Þjóðviljinn - 23.06.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. júni 1981 Wö'ÐVlLji'íilil - St’tíÁ 5
Greiðslustaða borgarsjóðs: á miöju ári 1981 og 1978:
4ra miljarða inneign
á móti 3,5 miljarda
skuld í tiÓ íhaldsins
Sigurjon Pétursson
r
Sigurjón Pétursson hrekur blekkingar Birgis Isleifs
Ekkert af þeirri gagn-
rýni sem Birgir ísleifur
Gunnarsson hefur sett
fram á reikninga borg-
arsjóðs fær staðist,
sagði Sigurión Péturs-
son, forseti borgar-
stjórnar en i siðari um-
ræðu um reikningana
1980 hrakti hann um-
mæli Birgis sem birtust i
Morgunblaðinu fyrr i
mánuðinum.
Sigurjón sagði að það væri rétt
að tekjur borgarsjóðs hefðu verið
vandætlaðar i fyrra, en i þeim
efnum hefði verið farið eftir bestu
fáanlegum upplýsingum þ.e. spá
Þjóðhagsstofnunar um tekjuþró-
un milli áranna 1979 og 1980. Þó
tekjur borgarinnar hafi þannig
orðið meiri en áætlað var, kom
ekki meira í kassann það árið
sagði Sigurjón, þvi innheimta á
eftirstöðvum eldri gjalda varð
lakari en áætlað hafði verið. Arið
1979 innheimtust 59.5% af eftir-
stöðvum fyrri ára en 1980 aðeins
57.6% og þvi urðu rauntekjur
borgarinnar svipaðar þvi sem
áætlunin gerði ráð fyrir.
Kosningavixillinn
Þá sagði Sigurjón að ummæli
Birgis um stóraukna skuldasöfn-
un i tið vinstri meirihlutans stæð-
ust engan veginn, þvi reikningur-
inn og samanburður milli ára
sýndu þvert á móti að skuldir
hefðu minnkað. Þannig væri
vinstri meirihlutinn nú búinn að
borga að fullu kosningavixilinn
fræga frá 1974 og engin ný lang-
timalán hefðu verið tekin nema
vegna landakaupa.
1 árslok 1980 voru langtima-
skuldir borgarsjóðs skráðar 1.235
miljónir gamalla króna, sagði
Sigurjón, enþar af eru 510miljón-
ir gkr. skuldir Byggingasjóðs,
sem nú er i fyrsta skipti taldar
með skuldum borgarsjóðs. 1 árs-
lcút 1977, sem var siöasta heila ár-
ið sem meirihluti Sjálfstæðis-
manna fór með völd, voru skuldir
borgarsjóðs 598 miljónir gkr. en
þá voru skuldir Byggingasjóðsins
453 miljónir króna, eða samtals
1.051 miljón gkr.
La ngtimaskuldir
Frá áramótum 1977 hefur bygg-
inga- og framfærsluvisitala 2.9-
faldast og ef sú hækkun verðlags
er lögð ofaná skuldirnar 1977 þá
hafa þær verið á núvirði 3.047
miljónir gkr., þannig að lang-
timaskuldir eru nú aðeins rúmur
þriðjungur af þvi sem þá var,
sagði hann.
Gleymska Birgis
Þá segirBirgirað skammtima-
skuldir hafa aukist gifurlega en i
Reikningar BÚR prentaðir:
Reikningarnir
ekki rangfærðir
Hagur BÚR góður og 535
miljóna gróði á síðasta ári
árslok 1980 voru skammtima-
skuldirborgarsjóðs 5.800 miljónir
gkr. 1 árslok 1977 voru þær hins
vegar 2.300 miljónir gkr., eða
jafnvirði 6.670 miljóna gkr. i dag.
Af þessum dæmum sést að Birgir
fer með visvitandi blekkingar,
þegar hann „gleymir” að taka
skuldir Byggingasjóðs inn i dæm-
ið og „gleymir” verðlagsþróun
undanfarinna ára, sagði Sigurjón.
Þá segir hann að aukning
skammtimaskulda á árinu 1980
hafiorðið 65.6% en „gleymir” þvi
að siðasta heila áriö sem ihaldið
var við völd, árið 1977 hækkuðu
skammti'maskuldir hvorki um
meira né minna en 89.7%.
