Þjóðviljinn - 15.05.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. mai 1981 Nefndarálit um skattafrumvarpið komið fram Greiðum ekki atkvæði með að fyrirtæki sleppi við tekjuskatt Halldór Asgrimsson (F), form. fjárhags- og viöskiptanefndar neðri deildar Alþingis mælti i gær fyrir áliti nefndarinnar um frum- varp ríkisstjórnarinnar um tekju- skatt og eignaskatt, en menn hafa nú beðið nokkuð óþreyjufullir eftir þessu nef ndaráliti. Nefndin stendur öll að álitinu, en Sighvatur Björgvinsson (A) skiiaði framhaidsáliti einn. Af þessu tilefni sneri Þjóðviljinn sér til Hagnars Amalds, fjármála- ráðherra og spurði hann álits á nefndarálitinu og hvað i þvf fælist. Ragnar Amalds sagði að i nefndinni heföi tekist samstaða um að halda 59. gr. laganna um reiknuð laun atvinnurekenda inni, en rikisstjórnin hafði lagt til að greinin yrði felld niöur. Þessi grein er þó ekki ætluð til aö koma i veg fyrir skattsvik, eins og Rætt við Ragnar Amalds, fjármálaráðherra sumir hafa haldið, en samkvæmt þessari grein var hugsanlegt að skattur væri lagður á tekjur, sem aldrei höfðu orðið til. Var þvi þetta ákvæði mjög gagnrynt. þingsjá Hins vegar hefði afnám 59. gr. haft þaö i för með sér, aö atvinnu- rekendur hefðu ekki fengið 10% almennan frádrátt launamanna og hafa þvi' flest atvinnurekenda- samtök önnur en samtök bænda heimtað að 59. gr. yröi tekin aftur i lög. Verulegar breytingar hafa verið geröar á framkvæmd þess- arar greinar og á nú að reyna að tryggja að skattur verði aldrei lagður á peningatekjur, sem ekki hafa orðið til. Hins vegar tak- markar 59. gr. fyrningar hjá nokkrum hópi einyrkja. Eins eru viðmiðunartekjur bænda lækk- aðar um þriðjung, en viðmiðunin viö álagningu i fyrra var of há. Aftur á móti sagðist fjármála- ráðherra harma þá tillögu nefndarinnar aö fella niður 17. gr. frumvarpsins, en hún felur i sér að Utgjöld vegna fyrninga i at- vinnurekstri eru lækkuð um allt að 10%, ef hreinar tekjur i rekstr- inum eru undir 5% af brúttó- tekjum. Ragnar sagði að Alþýöu- bandalagið myndi ekki greiða at- kvæði með þessari tillögu Hér er lítið sýnishorn af okkar lága vöruverði: WC pappir 8 rúl/ur i pakkningu verd kr. 23,30 Eldhúsrúliur 2 stk. i pakkningu verð kr. 9,80 Sö/tuð rúllupylsa kg-verð kr. 26,50 Franskar kartöflur (is/enskar) 2ja kg pokar verð kr. 32,00 Paprikusa/at (Búlgaria) Dixon þvottaefni 4,5 kg C 11 þvottaefni 10 kg Snapp kornf/ögur 500 gr Kel/ogg 's kornflögur 500 gr Trix ávaxtakúlur 226 gr Kapa cocomaft 400 gr Ananasbitar 1/1 dósir verð kr. 9,80 verð kr. 86,85 verð kr. 98.00 verð kr. 12,30 verð kr. 15,35 verð kr. 12,60 verð kr. 15,25 verð kr. 10,30 Kaliforniurúsinur Champion 250 gr verð kr. 8,05 Hunang 450 gr Krakus jarðaber 1/1 dósir Krakus jarðaber 1/2 dósir Cocomalt Otker 400 gr Cacó 480 gr Grænar baunir 1/2 dósir Brasi/ist instant kaffi 200 gr verð kr. 15,50 verð kr. 18,70 verð kr. 11,25 verð kr. 15,55 veró kr. 21.30 verð kr. 6,05 verð kr. 58,30 Matvörudeild: Opið föstudaga kl. 9-22 Opið laugardaga kl. 9-12 VÖRUKYNNINGAR ALLA FÖSTUDAGA KL. 14-20 Allar deildir eru opnar til kl. 19 á föstudögum og kl. 9-12 á laugardögum Jli Jón Loftsson hf. A A A A A A —! UJ hfj'J IU< IIJlj ) _ ji jg“i 11; -rm i Hringbraut 121 Sími 10600 nefndarinnar enda eru mörg hundruð fyrirtæki i landinu sem sleppa við tekjuskatt. 17. gr. átti að vera til að tryggja að slikt yröi ekki liðið lengur. Hins vegar féllst nefndin á, að viðbótarfyrningar skv. 44. gr. lækki Ur 50% i 40% og taldi fjár- málaráðherra það nokkra bót i máli. Mikilvægt atriði i nefndar- álitinu væri loks að námsmenn sem kost hefðu átt á námsfrá- drætti og hefðu ekki nytt sér hann, gætu nU notfært sér hann fyrstu 5 árin eftir að þeir ljUka námi. Fjármálaráðherra taldi að þessar breytingar nefndarinnar á frumvarpinu væru ekki veru- legar, ef undan er skilin tillaga hennar um að fella niöur 17. gr. frumvarpsins. 