Þjóðviljinn - 23.06.1981, Qupperneq 1
MOWIUINN
Þriðjudagur 23. júni 1981 138. tbl. 46. árg.
MNGKOSNINGARNAR í FRAKKLANDI:
Sósíalistar fengu
hreinan memhliita
Mikill sigur sósialista i þingkosningunum i gær er ein-
hver mestu umskipti i nýrri franskri sögu — er þeim helst
likt við tvo atburði eftirstíðsáranna: þegar de Gaulle
hljópst á brott af valdastóli 1946 og þegar hann kom aftur
1958.
Skopmynd í Le Monde lýsir hugarástandinu skemmti-
lega: þar krýpur Mauroy forsætisráðherra fyrir Mitter-
rand i hásæti og segir: Páfinn er veikur enn og getur ekki
krýnt þig fyrr en eftir mánuð!..
Einar
Már
símar
frá
París
Líklegir til að bjóða kommúnistum aðild að stjórn
Yfirburðir vinstri manna eru miklir. Sjálfur fær
Sósialistaflokkurinn 269 þingsæti af 491, vinstri-
radikalir og aðrir vinstrimenn fá 12 (alls 289) og
kommúnistar, sem tapa verulega, fá 44 þingsæti.
Það er mikið mannlall á hægrikanti. Gaullistar,
Giscardsmiðjusamsteypan og aðrir fá samtals 155
þingsæti.
St j órnarmyndun
Mauroy forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar
sósialista, hefur þegar sagt af sér, en um leið tekið
til við að mynda nýja stjórn, sem kemst liklega á
fæturna á morgun, þriðjudag. Mjög llklegt er talið
að hann reyni að hafa kommúnistn með i stjórninni.
Mönnum ber saman um að það væri mjög sterkur
leikur hjá sósialistum aö gera kommúnista að ráð-
herrum — einmitt vegna þess að þeir hafa hreinan
meirihluta og þurfa ekkiá slikri samvinnu að halda.
Sósialistar hafa nú mjög hátt um það, að Barre for-
sætisráðherra Giscards, hafi beinlinis logið til um
fjárhagsstöðu Frakklands, sem sé mun verri en tal-
ið var. Þvi skipti það máli, að hafa kommúnista
með i stjórn til að komast hjá vinstriandófi næstu
mánuði, sem verða að likindum erfiðari en menn
bjuggust við.
Gremja
Beiskja mikil ræður rikjum á hægra væng.
Chirac, foringi Gaullisla, hefur i ár unnið óbeint að
sigri Mitterrands til aö geta sjálfur orðið hinn eini
leiðtogi hægrimanna, en einnig hann hefur mis-
reiknað sin dæmi og ekki búist við slikri stórsveiflu i
fylgi til sósialista. Það er reyndar talið óliklegt, að
Giscardsmenn i UDF, sem er bandalag miðjuhópa
ýmiskonar, muni nokkru sinni geta sætt sig við slik-
an oddvita sem Chirac.
Vinstrimenn fagna mjög, sagði Einar Már Jóns-
son að lokum, en menn vita einnig, að geigvænleg
ábyrgð hvilir á þeim sem nú taka við stjórn Frakk-
lands.
áb.
Neiekki meiri rigningu. Úr Friöargöngunni 1981. Ljósm. eik
Friðargangan 1981 tókst
með ágætum. Að morgni
laugardags var lagt af stað frá
hiiðinu við Keflavikurflugvöll
og komiö til Reykjavikur um
klukkan 10 að kvöldi. Að sögn
herstöövaandstæðinga sem
skipulögðu gönguna voru þátt-
takendur um 6000 og fjölgaöi
stöðugt alla leiðina.
Veður var heldur leiðinlegt
framan af, en andinn góður
þrátt fyrir það. Þegar á dag-
inn leiö skánaði veður enda
var hrópaö hástöfum: tsland
úr NATO—herinn burt, og
kröfur um kjarnorkuvopna-
laus Noröurlönd. I gær hófst
svo friðargangan úti i Evrópu
og var lagt af staö frá Kaup-
mannahöfn áleiðis til Parisar,
þar sem aðgerðirnar enda
með friðarhátiö 6,—-9. ágúst.
Sjá myndir og frásögn af
friöargöngunni á bls. 6 og 7.
— ká
Sjá 6. siöu
Viðtal !
