Þjóðviljinn - 15.05.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Síða 15
Föstudagur 15. mai 1981 ÞJÓÐVXLJINN — SÍÐA 15 frá Kl Hringið í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Skilningsleysi eða mannvonska? Pakkana verður að merkja vel Fjóla hringdi: Ég var að lesa frásögn i Þjóð- viljanum af konu sem sendi barnabörnunum i Sviþjóð gjaf- ir, en fékk þær endursendar af þvi að viðtakendur höfðu ekki efni á að borga tollinn sem sett- ur var upp. Þar sem ég hef sjálf margoft sent pakka til barna og barnabarna bæði i Noregi og Sviþjóð langar mig til að benda þessari konu og öðrum á, að nauðsynlegt er að merkja vel bæði fylgibréfið og pakkann sjdlfan með áletruninni „Gjöf” eða „Gjafir”. Minir viðtakend- ur hafa framað þessu aldrei þurft að borga toll af slikum sendingum. Tugthús eða betrunarvist eru hugtök, sem oft koma i huga manns þegar setið er I fangelsi. Þó er það svo, að hegningarvist og innilokun er sú skilgreining sem flestir aðilar réttarkerfis- ins virðast aðhyllast og halda að sé vænlegust til árangurs. Nú er það vitað mál og viður- kennd staöreynd að flestir þeir sem í afbrotum lenda eða um 90%, eiga við áfengisvandamál að striða. Vegna erfiðrar æsku, sundrungar d heimilum og ann- arra sálarkvala sem samfélagiö hefur lagt á þá, hafa þessir menn orðið útundan i félagsleg- um skilningi og leitað huggunar i vimugjafa sem aðeins leiðir til ófagnaðar. Afleiðingin er sú að menn tolla illa i vinnu og hafa gripiö til þess rdðs að stela, falsa ávis anir o.fl. til þess að eiga fyrir áfengi og öðrum vimugjöfum. Flestallir þessir menn eru ungir að drum, á bilinu 16—30 ára, og öllum er hægt að hjálpa. Þeir eru upp til hópa harðdug- legir menn til vinnu þegar af þeim bráir og eiga sér þá ósk heitasta að vera r.ýtir þjóð- félagsþegnar. Svar löggjafans er einfalt: þeir eru lokaðir inni i svo og svo marga mánuði og ár. Koma svo út aftur i taugahrúgu og sem áfengissjúklingar sem aldrei komast i takt við lifið og lenda i sama farinu aftur. Nú hafa samtök S.A.A. og Afengisvarnarráð i mörgum til- fellum boðist til þess að taka menn til lækninga á viðeigandi meðferðarstofnunum, á meðan að d afpldnun stendur. Allir þekkja hinn gifurlega árangur sem þar hefur náðst hin siðari ár. Maður skyldi ætla að þarna væri fundin farsæl lausn fyrir alla aðila, þ.e. raunhæf endur- hæfing. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þorsteinn A. Jónsson sem nú ráðskast með öll málefni fanga i dómsmálaráöuneytinu hefur enn ekki fundið leið, sem réttlætir þess konar hjálp til hinna viðkvæmu einstaklinga, sem lent hafa á ógæfubraut og fyrir aðstandendur þeirra. Hjálp i formi lækninga og félagsráðgjafar. Slikt er þó fyrirbyggjandi og án efa sú árangursrikasta aðferð sem til er. Væri óskandi að æðri menn i þjóðfélagsstiganum gæfu þessu máli meiri gaum og hugleiddu hvernig hjálpa megi einstakl- ingunum og virkja sem nýta þegna. Alþingismenn mættu gjarnan láta málið til sin taka, en þeir virðast almennt illa upp lýstir um framkvæmd refsilög- gjafar i landinu. Það er raunar hneisa að lög og reglugerfir um refsivist og fangelsi hafa ekki verið endurskoðuð i áraraðir. Þau kver sem fyrirfinnast um þessi mál eru fyrir löngu orðin úrelt og aöeins til hins verra. Það væri vel þegið ef alþingis- menn vildu koma i