1 þessu skatta- frumvarpi rikisstjórnarinnar væru önnur ákvæði miklu mikil- vægari sem ástæða væri að rifja upp. 1 fyrsta lagi væri það 1.5% skattalækkunin hjá framtelj- endum með almennar launa- tekjur allt að 10—11 miljónum gkr. I öðru lagi er gert ráð fyrir að lágmarks fastur frádráttur hjá einstæðum foreldrum verði 75% hærri, en einhleypingum er veitt- ur. Þá mætti nefna að hagur lág- tekjufólks er bættur með þvi að heimila þvi að nýta ónýttan persónuafslátttil greiðslu eignar- skatts. Lagt er tU að helmingur húsaleigu vegna ibúðar til edgin nota verði frádráttarbær við álagningu tekjuskatts, sem kemur vel við leigjendur við álagningu skatts á næsta ári. Þá vildi Ragnar að lokum minna á að lagt er til i skattafrumvarpi rikis- stjórnarinnar að vangreiðsla á hluta af sköttum valdi þvi ekki að allur ógreiddur skattur falli þegar i gjalddaga ásamt þungum dráttarvöxtum á alla upphæðina. —Þig Langar umræðurumorkufrumvarpið Framsókn yffr síg ánægð Umræður um frumvarp rikis- stjórnarinnar um orkuver stóðu yfir i neðri deild Alþingis I um 6 klukkustundir i fyrradag. Umræðan hófst upp úr kl. 14 og lauk ekki fyrr en rúmlega kl. 23.00 og var frumvarpið þá afgreitt til annarrar umræðu. Við fyrstu umræðu um virkjanafrumvarp rikisstjórnar- innar s.l. miðvikudag einkennd- ust umræðurnar til að byrja með af gagnrýni stjórnarandstöðu, einkum frá Sjálfstæöisflokknum, á það aö gert væri ráð fyrir of löngum framkvæmdatima og að ekki væri skýrt ákveðið um stór- iðjuframkvæmdir i framhaldi af virkjanaframkvæmdunum. Um kvöldmatarleytið var gert hlé á umræöunum. Eftir matarhlé töluðu þrir þingmenn Fram- sóknarflokksins um frumvarpiö og einkenndist málflutningur þeirra af mikilli ánægju með frumvarpið. Guðmundur G. Þórarinsson (F) *sagði til dæmis að gagnrýni stjórnarandstöðu á langan fram- kvæmdatima væri fáránleg þvi það væri einfaldlega ekki hægt að virkja hraöar en gert væri ráð fyrir i frumvarpinu, hér væri um svo miklar framkvæmdir að ræða. Guðmundur sagði að frum- varpiö lýsti stórhuga stefnumót- un I orku og atvinnumálum lands- manna. Jafnframt lýsti hann þeirri skoðun sinni aö best væri að fara að öllu með gát i sambandi við nýtingu orkunnar til stóriðju, svo oft hefðum viö brennt okkur á flasinu. Tók hann sem dæmi samninginn um raforkuverðið til álversins sem hann likti við myllustein um háls okkar og væri jafnmikill smánarsamningur og landhelgissamningurinn sem Viðreisnarstjórnin gerði við Breta 1961. Stefán Valgeirsson (F) sagði að stefna iönaðarráðherra væri rétt og skynsamleg og kvaðst ánægð- ur með heildarstefnuna i þessu frumvarpi. Páll Pétursson (F) taldi þetta gott frumvarp og sagöist styðja stefnu iönaðarráöherra og flas væriekki til fagnaöar I virkjunar- málum og visaöi til Kröflu- mistakanna I þvi sambandi. Hjörleifur Guttormsson talaði slðastur i almennu umræðunum um orkufrumvarpiö og svaraði ýmsu i gagnrýni stjórnarandstöö- unnar. Iðnaöarráðherra sagði að það eina sem óráðið væri I þessu frumvarpi væri að ekki væri tekin afstaða til þess hvora virkjunina skuli reisa á undan, Blöndu eöa Fljótsdalsvirkjun, en ákvörðun um þá röðun hefði enginn þing- maður treyst sér að taka hingað til. — Þig Stjömu- útrýmt? Fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar leggur til I áliti sinu um skattafrum- varp rikisstjórnarinnar að inn i skattalögin verði sett ákvæði þess efnis að launa- greiðendur megi aldrei halda eftir af launum laun- þega meir en sem svarar 75% af heildarlaunagreiðslu hverju sinni til greiöslu á opinberum gjöldum laun- þegans. Þetta ákvæði er sett inn til að koma i veg fyrir að á seinni hluta ársins fái menn svonefnda „stjörnutékka” viö útborgun, þ.e. öll mánað- arlaunin eru tekin til greiðslu á opinberum gjöldum I einu. Hér er um mikið réttindamál að ræða, en það mun hafa verið Guðmundur J. Guðmunds- son form. Verkamannasam- bandsins og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins I fjárhags- og viöskiptanefnd, og Albert Guðmundsson sem eiga heiöurinn af þessari tillögu nefndarinnar. — Þig

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.