Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 12

Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 12
FINSTEFNA é-Z afmæli flokksins ef kjósum við Framboðsflokkinn 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. júni 1981 Helgin 13.-14. júní 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 //Stofnaöur hefur veriö nýr stjórnmálaf lokkur, Framboðsf lokkurinn, og var stofnfundur hans hald- inn 1. maí s.l. Flokkurinn býður að öllum likindum fram í þremur kjördæm- um við alþingiskosning- arnar i vor, enda mun það eitt helsta stefnumál flokksins að bjóða fram við kosningar. Kjörorð flokksins eru: Mannhelgi, skinhelgi, landhelgi (til vara: Eindæmi, fordæmi, kjördæmi). Þá hafa verið samin drög að baráttusöng flokksins og verður við- lagiö: bjarta tíð, bústinn lýð, bændur í stríð! Þá hefur hinn nýi flokkur lausn á efnahagsvand- anum: Vaxandi hagfótur þarf stærri og betri skó!" (Tíminn 12. mai 71). Þannig voru fyrstu fréttir sem birtust i blöð- unum vorið 1971, þegar Ijóst varð að nýr stjórn- málaflokkur var kominn fram á sjónarsviðið, sem taldi sig geta sameinað alla hina flokkana, skapað einingu og sameinað allar stefnur. Voriö 1971 haföi „Viöreisnar- stjórnin” setiö aö völdum i meira en 10 ár og þeir Gylfi Þ., Gvendur í. og ihaldsliöiö voru orðnir fastir liöir eins og venjulega i augum al- mennings. Þvi varö ekki á móti mælt að þaö unga fólk sem oröiö haföi fyrir áhrifum frá stúdenta- byltingunni i Evrópu og Ameríku, hippahreyfingunni og umræöum um virkt lýöræöi og annars konar þjóöfélag, haföi takmarkaöa trú á gömlu flokkunum og lýöskrumi þeirra. i kaffistofu Norræna húss- ins A hverjum degi hittist hópur háskólanema i kaffistofunni i Norræna húsinu. Þar voru i hópi nemendur i félagsfræöi ásamt fleirum. t alvöru próflestursins kom upp sú hugmynd aö efna til grinframboös, til aö kanna hversu langt kerfiö myndi hleypa slikri aöför aö „gömlu flokk- unum”. Hugmyndin þróaöist dag frá degi og loks var ákveöiö aö láta til skarar skriöa. Framboös- flokkurinn var stofnaöur hinn 1. mai á „þjóöfundi Framboös- flokksins”, og þá var kosin miö- stjórn, sem samanstóð af stýri- manni, hásetum og fram- kvæmdastjóra flokksins (sbr. hugmyndina um þjóöarskútuna). Stefnan var skýr og ómenguö. Forsvarsmenn flokksins lýstu þvi yfir i blöðum aö kosningarnar væru „Bilaleikur flokkanna”. Allir þræöir i þjóöfélaginu lægju um stjórnmálaflokkana og lýö- ræöiö væri „peningalýöræöi”. Undirbúningur framboös var hafinn þegar i staö, enda aðeins þrir dagar til stefnu. Framboös- listarnir voru ákveönir meö hraöi og þó nokkrum „hrossakaupum”. Boðiö var fram i Reykjavik, Reykjaneskjördæmi og á Suöur- landi. Framboöshugsjónin var orðin að veruleika. Þjóðlagasöngvari, plötu- snúður, húsbóndi A listanum i Reykjavik voru i fimm efstu sætum: Siguröur Jó- hannsson, þjóölagasöngvari, Eirikur Brynjólfsson, kennari, Asta R. Jóhannesdóttir, plötu- snúöur, Guðrún Þorbjarnar- dóttir, stud. phil., og GIsli Pálsson kennari. f Reykjaneskjördæmi leit list- inn þannig út: Óttar Felix