Þjóðviljinn - 13.06.1981, Síða 11
Helgin 13.-14. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
VAR SADE?
GÉRARD LEMARQUIS:
HVER
Hver var Sade markgreifi?
Óvildarmenn hans hafa sakaö
hann um hjtia verstu glæpi. Aö-
dáendur „hins himneska mark-
greifa” hafa gert úr honum sak-
laust fórnarlamb, ofsóttan af
þremur valdakerfum. Deilan
varö svo magnþrungin aö erfitt er
aö greina rétt frá röngu. En hvaö
vitum viö um hann? t fyrsta lagi
höfum við verk hans, 89 að tölu
sem vitað er um, en tæplega 40
hafa verið gefin út. Hluti handrita
hans brann meö Bastillufangels-
inu, annaö eyöilagöi lögreglan á
meöan hann var enn á lifi. Siðan
brenndi sonur hans handrit þau
sem hann haföi i fórum sinum eft-
ir dauða fööur sins. Auk þess hef-
ur litið veriö gefiö út af þeim
handritum sem fyrir liggja fyrr
cn siðustu ár. Fyrir 15 árum var
enn bannaö aö hafa skáldsögur
Sades til sýnis fyrir almenning i
Frakklandi (en þær voru taldar
til venjulegra klámbókmennta).
//Of mikiö" svalL guðlast
og vanhelgun á Kristi
Til er málverk sem talið er
vera af markgreifanum, en ekk-
ert sannar aö svo sé. En sagn-
fræðingar hafa undir höndum
skjöl um öll þau mál, sem höfðuð
hafa verið gegn Sade og í þeim er
að finna miklar upplýsingar. Viö
það bætast bréf hans, sem fund-
ust af tilviljun árið 1948.
Sade markgreifi fæddist i Parls
árið 1740 inn i gjaldþrota fjöl-
skyldu af háaðli. Hann var fimm
ár i jesúitaskóla sem nægði til
þess að valda honum æfilöngu
ógeði á trúmálum. Fimmtán ára
fór hann i herskóla og varð liðs-
foringi sem var mjög eðlilegur
frami fyrir ungan aðalsmann.
Hann tók þátt i sjö ára striðinu á
meöan hann beiö eftir að geta
gifst til fjár til þess aö firra sig
öllum fjárhagsáhyggjum. Frá og
með brúðkaupsdeginum gat hann
loksins lifað þvi gjálifi sem hann
óskaði eftir. Fimm mánuöum
eftir brúðkaupiö var hann settur i
fangelsi i tvær vikur fyrir ,,of
mikið” guðlast og vanhelgun á
Kristi. Fimm árum siöar var
hann fangelsaöur á nýjan leik af
sömu ástæðum: konunni, sem
hann húðstrýkti og læsti siðan inn
i herbergi, tókst að flýja út um
gluggann meö þvi að hnýta sam-
an lök. En hvers vegna urðu
dómsvöld, sem ætið voru um-
burðarlynd gagnvart aðalsmönn-
um skyndilega svo óvægin? Sade
skipulagði þetta svall á sjálfan
páskadag og lagöi siöan til viö
fórnarlamb sitt að skrifta fyrir
sér. Það voru helgispjöll.
Þjóðfélagið glataði gjálíf-
ismanni, en eignaðist rit-
höfund
1 Marseille árið 1772 bauð Sade
hóru nokkurri sælgæti með losta-
lyfi, en stúlkan varð veik og talið
var að henni hafi verið byrlað eit-
ur. Sade flúði þá til Italiu með
mágkonu sinni sem var nunna og
hafði hann tekið hana úr klaustr-
inu. Tengdafólk hans, sem var
dómarafjölskylda, fyrirgaf hon-
um ekki og vann upp frá þvi stöð-
ugt að falli hans.
Sade var dæmdur til dauða.
Mynd af honum var brennd á
torgi i Aix að honum fjarstöddum.
Sade kom siðan aftur til Frakk-
lands og fór huldu höfði. En hann
var handtekinn og settur i fang-
elsi að fyrirskipan tengdamóður
sinnar. Eiginkona hans skipu-
lagði djarflega undankomu hans
og hjónin földu sig i kastala Sad-
es. En hneykslin eru á næsta
leiti. Fjórar vændiskonur sem
hann hafði látið senda eftir frá
Lyon og haföi hjá sér i kastalan-
um kvarta undan honum. Sade er
settur á bak við lás og slá þar sem
hann er látinn dúsa i þrettán ár.
