Þjóðviljinn - 15.05.1981, Qupperneq 1
UOWIUINN
Föstudagur 15. mai 1981 —109. tbl. 46. árg.
Gert að grásleppunni dtaf Ægissiðu. — Ljósm. — eik —
Ný skoðanakönnun Dagblaðsins:
Um 70% stydja stjórnina
en 30% stjórnarandstödu
Dagblaðið birti I gær niðurstöð-
ur úr nýrri skoðanakönnun, sem
blaðið hefur gengist fyrir um fylgi
og andstöðu við rikisstjórnina.
Af þeim 600 sem spurðir voru
álits voru 144 óákveðnir eða neit-
uðu að svara. Af hinum 456 iýstu
314 sig fylgjandi rikisstjórninni en
142 töldu sig andviga stjórninni.
Af þeim sem svöruðu spurningu
Dagblaðsins reyndust þannig
68.9% vera fylgjandi rikisstjórn-
inni, en 31.1% reyndust vera
stjórnarandstæðingar.
Samkvæmt niðurstöðum þess-
arar skoðanakönnunar ætti rlkis-
stjórnin að hafa 41 þingmann á
Alþingi, eða átta fleiri en hún hef-
ur nú, og eru þá bæði Eggert
Haukdal og Albert Guðmundsson
taldir stuðningsmenn ríkisstjórn-
arinnar. Stjórnarandstaðan ætti
hins vegar að hafa aöeins 19 þing-
menn en hefur nú 27 (29, ef Egg-
ert Haukdal og Albert Guð-
mundsson væru flokkaöir sem
stjórnarandstæðingar).
Fylgi rikisstjórnarinnar reynist
vera aöeins minna nú en það var
samkvæmt skoðanakönnun Dag-
blaðsins i janúar s.l., en hins veg-
ar nokkru meira en skoðanakönn-
un blaðsins I september i fyrra
gaf til kynna. Sé tekið meðaltal af
tveimur fyrri skoðanakönnunum
Dagblaðsins næst á undan þess-
ari, þá sýna þær nánast sama
fylgi og nú, og bendir þaö til þess
að fylgi við rikisstjórnina sé
nokkuð traust i kringum tvo af
hverjum þremur. Engu að siður
getur slik skoðanakönnun að
sjálfsögðu aldrei orðiö annað en
visbending.
Það má hins vegar kallast eins-
dæmi, að rikisstjórn sem nýtur
svo lítils þingmeirihluta, sem sú
er hér situr nú, skuli hljóta yfir-
burðastuðning I hverri skoðana-
könnuninni á fætur annarri.
[Geríð skil
I í vorhappdrætti
! Alþýðubandalagsins
IVinningsnúmer
verða birt í Þjóð-
| viljanum á morg-
I un
Fóstrur
ánægðar með
samninginn
,,Hefðum aldrei náð þessu án
stuðnings foreldraog Sóknarkvenna”
Við náðum sambæri-
legum samningum og
fóstrur gerðu við Reykja-
víkurborg og þar með
erum við ánægðar, sagði
Marta Sigurðardóttir
fóstra á dagheimili
Kleppsspítala en samn-
ingar við rfkisfóstrur voru
undirritaðir rétt fyrir kl. 1
aðfararnótt fimmtudags.
Marta sagði aö fóstrur væru
ánægöar með endalok deilunnar,
og lagði áherslu á að þær hefðu
aldrei getað náð þessum árangri -
án stuönings frá foreldrum,
Sóknarkonum og annars sam-
starfsfólks. Þá studdu borgar-
fóstrur lika viö bakið á okkur,
sagði Marta og við erum öllu
þessu fólki ákaflega þakklátar.
Fóstrur hjá rikinu byrja nú i
fyrsta þrepi 12. launaflokks og
fengu þær námstimann þvi ekki
viöurkenndan sem starfsaldur
eins og borgarfóstrur. Hins vegar
sagði Martaað eftir eitt ár i starfi
færu þær i 13. flokk og væru þar
með biínar að ná Reykjavikur-
fóstrunum. Á móti fá fóstrur á
fyrsta starfsári aukinn undir-
búningstfma en aðrar fóstrur fá
tvo tima á viku.
Nýtt starfsheiti, yfirfóstra á
dagvistarstofnunum þar sem eru
50 börn eða fleiri, var tekið inn i
samninginn og byrja þær i 13.
flokki. Þær teljast staðgenglar
forstööumanns og fara 1 14. flokk
eft ir eins árs st arf. F orstööum enn
eru 115. og 16. launaflokki eins og
hjá Reykjavikurborg.
Þá sagöiMarta að nokkrar leiö-
réttingar hefðu verið gerðar á
flokkun fóstra á sérstofnunum
eins og I Kjarvalshúsi.
Viðtal við
Ragnar Arnalds,
fjármálaráð-
herra vegna
umræðu um
skattamál á
Alþingi
Sjá siðu 6
Staðgreiðsla
skatta 1983?
