Þjóðviljinn - 15.05.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. mal 1981 Föstudagur 15. mal 1981 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 Opinn fundur Þroskahjálpar: Landssamtökin Þroskahjálp halda opinn fund um „Barniö og fjölskylduna” á ári fatlaðra sunnudaginn 17. mai n.k. kl. 13.30 aö Hótel Esju, 2. hæö. Avarp flytur Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra og erindi flytja foreldrar frá eftirtöldum félögum: Foreldrasamtökum barna með sérþarfir, Foreldra- og styrktarfélagi blindra og sjón- skertra, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Styrktarfelagi van- gefinna og frá Umsjónarfélagi einhverfra barna. Einnig flytja erindi fulltrúar frá Félagi islenskra sérkennara, Félagi þroskaþjálfa og Félagi þroska- þjálfanema. Pallborðsumræður verða á eftir erindunum og umræðustjóri verður Margrét Margeirsdóttir, Armann Kr. Einarsson formaöur Félags Isl. rithöfunda. Félag ísl. rithöfunda um bókasafnsútlán: Endurskoðun á reglum um greiðslur til höfunda Armann Kr. Einarsson var endurkjörinn formaöur Félags is- lenskra rithöfunda á aöalfundi þess 1. mal si. Aörir I stjórn voru kosnir Ingimar Erl. Sigurösson, og Siguröur Gunnarsson, en fyrir I henni sátu Indriði Indriöason, Indriöi G. Þorsteinsson, Sveinn Sæmundsson og Þröstur J. Karls- son. Kvöldvökur með bókmennta- kynningum og upplestrum skálda og rithöfunda voru á dagskrá hjá félaginu á sl. starfsári og gestum var boðið á kvöldvökurnar tii að lesa upp eöa tala um listir og menningarmál og svara fyrir spurnum. Einnig voru haldnir margir fundir, þar sem rædd voru ýmis mál sem rithöfunda varða. Aðalfundurinn samþykkti sam- hljóða tillögu til menntamálaráð- herra þess efnis aö framkvæmd verði talning á bókaeign isl. höf- unda i bókasöfnum og jafnframt endurskoðaöar reglur um greiöslur til höfunda úr Rithöf- undasjóði tslands fyrir afnot bóka. í fyrra fórust 123 menn í miklu slysi í Norðursjónum: Rannsóknanefnd sú er sett var á laggirnar eftir óhappið meö oliuborpallinn Alexander L. Kiel- land 27. mars i fyrra hefur ný- verið lokið störfum og i tilefni þess gefið út skýrslu um slysiö, sem kostaði 123 menn lifið. Skýrsla þessi var afhent dóms- málaráöherranum Birni Skau i april og bað hann þá nefndina að fara um borð I borpallinn þegar honum hefur verið snúiö og gera fullnaðarrannsókn. En eins og kunnugt er hefur ekki enn tekist að snúa við pallinum. t skýrslunni sem nefndin gaf út kemur hörð ádeila bæði á hönnun og stöðugleika oliuborpallsins annars vegar og meö eftirliti við borpalla almennt hins vegar. Það kemur fram I skýrslunni að á bor- pallinum eru op sem hafa leitt til þess að inn I hann hefur streymt sjór og þess vegna hefur pallinum hvolft á mun skemmri tima en Hvers ráö fyrir er pallurinn var hannað-' ur. Einnig er taliö að hluti af sprungunum I borpallinum hafi yeriö komnar áöur en hann var tekinn I notkun og fá bæði norska siglingamálastofnunin og Det Norske Veritas harða gagnrýni fyrir lélegt eftirlit við byggingu borpallsins sem og viö hinar reglubundnu skoðanir. Nefndin telur einnig að reglurnar fyrir slikar skoðanir séu ekki nógu haröar. Þvi er stungiö upp á þvl aö þær veröi endurskoöaðar. Stöðugleiki borpallsins var ekki nógu góður, þvl að viö stöðug- leikareikningana við hönnun pallsins var ekki einu