Þjóðviljans j
við Walesa j
A opnu blaðsins i dag er |
birt viðtal sem fréttaritari ,
Þjóðviljans i Genf, Valþór i
Hlöðversson, átti viö Lech I
Walesa, forystumann
pólsku verkalýðssamtak- ,
anna Samstaöa. ■
Þar segir Waiesa frá áliti I
sinu á aðstoð vestrænna j
verkalýðssamtaka við Sam- ,
stöðu, metur hlutverk Sam- |
taka sinna og itrekar það I
viðhorf sitt, aö pólskir j
verkamenn muni sigur hafa, ,
þótt sá sigur kunni að verða |
dýrkeyptur.
Sjá opnu
Langtímaskuldir borgarsjóðs:
Aðeins þriðjungur þess
er íhaldið skildi eftir
Greiðslustaðan 7,4 miljörðum g.kr. betri nú en fyrir þremur árum
í árslok 1977 voru lang-
tima skuldir borgarsjóðs
Reykjavíkur 3.047 miljónir
gamalla króna á núvirði.
Þetta voru siðustu áramót-
in áður en borgarstjórnar-
meirihluti íhaldsins féll.
Um síðustu áramót voru
þessar sömu skuldir hins
vegar aðeins 1235 miljónir
gamalla króna, eða rúmur
þriðjungur þess sem var í
tið ihaldsins. Hér eru
skuldir Byggingasjóðs i
báðum tilvikum taldar
með skuldum borgarsjóðs.
A þessum þremur árum hafa
skammtimaskuldir borgarsjóðs
einnig lækkaö nokkuð að raun-
gildi.
Um mitt ár 1978, þegar borgar-
stjórnarmeirihluti ihaldsins
hrökklaðist frá völdum, þá var
greiðslustaða borgarsjóðs þannig
aö skuldir á hlaupareikningi og i
ógreiddum reikningum námu alls
3489 miljónum gamalla króna á
núvirði. Þremur árum siðar nú
um siðustu mánaðarmót hafði
greiöslustaðan hins vegar snúist
þannig við, að i stað skulda upp á
nær 3,5 miljaröa gamalla króna
var komin innistæða á hlaupa-
reikningi og i sparisjóðsbók, sem
nam að frádregnum ógreiddum
reikningum 3943 miljónum gam-
alla króna, eða nær 4 miljörðum.
Þannig er greiðslustaða borg-
arsjóðs nú um 7,4 miljörðum
króna hagstæðari, en hún var fyr-
ir þremur árum þegar borgar-
stjórnarihaldið tapaði meirihlut-
anum.
Allar þessar upplýsingar komu
fram s.l. fimmtudag hjá Sigurjóni
Péturssyni, forseta borgarstjórn-
ar, við umræður i borgarstjórn
um reikninga borgarinnar.
Sjá 5. síðu
Viðbrögö Friðriks við ofanígjöf Sovéska skáksambandsins:
Bókstafstrúarmenn!
i gærkvöldi bárust fýrstu viö-
brögð sovéskra skákyfirvalda
við þcirri yfirlýsingu Friöriks
ólafssonar aö heimsmeistara-
einvigið sem halda á i ttaliu i
haust kynni að vera i hættu ef
fjölskyldu áskorandans, Viktors
Kortsnojs yröi ekki hleypt úr
landi. t tilkynningu sovéskra
skákyfirvalda var sagt aö Friö-
rik heföi brotið reglur FIDE og
einnig var þess óskað að stjórn
FIDE yrði kölluð saman til að
fjalla um mál þetta.
Þjóðviljinn bar mál þetta
undir Friðrik Ólafsson i gær-
kvöldi. Sagði hann að hann heföi
ekki enn fengið i hendur skeyti
það, sem stjórn sovéska skák-
§ambandsins hefði sent FIDE,
en hefði þó haft ávæning af efni
þess. „Ég vil taka það fram að
aukafundur FIDE getur engan
veginn breytt ákvöröunum min-
um varðandi þetta einvigi, það
er einhliða á mina ábyrgð. Ég
hef óskað eftir þvi að Sovét-
menn leystu þetta mál skák-
heiminum til góðs. Það eru
ýmsir sem halda vilja þvi fram
aö Karpov gæti hjálpað þar til,
ef vilji væri fyrir hendi. E.t.v.
kýs hann óbreytta stöðu mála.
Varöandi reglur sem ég hef
brotið þá eiga þeir sennilega viö
einhverja klásúlu i reglunum
um að ekki megi fresta einvig-
inu. Bókstafstrúarmenn Sovét-
menn”, sagöi Friðrik að lokum.