Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. júní 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Leiðbeiningar til launafólks: __________f__________________ Hvenær má lækka eða fella niður tekjuskatt? I mörg ár hef ég rekist á aft verkafólki ,sem veröur fyrir slysum, veikindum efta hættir vinnu vegna aldurs, er ekki kunnugt um aft meö sérstöku ákvæfti 66. greinar skatta- laganna var skattstjóra heimilt aö lækka efta fella niftur tekju- skatt. A Alþingi i vetur fluttum við Albert Guðmundsson breyt- ingartillögu við 66. grein skatta- laganna. Tillaga þessi fól i sér skyldu skattstjóra til að taka til greina umsóknir um lækkun tekjuskattsstofns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Aður var aðeins um heimildarákvæöi að ræða. Lagabreyting þessi var samþykkt á Alþingi og þar með er þetta ekki lengur heimildar- ákvæði, heldur skýlaus lagaleg skylda viðkomandi skattstjóra. Launafólki til leiðbeiningar tel ég rétt að birta greinina i heild, þ.e. eins og hún er i skattalögun- um. „Skattstjóri skal taka til greina umsókn manns um tækk- un tekjuskattsstofns þegar svo stendur á sem hér greinir: 1. Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjaldþol manns verulega. 2. Ef á framfæri manns er barn, sem haldið er langvinnum sjúkdómum eða er fatlað eða Guðmundur J. Guðmundsson skrifar vangefið og veldur fram- færanda verulegum útgjöldum umfram venju- legan framfærslukostnað og mótteknar bætur. 3. Ef maður hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sinu. 4. Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna 16 ára og eldri. 5. Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignatjóni, sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila. 6. Ef gjaldþol manns hefur skerts verulega vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki stafar frá atvinnurekstri hans. 7. Ef maður lætur af störfum vegna aldursog gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum. Nánari ákvæöi um skilyrði fyrir framangreindum ivilnun- um skulu sett af rikisskatt- stjóra. Skattstjóri getur veitt ivilnanir samkvæmt þessari grein án umsóknar. Akvörðun skattstjóra samkvæmt þessari grein má skjóta til rikisskatt- stjóra, sem tekur endanlega ákvörðun i málinu. Eikisskatt- stjóri skal sérstaklega fylgjast meö ivilnunum, sem skattstjór- ar veita samkv. þessari grein, og sjá til þess að samræmis sé gætt og réttum reglum fylgt.” I greinargerö meö lagabreyt- ingunni sögðu flutningsmenn: ,,t 66. grein laga um tekju- skatt og eignaskatt eru heim- ildarákvæfti fyrir skattstjóra að lækka tekjuskattsstofn i þeim tilvikum er frá er greint. Flutningsmenn telja aft i mörgum tilvikum nýti skattstjórar ekki þessi heimildarákvæfti þó tii þess væri full ástæfta. Þykir okkur þvi eðlilegt aft skattstjórum sé gert aft skyldu aft taka fullt tillit til lækkunar á tekju- skattsstofni vegna veikinda o.fl. sainkvæmt 66. greín ofangreindra laga.” Skylda skattstjóra er nú ótviræð, en vissulega eru aðstæður, veikindatimi o.fl. misjafnar, svo um getur verið að ræða einhverja lækkun niður i fulla niðurfellingu. Þó er hitt kannski þýð- ingarmest aö þeir sem mest þurfa á þessari lækk- un eða niðurfellingu að halda að þeim sé kunnugt um þessa laga- grein, og sæki um ivilnanir eins og lög kveða skýrt á um. Þeir sem ekki treysta sér til að annast sjálfir bréfaskriftir til skattstjóra ættu aft snúa sér til sins stéttarfélags og óska