Hauks- son, hljómlistarmaöur, Jörgen Ingi Hansen aöalframkvæmda- stjóri, Unnar Sigurleifsson verka- maður, Páll Biering, nemi og Alf- heiöur Ingadóttir aöstoöarstúlka. A Suöurlandi voru þessir i fimm efstu sætum: Rúnar Armann Arthúrsson, háskólanemi, Einar Orn Stefánsson, húsbóndi, Guö- mundur Benediktsson háskóla- nemi, Gunnlaugur Astgeirsson skrimslafræöingur og Björn Mar- teinsson háskólanemi. Af þessum friöa flokki má sjá aö allar stéttir áttu hér sina full- trúa og flokksmenn töldu sér til tekna aö meöalaldur frambjóö- enda var miklum mun lægri en aðrir flokkar gátu státað af. Framboösmenn lýstu þvi yfir aö þeir myndu örugglega fá allt aö 23 þingmönnum, þ.e. alla þingmenn kjördæmanna þriggja. Þaö væri af hreinni kurteisi við gömlu flokkana aö þeir byöu ekki fram i öllum kjördæmum, ekki væri hægtaö þurrka hina flokkana út á einu bretti. Ljóst væri aö Fram- boösflokkurinn myndi ráöa úrslit- um um stjórnarmyndun eftir kosningar. Rússar i Loðmundarfirði Af viöbrögöum dagbiaðanna er ljóst aö þau vissu ekki alveg, fremur en forystumenn flokk- anna, hvernig ætti aö taka þessu nýja framboði. Sagt var frá flokknum, en siöan var eins og þegjandi samkomulag heföi verið gert; flokksblööin minntust ekki á Framboðsflokkinn, en hins vegar sáu Visir, Mánudagsblaöiö og Ný vikutiöindi um aö miöla fréttum. Framboösmenn ætluöu aö hegöa sér i fullu samræmi viö stjórnmálaheföir og þvi var sjón- varpinu skrifaö og þvi tilkynnt aö nýr flokkur heföi veriö stofnaöur. Þess var fariö á leit aö frétta- menn sjónvarps heföu viðtal viö stýrimann flokksins Gunnlaug Astgeirsson. Eftir aö sjónvarps- menn höfðu sannfærst um áreiöanleik framboösins var stýrimaöurinn kallaöur i viðtal. Þar var hann spuröur hvort þeir Frambjóöendur stefndu aö eins flokkskerfi. Svariö var: „Okkar markmiö er alls ekki aö leggja niöur gömlu flokkana. Við gerum ráö fyrir þvi og vitum þaö, aö mest okkar fylgi kemur frá ungu fólki. Ef unga fólkiö heldur áfram aö styöja þennan flokk, þá hverfa hinir flokkarnir sjálfkrafa, vegna þess aö þeir, sem þar eru núna, þeir fara i hina vikina og þá verður þetta unga fólk eftir i þessum flokki.” I viötaiinu kom fram aö mönnum aö sem betur færi væru engar likur á þingmennsku. Einn var þó sá sem kominn var meö þingmanninn i magann, en þaö var fyrsti maöur i Reykjavik. Þaö sem næst geröist var, aö i út- varpsumræöum 3. júni flutti Sig- uröur Jóhannsson alvarlega ræöu, sem gekk þvert á stefnu Framboösflokksins, meöan aörir fylgdu framboöshugsjóninni fast eftir. Rúnar Armann Arhúrsson sem talaöi á eftir Siguröi var með skrifaöa ræöu, en hann greip til sinna ráöa og flutti sitt mál i beinni útsendingu, beint af munni fram. Hann reif niður allt þaö sem þingmannsefniöhaföi látiö út úr sér til aö bjarga andliti flokks- ins. Áróður á kjörstað Dagana fyrir kosningar voru frambjóöendur á ferö og flugi. Þeir tóku þátt i kosningafundum úti á landi, viöast hvar viö mikinn fögnuö. Þeir þóttu trekkja aö, en þó munu fylgismenn Ingólfs á Hellu hafa kunnaö þvi illa aö grin væri gert aö háttvirtum alþingis- mönnum