Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júni 1981 Auglýsing um út- og innflutning peningaseðla og myntar Með heimild i 9. gr. laga nr. 63 frá 31. mai 1979 eru hér með settar reglur um útflutn- ing og innílutning peningaseðla og mynt- ar, sem eru eða hafa verið löglegur gjald- miðill og látin i umferð. íslenskir peningar Innlendum og erlendum ferðamönnum er heimilt, við komu eða brottför frá landinu, að taka með sér allt að 700 krónur i seðlum að verðgildi 18, 50 og 100 krónur. Erlendir peningar Ferðamenn búsettir hérlendis mega flytja með sér út úr og inn i landið þann erlenda gjaldeyri, sem þeir hafa lögleg umráð yfir. Ferðamenn búsettir erlendis mega flytja jafnmikla erlenda peninga út úr landinu og þeir fluttu inn við komu til landsins, að frádregnum þeim dvalarkostnaði, sem þeir hafa haft hér. Gjaldeyrisbankar, svo og aðrir aðilar, sem löglegar heimildir hafa, mega flytja erlenda peninga inn og út úr landinu. Reglur þessar taka þegar gildi og koma i stað samsvarandi reglna um gjaldmiðil, er i umferð hefur komið frá s.l. áramót- um, sjá auglýsingu bankans, dags. 23. desember 1980. 22. mai 1981 SEÐLABANKl tSLANDS Orðsending frá Auglýsingadeild Rikisútvarpsins, hljóðvarps: Frá og með 1. júni verður sú breyting á opnunartima Auglýsingadeildar, að lokað verður á sunnudögum og sérstökum fri- dögum. Afgreiðsla auglýsinga verður þvi sem hér segir: Mánudaga til föstudaga frá kl. 8 til 18. Laugardaga frá kl. 8 til 13. Sérstaklega er óskað eftir að auglýsendur komi timanlega með þær auglýsingar, sem birtast eiga um helgar, vegna mikilla anna föstudaga og laugardaga. Skilafrestur auglýsinga fyrir kvöldtimana tvo færist fram um hálfa klukkustund, þannig að hringja þarf fyrir kl. hálffimm vegna fyrri kvöldtima, og fyrir kl. hálfsex vegna seinni kvöldtima. Auglýsingastjóri. Laus störf hjá Selfossbæ 1. Starf húsvarðar við barnaskólann á Selfossi. 2. Starf ritara á bæjarskrifstofunni við skráningu fyrir tölvuvinnslu. Vélritun og önnur almenn skrifstofustörf. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu i þessum störfum. Um laun og önnur starfskjör visast til kjarasamnings STAS og Selfossbæjar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni Eyrarvegi 8, Selfossi. Umsókn sé skilað þangað fyrir 20. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður i sima 99—1187. Bæjarritarinn á Selfossi. Kveðja frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur Ólafur P. Erlendsson Fæddur 27.6 1924 Dáinn 28.5 1981 Þegar ég kom heim úr stuttri ferö Ur bænum fimmtudaginn 28. mai' kom ég viö hjá syni minum, sem sagöi mér, aö knattspyrnu- iþróttin hefði misst mikinn for- ystumann þá um daginn er Ólafur P. Erlendsson hafi orðið bráð- kvaddur i Kaupmannahöfn. Þaö er ekki ofmælt aö einn besti leið- togi iþróttahreyfingarinnar er genginn til feðra sinna. Ég hitti Ólaf P. Erlendsson fyrst við störf hjá KRON á Skóla- vörðustig. Hann var þá deildar- stjóri i' pöntunardeildinni, sem þar var. Ólafur vakti strax sér- staka athygli mina. Það var aug- ljóst að þar fór maður, sem kunni að stjórna og háfaforystu. Fram- koma hans var eins og best verður á