eftir að það annist þessa fyr- irgreiðslu. Ef svar skattstjóra veldur vonbrigöum skulu menn hiklaust kæra þann úrskurð tii rikisskattstjóra, sem yfirleitt veitir greiðan og réttlátan úr- skurð i þessum efnum. Þvi eru þessi orð skrifuð að mér virðist allt of almennt að þeir sem brýnasta þörfina hafa geri sér ekki grein fyrir þessum skýlausa rétti sinum. ,,( 66. grein laga um tekjuskatt og eignaskatt eru heimildarákvæði fyrir skattstjóra að lækka tekju- skattsstofn í þeim tilvikum er frá er greint. Flutn- ingsmenn telja að í mörgum tilvikum nýti skatt- stjórarekki þessi heimildarákvæði þó til þess væri full ástæða. Þykir okkur því eðlilegt aðskattstjórum sé gert að skyldu að taka fullt tillit til lækkunar á tekjuskattsstofni vegna veikinda o.fl. samkvæmt 66. grein of angreindra laga”. Kvennaskólinn í Reykjavík Eingöngu uppeldissvið næsta vetur Kvcnnaskólanuin i Reykjavlk var slitið sl. laugardag. 1 vetur voru 173 nemendur á uppeldis- sviði og 66 á grunnskólastigi og vcrða þaö siftustu ncmendurnir sem stunda nám á grunnskóla- stigi, þvi hér eftir verftur Kvenna- skólinn með fjölbrautasniði og opin bæfti stúlkum og piltum. Næsta vetur verður eingöngu starfrækt uppeldissvið viö skól- ann og geta nemendur valið um þrjár brautir: menntabraut, sem leiðir til stúdentsprófs eftir þrjú til fjögur ár, fóstru- og þroska- þjálfabraut, og félags- og iþrótta- braut sem ljúka má á tveimur ár- um, en geta einnig leitt til stúdentsprófs. Bestum árangri á grunnskóla- stigi náðu Ingveldur Jónsdóttir 9,17 og Kolbrún Sigurðardóttir, 9,00. A uppeldissviði náði Elva Björk Pálsdóttir bestum árangri. Við skólaslitin voru skólanum færðar góðar gjafir frá eldri ár- göngum, þar á meðal peningar i listaverkasjóð frá 40 ára nemend- um, og 35 ára nemendum, en 25 ára nemendur gáfu fé til frjálsrar ráðstöfunar. Tiu ára nemendur gáfu einnig peninga og fimm ára nemendur bækur. Stjórn Sinawik I Reykjavlk ásamt fulltrúum Umsjónarfélags Ein- hverfra Barna. Sinawikkonur gefa tíl einhverfra bama t sl. viku afhentu Sina wikkonur i Reykjavik (eiginkonur Kiwanis- manna) Umsjónarfélagi Ein- hverfra Barna gjöf að fjárhæð 7.000. — kr. Þessu fé er ætlaft aft renna til meftferftarheimiiis ein- hverfra (geftveikra) barna að Trönuhólum 1 i Breiftholti. Umsjónarfélag Einhverfra Barna var stofnað 1977, en megin- verkefni þess er að stuðla að bættum meðferðarmöguleikum fyrir einhverf börn. Þau þurfa flest ævilanga meðferð sem for- eldrar einir geta ekki veitt. Fé- lagiö hefur beitt sér fyrir þvi aö koma upp meðferöarheimili fyrir þessi börn. Rikið hefur fest kaup á húseign- inni Trönuhólum 1 og verður þar starfrækt meöferðarheimili fyrir einhverf börn, hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Umsjónarfé- lag Einhverfra Barna er að hluta til ábyrgt fyrir lokaframkvæmd- um við heimilið og kemur gjöf Sinawikkvenna því félaginu sér- lega vel, þar sem brýnt er að heimilið taki til starfa hið allra fyrsta. Sumarferð Alþýðubandalagsins i Reykiavik ÞÓRSMÖRK Sumarferð Alþýðubandalags- ins i Reykjavik verður helgina 27.-28. júni. Að þessu sinni verður farið i Þórsmörk og geta farþegar valið á milli þess að fara i eins eða tveggja daga ferð. Aðalfararstjóri verður Jón Böðvarsson skólameistari. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á skrif- stofu félagsins að Grettisgötu 3, simi 17500. Stjórn ABR Jón Böftvarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.