Þjóðviljinn - 15.05.1981, Page 16
uoðvhhnn
Föstudagur 15. mai 1981
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I áfgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsím! 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Myndsegulböntí i heimahúsum
Bessi Bjarnason leikari heldur upp á þrjátlu ára leikafmæli sitt með
aðalhlutverki i rússneskum söngleik, Gustur, sem frumsýndur verður I
Þjöðleikhtisinu á miðvikudag. Leikurinn byggir á sögu eftir Tolstoj um
hest. Bessi höf feril sinn I Snædrottningunni sem „varðmaður, þjófur
og ræningi” — nú eftir 30 ár hefur hann forframast svo að hann er
dubbaður til hests — sem hér á myndinni er að svala þorsta sinum
(ljósm.: gel)
Flugmannasamkomulagið
T
það
I aðalatriðum
sama og við FIA
„Samningarnir sem
undirritaðir voru við Loft-
leiðaf lugmenn í gær eru
sérsamningar við þeirra
félag en gengur í sömu átt
og samningarnir við FÍA
sem gerðir voru á dögun-
um. Mismunurinn liggur í
því að taka þurfti fyrir
ýmis atriði sem snerta að-
eins Loftleiðaf lugmenn,"
sagði Guðlaugur Þorvalds-
son sáttasemjari þegar
Þjóðviljinn hafði samband
við hann í gær. Hann sagði
að sama hefði verið uppi á
teningnum þegar samið
var við FÍA þar hefðu ver-
ið afgreidd ýmis mál sem
vörðuðu einungis meðlimi
þess félags.
„En i aöalatriðum er um sama
samkomulagiö að ræða, t.d. er
launahækkunin sú sama, 10.2%
frá áramótum,” sagði Guðlaug-
ur. Hann bætti þvi við að samn-
inganefnd Loftleiðaflugmanna
hefti haft fullt umboö til samn-
inga og væri þvi þessari hrinu
meö flugmönnnum lokið. —j
Lausn á unglinga-
vandamálinu?
„Hér heyrist varla lengur I
mótorhjólum á kvöldin og
krakkarnir eru hættir að hanga
Uti i sjoppum eða úti á plani”
sögðu Sigurður ólafsson og
Njáll Harðarson sem reka
myndsegulbandsleiguna
VIDEO-SON. Þeir búa báöir I
Breiðholtinu og þeir segja að
það sé engu öðru aö þakka en
. myndsegulböndunum að ungl-
I ingar halda sig heima við á
kvöldin og eru hættir að hrella
fólk á síðkvöldum með mótor-
hjólaskellum.
Þeir sögðu að það hefði oft
borið við áður en videobylgjan
skall yfir, aö fólki heföi varla
orðið svefnsamt um nætur
vegna unglinganna. Nú væri
vandamálið nánast horfið og
orsökin væri sú að krakkarnir
hefðu eitthvað við að vera um
helgar eftir að sjónvarpinu
lýkur. Aður fóru þau út, en nú
horfa þau á myndimar i innan-
húskerfinu og fara svo að sofa.
1 fjölbýlishúsi einu i Kópavogi
bar svo mikið á skemmdar-
verkum ogólátum á siökvöldum
að ibúarnir sáu sér ekki annaö
fært en að ráða varðmann til að
gæta hússins. Eftir að mynd-
segulbandskerfi kom i hUsið
hefur ástandið stórbatnað að
sögn hUsvarðanna. Það eru þvi
ýmsar hliðar á myndsegulbönd-
unum og það má spyrja hversu
góð uppeldisaöferð það sé að
planta krökkunum framan við
kassann? Sumum þeim er Þjóð-
viljinn ræddi við fannst mikill
léttirað, aðrir töldu að nóg væri
um innrætingu ameriskra
mynda þótt myndsegulbands-
kerfið bættist ekki við. Einn við-
mælenda sagði að það væri engu
likara en að kanasjónvarpið
væri komið aftur, kvikmyndir
Llangt fram á nótt, mjög svo mis-
munandi góðar. —ká
Video-dagskrá
Amerískar myndir í
miklum meirihluta
Margir lesenda Þjóðviljans
höfðu samband við blaðið i gær
til að forvitnast um það hvernig
sýningar I myndsegulbands-
kerfum væru skipulagðar, hvað
þar væri á boðstólum og hvaðan
myndirnar kæmu?
Dagskráin getur litið út t.d.
svona, en hún er fengin i einu
fjölbýlishUsi i Breiðholtinu:
Fimir.tudagur kl. 20 Barnatimi.
Kl. 21. gamanmynd (amerísk).
