Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 8
' 8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 13.-14. júnl i‘981
o m
vVtÁRKADURINN
Grensásvegi 50 - Sími 31290
Silunganetin
fást hjá okkur
sunnudagspistill
Póstsendum
samdægurs
FYRIR17. JUNI
FLAGGSTANGARKULUR
FÁNAR, allarstærðir
Flaggfínur
Festlar
uiMtn
Ananaustum
Síml 28855
St. Jósefsspítali
Landakoti
Hj úkr unarf r æðingar
Deildarstjóri óskast á barnadeild frá 1.
september eða eftir nánara samkomulagi.
Deildarstjóri óskast á lyflækningadeild
frá 1. september eða eftir nánara sam-
komulagi.
Hjúkrunarfræðingur óskast á vöknun,
hálft starf frá 1. ágúst.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
milli kl. 11 og 12 og 13-15.
Reykjavik 14. júni 1981.
Hjúkrunarforstjóri.
Kennara vantar
við grunnskóla Reyðarfjarðar.
Æskilegar kennslugreinar, raungreinar.
Einnig vantar tónmenntakennara i
stundakennslu. Nánari upplýsingar veitir
skólastjóri i sima 97-4140 eða formaður
skólanefndar i sima 97-4179.
Atviimurekendur
Hjá atvinnumiðlun námsmanna eru skrá-
settir nemendur úr öllum framhaldsskól-
um landsins.
Fjölhæfir starfskraftar á öllum aldri.
Atvinnumiðlun námsmanna
Stúdeutaheimilinu við Hringbraut —
Simi 15959. Opið frá kl. 9—17.
Sovéttengslin
Björn Bjarnason hefur um
skeið verið i herferð um siður
Morgunblaðsins. Hernaður
þessi snýst um ivitnanir. Hann
finnur einhverjar hliöstæður i
málflutningi islenskra sósialista
um vigbúnaðarmál við sovésk
skrif um sama efni og dregur
þar af þá ályktun að „tengslin
milli áróðursmiðstöövarinnar
(þ.e. Moskvu) og fótgöngulið-
anna á Vesturlöndum eru meiri
en menn ætla i fyrstu” eins og
segir i Lesbókargrein hans um
siöustu helgi. Þar heldur Björn
áfram með þessum hætti:
„Glöggur maður, sem tók sig
til fyrir nokkru og fletti áróðurs-
blaði Sovétstjórnarinnar á ts-
landi, Fréttum frá Sovétrikj-
unum, nokkra mánuði aftur i
timann, sagði að hann hefði
undrast við þá yfirferð, hve
augljós tengsl væru milli efnis i
Hin hlið ivitnanagaldurs er
svo sú sem Björn Bjarnason
stundar. Hún er fólgin i þeirri
„ályktun” að úr þvi að Sovét-
menn vitna með velþóknun i til-
tekna gagnrýni á vigbúnaðar-
pólitik Vesturvelda, þá séu þeir
sem vitnað er til „taglhnýt-
ingar” Sovétmanna, meðvitað
eða kannski ómeðvitað.
Vitnað í andófsmenn
Nákvæmlega sami leikur er
saman „risaveldunum
tveim” — Sovétrikjunum og
Bandarikjunum. Jafn gerólik-
um mönnum og Birni Bjarna-
syni og Kristni heitnum Andrés-
syni var jafnilla við þetta fyrir-
bæri, sem þeir hafa talið, hvor á
sinn hátt, litillækkandi fyrir
annan samanburðaraðilann.
Gagnrýni á samanburðarárátt-
una er vissulega vel skiljanleg.
Samanburðarfræðin lenda oft á
einkar lágkúrulegu plani, sem
þurrkar burt allan þann sögu-
lega og eðlislega mun sem er á
þeim tveim risum sem mestu
ráða um ásigkomulag heimsins.
En engu að siður er það svo,að
einmitt sjálf staða risaveldis
ýtir okkur út i það alltaf öðru
hvoru, að skoða hliðstæður
þeirra i milli, að minnsta kosti i
tilteknum greinum. Það sem
kalla má sameiginlegt einkenni
risanna öðru fremur, er ábyrgö
þeirra á vigbúnaðarkapp-
Ivitnanastríðið
blaðinu og skrifa Þjóðviljans og
annarra „þjóöfrelsismanna”
um alþjóðamál”.
Þetta er sem fyrr segir,
partur af ivitnanastriðinu
mikla.
Einfaldur galdur
Sannleikurinn er auðvitað sá,
að Sovétmenn jafnt sem aðrir
iðka þann leik, að taka héðan og
þaðan upp ummæli og álits-
gerðir, sem með einhverjum
hætti koma andstæðingum
þeirra i vigbúnaði Bandarikj-
unum og Nató illa, og halda
þeim á lofti heimafyrir — m.a.
