Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Föstudagur 5. júni 1981 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis llgefamti: Utgáfutelag Þjóöviljans. Kranikvæindastjóri: Eiöur Kergmann Kilstjórar: Arni Bergmann. Kinar Kari fiaraldsson, Kjartan oialsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir olalsson. l'msjónarmaöur suiiniidagsblaös: Guöjón Kriðriksson. Afgreiöslustjóri: Valþor Hlööversson Klaöameiin: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdoltir, Magnus H. Gislason. Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttaniaöur: Ingollur Hannesson. í tlit og liönnuu: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prólarkalestur: Andrea .lónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir Skrilstofa: Guörun Guövaröardóttir. Jóhannes Haröarson. Algreiösla: Kristin Hetursdóttir. Bára Siguröardóttir. Simavarsla : Olöl Halldorsdottir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrun Baröardottir. Bökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla (i, Keykjavik, simi 8 lit :>:t. Prentun: lilaöaprent hf.. Hver lýgur að hverjum? • Austur í Japan kemur upp merkilegt mál, sem ærin ástæða er til að íslendingar taki eftir. Japanir urðu fyrstir þjóða fyrir barðinu á atómhernaði og hinum langvinnu og djöfullegu afleiðingum hans. Það var því ekki nema von, að einmitt þeir settu um það ákvæði í stjórnarskrá sína og í samninga við Bandaríkin um her- stöðvar og afnot af japönskum höfnum og landi, að aldrei mætti koma með kjarnorkuvopn inn á japanskt yfirráðasvæði. Og þegar óþægir gagnrýnendur, einatt vinstrisinnaðir, hafa efast um að við þessi fyrirheit, þessa samninga, væri staðið, þá hafa japönsk stjórnvöld svarið og sárt við lagt, að allt væri í besta gengi, enda treystu þau orðheldni Bandaríkjamanna. • Nú kemur á daginn, að um tuttugu ára skeið hafa stjórnarskrá og samningar um þessi mál verið þver- brotnir með reglubundnum hætti. Allt er það gert með laumuspili og þykist enginn vita neitt, engin skjöl f inn- ast — það er vísað á einhverskonar „munnlegt sam- þykki” Japana. Um hitt efastenginn lengur: að Banda- ríkjamenn hafa farið með sín gjöreyðingarvopn til hafna og annarra bækistöðva í Japan hvað eftir annað. • Vitaskuld er ekki leyfilegt að draga af þessu jap- anska dæmi þá ályktun, að Bandaríkjamenn hljóti að hafa sama hátt á hér í Keflavík. En það er annað sem má af þessu máli læra og kemur m.a. fram í þeirri spurningu sem japanskir fjölmiðlar hafa nú ítrekað: hafa japanskir ráðamenn logið að þjóð sinni um þessi kjarnorkuvopn eða hafa Bandaríkjamenn logið að japönskum ráðamönnum? Við höfum fullt leyfi til að taka spurningar af þessu tagi alvarlega. Og draga af þeim þær ályktanir, að við getum ekki treyst því að ís- lenskir ráðherrar og embættismenn viti hvaða vopn og búnaður það eru sem Bandaríkjamenn fara með hér- lendis. Og við getum heldur ekki treyst því, að Banda- rikjamenn fari eftir islenskum tilmælum um vígbúnað- armál (ef aðþau hafa þá nokkurn tíma verið gef in). • Þessi mál eru og athyglisverð í sambandi við herferð sem bestu vinir Bandaríkjanna á (slandi, utanríkismála- fræðingar Morgunblaðsins og Vísis, Björn Bjarnason og Svarthöfði, hafa staðið í að undanförnu. Það er höfuð- inntak máls þeirra, að þegar þingmenn Alþýðubanda- lags tala um að hér gætu verið kjarnorkuvopn með litlum sem engum fyrirvara, um að AWACS-flugvélar, hlust- unarkerfi og fleira nýlegt hafi stóraukið hlutverk Is- lands í kjarnorkuvígbúnaðarkerfi Bandaríkjanna, þá séu þeir að þjóna Sovétmönnum. Þeir haf i fengið þessar upplýsingar hjá Sovétmönnum, og með því að vara við því að ísland sé gert girnilegra skotmark i stríði, þá séu þeir eins og að panta sovéska kjarnorkusprengju á Keflavík! • Það fer sannarlega að vera erfitt að lifa á þessu landi, ef þeir, sem eru — eins og Hannes skáld Pétursson — lítið hrif nir af því að lifa í miðju skotmarki, við borð- stokk „ósökkvandi flugvélarmóðurskips", skuli öðrum fremur heita tilræðismenn við íslenskt mannlíf! Ef að umræða um AWACS-f lugvélar og annan slíkan búnað, sem er daglegt brauð í háborgaralegum blöðum grann- landa, á að vera komin beint úr sovéskum sendiráðum. Ef að þeir sem sætta sig ekki við meðvitundarlausa sam- sekt í vígbúnaðaræðinu eru sífellt að þjóna Rússum, þá reynist vinahringur Kremlverja þúsundfalt stærri en þá grunar sjálfa. Þar verða norskir herfræðingar, sænskir og hollenskir kratar, grískir sósíalistar, breskir prelátar, jafnvel háborgaralegir japanskir stjórnmálamenn, sem eru hræddir um að faðmlög Bandaríkjanna hreki þá frá völdum. Sú heimsmynd sem blasir við í skrifum hinna lítilþægu vina Reagans og Haigs hér á landi er svo sannarlega ekki fyrir aðra