sinni gert ráð fyrir því að einn af fótunum gæti brotnað af. Þaö var nefni- lega mögulegt að halda borpall- inum stöðugum meö 4 fótum með. þvl að breyta ballastinni. Slik aðgerð var þó aldrei framkvæmd vegna þess að pallurinn fékk vegna gera mátti ráö fyrir. öryggis- kennslu um borð var mjög ábóta- vant og hjálparskipið sem fylgdi borpallinum þurfti helmingi lengri tlma til að komast að honum en reglurnar gera ráð fyrir. Málmþreyta I stagi D 6 leiddi til þess að einn af fimm fótum bor- pallsins brotnaði af. I þessu stagi hafði verið komiö fyrir bylgju- skynjara (hydrofon) og kemur i ljós að festingar fyrir þennan skynjara inn I staginu hafa verið vitlaust þannaðar og stálið l þeim of veikt. Nefndin telur aö þetta hafi leitt til þess að stagið hafi reynst allt ööru visi en gert var hvolfdi olíuborpallinum Alexander Kielland strax þá slagsíðu sem úrslitum réði. Þar sem Alexander L. Kiel- land hvolfdi á aðeins 20 mlnútum hlýtur aö hafa streymt inn sjór I gegnum op á dekkinu, dyr eða loftræstikerfi. Einnig er hugsan- legt að sjór hafi streymt inn um gat sem hafi myndast viö slysið sjálft. Björgunaraðgerðum sem var stjórnað frá aðalstjórnstööinni á Sola er hrósað I skýrslunni. Björgunaraögerðum úr lofti var stjórnað um borð I breskri Nim- rod þotu og á sjó um borð i hol- lenskum tundurspilli, og telur nefndin að þar hafi menn unnið ákaflega vel og samviskusam- lega. Neyðaráætlunin fyrir sjúkrahúsin I Stafangri stóðst meö ágætum. Hins vegar gagn- rýnir nefndin harðlega öryggis- kennsluna um borð. Af þeim 212 sem um borð voru er slysið átti sér staö voru aðeins 76 sem höfðu verið á öryggisnámskeiði Aðeins 26 þeirra höfðu verið á námskeiði sem var lengra en einn dagur. Aðeins 3 þeirra höfðu verið á 3 vikna verklegu og fræöilegu nám- skeiði um björgun úr neyö. Margir höfðu ekki tlma til að nálgast björgunarvesti eöa björg- unargalla I lúkurunum, og þvl gerir nefndin það aö tillögu sinni að I borpöllunum skuli vera helm- ingi fleiri búningar eða vesti en fjöldi áhafnar er hverju sinni. Losunarbúnaður björgunarbát- anna brást. Festingarnar losnuðu ekki undir álagi og 3 bátanna brotnuðu við borpallssiðuna. Auk þess leið næstum hálftlmi þar til hjálparskipið sem átti að vera staösett við pallinn var kominn til pallsins. Auk þess að endurskoða allar reglur fyrir fljótandi bor- palla leggur nefndin áherslu á þaö að öll öryggisgæsla um borð veröi aukin. Þaö er mikilvægt að hafa vatnsþétt og eldföst skilrúm að dekkimien það verður llka aö gera ráö fyrir nægilega mörgum útgönguleiðum segir jafnframt I nefndarálitinu. Nefndin setur fram þá kröfu að borpallsdekkið hafi góöa flotmöguleika og aö minnsta kosti einu sinni á ári sé haldin allsherjar björgunaræfing. Friðrik — mhg heimsækir aldurhnigna Selfossbúa Að finna sig þátttakanda í mannlífinu „Þegar ég geng um bæinn sé ég aö við eigum óleyst verkefni, sem ekki þolir bið, og það er að gera eitthvað fyrir gamla fólkið okkar. Ég veit ekki hvort ykkur er það ljóst, að hér I bænum eru I nóv. 1976 160 ellilifeyrisþegar, þar af 45 80 ára og eldri. Af þessum hópi eru margir, sem búa einir I húsi, á aldrinum 80—86 ára”. Þannig fórust frú Ingu Bjarna- dóttur orð á borgarafundi á Sel- fossi i desember 1976. Nú fer fjarri, aö Selfoss hafi haft nokkra sérstööu I þessum efnum. Hann var aðeins