kosið, ljúfmannleg og innileg. öll fyrirgreiðsla hans var til fyrirmyndar. Aður hafði Ólafur unnið marg- visleg störf, var m.a. tollvörður og starfsmaður hjá Almennum tryggingum. Eftir að hann hætti hjá KRON á Skólavörðustig, var hann deildastjóri hjá KRON bæði i Skerjafirði og i Hliðunum og siðan í nær 25 ár starfsmaður i ábyrgðarstöðum hjá Loftleiðum og siðan hjá Flugleiðum. Alls- staðar gat hann sér lof allra sem hann vann hjá og allra, sem með honum störfuöu. Slikur maður sem Ólafur P.Er- lendsson hlaut að hafa mörg áhugamálifristundumsinum. Ég mun aðeins geta þeirra starfa hans, sem lúta að knattspyrnu- iþróttinni. Ungur að árum gerSst hann félagi i Knattspyrnufélaginu Vik- ingi og tók fljótlega að sér marg- visleg trúnaðarstörf fyrir félag sitt, sem ekki verða tiunduð hér. Hæst mun ávallt bera starf hans I Knattspyrnuráði Reykjavfkur. Ólafur var kjörinn varamaður i Knattspyrnuráð Reykjavikur árið 1962 og sat þar sem slikur til ársins 1969 er hann var kjörinn aðalmaöurí ráðið. Strax næsta ár 1970 var Ólafur kjörinn formaöur ráðsins og ávallt siöan einróma eða alls 12 sinnum. Það er mála sannast að forysta Ólafs i' knattspyrnuráðinu hefir verið með ágætum öll þessi ár. Samviskusemi hans og árvekni i hvfvetna var við brugðið. Ólafur stjórnaði með röggsemi en án öf- stopa. Hann var frábær skipu- leggjari og góður samn- ingamaður og mannasættir i þess orðs fyllstu merkingu. Ólafur var vakinn og sofinn um framgang knattspyrnuiþróttar- innar og hugsaði þvi fyrst og fremst um að styrkja og styðja starfið meðal yngri flokkanna og við i knattspyrnuráðinu munum af fremsta megni halda þvi áfram og strengjum þess heit, að vinna af alefli að þvi, að sú hugsjón Ólafs að skapa æskunni betri skil- yrði til knattspyrnuiðkunnar, megi sem fyrst rætast. Það mun verða þjóðinni allri til blessunar er fram liða stundir eins og allt tómstundastarf, sem byggir upp heilbrigt lif andlega og likam- lega. 1 þessu sambandi er mér i minni hve Ólafur gladdist inni- lega yfir hinni rausnarlegu gjöf Magnúsar Guðbrandssonar til knattspyrnuráðsins með þeirri ósk að fénu yröi varið til ung- linga- og kennslustarfs á vegum ráðsins. Við i' Knattspyrnuráöi Reykja- vikur kveðjum ólaf P. Erlends- son þakklátum huga og þökkum samstarfið og frábæra forystu. Alltaf þegar ég heyri góðs manns getið kemur mér Ólafur P. Er- lendsson i' hug og svo munum við allir mæla félagar hans i ráðinu. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans Dagmar og börnum þeirra og ættingjum öllum innilegar samúðarkveöjur. Halldór Jakobsson Minningarorð Magnús Magnússon járnsmiður Fyrir nokkru lést að heimik sinu, Þórufelli 4 i Reykjavik Magnús Magnússon, járnsmiður. Þó dauðinn sé auðvitað eðli- legur og æskilegt væri að honum sé þannig mætt, bregður flestum ónotalega þegar vinir eða vanda- menn hverfa sjónum. Það eru rúm fjöruti'u ár siðan ég átti heima i sama húsi og fjölskylda Magnúsar. Ég staldra við og minningarnar koma fram úr hugarfylgsnum, hver af annarri. Milii min og þessarar fjölskyldu myndaðist vinátta, sem haldist hefur fram á þennan dag. Þó við hittumst ekki oft hin síðari ár, var þó alltaf eitthvað, sem