Þjóðviljinn - 23.06.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 23.06.1981, Page 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 23. júnl 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Hún lofaði að fylgja honum á enda veraldar Þessu plakati hefur veriö dreift i áróðri gegn kjarnavopn- um í Bretiandi. Þaö þykist aug- lýsa kvikmynd, sem heitir „Gone with the Wind” — A hverfanda hveii, en svo heitir einnig gömul metaösóknar- mynd bandarisk. Hetjur mynd- arinnar eru, eins og hver maöur sér, Reagan Bandarikjaforseti og Margaret Thatcher, forsæt- isráöherra Bretlands. Fram- leiöandi er seölahyggjuspámaö- urinn Milton Friedman, i sam- vinnu viö „Pentagon Produc- tions”. Efst á plakatinu stendur: „Kvikmynd til aö binda endi á allar kvikmyndir”. Þá er vænt- anlegum áhorfendum þessarar stórslysamyndar heitiö, að þetta sé „mesta þrumuástar- saga allra tima”. I stuttri kynn- ingu á innihaldi myndarinnar segir: „Hún lofaöi aö fylgja honum á enda veraldar. Hann lofaöi aö skipuleggja þaö". Helgi gegn lesendum Leikur ykkar aö þessu sinni er 44. ..-Hb3, og þvi svarar Helgi með 45. Hb7, og er þá staöan svona: Þiö eigiö leikinn. Hringiö á miUi kl. 9 og 18 i dag, slminn er 81333. THERLMTOHDUiRLMS Thrn^hviniWM: !•»(• |1(T Jofoifcm hiftt thc ♦'fnJ <Á litr mrih. Jlr pnimwrd feiorpuiw- il.’ MEMf sffawina wœio-*fWg Mér er sagt, aö Tima-Tóti sé bú- inn aö sanna, aö eiginlega sé Mitterrand framsóknarmaö- ur... Spjallað við Loft / Asmundsson eldsmið í Landsmiðjunni Ennþá lifir eldur á afli — Hann Galdra-Loftur er vls- ast úti I eldsmiöjunni, i gráa skúrnum þarna, sögöu starfsfé- lagarnir sem voru aö snyrta til á lóö Landsmiöjunnar, þegar Þjóöviljamenn litu I heimsókn til Lofts Asmundssonar eld- smiös. Ef rétt er meö fariö, þá haföi Loftur beöiö okkur um aö lita viö, hann sagöist hafa nýlokiö viö heljarmikla smföi, og aö sjálfsögöu létum viö ekki biöa eftir okkur. — Af hverju ertu kallaöur Galdra-Loftur? sagði undirrit- aöur þegar hann sá til Lofts inni i smiöjunni. — 0, ætli þaö sé bara ekki vegna þess aö maöur getur ým- islegt sem aðrir geta ekki. Heyrðu komdu hérna út fyrir ég ætla aö sýna ykkur smiðina, annars var ég hræddur um aö þið kæmuð of seint og búið væri aö keyra allt i burtu. Fyrir utan stóöu tvö heljar- mikil múranker, listavel smiö- uö, eins og Lofts er vandi. — Þetta ergertmeöguðshjálp , og handtaki, og ekki slegiö meö hamri eitt einasta högg. Siðan stillti Loftur sér upp fyrir framan smiöjuhuröina meö ankeriö um sig, meöan ljósmyndarinn mundaði vélarn- ar. —• Komiði hingaö inn i komp- una mina, ég ætla aö segja þér hvaöþúátt aö skrifa. Mikiö vildi ég geta skrifað eins hratt og þú, ég er oröinn allt of stirður til handanna. Verðandi hestamenn á Stokkseyri. Frá v.: Baldvin Ingibergsson, ívar Nikulásson, Steingrimur Jónsson, Garöar örn Hinriksson, As- grimur Agústsson. — Þaö er gaman aö eiga heima á Stokkseyri, segja þeir, þar er alltaf eitthvað aö gerast. Seinasta meginverkefniö var aö snúast viö sauöburöinn. Mynd: gel. Múrankeriö vegur 75 kg. og stæröina má marka af þvl aö Loftur er vel þriggja álna maöur. Mynd-eik. Biddu hvaö ætlaöi ég aö segja, jú hér kemur þaö. „Ennþá lifir eldur á afli i Landsmiöjunni. Þetta múrank- er er vegur 75 kg. var Loftur Ámundason aö smiöa i gær, ásamt tveim filefldum aðstoö- armönnum .Stæröina má marka af þvi aö Loftur er vel þriggja álna maöur.” Þá haföi Loftur lokiö pistli sinum, en blaöamaöur vildi vita meira og spuröi hve lengi hann heföi unnið i smiöjunni. — Þaö eru komin 39 ár hérna i smiöjunnni fyrir utan námsárin I Héöni. Ég bið þess með óþreyju aö veröa 67 ára. Þá hættiég.enda „farinn á fótum” eins og Skugga-Sveinn sagði. Þekktir þú vel til Skugga- Sveins? — Já, nokkuö segir Loftur og kimir. Ég kom fyrst á sviö þeg- ar ég lék Sigurö á Dal heima i Grrúpverjahreppi fyrr á öJdinni. Þá haföi ég svo mikinn áhuga á leiklist, að ég læröi hlutverk allra persónanna i Skugga- Sveini utanbókar, og gat þvi alltaf minnt menn á ef eitthvaö gleymdistá sýningum, en hvern andskotann, ætlar þú nú líka aö fara aö segja frá þessu. Jú, þaö kom fyrir aö ég stigi á fjöl eftir þetta, stofnaði ásamt fleirum á sinum tima Kópa- vogsleikfélagiö. Núna nenni ég hins vegar litiö aö sækja leik- hús. Loftur, það hefur sitthvaö breyst hérna I smiðjunni hjá þér á slöustu áratugum, segir blaöamaöur þegar hann býr sig undir aö kveöja og litur yfir verksalinn, þar sem hver hlutur er á sinum staö, og eldurinn logar glatt. — Jú, hér voru á sinum tima 3 eldar i' gangi og fimm menn i fullu starfi með nemum. 1 dag er ég hér einn, þvi menn nenna eiíki aö læra þetta starf eða hreinlega geta það ekki. Þegar ég sagðist ætla að reyna á sinum tima sagði mér gamall maöur aö aðeins tiundi hluti þeirra sem reyndu, kæmust i gegn. Gagn- vart mér var það guðs náö, sagði Loftur og fylgdi okkur til dyra. -lg. ◄ P -I o Ég veit aö maöur á ekki aö vera aö gera I samanburö en...hvora/-1 þykir þér vænna um, mömmu eöa mig?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.