þver- skurður aö því ástandi, sem rlkti á þessu sviöi víðast hvar I þétt- býlisstööum þessa lands. Liklega hafa þessi orð frú Ingu ýtt við mönnum austur þar, a.m.k. er það vist, að nú er á ann- an vegháttað um aöbúnað eldra fólksins á Selfossi. Nú mætti hann vera öörum til fyrirmyndar. A sumardaginn fyrsta héldu aldurhnignir Selfyssingar sýn- ingu I Tryggvaskála á vetrar- vinnu sinni, hina fyrstu. Blaöa- maður brá sér austur til þess að sjá sýninguna og kynna sér lltil- lega þaö starf, sem aö baki henn- ar býr. Ekki löngu eftir að Inga Bjarnadóttir hafði kvatt sér hljóðs á fyrrnefndum fundi, tók hreppurinn aö gefa þessum mál- um gaum. Siöa tók Félags málastofnun við, eftir að Selfoss varð kaupstaður, og svo kom til skjalanna Styrktarfélag aldraöra á Selfossi. Og nú hefur þessi starfsemi fengiö á sig fast form. Aðallega fer hún fram að vetrinum, hefst meö októbermánuði, stendur slö- an veturinn út, lýkur með sam- komu á sumardaginn fyrsta. Komið er saman I Tryggvaskálá á hverjum fimmtudegi og er þar þá einskonar „opið hús” fyrir eldra fólkið og öryrkja, frá kl. 1—4 eða 5, eftir atvikum. Þar unir fólkið við samræður, spil alls- konar föndur, og handavinnu, sem nú hefur verið tekin upp og hefur Sigríður Tómasdóttir um- sjón með þvl en Sveinn Sveinsson hefur einnig reynst liötækur viö leiösögn, einkum við pappirs- vinnu allskonar. Þá er dreypt á kaffisopanum og slðan er gjarnan stigið dansspor, ,,en tvistiö, eöa hvað þessir nýmóðins tilburðir nú annars heita, er ekki beinlinis haft I hávegum”, sagöi einn karl- kynsviðmæalandi okkar. Efnt hefur verið til ókeypis sundnám- skeiða og leikfimi og ’• niss konar þjálfunaræfingar fara fram I kjallara sundlaugarinnar. Annast það frú Ólöf Dagmar Arnadóttir. Inga Bjarnadóttir hefur umsjón með „opna húsinu”. Mánaðarlega eru svo haldnar meiri háttar samkomur meö ýmsum skemmtiatriðum og ætlð er sérstök hátiðarsamkoma um jólin. Þegar kórarnir og Leik- félagið halda söngskemmtanir og leiksýníngar fær gamla fólkið ókeypis aögang. Svo er stundum litið inn i Þjóðleikhúsiö, t.d. hefur tvisvar veriö fariö þangað I vetur. Sérleyfisbilar Selfoss ýmist gefa þá ferðina eöa veita riflegan afslátt á fargjöldum. Húsaleigu þarf enga að greiða fyrir afnot af Tryggvaskála né heldur Selfoss- bíói, ef veriö er þar. Tvisvar á vetri er fólkinu ekið á milli vinnu- staða I kaupstaönum, svo það geti fylgst meö þeirri starfsemi, sem þar fer fram. „Kaffisopinn indæll er”. Fólkiö er aö tlnastfnn I veitingasalinn. Mynd: Sveinn. „Svanur á tjarnir og þröstur I tún”. Mynd: Sveinn. En þó aö veturinn sé aöal at- hafnatimabilið þá fer þvl þó fjarri, að legiö sé i leti yfir sum- arið. A hverju sumri er farið I eins dags ferð, sem Guömundur Tyrfingsson, bifreiðastjóri, hefur gefiö. Og þá er glatt á hjalla engu að síöur en i feröalögum þeirra, sem yngri eru. En lengri ferðir eru einnig með I bland. I fyrra- sumar var fariö norður að Vest- mannsvatni I Aðaldal og dvalið þar I sumarbúöum I 10 daga. A hverjum degi var farið I feröalög um héraðið, sem mörgum var áð- ur ókunnugt af eigin sjón. Og það hefur meira að segja veriö skroppiö út fyrir pollinn og þaö allar götur austur fyrir tjald. Fyrir þremur árum var nefnilega litast um I Búlgariu og stóð Félagsmálastofnunin fyrir þvl feröalagi. „Mér heföi aldrei