batt mig þessari fjölskyldu, traustum böndum. Mér verður heimili þeirra á Kaplaskjólsveg 12 ógleymanlegt. Ofthefiég látið hugann reika til þessara vina minna og nú siðustu dagana og vikurnar oftar og skýrar. Ég hverf íhuganum heim i eldhúsið þeirra á venjulegum ‘ degi, laust fyrir hádegi. Það er búið að dúka hádegisverðarborö- ið. Halda mætti aö eitthvað sér- stakt stæði til. Skínandi hvitur dúkurog glansandi diskar, ailter svo tandurhreint. Eldhúsgólfið er lika nýþvegið og allter svo aðlað- andi og hlýtt. Húsmóðirin, stór- falleg og höfðingleg, stendur við eldavélina og er að leggja siðustu hönd á miðdegismatinn. A stórri pönnu kraumar steiktur fiskur, við hliðina er súpupottur og full skál er þarna af einhverju góð- gæti. Ég fæ vatn i munninn, þannig virkar matarilmurinn hennar Guörúnar á mig. Allur matur varðlostæti ihennar hönd- um. Hún er aö búast við börn- unum úr skólanum eða frá leik úti við. Guðrún Þorsteinsdóttir frá Meiðastöðum f Garði, var einstök húsmóðir, sem lagði sanna alúð við allt heimilishald. I raun og veru urðu allir dagar hjá henni með háti'ðarblæ. Umhyggja hennarfyrirheimiliog börnum er sjálfeagt dæmafá, þvi varla kom fyrir að hún viki út af heimilinu. Þorsteinn eiginmaður Guðrún- ar, var togaraskipstjóri, sigldi öll striðsárin. Hún þurfti þvi eins og fleiri sjómannskonur að bæta á sigótal störfum.sem heimilisfeð- ur leysa af hendi séu þeir heima. 1 þessu umhverfi ólst Magnús upp, viö mikið ástriki móður, stjúpföður og fjölskyldunnar allrar. Faðir hans lést rétt áður en drengurinn fæðist. Var hann heilsulitill fyrstu ár ævinnar. En með Guðs hjálp og góðra lækna náði hann fullri heilsu. Magnús fór f Iðnskólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi i járnsmiði. Verklega námið lærði hann hjá frænda sinum Ingimar Þorsteinssyni. Vann hann alla tið að þeirri iðn. Þó hann hefði oftast langan vinnudag, taldi hann ekki eftir sér að hjálpa náunga sinum með ýmis konar verk er lutu að járnsmiði. Hann var bráðhagur og haröduglegur. Við hjónin leituðum einu sinni til hans, þegar við vorum að byggja, með verk, sem illmögu- legt var aö fá unnið. Mér er minnisstætt, hve hann gerði þetta með ljúfu geði og svo að segja á stundinni. Ekki spillti konan hans blessuð, hún Munda þvi, að hann gerði öðrum greiða. Er það til sann- mælis hvilik ágætiskona hún er, það sem tengdamóðir hennar sagði, siðast er ég hitti hana, að Maggi hennar hefði ekki getað fengið betri konu. Þau hjónin voru sannarlega samhent um að greiða fyrir öðrum. Ég minnistótal yndisstunda frá bernskuheimili Magnúsar, þar sem ég var um tima daglegur gestur og fleiri ungmenni vöndu þangaö komur sinar, þvi öllum var tekið af einstakri alúð og vin- semd. Það var ekki veriö að ásaka mann þó eitthvað færi úr- skeiðis. Það var sannkallað kær- leiksheimili. Mig langar þvi að leiðarlokum að þakka allan þann kærleika er mér og öörum var þar auðsýndur. Virðing min og þökk fylgi Magnúsi Magnússyni inn á eilifð- arlandið. Þorbjörg Einarsdóttir. Ég hef flutt vinnustofu mina að Garða- stræti 17 3ju hæð. Simi 17010. Halldór Gíslason arkitekt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.