þjóöarinnar. Þess má minnast aö á fram- boösfundi i Vestmannaeyjum steig i pontu Sigriöur Magnús- dóttir sem var I 7. sæti i Suöur- landskjördæmi. Mæltist henni sköruglega, en hún átti meöal annars i höggi viö fööur sinn Magnús Magnússon alþm. á þess- um kosningafundi. Kosningadagurinn rann upp bjartur og fagur og frambjóð- endur mættu á kjörstaö árla morguns meö bros á vör. O-flokksmenn brutu lög og reglur og voru meö áróöur á kjörstaö, þeir blésu sápukúlur (merki flokksins) og dreiföu plakötum, en lögreglan stöövaöi athæfi þeirra þegar i staö. Aö kvöldi kosningadags mættu flokksbroddarnir ásamt stuön- ingsmönnum til kosningavöku og segir i heimildum aö strax eftir aö fyrstu tölur bárust og ljóst varö aö flokkurinn kæmi ekki manni aö, hafi brúnin mjög tekist aö lyftast á mönnum, enda leikur- inn tekist eins og til var ætlast. Erfidrykkja flokksins fór fram þessa nótt, en tvisvar siöar komu Framboösflokksmenn saman. Annaö skiptiö var til að safna saman heimildum til handa Þor- steini Jónssyni sem þá vann að kvikmynd um O-flokkinn og hiö siöara til aö leggja flokkinn form- lega niður, fyrir kosningarnar 1974. 10 ára afmæli Framboðsflokkurinn fékk alls 2.110 atkvæði i kosningunum 1971, eða 2,0%. Atkvæöin I Reykjavik voru 1353, 579 i Reykjaneskjör- dæmi og 178 i Suöurlandskjör- dæmi. Hvaöa áhrif haföi Framboös- flokkurinn? Slikt er erfitt aö meta. Hann haföi litil áhrif á sjálf kosningaúrslitin, enda varð mikil uppstokkun i þessum kosningum. Stýrimaöur flokksins segir i rit- gerö sinni um flokkinn: „Ahrif Framboösflokksins á kosninga- baráttuna voru þau aö atvinnu- stjórnmálamönnum varö torveld- ara aö nota innantóm slagorö og frasa og sama má segja um mál- gögn þeirra. Hins vegar hafa þau áhrif ekki veriö langvinn, sbr. reynslu þeirra kosninga sem siðan hafa veriö haidnar” (bls. 97). Framboðsflokkurinn sýndi aö fámennum hópi er auöveldlega kleift aö bjóöa fram i kosningum og öölast þannig auglýsinga- og áróöursaðstööu i rikisfjölmiðlum, er einnig mat Gunnlaugs fyrrv. stýrimanns. t dag, laugardaginn 13. júni 1981, eru nákvæmlega 10 ár liöin frá þessum skemmtilegu kosn- ingum. Þaö unga fólk sem aö flokknum stóö vissi vel hvaö þaö var aö gera og vann markvisst aö þvi aö afhjúpa lýðskrumið. Framboösflokkurinn var fyrir- bæri sem spratt upp úr ákveönum aöstæöum og sá leikur sem hann setti á sviö veröur varla endur- tekinn meö neitt svipuðum hætti, en þaö má spyrja, hvort sá mál- flutningur sem haföur var i frammi eigi ekki alveg eins viö nú sem þá. _ká Heimildir: Gunnlaugur Ast- geirsson: Framboðsflokkur 1971. Ritgerð til B.A. prófs I sagnfræði, Reykjavik september 1975. flokkurinn vildi vera áfram i NATO, taka leigu af hernum, en um leiö aö bjóöa Rússum flotaaö- stööu i Loömundarfirði! Framboðsflokkurinn sam- þykkti lög og stefnuskrá á Þjóö- fundi sinum eins og viö mátti búast. Þar segir aö stefna flokks- ins sé að hnoða saman öllum hug- sjónum og stjórnmálastefnum landsmanna innan ramma eins flokks, Framboðsflokksins, og stuöla aö fegurra mannlifi undir einkunnaroröunum: Mannhelgi, skinhelgi, landhelgi. Og eins og seinna kom fram i fjölmíðlum: „Eitt aöalkappsmál okkar er, aö vaxandi hagfótur þurfi stærri og betri skó”. (Visir 22. mai 1971). Flokksfélög voru stofnuð i kjör- dæmunum þremur? þau dóu þegar i staö, en áttu þó fulltrúa i miöstjórn. Miöstjórnin og nokkrir þeirra er voru i efstu sætum á framboöslistum mynduöu kjarna flokksins og sáu um allar fram- kvæmdir. I miöstjórninni sátu: Stýrimaöur: Gunnlaugur Ast- geirsson. Hásetar: Rúnar Ar- mann Arthúrsson, Baldur Kristjánsson, Stefán Halldórsson, Eirikur Brynjólfsson, Einar örn Stefánsson og Hallgrimur Guö- mundsson framkvæmdastjóri flokksins. O-f lokkurinn Eins og geta mátti nærri vakti hinn nýi flokkur mikla athygli. Flokksmenn sóttu um bókstafinn Osem listabókstaf og i samræmi viö þaö varö merki flokksins sápukúlan og hringur myndaður meö þumal- og visifingri. Flokkurinn var fjárvana og var þvi gripið til þess gamalkunna ráös aö efna til kosningahapp- drættis. Stórglæsilegum vinning- um var heitiö: „hagfótur meö il- sig, nokkur reiöhjól og alþingis- sæti” haföi Alþýðublaöið eftir Jörgen Inga Hansen, sem bætti þvi viö aö flokkurinn væri próf- steinn á lýöræöið i landinu. Framkvæmdastjóri flokksins Haligrimur Guömundsson var spuröur um kosningaundirbún- inginn og sagöi hann að „flokkur- inn heföi opnaö kosningaskrif- stofu i pósthólfi 1800 i Reykjavik og yröu þar haldnir „bréflegir fundir”. „Frambjóöendur sagöi hann marga hverja vera komna i tiskuskóla og væri tilgangurinn að ná „hinu rétta brosi”. Næsti þáttur farsans geröist i Otvarpsráði. Þar var úr vöndu að ráöa, þvi nú var komiö aö kosn- ingaútvarpi og -sjónvarpi. Hvað ætluöu framboösmenn sér? Heill fundur fór i þaö aö ræöa tilhögun og þátttöku fiokksins og er greini- legt af umræöunum sem uröu i ráðinu aö þaö átti ekki aö hleypa skálkunum of langt. Þeir áttu sér þó formælendur og niöurstaðan varö sú að gefa O-flokknum kost á kynningu á viö hina flokkana, en siðan var búinn til sérstakur þátt- ur fyrir formenn þingflokkanna, sem hefur veriö viö lýöi æ siöan. Hann var góður þessi flokkur Þá kemur aö þeim hluta sem flestum er hvaö minnisstæöastur: kosningaáróöur Framboösflokks- ins. Þriöjudagskvöldiö 25. mai fór fram kynning i sjónvarpssal sem var tekin upp fyrirfram. Fram- boösmenn höföu undirbúiö sig rækilega og var dagskráin unnin af þeim i sameiningu. Þar skipt- ust á viðtöl viö frambjóöendur, ávörp og auglýsingar þar sem flokkurinn var mæröur og lofaöur upp I hástert. Dagskráin hófst meö þvi aö stýrimaöur flutti ávarp þar sem hann lýsti „gömlu flokkunum” þannig, aö þeir stefndu allir aö sama marki, fegurra og betra mannlifi, „i frjálsu landi, þar sem velferö þegnanna og sjálfstæöi einstaklingsins séu tryggö; allir eru þeir á móti veröbólgu; allir vilja þeir færa út landhelgina; allir vilja þeir berjast á móti mengun”.... o.s.frv. Og siðar: „Hingaö til hefur skort afl i is- lenskum stjórnmálum sem væri fært um að hafa forgöngu fyrir slikri sameiningu, en nú er slíkt afl risib upp”. Auðvitaö Fram- boðsflokkurinn. Og