 fyrir A-sveit
F.ftir 48 spil:
107—71 fyrir A-sveit
Eftir 64 spil:
125—95 fyrir A-sveit
Eftir 80 spil:
144—123 fyrir A-sveit
Eftir 96 spil:
185—160 fyrir A-sveit
Eftir 112 spil:
221—167 fyrir A-sveit
Eftir 128 spil:
243—195 fyrir A-sveit
Ungu mennirnir hafa ekki
spilað fyrir tsland i opnum
landsliðsflokki, en þeir munu
ásamt Guðlaugi og Emi taka
þátt i Evrópumeistaramótinu I
Englandi i júli.
Þátturinn óskar þeim góðs
gengis, þvi ef marka má
&■ Umsjón:
Ólafur
Lárusson
Nýtt landsliö I bridge: Þorgeir P. Eyjólfsson, Björn Eysteinsson,
Sævar Þorbjörnsson og Guðmundur Sv. Hermannsson.
frammistöðu þeirra að undan-
förnu, áttu þeir sigurinn skilið.
Til þess var mótstaða eldri
mannanna of litil.
Reykjanesmót
Reykjanesmót i tvimenning
verður haldið i Stapa Keflavik
laugardaginn 16. mai kl. 13.00.
Þátttökutilkynningar berist
eigi siðar en fimmtudaginn 14.
mai' til eftirtalinna aðila.
Ólafur Gislason, simi: 51912
Ragnar Björnsson, simi: 44452
Erla Sigurjónsd., simi: 53025
Gestur Auðunsson, simi: 92-2073