Þjóðviljinn - 15.05.1981, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur lS. mai 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viótalió Hafðuekki áhyggjur,mamma< við borðum svo mikiðaf hálstöflum, aðviðkvefumst ekkert. BUFE FJÖLGAR Þaö er ekkert á sinum staö lengur... Rætt við Jónas Guðmundsson þúsundþjalasmið Gömul skip og gamlir bátar . . . Jónas Guömundsson þúsund- þjalasmiöur er aö opna sýningu i Norræna húsinu á um sextiu myndum, oliumáiverkum og vatnslitamyndum. — Er það satt að þú sért einna sterkastur á svellinu i mynd- list? — Og að skrifa. Allir sæmi- legir málarar skrifa vel. Og kannski er alltof mikið aö þvi gert að flokka listir. Svo koma fram islenskar kvikmyndir og þar er fremsti leikarinn islensk náttúra. Ég er talinn nýjungagjarn i ýmsu, en ég er ihaldssamur á viðfangsefni. Ég þarf að hafa hlutina lengi fyrir augum til að geta málað þá svo vel fari. — Hvað málarðu? — Þetta er mest tengt sjó- sókn. Maður er með salt og sand i augum. Ég mála helst skip sem eru að falla af skipaskrá og h'ís sem eru að detta inn á friðunarskrá, þvi að gömul hús og skip verða með timanum hluti af landinu, hafinu og manninum sjáifum. Það er ekki til svo góður arkitekt að hann geti reist nýtt hús sem er maleriskt. Viö hjónin eigum litiö hús á Eyrarbakka og ég hefl málað mikiö þar og ort — meö sand i augum.... Ég er fljótari með oliumál- verk en vatnslitamyndir. Þá beiti ég skólaðri tækni svo- kallaðri og mála eins og Churchill og Soffia Lóren. En vatnsliti hefi ég lagt fyrir mig alveg sérstaklega. Þar hafa orðið miklar tæknilegar fram- farir. Eitthvað lærði ég af þeim vinnubrögðum i Þýskalandi 1974 og hefi unnið með þau siðan. Það var svo um tima, að engin myndlist var hér nema oliumál- verk, en þetta hefur breyst, þvi ekkert er varanlegt. Nú er fullt af ungu og háfættu fólki, sem er i grafik, teikningum, vatnslit- um, og hefur lyft þessum auka- búgreinum fortiðarinnar til vegs og virðingar. — Attu eftirlætismálara’ — Mér finnst að Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúla- son máli einna best hér á landi nú. Ég gæti nefnt fleiri nöfn, en þar sem ég á næga óvini fyrir, þá nefni ég bara tindana. Foröagæsluskýrslur fyrir sl. ár hafa nú verið gerðar upp hjá BU n a ð a r f é I a gi tslands. Samkvæmt þeim fjölgaöi búfé nokkuö á árinu frá því 1979. Þannig fjölgaði nautgripum um 2.761. Voru i árslok 59.933. Mjóikurkýr voru 33.749 1979, en fækkaði um 4 á sl. ári, en vegna þess aö talning var gerö á mis- munandi vegu eru tölur naumast alveg sambærilegar milli ára hvað kýrnar varðar. Sauðfé var i árslok 1980 827.927 og hafði fjölgað á árinu um 31.172 kindur. Hrossá skýrslum voru 52.346 i árslok 1980, þar af 6.820 i kaup- stöðum og hafði hrossum fjölg- að um 2.279. Fullorðin svin voru i árslok 1.553 og fjölgaði á árinu um 118. 1 árslok voru varphænsni talin vera 310.724, svipuð tala og árið áöur. Leikur ykkar var að þessu sinni 23. — h7-h6 og þvi svarar Hdgi meö 24. b2-b4. Staðan er þá þannig: Áttu starfs- afmæli með vinnu- staðnum Hópurinn á myndinni hér til hliðar hélt um daginn uppá 15 ára starfsafmæii sitt og vinnu- staðarins, Hótels Loftieiöa, en þau störfuðu öll hjá hótelinu við opnun og gera'enn. Bygging og opnun Hótels Loftleiða var merkur áfangi i ferðamálum á sinum tima og byggingin sjálf, sem tók aðeins 15 1/2 mánuð þótti afrek. 011 aöstaða til gestamóttöku hérlendis batnaði verulega með tilkomu hótelsins, en sérstak- lega þó aðstaða til ráðstefnu- halds með stækkun þess 1972. Þá var ma. byggður ráðstefnu- salur með möguleikum til túlk- unará sex tungumálum, sá eini sinnar tegundar hér á landi. Loftleiðahótelið er að mörgu leyti eins og litill bær útaf fyrir sig með mörgum þjónustugrein- um, þvi auk þess sem blasir við augum, svosem veitingasalir, vinstúkur, sundlaug, verslanir og snyrtistofur er þar ma. full- komið eldhús, bakari og þvotta- hús. 108 manns vinna nú á Hótel Loftleiðum og er hótelstjórinn Emil Guðmundsson. Forverar hans voru fyrstur Þorvaldur Guðmundsson en siðan Stefán Hirst og Erling Aspelund. Fyrstu árin gistu aðallega útlendingar á hótelinu og þá oft i sambandi við svokallaða „stop- over” dvöl á sérstökum kjörum, en siðari árin hefur þetta breyst og nú gista þar tslendingar i Reykjavikurdvöl ekki siður en útlendir ferðamenn. I tilefni afmælisins bauð hótelið öllu starfsfólkinu til kaffidrykkju 1. mai og rifjaði þá Emil, hótelstjóri upp sitthvað sem á dagana hefur drifið, en hann er meðal þeirra sem þar hefur starfað frá upphafi, og hópar starfsfólks færðu hótelinu blóm. Þessi tiu hafa starfað á Hótel Loftleiðum frá opnun og heita, talið frá vinstri: Bjarni Guðjónsson barþjónn, Emil Guðmundsson hótelstjóri, Gylfi Ingólísson gestamóttöku, Stefania Runólfsdóttir veitinga- búð, Sigurður Brynjólfsson þjónn, Hildur Friðjónsdóttir barþjónn, Jenny Clausen Ward herbergisþerna, Hilmar Jóns- son veitingastjóri, Soffia Andrésdóttir forstöðukona þvottahúsi og Erla Bjarnadóttir yfir-herbergisþerna. Auk þessa hafa starfað allan timann, en vantar á myndina, Reinholde Kristjónsson herbergisþerna, Bertha Johansen gjaldkeri og RUnar Finnbogason i gesta- móttöku. abcdefah Þið eigið leikinn. Hringiö á milli kl. 9 og 18 i dag, i sima 81333. < Q H-l o 1:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.