Þjóðfélagið glataði gjálifis-
manni, en það eignaðist rithöfund
þvi Sade tók til við að skrifa.
Sade og byltingin
Sade beið i 13 ár eftir frelsun,
sem hann vonaði alltaf að væri i
vændum. Nokkrum dögum fyrir
14. júli 1789 reyndi hann að æsa
mannfjöldann til uppreisnar frá
glugga Bastilluf angelsisins.
„Fangarnir munu verða leiddir
til slátrunar” öskraði hann. Eftir
það var hann fluttur á geðveikra-
hæli. Sama kvöld bað hann konu
sina að fara og ná i handrit að
nokkrum skáldsögum sem urðu
eftir i klefa hans i Bastillufang-
elsinu. Kona hans beið i nokkra
daga, en 14. júli ákvað hún loksins
að fara og ná i handritin. En nú er
byltingin hafin og fangelsið
brennur. Margar skáldsögur Sad-
es eru að fullu glataðar. Þegar
allir aðalsmenn af hans tign hafa
flúið i útlegð tekur Sade ötullega
þátt i byltingunni, þvi nú er hann
loksins frjáls. Hann verður félagi
og siðan forseti I byltingarráöi.
Hann birtir fjölmörg stjórnmála-
rit þar á meðal eina grein Marat
til heiðurs skrifaöa eftir morö
hansog sem varö höfundi „Marat
- Sade” að innblæstri. En brátt er
Sade grunaður um að vera of um-
burðarlyndur gagnvart andbylt-
ingarsinnum. Andstaða hans
gegn dauðarefsingu gerir hann
grunsamlegan. Og markgreifinn,
sem sviðsett hefur i skáldsögum
sinum hinar verstu misþyrming-
ar og hinar hræðilegustu pynd-
ingar er settur i fangelsi fyrir
linku og umburðarlyndi i stjórn-
málum.
Fallöxi er sett upp fyrir framan
fangelsið og garðinum er breytt i
kirkjugarð. Sade og hinir fang-
arnir jaröa afhausuð likin. Sjálfur
„Ráörikur, reiöigjarn, bráð-
lyndur, öf gafullur i öllu, með
taumlaust imyndunarafl i
kynferðismálum sem á sér
enga hliðstæðu, ofstækisfull-
ur guðleysingi, I stuttu máli,
þannig er ég.
Og meira til. Drepið mig eða
takiö mig eins og ég er, þvi
ég mun ekki breyta neinu.”
Sade markgreifi.
er hann á listanum yfir hina
dauðadæmdu. En Robespierre
fellur nokkrum dögum áður en
Sade átti sjálfur að leggjast undir
fallöxina og þaö varö honum til
lifs. Frelsið og fátæktin: Sade,
sem var skuldum vafinn, selur
kastala sinn i Provence. Hann
vinnur sem leikari i leikhúsi i
Versölum. Hinir köldu vindar
hreintrúarstefnunnar blása um
Frakkland sem er nú undir stjórn
Bonaparte og verk Sades eru tor-
tryggð. Sade er settur inn á Char-
enton geðveikrarhælið fyrir bylt-
inguá klámritum. Hiákona hans,
sem hann lætur alla halda aö sé
dóttir sin, fær heimild til þess að
búa með honum. Sade skipu-
leggur leiksýningar sem hátt-
prúðasta fólk Parisar kemur til
að sjá. Hann deyr á hælinu 2.
desember 1814 eftir að hafa eytt
30 árum æfi sinnar i varðhaldi.
Ekkert nafn var skrifað á legstein
hans, samkvæmt fyrirskipan fjöl-
skyldunnar.
Bar ábyrgð á taumleysi
sínu
Sade var þrisvar sinnum lokað-
ur inni. Einu sinni af konungs-
valdinu fyrir ofbeldi, einu sinni af
byltingaröflunum fyrir að vera
andsnúinn ofbeldi og að lokum af
stjórn Napoleons fyrir skrif sin.
Fangelsið gerði mikinn rithöfund
úr Sade og verk hans eru hvort
tveggja i senn hefnd gegn þeim
sem ofsóttu hann og draumur um
taumleysi, sem fangi lokaður inni
i klefa sinum getur ekki veitt sér.
Sade bar ábyrgð á taumleysi
sinu og byggði á löngunum sinum,
siðfræði sem honum var eiginleg.
