Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. júní 1981 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 5 / I landi leiftursóknarinnar: Tíundi hver Breti er nú atvinnulaus Á sunnudaginn koniu a.m.k. 50 þúsundir manna saman á Trafalgar Spuare i London á mesta mótmælafund sem haldinn hefur verið i Bretlandi gegn geig- vænlegu atvinnuieysi i landinu. Meöal ræðumanna voru helstu leiðtogar verkalýðssambandsins, TUC, og Verkamannaflokksins. Og mannfjöldinn hrópaði takt- fast: Burt með Möggu — Rétt til vinnu! Enda ærnar ástæöur til. Um þrjár miljónir manna eru nú at- vinnulausar i Bretlandi, þeim hefur fjölgað um eina miljón siðan i fyrra. Og ekkert bendir til þess að ástandið sé að batna. Þvert á móti eru menn nokkurn- veginn sammála um að atvinnu- leysið muni halda áfram aö aukast. Þetta atvinnuieysi er meira en nokkru sinni siðan á kreppuárun- um og meira en i nokkru öðru landi i Vestur-Evrópu. Og það hefur vaxið svo ört á siðastliðnu ári, að það hefur náö út yíir hina hefðbundnu stéttaskiptingu. Atvinnuleysi er ekki plága sem „bara” leggst á verkamenn — það kemur beint eða óbeint við kaunin á flestum hópum i þjóðfélaginu. Nema náttúrulega þeim sem eru baktryggðir fyrir öllum skakkaföllum. Eins ogi öðrum löndum Vestur- Evrópu er það ungt fólk sem verst verður úti. Búist er við þvi að i mörgum borgum og héruðum geti ekki einu sinni helmingur þeirra sem koma úr skóla á þessu ári fengið vinnu. í fyrra mánuði voru aðeins um 100 þúsund störf i landinu til ráðstöfunar, og sem fyrr segir eru atvinnuleysingjar um þrjár miljónir, ef allt er með talið. A opinberri atvinnuleysis- skrá eru 2,5 miljónir. Afleiðingar Ástandiö heíur margvislegar afieiðingar. 1 stjórnmálum heíur það leitt til þess, að enda þótt Verkamannaflokkurinn sé sjálfum sér mjög sundurþykkur og hafi misst frá sér hóp þing- manna sem hafa stoínaö nýjan Sósialdemókratafiokk, þá hefur hann nú náð miklu fylgi yfir Ihaldsílokkinn, eins og fram hef- ur komið i borgarstjórnarkosn- ingum og skoöanakönnunum aö undanförnum. Verkalýðshreyfingin hefur verið i vörn, hún hefur ekki átt þau svör við ástandinu sem duga til að halda uppi baráttuanda og mögu- leikar hennar til umsvifa hafa verið skertir með ýmsum hætti. Hún þarf nú að berjast á mörgum vigstöðvum i senn: gegn fleiri uppsögnum, gegn rýrnun raun- tekna og fyrir nýrri eínahags- stefnu —og á margt ógert til aö fá sin svör til að ganga upp. Likur á átökum og sprenging- um hafa vaxið —og visa menn þá til mikilla átaka sem uröu m.a. i Brixton i suðurhluta London i vor: þar eru innflytjendur frá fyrrverandi nýlendum margir og þar magnast pólitisk reiði við aö atvinnuleysið bitnar sérstaklega hart á innflytjendum og minni- hlutahópum. Starfsreynsla og sérþekking er ekki með sama hætti og fyrr einskonar aðgöngumiði að starfi. Það er ekki langt siðan að skortur var á sérþjálfuðu vinnuafli i ýmsum greinum, en þetta er nú liðin tið. Ástæöur Astæðurnar fyrir þvi aö i Bretlandi er meira atvinnuleysi en dæmi eru til annarsstaðar i Vestur-Evrópu eru margar. Aimenn kreppa i heiminum hefur sin áhrif, ekki sist þar sem bresk- ur iðnaður er um margt ureltur i tæknilegum skilningi og á þar með erfitt með aö keppa við ýmsar nýjar iönþjóöir. Þaö ástand, með litilli framleiöni, er svo tengt þvi, aö bæði verkalýös- félög og atvinnurekendur hafa verið mjög treg til að bregöast viö tæknibyltingu siöari ára meö ein- hverjum skynsamlegum hætti. En hin pólitiska reiöi sem nú snýr að ihaldsstjórn frú Thatchers er að sjálfsögðu fyrst og fremst tengd seðlahyggju hennar i efna- hagsmálum, niðurskuröi á opin- berum útgjöldum og íleiru þess- legu, sem heíur virkaö sem olia á eldsvoða atvinnuleysisins. Vel á minnst olia: h ve miklu verra væri ekki ástandið ef að ihaldsstjórnin hefði ekki getað lappaö nokkuö upp á reikningshald sitt með Norðursjávaroliu Breta, sem nú er orðinn alar mikilvægur þáttur i þjóðarbúskapnum'? Sundraður