til að sýna að „einnig i Natórikj-
um” séu menn óánægðir með
stefnu Carters eða Reagans i til-
teknum greinum. Og þvi fer
fjarri að þeir leitist eftir þvi
fyrst og fremst að vitna i þá
kommúnista sem telja sig eiga
samleið með Sovétrikjunum i
flestum greinum. Þeir munu
vitna i Jens Evensen i Noregi,
norska og sænska hermála- og
friðarrannsóknarmenn, i hol-
lenska sósialdemókrata, i
breska preláta úr CND, i jap-
anska borgarstjóra — og jafn-
vel i fyrirmenn Mormónakirkj-
unnar bandarisku sem ekki
vilja hreyfanleg eldflaugakerfi
staðsett i Utah. En þessi Ivitn-
anangaldur segir vitanlega ekki
nokkurn skapaðan hlut um af-
stööu þeirra sem vitnað er i til
Sovétrikjanna. Það getur sem-
sagt vel hugsast að sovéskt blað
vitni með velþóknun i eitthvað
sem Alþýðubandalagsþing-
maður eða Þjóöviljinn hefur
sagt um herstöðina i Miðnes-
heiði. Hitt er jafnvist, að hin
sömu sovésku biöð munu aldrei
vitna til ummæla Þjóðviljans
um Tékkóslóvakiu, Pólland, Af-
ganistan, Sakharof og aðra and-
ófsmenn, þjóöernismál i Sovét-
rikjunum, „alræöi öreiganna”,
evrópska vinstrihreyf-
íngu — svo nokkuð sé nefnt.
Ivitnanakúnstin er nefnilega
fólgin i þvi aö menn taka það
eitt sem hentugt er i svipinn.
svo stundaður að þvi er varðar
Austur-Evrópu. Vestræn blöð
vitna, eins og lög gera ráð fyrir,
óspart I þá gagnrýni á sovéskt
skipuiag á „alræöi öreiganna” á
mannréttindabrot, sem koma
frá sjálfum þegnum þeirra rikja
sem kommúnistaflokkar
stjórna. Allt það sem Andrei
Sakharof, Lech Walesa, Jiri
Hajek, útlagar, andófsmenn úr
röðum trúaðra og smáþjóða,
segja um þessi efni, er tiundað
nákvæmlega. Einnig þar er um
val að ræða: vestræn blöð vitna
miklu helduri hægrisinnaða út-
laga að austan eða andófsmenn
en þá sem telja sig sósialista
eins og obbinn af tékknesku
mannréttindahreyfingunni, eins
og KOR-menn i Póllandi, eins og
Bierman og Bahro frá Aust-
ur-Þýskalandi eða Vajl frá Sov-
etrikjunum.
Og viðbrögðin hjá valdhöfum
fyrir austan verða svo nákvæm-
lega eins og við sáum i Nató-
dæminu. Höfuðvopn sovéskra
fjölmiðla á alla andófsmenn er
aðferö Björn Bjarnasonar:
þessir menn „ganga I reynd”
erinda óvinarins — i þessu til-
viki bandariskrar heimsvalda-
stefnu. Sjáið þið bara: það er
vitnað I Sakharof i auðvalds-
blöðum, það er vitnað i eist-
nesku mannréttindahreyfing-
una i útvarpsstöðinni Frjáls Ev-
rópa! Og svo mætti lengi áfram
telja.
Samanburðarfræði
Stundum er verið að hnýta i
svokölluð „samanburðar-
fræði”, m.ö.o. þá áráttu að vera
sifellt að bera saman eða jafna
Árni
Bergmann
skrifar
hlaupinu, það viðhorf þeirra, að
skoða allan heiminn sem vett-
vang fyrir „öryggi” sitt. Fyrir
þessu vikja öll önnur sjónarmið
(samanber vinsamlega meöferð
bandariskra og annarra vest-
rænna fjölmiðla á Kina, sem er
að visu samskonar þjóðfélag og
hiö sovéska — en stendur „rétt-
um” megin i vigbúnaðar-
dæminu). Og þar með eiga þau
það lika sameiginlegt, að reyna
að sveigja allan heim undir
„öryggishagsmuni” sina, leyfa
engum að „svikja lit” (nema þá
á áhrifasvæði andstæðingsins)
leyfa sem allra fæstum að brjót-
ast út úr þeim vitahring sem
meöal annars kemur fram i
ivitnanastriðinu, vitahringnum
sem skipar: ef þú ert ekki með
mér þá ert þú á móti mér.
Þú gengur „i reynd” erinda
Sovétmanna. Þú gengur „i
reynd” erinda bandariskrar
heimsvaldastefnu.
Tveir í fýlu
Ef að Evrópa á að vera annað
en vettvangur og fyrsti vig-
völlur risanna i þessum upp-
skiptingarleik þeirra, þá er ein
höfuðforsenda þess, að i álfunni
finnist nóg af mönnum og sam-
tökum, sem ganga þvert á
þennan leik, gagnrýni hann,
hafi frumkvæði um að trufla
hann. Og dæmi sanna, að
Moskva og Washington eiga
furðu auðvelt með að sameinast
gegn tilraunum til að trufla
einkarétt þeirra á örlögum
heimsins. Þessvegna voru von-
brigði og áhyggjur augljósar
bæði i Sovét og Bandarikjunum
þegar vinstrimaður var á dög-
unum kosinn forseti Frakklands
(þótt svo settur hafi verið upp
skyldugur heillaóskasvipur
innan tiðar). Mitterrand er
nefnilega strik i risaveldareikn-
inginn; gæti verið það. Hægri-
gaurinn Giscard var hinsvegar
gæslumaöur hins óbreytta
ástands.
AB