Þjóðviljinn - 15.05.1981, Side 11
Föstudagur 15. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
iþróttir
■ Uoisjdo: Ingólfur Hannesson
íþróttir (jF1
ludo-glíma
líkt-ólíkt
A Armannsmótinu i júdó, sem
fram fór i þessari viku komu
fram nokkrir vaskir glimukapp-
ar og sýndu iþrótt sina. Þvi næst
var gerður samanburður á
glimu og judó og sýnd hliðstæð
brögð og tækni, en eins og kunn-
ugt er eru fangbragðaiþróttir
þessar um margt likar. Um út-
skýringar sáu Hörður Gunnars-
son og Eysteinn Þorvaldsson.
Er óhætt að segja að þetta til-
tæki hafi vakið mikla athygli
áhorfenda.
•
Bjarni sigraði í
opna flokknum
Bjarni Friðriksson varð sig-
urvegari i opnum flokki á
Ármannsmótinu i judó, sem
fram fór fyrir skömmu. Sigurð-
ur Hauksson, UMFK varð annar
og þriðja sætinu deildu Armenn-
ingarnir Koibeinn Gfslason og
Kristján Vaidimarsson.
Margrét Þráinsdóttir bar sig-
ur úr býtum i opnum flokki
kvenna. Kristin Hassing varð
önnur. t unglingaflokki sigraði
Magnús Jónsson, A og i
drengjaflokki Davið Gunnars-
son, Á. Keppendur á mótinu
voru 40 talsins.
•
Þrír leikir
í 1. deild
Þrfr ieikir eru á dagskrá 1.
deiidar knattspyrnunnar á
morgun, laugardag og hefjast
þeir allir kl. 14. Á Akureyri leika
KA og ÍA, f Vestmannaeyjum
iBV og Þór og á Melavellinum
mætast erkifjendurnir KR og
Valur.
Þá verður heil umferð i
keppni 2. deildar. A Hvaleyrar-
holtinu mætast á morgun Hauk-
ar og Völsungur, ÍBK og Fyikir
leika I Keflavik og i Borgarnesi
leiða Skallagrimur og ÍBl sam-
an hesta sina. Þessir leikir hefj-
ast allir kl. 14. A Neskaupstað
mæta heimamenn, Þróttur, Sel-
fyssingum kl. 15.
A sunnudaginn leika siðan
Þróttur, R, og Reynir frá Sand-
gerði. Hefst sú viðureign kl. 20 á
Melavellinum.
Leiðrétting
t grein um fótboltann i sumar
i Þjv. I gær var Halldór i Borg-
arfelli sagður Snorrason i tvi-
gang, en hið rétta er að hann er
Jakobsson, eins og reyndar kom
fram I myndartexta.
komín út
Ct er komin Handbók Frjáls-
iþróttasambandsins 1981. Þar er
að finna hinar margvíslegustu
upplýsingar varðandi frjálsar
iþróttir. Lysthafendur geta snú-
ið sér til skrifstofu FRI.
•
Víkurbæjar-
mót — opið
golfmót
Opið golfmót verður á Hólms-
velli I Leiru um helgina, svo-
nefnt Vikurbæjarmót. Keppnin
hefst á morgun, laugardag, i 2.
og 3. fl. og á sunnudaginn á
sama tima með keppni i 1. og
mfl.
Cibona
komst í
undanúrslit
Mótherjar Vals i 1. umferð
Evrópukeppni meistaraliða i
körfuknattleik, Cibona Zagreb
frá Júgóslaviu, höfðu það af aö
komast I undanúrslit keppninn-
ar. Þar lék Cibona gegna Barce-
lona (IS lék gegn þvi liði I
Evrópukeppni bikarhafa fyrir
nokkrum árum) og sigruðu
Spánverjarnir i þeirri viður-
eign, 92:85 heima, 75:79 úti.
Barcelona tapaði siðan úr-
slitaleiknum gegn italska liðinu
iquibb, 82:86.
UBK*og
Fram leika á
Melavellinum
Sökum þess að knattspyrnu-
völlurinn við Fifuhvammsveg i
Kópavogi er ekki tilbúinn til
notkunar mun Breiðablik leika
fyrsta heimaleik sinn á Mela-
vellinum i kvöld og eru Framar-
ar mótherjarnir. Leikurinn
hefst kl. 20.
Myndin hér að ofan sýnir vel hvað leikmenn FH og Vlkings þurftu að kljást við.Mynd: — gel -
Varamaðuriim sá
um FH-ingana
Snjallt herbragð Vikings-
• þjálfarans Youri Sedov tryggði
hans mönnum sigur gegn FH i 1.
deildinni i gærkvöldi, 2-1. Vik-
ingarnir sýndu afspyrnuslakan
leik i fyrri hálfleik, en eftir leik-
hiéið setti Sedov markaskorarann
frá Húsavik, Hafþór Helgason,
inná og fyrr en varði var hann
búinn að skora. Hafþór gerði það
ekki endasleppt, hann gulltryggði
sigur Vikinganna nokkru um mið-
bik hálfleiksins þegar hann
skoraði aftur, 2-0.