Gert er ráö fyrir aö staö-
greiösla skatta geti komiö til
framkvæmda áriö 1983—’84
Nokkrar verðbreytingar á freðfiski í Bandaríkjunum
Ekki líkur á verðlækkunum
segir Olafur Jónsson
Þjóöviljinn sneri sér i gær til
Ólafs Jónssonar aðstoöarfram-
kvæmdastjóra Sjávarafuröa-
deildar Sambandsins og spuröist
fyrir um þær veröbreytingar sem
oröiö hafa uppá siökastiö á fryst-
um fiski I Bandarikjunum.
,,A siðustu vikum hafa orðið
nokkrar verðbreytingar, aðallega
þó siðari hluta aprilmánaðar”,
sagði ólafur. „Það sem hefur
hækkaðereftirfarandi: Þorsflök I
lOpunda og 13punda pakkningum
um rúm 3%, sérpakkaðir þorsk-
flakabitar um 5 1/2%, karfaflök
með roði 5.8%, karfaflök roðlaus
11.5%, ufsaflök 4 1/2%, ufsablokk
6.3% og grálúðuflök milli 13 og
14%.
A móti þessum hækkunum hef-
ur komið 4 centa lækkun á þorsk-
blokk, sem er 3.4% og 10 centa
lækkun á ýsublokk eöa 8.7%.
Þorskblokk og ýsublokk sem
lækka vega þyngra I magni en
þær tegundir sem hækka.
Aftur á móti hefur ekki orðið
um neina verðbreytingu að ræða
á 5 punda þorskflökum, en þau
eru stærsta einstaka freðfisk-
pakkningin sem flutt er út.”
Hvað telur þú vera framundan i
sölumálum á Bandarikjamark-
aði?
,,Þaö er auðvitað aldrei hægt að
segja alveg fyrir um verðþróun á
þessum markaði. En birgöir af
frystum fiski hér á landi eru nú i
algeru lágmarki. Þaö ætti þvi
ekki að þurfa að óttast verðlækk-
anir, en þó ber aö hafa i huga að
talsvert aukið framboð virðist
vera af þorsk- og ýsublokk frá
samkeppnislöndunum.”
Bó.
samkvæmt frumvarpi sem
Ragnar Arnalds fjármála-
ráöherra hefur iagt fyrir
rlkisstjórnina og væntanlega
veröur lagt fram á alþingi
komandi haust.
Ragnar Arnalds upplýsti
við umræður um nefndarálit
um eigna- og tekjuskatt á
alþingi i gær, að hann hefði
lagt frumvarpið fyrir rikis-
stjórnina I samræmi viö
ákvæöi stjórnarsáttmálans.
Frumvarpiö er undirbúið af
Sigurbirni Þorbjörnssyni
rikisskattstjóra sem verið
hefur i leyfi frá öðrum störf-
um siöan i haust sl. til að
vinna verkið.
r
i
■
i
I
■
l
■
l
■
l
■
l
■
L
Sjónvarp um gervihnött innan tíðar?
Jafnfram þvi aö
myndsegulbönd veröa æ út-
breiddari sem afþreyingartæki
og keppavið sjónvarpiö um hylli
áhorfenda, er önnur bylgja aö
skella yfir sem ekki á sréur eftir
að valda byltingu. Gcrvihnött-
um f jölgar óöum I lofti og þaö er
skammt f þaö aö þeir nái til is-
lands.
Að sögn Sigurðar Ólafssonar
tæknimanns er gervihnöttur á
sveimi yfir Kanada. Innan
skamms verður hann efldur,
þannig að útsendingar hans ná
til stærra svæöis, þar á meðal
tslands. Sigurður sagöi að það
væri sáraeinfalt að koma upp
litlum jarðstöðvum, jafnvel á
einstökum húsum sem geta tek-
iðá móti sendingum frá hnettin-
um, það gæti hann sjálfur gert.
Frakkar og Þjóðverjar munu
senda gervihnött á loft á árinu
1985 og Luxemburgarmenn
skömmu siðar. Þeir hnettir
munu ná til Noröurlandanna og
gera ibúum þar kleift aö ná til
fjölmargra stöðva. Þessar stað-
reyndir valda þvi að Nordsat-
áformin eru aftur komin á dag-
skrá. Norðurlöndin standa
frammifyrir þvi hvort erlendar
sjónvarpsstöðvar eiga að ráöa
markaðnum, þar á meöal hrein-
ar auglýsingastöðvar, eöa hvort
löndin sjálf ætla að eiga hlut að
þróuninni og ráöa sjálf hvaö yfir
þær dynur. Kostnaðurinn er
hins vegar geysimikill og vefst
fyrir kreppuhrjáðum rikis-
stjórnum Norðurlandanna.
Sigurður Clafsson sagði að I
framtiöinni yrðu sennilega þrjú
myndkerfi i gangi, sjónvarpið,
myndsegulböndin og gervi-
hnattakerfi, öll þessi tækni hef-
ur þróast I framhaldi af tölvu-
byltingunni og fjarskiptatækni
sem geimvisindin hafa skapað.
NU er þessi tækni aö verða al-
menningseign, þróunin er
geysiör, svo ör aö enginn timi
hefur gefist til aö huga að af-
leiðingunum. —ká
"I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■