Framboðsflokkurinn kunni ráö viö hverjum vanda eins og þaö aö halda jafnvægi milli hag- fótarins og seðlaveltunnar! Ein auglýsingin hljóðaði á þessa leið: (Eintal): Hann var góður þessi flokkur og svo losnaöi ég alveg viö aö hugsa. Mamma spurði hvort þetta hefði veriö erfitt. I kjörklefanum sagöi ég, nei alls ekki (önnur rödd): — Já, auðvitað, þvi Framboðsflokkur- inn verður stærri, stærri og stærri með hverjum deginum sem lið- ur.” Siguröur Jóhannsson efsti maöur i Reykjavik var spurbur hvað hann vildi segja um stefnu hinna flokkanna i efnahagsmál- um, eftir að hann hafði lýst fjálg- lega stefnu O-flokksins. Hann svaraði: „Eigi veit ég þaö svo gjörla, — en hitt veit ég aö af er hagfóturinn”. Þá lýsti Siguröur flokki sinum sem svo aö hann væri opinn i báða enda, flokkur allra stétta og hugsjóna. Eitt kjöroröanna var stétt á stétt ofan. Þessi fyrsta kynning endaöi með magnþrungnu kvæði, en siö- ustu linur þess voru þannig: Þótt þjóöarskútan sé næstum sokkin hún bjargast ef kjósum viö Fra m boösf lokkinn. Ábyrgur og heiðarlegur f lokkur Hinn 1. júni var framboös- fundur i sjónvarpssal og var hon- um sjónvarpaö beint. Nú voru að- eins 13 dagar til kosninga og loka- sóknin eftir. Aö þessu sinni var gripið til þess ráös aö ganga i smiðju gömlu flokkanna og reyndust ræöur flokksformannanna frá flokksþingum veturinn áöur drjúgar til fanga. Þá var bækling- urinn „Islenskir stjórnmálaflokk- ar — Markmiö og leiöir” notaöur óspart, enda hálfgerð biblia O-flokksins i kosningaslagnum. Ræður voru samdar i sameiningu i sönnum framboösanda. Hallgrimur Guömundsson flutti fyrstu ræöuna og bar þar mikið lof á manninn i baráttusætinu þ.e. 7. sæti i Reykjavik, Vilhjálm Vil- hjálmsson. Hallgrimur lýsti glæstri framtiö hans i öllum hugsanlegum nefndum og ráöum (ætið skal ég minnast hans, þá er ég heyri lausrar stööu getiö.skrif- aöi Austri i Þjóðviljanum um Gunnar Thor. nokkru fyrr). Hann sagöi meðal annars: „Hann var einn af stofnendum Framboös- flokksins og vann ýmis litilsmetin störf i hans þágu i fyrstu, en meö hlýðni og undirgefni var hann fljótur aö vinna sér traust flokks- forystunnar og koma sér til æöstu metorða.” Ræðurnar voru fullar af mærðarvaðli og frösum sbr. þennan kafla úr ræöu margróm- aða þingmannaefnisins Vil- hjálms: „Skylda vor er að varö- veita tunguna, bókmenntir vorar, sögu og hina kristilegu lifsskobun sem sjáöldur augna vorra, þannig aö þjóöin verði áfram i frum- tengslum viö sinn þjóðlega um- hverfisveruleika, en fljóti ekki sofandi aö feigöarósi eftiröpunar erlendra atferlishátta. Meö þessu ætti aö vera fyllilega tryggt aö tslendingar haldi áfram aö vera heilbrigö þjóð og leiöar- stjarna annararra rikja og stikli fossa i gegnum þokubakka fram- tiöarinnar.” Og siðar: „Sá kjós- andi sem vill tryggja stööugt og heilbrigt stjórnarfar — hann á aö kjósa Framboösflokkinn. Fram- boösflokkurinn hefur sýnt þaö, aö hann er ábyrgur flokkur og aö vinnubrögö hans eru heiöarleg.” Stefnan er Norð-norð-aust- ur Jörgen Ingi Hansen leiddi kjós- endur i allan sannleik um