heimsókn i fangelsin og kynna sér málin af eigin raun og ræða við fanga um vandamál þeirra. Við skulum vona að timar raunhæfra aðgerða sé að renna upp i meðferð fanga og fanga- mála almennt og að neikvæðar aðferðir refsiglaðra manna hverfi. Kannski getum við þá farið að tala um „betrunarhús” áður en árið er liðið. Refsifangi. s//^ ^ ^ 09S / « & ^CTVT) 0 ^--S /O ^0®°* $3* c9~? -° T o< cSj Það eru undarleg fótspor i sand- inum hversu mörg eru þau? Svar við gátu Svarið: 0S Spaug /VA: Læknir, ég hef svolitl- ar áhyggjur af litla bróð- ur mfnum. L: Nú hvað er að? M: Nú, honum finnst svo gaman að klifra í trjám. L: Hvað er að því? Flest um drengjum þykir svo gaman að klifra í trjám. M: Já, en hann er búinn að byggja sér kofa upp í fré! L: Hann virðist alveg heilbrigður. M: En -.en nú vill hann flytja konu sína og börn þangað líka! Bróðir minn fór til læknis og kvartaði um minnis- leysi Hversu lengi hefurðu átt við þennan vanda að strfða spurði læknirinn? Hvaða vanda? spurði bróðir minn þá. Barnahornið ■*- ‘j , - ' i , ,Endurminning- in merlar æ . . t kvöld verður á skjánum bandarisk biómynd frá árinu 1973, á isiensku hefur hún fengiö heitið „Endurminningin merlar æ..”. I aðalhlutverkum eru: Joanne Woodward og Martin Balsam. Leikstjóri er Gilbert Cates. Rita Walden er á miðjum aldri og á uppkomin börn. Hugur hennar er bundinn við liöna tið, svo að nærri stappar Sjónvarp tT kl- 22.15 þráhyggju. Eiginmaður Ritu hefur áhyggjur af henni og gripurtil þess ráðs að fara með hana i ferðalag til Evrópu. Þýðandi er Jón Ó. Edwald. Milton Friedman Frelsi til að velja t kvöld kl. 21.30 verður hald- iö áfram með áróðurinn i þágu frjálshyggjunnar. Hag- fræðingurinn og frjálshyggju- maöurinn Miiton Friedman mun i þessum tveim þáttum sem sýndir verða I kvöld fjalla um „Athafnafrelsið” og það „Hver eigi að vernda neytend- ur”. Hvaða vernd skyldi Friedman vilja veita neytend- um, sem stöðugt er verið að hella yfir áróöri auðvaldsfyr- irtækja, og auglýsingaskrumi fjölþjóöahringa? Hvaða vernd skyldi hann vilja veita neyt-, endum, gegn peningamönnum sem svifast einskis til þess að auka gróðann, jafnvel kaupa sérfræðinga til þess að fram- leiöa upplognar visindaskýrsl- ur sem er framleiðanda vör- unnar i hag, en geta jafnframt Sjónvarp CT kl. 21.20 kostaö neytendur lifiö? Hvaða vernd skyldi hann vilja veita foreldrum i Afriku sem fengu þurrmjólk frá auðvaldslönd- unum, sem varð til þess að mörg börn dóu úr bakteriu- eitrun? Astæðan var sú að seljendur sáu sér ekki hag i að láta prenta með mjólkinni leiöarvísi, þannig að mæöurn- ar vissu ekki hvernig ætti að meöhöndla þurrmjólkina sem leiddi til þess að enn fleiri börn en vanalega dóu i Afriku. / ,,Eg man það enn” Útvarp kl. 11.00 Kl. 11.00 verður fluttur þátt- urinn „Ég man þaö enn”. Skeggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. Undanfarið hafa þæ.ttir meö svipuðu sniði og þessi verið i' Utvarpinu, og hef- ur megininntak þeirra verið endurminningar merkra Is- lendinga. Að þessu sinni mun AgUst VigfUsson, fyrrverandi kennari, lesa frásögn sina sem AgUst Vigfiísson, fyrrverandi kennari. ber heitið „Fermingar fyrir hálfri öld”. Má telja það lik- legt að fermingar árið 1930 hafi verið með allt öðru sniði en þær gerast i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.