Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 3
3 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. júnl 1981 Bergþóra, Aftalsteinn, Ingi Gunnar, örvar, Glsli, Eyjólfur. Mynd: BFr. „Vísnavinir” á vinnustöðum Menningar- og fræösiusamband alþýöu — MFA — og „Vísna- vinir” standa sameiginlega aö vinnustaöaheimsóknum 14.-27. júni i samvinnu viö verka- lýösfélög. Alls veröa 13 þéttbýlis- kjarnar heimsóttir og þar komiö á a.m.k. 20 vinnustaöi. Eru þetta staöir á Suöur-, Austur- og Noröurlandi. Þá veröur og sá háttur á hafður á nokkrum stöö- um, aö fólk af hinum ýmsu vinnu- stööum safnast saman, t.d. i félagsheimilum, og hlýðir þar á „Visnavini” i kaffitima. Þaö er m.a. hlutverk MFA aö gera „menningarverömætin að- gengileg öllum” og eru áður- greindar vinnustaöahreimsóknir liður i þeirri viöleitni. Þaö hefur mjög færst i vöxt aö undanförnu að MFA standi, i samvinnu við verkalýðsfélögin, fyrir flutningi leikþátta og söng á vinnustöðum. Einnig hefur MFA kappkostað slikan flutning i Fé - lagsmálaskólanum og á ýmsum námskeiöum. Dæmi um leiklist á vinnustööum eru sýningar á „Vals”, leikriti eftir Jón Hjartar- son. Þá má nefna nýlegar heim- sóknir „Visnavina” i frystihús Isbjarnarins, til Bæjarútgerðar Reykjavikur og i Stálsmiöjuna, i samvinnu viö nokkur verkalýös- félög i Rvik. Mjög gott samstarf hefur tekist meö MFA og „Visnavinum”. Hefur þaö samstarf komiö að góöum notum þvi reynslan hefur sýnt, aö fólk kann vel aö meta heimsóknir „Visnavina” á vinnu- staö sinn og hlýöa á söng þeirra og hljóðfæraleik. Samstarf MFA og verkalýðsfé - laganna varöandi vinnustaöa- heimsóknir hefur verið meö ágætum. Samskipti og samvinna viö verkalýösfélögin vegna þess- ara væntanlegu heimsókna „Visnavina” út um land hefur og verið mjög góð. Undirtektir ráöa- manna i þeim fyrirtækjum, sem leitaö hefur verið til i sambandi viö visnasönginn hafa og verið góöar. A söngskemmtununum munu „Visnavinir” kynna MFA og starfsemi þess og dreifa upplýs- ingum, m.a. um Félagsmálaskól- ann. Þessir visnavinir taka þátt i „Visnavinir á vinnustööum”: Aöalsteinn Asberg Sigurösson, Bergþóra Arnadóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Gisli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Orvar Aðalsteinsson. Fyrstu viðkomustaðir veröa þessir: Hverageröi, 15. júni. Dvalarheimilið Asbyrgi, Dvalar- heimilið As. Selfoss 15. og 16. júni, Sláturhúsið, Mjólkurbú Flóa- manna. Vik i Mýrdal 16. júni, safnast saman i Gamla hótelinu. Höfn i Hornafirði 18. júni, Frysti- hús KASK. Djúpivogur 18. júni, Búlandstindur, Stöövarfjöröur 19. júni. safnast seman i Félags- heimilinu. Fáskrúðsfjöröur 19. júni, Hraðfrystihúsiö. Siöar mun greint frá áætlun um framhald feröarinnar. —mhg. EIMSKIP SÍMI 27100 V_____________________y DINO fyrir dáðadrengí og draumadísír. DINO samfestingar, peysur og buxur úrlwill, khaki, dením og riffluðu flaueli í mörgum,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.