Sade var sjálfum sér samkvæmur
jafnt i athöfnum og oröum. Hann
réttlætti morð og hefnd en var
mótfallinn réttinum til að dæma
aðra menn. Sjálfsvarnarræða
auðvitað, en i huga Sades einnig
viðhorf sem er sjálfu sér sam-
kvæmt. Aö dæma mann til dauöa
eða að fangelsa hann það er að
hreinsa þjóðfélagið af sadiskum
löngunum. Sade áleit alla slika
hreinsun vera hræsni. Hann gat
ekki fullnægt löngunum sinum
nema annað hvort i fullkomnuð-
um athöfnum... eða með bók-
menntasköpun.
Byltingin á að þróa með
fólki kynferðisspennu
Var Sade byltingarmaður?
Hvers konar samskipti gat þessi
sjálfselski og eðalborni einstakl-
ingshyggjumaður haft við jafn-
réttishugsjón frönsku byltingar-
innar? Hér gætir tvöfeldni Sades:
hann kom með hátiölegar yfirlýs-
ingar gegn eignarréttinum, en
reyndi á sama tima að njóta rétt-
ar sins til kastala sins i Coste.
Hann hafði góðar ástæður til að
hata gamla stjórnkerfið sem
gerði hann að fórnarlambi sinu.
En hann lenti i andstööu við bylt-
inguna frá þvi hún hóf slátrunina.
Hið sadiska ofbeldi er einstakl-
ingsbundið en aldrei nafnlaust.
Sade skrifaði athyglisveröa
stjórnmálagrein: „Frakkar, ger-
iðenn eina tilraun til þess að vera
sannir lýðveldissinnar” Þar ver
hann eftirfarandi fullyrðingu:
Byltingin á að þróa með fólki kyn-
ferðisspennu þvi hún hefur þörf
fyrir ástriður og æsing. 011 hrein-
trúarstefna frystir og svæfir and-
ann. Eg veit ekki hvaða álit t.d.
Alþýðubandalagsmenn hafa á
þessari staðhæfingu i dag.
//Það er óhamingja min
sem hann vill"
Saíic var strax skemmt ylir
niðurlægingu kirkjunnar i bylt-
ingunni. Heimspekingar 18. aldar
voru annað hvort eingyðis- eða al-
gyðistrúarmenn. Hinir djörfustu
eins og Diderot hvisluðu um guð-
leysi sitt. En Sade hrópaði trú-
leysi sitt: „Ef trúleysisstefnan
þarfnast pislarvotta er ég tilbúinn
að gefa blóð mitt.” Þessi viðbrögð
guðleysingjans eru i raun kristi:
leg segja kaþólskir aðdáendur
Sade. Simone de Beauvoir segir:
„Það eru svik við Sade að sýna
honum of mikla samúö, þvi það er
óhamingja min sem hann vill,
undirgefni og dauði.”
Þaö er lika of einfalt að aðskilja
hæfileika rithöfundarins frá hug-
myndum þeim sem hann ver. Þvi
Sade er heilsteyptur. Og nú tveim
öldum siðar heldur hann áfram
að valda okkur óþægindum. Hann
vekur hinar leyndu þrár manns-
ins án þess að leyfa honum að
blekkja sig.
I nútima klám- og ofbeldis-
myndum er áhorfandinn i hlut-
verki gægjarans. Hann horfir að
vissu leyti i gegnum skráargat og
siðavendnin blandast ljúflega
hinum ógurlegustu hryllingssen-
um.
Skáldsaga eftir Sade er allt
öðruvisi uppbyggð, sem gerir það
aö verkum að nú tveim öldum eft-
ir útgáfu hennar er hún illþolandi
aflestrar. Söguhetjur i skáldsögu
eftir Sade eru yfirleitt aðeins
áhorfendur sem notfæra sér þjón-
ustu annarra til að pynda fórnar-
lömb sin. Söguhetja Sade fær full-
nægingu i að horfa á uppfærslu á
þjáningu (eða ' nautn) fórnar-
lambs sins, en ekki i þjáningunni
eða nautninni sjálfri.
Þannig veröur lesandinn áhorf-
andi að óþolandi leik áhorfenda.
Haldi hann áfram lestrinum þá
þýðir það i raun aö hann gengur
að þeirri uppfærslu sem söguhetj-
an hefur beðið um, lesandi og
áhorfandi renna saman i eitt.
Lestur skáldsögu eftir Sade
gerir lesandann meösekan og
neitar honum um að taka ekki af-
stöðu til þeirrar nautnar að sjá
aðra þjást.