en menn með ríka pólitíska trúarþörf. —áb klrippf Kjaramál lækna Kjaradeila lækna, sem nú hef- ur staðið yfir um nokkurt skeið, á sér langan aðdraganda. Læknar gerðu frægan kjara- samning við hið opinbera árið 1966, þar sem þeir fengu mikla grunnkaupshækkun. Á hinn bóginn höfnuðu almennir sjdkrahiíslæknar þvi, að gerast fastráðnir rikisstarfsmenn með þeim réttindum og skyldum, sem því fylgja. Þannig afsalaði þorri lækna sér ýmsum félags- legum kjaraatriðum rikis- starfsmanna eins og aðild að Lifeyrissjóði rikisstarfsmanna og fyrirframgreiðslu launa. Á mdti þessu kom sterkari samn- ingsaðstaða þessara lækna, þar eð uppsögnum þeirra var nú ekki unnt að mæta með fram- lengingu uppsagnarfrests fast- ráðinna rikisstarfsmanna. Það er þessi samningsaðstaða, sem Sjúklingur. almennir sjiikrahúslæknar hafa nú látið reyna á. Að loknum kjarasamningun- um 1966 stóðu þannig almennir sjúkrahúslæknar uppi með mun hærri mánaðarlaun en aðrir op- inberir starfsmenn með sam- bærilega háskólamenntun en með lakari félagsleg launakjör, ef svo má að orði komast. ! Tekjurýrnun síðan 1966 Siðan 1966 hefur hins vegar Istööugt saxast á launaforskot lækna. Samræming á launa- kjörum opinberra starfsmanna, efnahagsráöstafanir gegn verð- I* bólgu og sfðast en ekki sist iaunajöfnunarstefna eftirvið- reisnartimabilsins hafa lagst á eitt um að færa launataxta Ilækna til samræmis við aðrar starfsstéttir þjóöfélagsins. Þá hefur Kjaraddmur haft litla samUð með þeirri röksemda- 1' færslu lækna, að þeim beri hærri laun en öðru háskóla- menntuðu fólki. ■ Hin félagslegu launakjör, sem Ifyrr voru nefnd, hafa á hinn bóginn ekki verið færð til sam- ræmis við aðra opinbera starfs- * menn. Læknar reka sinn eigin Ilifeyrissjóð, sem hefur orðið illa útii verðbólgunni. Þeir fá yfir- leitt laun sin greidd mánaðar- * lega eftir á, en það atriði eitt Ihefur undanfarin ár lækkað raungildi launa þeirra um allt að 4%. Vinnutimi þeirra er að • lokum oft langur og vinnuálag I af ýmsu tagi mikið. Sjúklingur og læknir. Læknar að störfum. 1 ■ • Laun sambæri | legra starfsstétta » Þrátt fyrir þá rýrnun raun- Ilauna margra lækna, sem átt hefur sér stað siðan 1966 eru launataxtar þeirra nú, yfirleitt, • svipaöir eða hærri en annarra Iopinberra starfsmanna með sambærilega menntun. 1 stórum dráttum þiggja » læknar nú laun eftir samræmdu Istarfsmati rikisins. Samkvæmt þeim launastiga fá háskóla- menntaðir menn greidd laun að » mestu i samræmi viö menntun Iog námstima. Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum sitja algerlega við sama borð og aðrir háskóla- ■ menn að þessu leyti. Sérfræð- Iingar á sjúkrahúsum virðast á hinn bóginn þiggja nokkru hærri laun en aðrir háskólamenn með • sambærilegan námstima. Kann Iþar ábyrgð þeirra og e.t.v. sam- anburður við laun erlendis að ráöa nokkru um. » Yfirlæknar á sjúkrahúsum Ieru hinsvegar fastráðnir rikis- starfsmenn með fullum réttind- um og eru þvi ekki formlega aö- » ili að þessari kjaradeilu. Launaketfi þjóðfélagsins Eitt meginatriði þessarar kjaradeilu, sem svo margra annarra, er þvi það, að núver- andi launakjör lækna eru i nánu samhengi við launakjör ann- arra háskólamenntaðra manna og annarra starfsstétta. Þetta samhengi hefur ekki verið búið til af skrifstofumanni i fjár- málaráðuneytinu. Það er niður- staða hagrænna og félagslegra afla, sem hafa verið að verki áratugum saman. Læknar vilja nú brjótast Ut úr þessu samhengi. Þjóðfélagsþró- unin virðist hins vegar vera i hina áttina, ef eitthvað er. Sér- menntað vinnuafl, á flestum sviðum er ekki lengur eins tor- fengið og áður var. Jafnframt hefur launajöfnunarstefnunni vaxið fiskur um hrygg. Þróunin er því fremur i þá átt, að það dragi Ur tekjuforréttindum menntastéttanna en hitt. Við þetta verða læknar auðvitað að sætta sig eins og aðrir. Samnings- grundvöllur? Hitter annað mál, að það er ekki nema rétt og sanngjarnt, að læknar njóti félagslegra kjara til jafns við aðra opinbera starfsmenn. Þannig er eðlilegt, að læknar njóti lifeyrisrétlinda og fái laun sin greidd fyrirfram. Þá þarf að leita leiða til að draga Ur hinum óhóflega vinnu- degi og vinnuálagi margra lækna á sjúkrahúsum. t þvi efni er hins vegar, að talsverðu leyti, við lækna sjálfa að eiga, en þeir skipuleggja sjálfir, i höfuðdrátt- um, vinnu sina á sjúkrahúsun- um. FulltrUar lækna og hins opin- bera hafa nú sest að samnings- borði til að ræða hin félagslegu kjör lækna á sjúkrahúsum. Þvi ber að fagna. Eðlilegt fyrsta skref i átt að bættum félagsleg- um launakjörum sjúkrahús- lækna virðist vera það, að þeir verði fastir rikisstarfsmenn með öllum þeim réttindum og skyldum, sem þvi fylgja. •9 skorriðj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.