Föstudagur kl. 24. Amerísk
kvikmynd um boxara. Laugar-
dagur kl. 24 glæpamynd (amer-
isk). Sunnudagur kl. 13. barna-
timi og á mánudegi kúreka-
mynd að sjálfsögðu frá Amer-
iku. Klámmyndir eru ekki
opinberlega á dagskrá.
Það er nokkuö misjafnt hve
marga daga er sýnt, sums
staðar er dagskráin frá fimmtu-
degi til sunnudags, annars
staðar er mánudagurinn meö.
—ká
Almennur fundur um atvinnumál borgarinnar:
'VSlium ná sambandi
við fólk í atvinnulífinu
segir Guðmundur Þ. Jónsson, form.
atvinnumálanefndar
ina „Nýtni og nýbreytni".
Hefst fundurinn kl. 14 á
Hótel Sögu. Flutt verða sex
framsöguerindi en auk
þess verða almennar um-
Á sunnudaginn kemur
gengst atvinnumálanefnd
Reykjavíkurborgar fyrir
opnum fundi um atvinnu-
mál og ber hann yf irskrift-
ræður um atvinnumál í
höfuðborginni.
Guðmundur Þ. Jónsson, for-
maður atvinnumálanefndar sagði
i samtali við Þjóöviljann I gær aö
tilgangur þessa fundar væri að ná
sambandi við þá sem sinna at-
vinnulífi I borginni, verkafólk og
atvinnurekendur og ræöa um ný-
Þetta
orðið
— Byrjunarörðugleikarnir
voru miklir enda höfðu engar
rannsóknir farið þarna fram,
hvorki á fiskistofnunum, né
hvernig best væri að haga
veiðum. Svo urðum við llka
fyrir bilunum I skipinu, en nú er
þetta allt saman að komast I lag
hjá okkur og farið aö ganga
betur, sagði Magni Kristjáns-
son, skipstjóri, sem I tæpt ár
hefur stjórnað aðstoð á vegum
Sameinuðu þjóðanna viö fisk-
veiöar á Grænhöföaeyjum er
Þjóðviljinn ræddi við hann I
gengur
sæmilega
segir Magni
Kristjánsson
gær, þar sem hann var staddur
á Azoreyjum á fiskveiðiráö-
stefnu.
— Þeir Azoreyjamenn standa
fyrir þessari ráöstefnu og hafa
boðiö til hennar sérfræðingum
víða aö Ur heiminum. Mér var
boðiö að halda hér fyrirlestur
um fiskveiðar og þvi er ég hér
staddur en ekki á Grænhöfða-
eyjum, sagöi Magni.
Hann var spurður hvernig
þeim Islendingum sem dvalið
hafa á Grænhöföaeyjum hefði
liðiö þetta ár?
— Viö sem höfum veriö á
sjónum, höfum haft það ágætt,
en það hefur verið erfiöara hjá
þeim sem eru i landi. Sennilega
hefur dvölin verið erfiöust fyrir
börnin. Hér vantar næstum allt
sem viðerum vön að heiman og
krakkarnir hafa lika verið hálf
lasin á stundum, en okkur llöur
svo sem bærilega.
Hvenær kemur þU heim
aftur?
— Ég kem heim I haust og tek
þá við skipstjórn á Berki NK
aftur, það er afráöið.
Að lokum Magni, heldur þU að
starf ykkar þarna suður frá hafi
komið að þvi gagni sem vonast
var til?
— Ég skal ekki segja um það,
en ég vona að það skilji eitthvað
eftir og maður er bjartsýnn á
það nU, eftir að þetta er allt
farið að ganga betur. —S.dór
Guömundur Þ. Jónsson.
breytni I atvinnumálum Reykja-
vlkur og þá möguleika sem nú-
verandi atvinnulif býður uppá.
Atvinnumálanefndin hefur ver-
ið að reyna að finna og koma á fót
nýjum atvinnutækifærum, sagði
Guðmundur, og hefur einkum
verið horft til nýiðnaðar i þvi
sambandi. Hins vegar eru lika
miklir möguleikar á betri nýtingu
núverandi tækja og tækni t.d. i
fiskvinnslunni. Það er von okkar I
atvinnumálanefnd, aö við getum
vakið áhuga og skapað umræður
um þessi mál og við væntum þess
aö nefndin geti sfðan orðið að liði
við að koma þeim málum áfram
sem upp kunna aö koma.
Guðmundur sagði að viða úti
um land hefðu sveitarstjórnir
gengist fyrir almennum fundum
um atvinnumál en svo hefði ekki
veriö hér I Reykjavik a.m.k. ekki
á siðustu árum. BorgarfulltrUar
og þingmenn kjördæmisins eru
sérstaklega boðaðir til fundarins
en hann er sem fyrr segir opinn
öllum þeim sem áhuga hafa á
umræðum um nýbreytni og nýtni
i atvinnumálum. —AI