ýmis þjóöþrifamál og veröur eftirfar- andi dæmi aö nægja: „En vel- feröarþjóbfélag, eins og þaö sem viö búum viö.er þaö þjóðfélag þar sem allt fer vel aö lokum, sama á hverju veltur. En veltan er einmitt undirstaöa þess neyslu- þjóðfélags, sem viö stefnum aö. En framgangur þess veröur best tryggður meö stórauknum niöur- greiðslum. En svo nefnist þaö þegar stjórnmálamenn greiöa niöur fyrir augu sin og annarra svo aö vandamálin hverfi úr aug- sýn að minnsta kosti fram yfir kosningar.” Stýrimaður greindi aö lokum frá skýrri og markvissri stefnu flokksins i helstu þjóömálum og koma hér nokkrar glefsur: Stefna Framboösflokksins i landhelgismálinu er ótviræö. Stefna Framboðsflokksins i menntamálum er aö auka mennt- un. Stefna i húsbyggingamálum er aö stækka ibúðir meö þvi aö minnka herbergjafjöldann. Stefnan i samgöngumálum er aö auka samgöngur. Stefnan i brúarmálum er að breikka brýr. Stefna flokksins i hafnarmálum er aö dýpka hafnir. Stefnan i siglingamálum er Norö-norö-austur. Stefna Framboösflokksins i flugmálum er betra skyggni. Flokkurinn er á móti mengun. Stefna flokksins i stjórnar- skrármálinu er aö stjórna eftir stjórnarskránni. Stefna flokksins i áfengismál- um er ódýrara áfengi. Stefnan i bindindismálum er meira bindindi. Stefna Framboösflokksins i landbúnaöarmálum er aö auka grassprettu á kostnaö hrossa- ræktar. Flokkurinn styöur hundahald — i sveitum. Stefna flokksins i efnahagsmál- um er aö festa hagfótinn hiö snar- asta og afnema siöan skattana. Hringborðsdansleikur Þar sem Framboösflokkurinn var útilokaöur frá siöasta hluta sjónvarpskynningarinnar, hring- borösumræöum formannanna, bauö hann þeim Jóa, Gylfa, Lúlla, Balla (Hannibal) og öla Jó. á hringborðsdansleik i Glaumbæ til aö ræöa málin, en þeir létu ekki sjá sig og aðeins Gylfi Þ. sendi af- boö (alltaf séntilmaður). Fram til þessa haföi leikurinn tekist fullkomlega. Landsmenn skemmtu sér hiö besta og sjaldan eöa aldrei haföi veriö fylgst af þvilfkum áhuga meö kosninga- slagnum. Þó bárust fregnir um að i herbúöum hinna „Gömlu” væri mörgum órótt enda allt á huldu um þaö hvert fylgi núllsins yröi. Framboösflokkurinn var hiö stóra spurningamerki og enginn gat svarað þvi hvort hann kæmi manni aö eöur ei. Þrátt fyrir yfirlýsingar flokks- ins um allt aö 23 þingmenn, var flestum ljóst, ekki sist O-flokks- þjóðarskútan næstum sokkin hún bjargast Kramboösflokksinenn utan viö stjórnarráöiö voriö 1971. Þeir sögöust lá 23 þingmenn og veröa ráöandi um komandi stjórn. F.v. Gunnlaugur Astgeirsson, styrimaöur. Baldur Kristjans- son. miöstjórnarmaöur, Rúnar Arntann Arthúrsson þing- mannsefni i Suöurlandskjördæmi. Sigurður Johannsson væntanlegur I. þingmaöur Reykvikinga og Hallgrimur Guömundsson framkvæmdastjori flokksins. l'isismynd. Miöarnir i kosningahappdrættinu voru rifnir út eins og heitar lummur. Hins \ egar var eins golt fyrir flokkinn aö enginn vitjaöi vinninga. þvi sjálf- IVsandi reiöhjolunum var sloliö. Kirikur Brynjólfsson viö miöasöluna. ' V ■ s 4 •

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.