Bæði liðin sýndu ágæta takta á
upphafsminútunum, en leikurinn
leystist siðan I eitt allsherjar
hnoð. Að vísu voru aðstæður á
Melavellinum ekki glæsilegar til
knattspyrnu, en það afsakar þó
ekki með öllu kýlingar leikmanna
beggja liða.
A 56. min skoraði Hafþór eftir
varnarmistök hjá FH og Vik-
ingarnir náðu undirtökum. Þeir
léku oft ansi laglega saman. Vik-
ingarkomust i 2-0 á 74. min þegar
Hafþór skoraði með kollspyrnu af
stuttu færi og enn var hægt að
kenna um varnarmistökum FH-
ingum. A siöustu min. leiksins
minnkaði FH muninn þegar
Guðmundur Hilmarsson skoraði
af stuttu færi, 2-1.
Vikingarnir tóku góöa spretti i
seinni hálfleiknum og þeir dugðu
til sigurs. Hafþór, Omar og Helgi
áttu allir ágætan leik. Hjá FH
skaraöi enginn framúr, helst að
Magnús sýndi góð tilþrif.
—IngH
iþrottir[A
Handbók
FRI er
/
Vormót ÍR í frjálsum iþróttum
Mjög góður árangur
Stórgóður árangur náðist i
nokkrum greinum á Vormóti tR i
frjálsum Iþróttum, sem haldið
var á Fögruvöllum i gærkvöldi.
Hreinn Halldórsson kastaði 19.12
m i kúluvarpi og er liklegur til
afreka i sumar. Þá náðist mun
betri úmi i 400 m hlaupi kvenna
en mörg undanfarin ár. Þar sigr-
aði Sigriöur Kjartansdóttir, KA á
56.1 sek (tslm. 55.3) og næstu 2
stúlkur voru innan við 58 sek.
t langstökki kvenna setti Bryn-
dis Hólm, ÍR meyjamet, stökk
5.62 m. Athyglisverður árangur
náðist i spjótkasti kvenna.
Birgitta Guðjónsdóttir, HSK sigr-
aði með 44.l8m kasti og tris
Grönfeldt, UMSB varö önnur með
43.80 m. Guðrún Ingólfsdóttir, KR
sigraði I kringlukasti meö 45.12
m. t 100 m. hlaupi kvenna náði
Oddný Arnasóttir, tR góðum
árangri, sigraði á 12.2 sek.
Gunnar Páll Jóakimsson var
fyrstur 1800 m hlaupi á 1:55.0 min
og Guðmundur Sigurðsson,
UMSE varð annar á 1:58.5 min.
Viggó Þ. Þórisson, FH setti pilta-
met, hljóp á 2:09.3 min. Agúst As-
geirsson sigraði með umtalsverö-
um yfirburðum i 3000 m hlaupi á
8:38.0 min. I 100 m hlaupi sigraði
Jón Oddsson á 11.1 sek.
— IngH
JTottenham varð
! bikarmeistari
i
Frábær frammistaða Argentinumannanna Ardiles og Villa
tryggði Tottenham enska bikarinn i knattspyrnu i gærkvöldi þegar
liðið sigraði Manchester City meö 3 mörkum gegn 2 eftir æsi-
spennandi leik. Þriðji yfirburöamaðurinn á vellinum var Joe
Corrigan, markvörður City.sem varði hvaöeftir annað glæsilega.
Villa tók forystuna f yrir Tottenham á 7. min þegar hann skoraði
af stuttu færi eftir að Corrigan hafði variö skot Archibald. City
jafnaði 3 min siðar. McKenzie skoraði með glæsilegu langskoti.
t byrjun seinni hálfleiks náði City forystunni, Reeves skoraði úr
viti, 2:l.Crooks jafnaði 2:2á 70min og sigurmarkið skoraði Villa á
76. min eftirmikinn einleik, 3:2. Corrigan átti ekki möguleika á að
verja skot hans. Leikurinn þótti stórskemmtilegur og var sigur
Tottenham fyllilega verðskuldaður. —IngH
I
I
I
I
Kúluvarpararnir Guðni Halldórsson (t.v.) og Hreinn Halldórsson,
(t.h.) náðu báðir ágætisárangri á Vormóti IR I gærkvöldi. Hreinn
kastaði 19.12 m.Guðni 17.25 m. Myndir: —gel