Verkamannaflokkur safnar óánægjufylgi, verkalýðs- hreyfingin gagnrýnir ástandið harðlega, meira aö segja ýmsir atvinnurekendur taka undir (i mildari tón). En Margaret Thatcher heldur fast viö sina leiftursókn, þótt svo sú stefna ætli bæði breskan almenning og flokk hennar liíandi að drepa. Dave Cumbley var einn þeirra 100 atvinnuieysingja sem i 29 daga gengu þvert yfir Kngland frá Liverpool til London til að minna á hlut- skipti sitt. Þeim göngumönnum var vel heilsaö þegar þeir komu á úti- fundinn mikla á Trafalgar Square á sunnudaginn var. Eftir sautján þætti lét hann vel að syni sinum: farið nú ekki að spilla gamninu með þvi að betrumbæta kauða. j^Skálkurinn skotinn: og urðu menn þá ekki fegnir, eða hvað? Dallasdellan i sjónvarpinu: Það var demókrati sem skaut á J.R.! íslendingar hafa yfir sig feng- ið sápuóperuna Dallas, sem um margt likist eins og óvart ágætri skopstælingu af sams- konar fyrirbæri, Löðri, en hefur safnað undarlega miklum vin- sældum um heiminn. Til dæmis að taka: þegar þar var komið i þessum endalausa reyfara, að J.R. Ewing oliuprins hafði verið skotinn, þótti Carter fyrrum forseta það bráðsnjallt þegar hann var i sláttuferð i borginni Dallas að láta sem hann væri að leita að tilræðismanninum! Og menn Reagans svöruðu með þvi aðdreifa á flokksráðstefnu sinni i Texas í fyrra merkjum með áletruninni: Það var demókrati sem skaut J.R.! Nú gætu menn spurt: var það ekki sjálfsagt mál að skjóta það illfygli J.R. — eru ekki allir fegnir? Þetta er versti fantur, sem slitur lappir af flugum, svikur félaga sina, svolgrar i sig kvenfólk sem og brennivin, mútar og stelur og kemur af stað fósturlátum i fjölskyldunni þegar óheppilegur erfingi er á leiðinni? Nei, það kemur á dag- inn, að menn vilja láta þrjótinn lifa. Vikuritið Time komst að þvi i fyrra, að þetta stafaði lik- lega af þvi að það væri stillyfir syndum J.R. Fólki fyndist svo spennandi að sjá rika fólkið berjast grimmt um konur og peninga og völd, það væri allt svo stórt i sniðum, svo mikill still yfir þvi. Aumingja elsku ríka fólk- iö Samkvæmt þessari kenningu er sú útsmogna framleiðsla, Dallasflokkurinn, partur af langri hefð: þeim boðskap er komið á framfæri við „venju- legt” fólk, að þeir riku eigi sinar raunir lika, aumingja blessað fólkið. Um leið og þvi er ekki gleymt, að það sem gerir það sjónarspil allt spennandi er ein- mitt það, að það er forrikt fólk sem stendur i sigildum syndum, glæpum og mannraunum — og þvi stækkar allt og verður „stæll”. ör skipti Time hafði fleiri útskýringar á þvi, hvernig á þvi stóð, að Dallas varð ekki að athlægi heldur að mikilli vinsælda- og söluvöru. Ein er sú, að flestir aðrir myndaflokkar byggja á persónum sem eru jafnan sam- ar við sig, eða breytast mjög hægt og bitandi. t Dallas er hinsvegar spilað með feykilega flókinn þráð, þar sem hver sag- an vefst utan um aðra, meðal annars með þeim hætti að per- sónurnar eru sifellt að koma upp um nýjar hliðar i sér, sifellt að eigr.ast nýja bandamenn og óvini, taka sér nýja stöðu i sögu- mynstrinu. Lika þetta: höfundar hafa mokað inn i fjölskyldusöguna öllum mögulegum andstæðum landshlutans, kannski álíunnar: nautgripir eru þar og olia, borg og sveit, fjölskylda og bisness, og endanlega er allt reyrt sam- an með þeim staðreyndum tveim sem flestum væntanleg- um áhorfendum eru hugstæð- astar: peningum og hjásofelsi. Viðbrögö viö J.R. Hvað sem þvi liður: Dallas- dellan hefur farið um löndin. I Bandarikjunum gerðist það eft- ir að skúrkurinn J.R. Ewing hafði sýnt barnungum syni sin- um (sem hann er vist ekki búinn að eignast enn hér á Islandi) svivirðulega vanrækslu i sautj- án þáttum, kemur að þvi, að hann faðmar drenginn að sér bliðlega. Þá skrifuðu landar hans tiu þúsund bréf — helming- urinn sagði: Guði sé lof! Hinn helmingurinn sagði: Spillið ekki öllu fyrir okkur með þvi að betr- umbæta kauða! áb tók saman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.