dott- ið I hug að ég færi þá fyrst aö ferð- ast þegar ég væri komin á þennan aldur”, sagði ein konan. Hún má heita jafngömul öldinni. Þegar okkur bar aö garöi stóð yfir sumarfagnaður I Tryggva- skála. Þar var fullt hus og fjöl- breytt dagskrá: einsöngur, kór- söngur, hljóðfæraleikur, upplest- ur og ýmislegt fleira og enginn tók eyri fyrir flutninginn, „þvl maöur verður svo rlkur af þvl að starfa fyrir þetta fólk”, sagði Inga Bjarnadóttir og „það er ákaflega mikils viröi fyir það að koma saman og finna sig þátt- takanda i mannlifinu”, bætti Einar Sigurjónsson viö, en hann er formaöur þeirrar nefndar, sem fyrir þessari starfsemi stendur. Samstarfsmenn hans eru: Hafsteinn Þorvaldsson, varafor- maöur, Ólöf Osterby, gjaldkeri, Heiðdls Gunnarsdóttir ritari og Oskar Ólafsson, meðstjórnandi. Varamenn eru: Inga Bjarnadótt- ir og Guðni Guönason. Við göngum inn I sýningarsal- inn þar sem margvislegir, hand- unnir munir þekja alla veggi en frammi við dyr situr Sveinn Sveinsson og gætir þess vandlega að enginn láti undir höfuö leggj- ast að skrá sig I gestabókina. — mhg á dagskrá Það hefur varla farid fram hjá neinu okkar sem hefur unnid aö því ad ísland skuli verda herstöðvalaust land, að það er eins og alltaf sé verið að reka sig á ósýnilegan múr. Guðsteinn Þengi Isson, c læknir: Um dulin öfl og hulda múra Undanfarið hefur verið heldur hljótt um þau mál, sem mörgum Islendingi finnst þó nokkru varða, en þaö er þráseta erlends herliðs á Islenskri grund. Siðasta mánuð- inn hefur þó eitthvað farið að minna á, að hér sé her i iandi. Má þar nefna umræbur um flug- stöðvabyggingar á Keflavikur- flugvelli. og herstöðvaandstæð- ingar minntu okkur rækilega á það 7. mai, að þrjátiu ár eru liðin, siöan bandariskur her steig hér fæti á landi I annaö sinn. Ef ég man það rétt, var það á öndverðum vetri siöastliðnum, sem fór fram skyndikönnun á vegum Dagblaðsins. Þessi könn- un virtist benda til þess, að her- setan ætti veruleg itök enn hjá þorra manna. Sé könnunin mark- tæk, eru niðurstöður hennar dapurlegt dæmi um það, hve linnulaus og sifelldur áróður get- ur valdið mikilli fordérfun. Það hefur oft verið talað um hernám hugarfarsins i þessu sambandi, og vafalitið er það rétt að vissu marki. Það er þó mjög athyglis- vert, að sá hópur sem ötulast berst fyrir þvi aö hreinsa landið af erlendum herskap, kemur úr röðum æskufólks, fólk sem ekki man tsland herstöðvalaust. 1 fljótu bragði virtist það eðlilegra, að hörðustu andstæðingar her- stööva kæmu úr röðum þess fólks, sem lifði þær stundir að hver einasti blettur á landinu varfrjáls og fullvalda og menn sáu ekki aöra hermenn en þá sem voru i hjálpræðishernum eða dönsku dátana, sem mældu landið. Viö nánari athugun má manni þó veröa skiljanlegt, að æskufólk- ið sé fremst I fylkingu, þegar um hreina hugsjónabaráttu er að ræða. Þvi valda tveir ómetanlegir eiginleikar: þrótturinn eða baráttuþrekið og það sem er enn mikilvægara: að vera óháður. Þetta æskufólk hefur yfirleitt ekki fjötrast vegna eigna, valda eða atvinnulifs, enn sem komið er, en þaö eru þau helsin sem harðast kreppa aö hinum eldri borgurum. Annarlegar afstöður, þegar við höfum fengið embættieða krækt i eignir, valda þvi, að hin hreina hugsjónabarátta æskuáranna snýst oft upp i æðisgengna varn- arbaráttu fyrir einkahagsmunum okkar. Þessi barátta er háð undir margvíslegu yfirskini, s.s. að tryggja afkomu barnanna eða viö þykjumst bera ábyrgð á afkomu sveitarinnar eða bæjarfélagsins. Viö viljum viðhalda þvi ástandi, sem gerði okkur kleift að öðlast eignir og völd og gerir aðstöðu okkar sterkari. Það er okkur mik- ilvægt að efla samstöðu við þá einstaklinga sem likt stendur á fyrir og verja rikjandi ástand. Það hefur varla farið fram hjá neinu okkar, sem hefur unnið að þvi að Island skuli veröa '• her- stöðvalaust land, aö þaö er eins og alltaf sé veriö að reka sig á ósýnilegan múr. Þessi múr kem- ur I veg fyrir, að nokkuð sé hægt að framkvæma sem máli skiptir i baráttumálum okkar. Ef nokkuð er, viröist heldur þoka i hina átt- ina, aö festa herstöðvarnar i sessi, tryggja þær til lengri tima. Þegar t.d. er verið að tala um ollugeyma i Helguvik, er aöal- málið að sjálfsögðu ekki það, að þarna mætti ekki vera birgöastöð fyrir flugvöllinn. Það sem máli skiptir er stærðin. Fari stærðin fram úr þvi aö vera eðlileg birgðastöð fyrir flugvöll, og mið sé tekið af þvi að þarna eigi að vera birgðastöð fyrir herskipa- flota, er málið ekki eins græsku- laust og herstöðvamenn vilja vera láta. Og ef flugvélageymsla á Keflavikurflugvelli er af þeirri geröað geta talist eðlilegt viðhald á mannvirkjum flugvallar hjá friösamri þjóð hlýtur það að telj- ast eðlilegur hlutur, en þegar far- iö væri aö byggja sprengjuheld stórvirki af þeirri gerð, sem til- heyrir svæsnasta striðsrekstri og til að hýsa flota hernaðarflug- véla, fer málið að taka á sig ógeð- felldari svip. Þaö skyldi þó ekki vera, að múrinn duldi, sem við rekum okkur á og lýst var hér að fram- an, rlsi al þeim grunni sem þar var á minnst: sameiginlegum hagsmunum einstaklinga viðs- vegar i þjóðfélagskerfinu'? Eitt er vist, og það er, að ekki virðist geta komist i framkvæmd hug- mynd frómra manna og hreyft var fyrir nokkrum árum. Hún var þess efnis, að herliöið skyldi flutt burt i áföngum. Aö visu var hug- myndin þannig oröuð að á henni voru mörg útskot og allmikið um fyrirvara, enda hefur fyrsta áfanganum ekki verið náö ennþá, hvað þá hinum. Það hefur aldrei komið glufa i þá samstöðu valda- mikilla ráðamanna, sem tryggir erlendu herveldi aðstöðu á islenskri grund. Þaö hefur hvað eftir annað komið fram einkennileg og næst- um óútskýranleg viðkvæmni hjá sumu fólki, þegar það er gagn- rýnt aö halda hér herstöö og njósnakerfi fyrir erlent stórveldi. Það hefur brugðist við með ofsa sem varla á sér nein skýranleg rök. Hættan sem íslendingum stafar af þvi að hafa her- og njósnastöð liggjandi uppivið helstu þéttbýlissvæði landsins hefur veriö margsinnis rædd og sýnt fram á hana með ljósum og skýrum rökum. Þvi til staðfestu hefur veriö vitnaö i umfangsmikl- ar rannsóknir, sem sýna fram á hið ægilega afhroð sem þjóðin gæti beöið i kjarnorkustriöi. Væri hæpið aö hún lifði slika atburði af. Þetta hefur fáum dottið I hug að afsanna út af fyrir sig. En það er hreint ótrúlegt hvað jafnvel skýr- leiks fólk getur haldið uppi mikilli þvælu um þessi efni, svo að engu er likara en það hafi gengið i kletta og búið með álfum. Enda má segja, að það hafi stundum gerst, þótt i nútimalegum stil sé. Menn hafa farið vestur til Banda- rikjanna og fengið að sjá þar upp- eldisstöðvar fyrir herforingja og annað slikt, og likist mest Ölafi Liljurós nýgengnum úr hömrum er þaðan kom. Það hefur verið farið að ræöa með miklum fjálg- leika um vestræna samvinnu, við Islendingar getum ekki skorast undan merkjum frjálsra þjóða vestursins, við séum veigamikill hlekkur I varnarkerfi þessara þjóða o.s.frv. Þá er rakin sú æva- forna kenning, sem við höfum oröið aö þola i eyrum okkar heilt þrjátiu ára strið á enda, aö ef við heföum ekki þetta varnarlið á Keflavikurflugvelli með allan sinn útbúnað, værum viö þar með oröin að bitbeini stórveldanna, sem myndu keppast um að ná yf- irráðum yfir okkur á nýjan leik. Það hefur ekki verið minnst á, að þetta er ferill, sem við höfum þegar gengið á enda. Lengra komumst við ekki, við erum þeg- ar orðin áhrifasvæði og undir- lægja eins stórveldisins. Þvi hefur sem sagt verið haldið fram, að allt yrði i voðanum ef varnarliðið færi, en erfitt er að sjá hverju við myndum þa tapa nema þvi, sem við höfum þegar tapað. En ástæðan fyrir þessum gauragangi er að likum yfirskil- vitleg ofsatrú á það fyrirbæri, sem mennkalla vestrænt frelsi og vestræna menningu. Er það þá gjarna sett upp sem andstæða þess ófrelsis sem talin er rikja i sósialiskum iöndum. Slikt veðurhljóð i málgögnum borgarapressunnar (Alþbl. með- talið), nægir þó ekki til skýringar á þvi, hve illa hefur gengið að koma herliðinu úr landi, jafnvel „f áföngum”. Fyrir þvi hefði þó átt að vera þingmeirihluti, a.m.k. af og tii. Andstaðan virðist þvi að nokkru leyti dulin, likt og þegar öflug leynisamtök vinna bak við tjöldin. Hin ósýnilega mótstaða gæti stafað frá hörðum kjarna, sem myndaður væri af tiltölulega fáum mönnum með mikil völd og nokkurn auð á bak við sig. Ekkert pólitiskt vald væri nógu sterkt til aö brjóta á bak aftur harðsnúinn kjarna auðs og valds, sem teygði áhrif sin viðs vegar út um þjóö- félagslikamann. erlendar bækur Lineages of the Absolutist State. Pcrry Anderson. New Left Books. Verso 1979. Fyrsta útgáfa 1974 hjá N.L.B. Nú endurprentuð i kilju. Bók þessi um uppruna konunglegs einveldis i Evrópu, eöli og þróun ^ss stjórnarfars. Ritið er imhald rits um myndbreyt- ingar samfélaga fornaldar til lénskra samfélagshátta, „Passa- ges from Antiquity to Feuda- lism”. 1 þessu riti leitast höf- undurinn við að bera saman og skýra þróun og eðli einveldisins einsog það þróaðisti hinum ýmsu rikjum Evrópu i höfuðdráttum samkvæmt marxisku söguskiln- ingi, eins og höfundurinn skilur hann. Bókinni er skipt i tvo höfuö- kafla, i þeimfyrrri leitast höf- undurinn við aö lýsa „absolutis- manum” sem stjórnarfyrirkomu- lagi i Vestur-Evrópu .allt frá Endurreisn og áfram og tengslum konungsvalds og aðals ein- kumþess hluta, sem konungs- valdið nýtti til umboösstjórnunar og i dómskerfinu. Hann lýsir þróun þessa fyrirkomulags i þeim rikum Evrópu. I öðrum kaflanum ræðir höf- undurinn þetta kerfi eins og það var uppsett og útfært i eystri hluta Evrópu, Prússlandi, Aust- urriki og Rússlandi. Þar koma til aörar efnahagslegar forsendur ogenn frekar i rikjum Tyrkja. Þessi samanburöur er all itarleg- ur og höfundur skýrir á þennan hátt mismunandi viðbrögð rikj- andi fursta viö samskonar viðfangsefnum, sem stafa af efnahagsforsendum. I lok ritsins ber höfundur saman þetta stjórn- arform við stjórnarkerfi viðar um heim.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.