Þá beitir Birgir einnig blekk-
ingum þegar hann ræðir um
greiðslustöðu borgarsjóðs en
hann segir orðrétt i grein sinni i
Morgunblaðinu: „Þegar vinstri
mdrihlutinn tók við urðu allmikl-
ar umræður um greiðslustöðu
borgarsjóðs. Veltufjárstaða borg-
arinnar reyndist þá góð miðað við
þær bókhaldsaðferðir, sem helst
eru notaðar þegar greiðslustaða
er metin. Vinstri meirihlutinn
vildi ekki sætta sig við þá niður-
stöðu og taldi aðra aðferð mun
raunhæfari til mats á greiðslu-
stöðu borgarinnar. Vildu þeir
bera saman handbært fé og
skammti'maskuldir. 1 lok júni
1978 nam handbært fé 4.8% af
skammti'maskuldum. Þetta töldu
þeir vinstri menn bera vott um
slæma greiðslustöðu. En hvernig
er staðan nú, ef þeirra eigin að-
ferð er beitt? Handbært fé i árslok
nam 87 miljónum króna en
skammti'maskuldir voru 5.853,
þ.e. handbært fé er aðeins 1.48%
af skammtimaskuldum. Hér hef-
ur þvi orðið mikil afturför sam-
kvæmt þeirri reglu sem vinstri
menn töldu þá einu réttu, þegar
þeir tóku við.”
Skuldum breytt i inneign
Það er alrangt, sagöi Sigurjón,
að miða annars vegar við mittár
1978 og hins vegar viðáramót 1980
og 1981, og þaö veit Birgir vel. Ef
gera á raunhæfan samanburð á
greiðslustöðu borgarinnar verður
að miða við sama tima. Hinn 30.
júni' 1978 þegar vinstri meirihlut-
inn lét gera úttekt á f járhagslegri
stöðu borgarinnar, var yfirdrátt
ur á hlaupareikningi 368 miljónir
gkr. sem er jafnvirði 1.067 milj-
óna i dag. Hinn 31. mai s.l. var
staðan hins vegar þannig: Inni-
stæða á hlaupareikningi nam 632
miljónum gkr.ogá sparisjóðsbók
voru 4.041 miljónir gkr. Um sið-
ustu mánaðamót nam inneign
borgarsjóðs þvi 4 miljörðum 673
miljónum gkr. á móti skuldum 30.
júni' 1978 að verðmæti 1 miljarður
067 miljónir gkr. á núvirði.
En þar með er ekki öll sagan
sögð, sagði Sigurjón. Hinn 31. mai
s.l. námu ógreiddir reikningar
borgarsjóðs 730 miljónum gkr. en
30. júni 1978 námu þeir 835 miljón-
um króna að jafnvirði 2.422
miljónum nú. Ef allir reikningar
borgarsjóðs eru þvi gerðir upp,
annars vegar á miðju ári 1978 og
hins vegar i lok mai 1981 þá er
eign i borgarsjóði nú 3.943 milj-
ónir gkr. á móti skuld 1978 uppá
3.489 miljónir. Hér munar þvi
rúmum 7 miljörðum gamalla
kröna hvað greiðslustaða borgar-
innar er betri nú en við viðskilnað
ihaldsins, sagði Sigurjón að lok-
um. — AI
Við afgreiðslu árs-
reikninga Reykiavikur-
borgar og fyrirtækja
hennar fyrir árið 1980
urðu miklar umræður
um reikninga Bæjarút-
gerðar Reykjavikur en
sem kunnugt er hefur
hagur fyrirtækisins
batnað verulega i tið nú-
verandi meirihluta og
skilar það nú hagnaði.
Hins vegar höfðu árs-
reikningarnir 1980 ekki
verið færðir i samræmi
við ný skattalög og sam-
þykkti borgarstjórn að
það yrði leiðrétt.
Sigurjón Pétursson sagði að
borgarendurskoðandi hefði gert
athugasemd við að reikningarnir
væru ekki færðir i samræmi við
nýju skattalögin þráttfyrir að svo
væri sagt i reikningunum sjálfum
en útgerðarráð samþykkti fyrir
tveimur árum að þannig skyldi
reikningur fyrirtækisins færður.
Það er hins vegar skoðun for-
stjóra fyrirtækisins, ráðgjafa
þeirra, Helga V. Jónssonar, fyrr-
um borgarendurskoðanda og
Bergs Tómassonar núverandi
borgarendurskoðandaað sú reikn-
ingsaðferð sem beitt hefur verið
um árabil sýni betri mynd af
stöðu fyrirtækisins, sagði Sigur-
jón, og engar athugasemdir hafa
komið fram um að reikningarnir
væru rangfærðir.
Samkvæmt eldri reikningsað-
ferðinni er hagnaður af rekstri
BÚR 1980 534,8 miljónir gkr. og
það er auðvitað sú tala sem hæf er
til samanburðar þegar meta á
stöðu fyrirtækisins frá ári til árs
þvi þessari reikningsaðferð hefur
verið beitt um árabil. Hins vegar
ef fært er i samræmi við nýju
skattalögin er verulegur halli á
fyrirtækinu sem byggist m.a. á
þvi að á árinu 1980 var keyptur
nýr skuttogari, Jón Baldvinsson,
og skekkir það reikningshaldið
verulega. Nýju lögin gera ráð fyr-
ir þvi að skuldir séu metnar ann-
ars vegar i ársbyrjun og hins veg-
ar i árslok en með eldri aðferðinni
hefur meðaltal skulda allt árið
verið reikningsfært, sagði Sigur-
jón.
Það voru allir sammála um að
reikningarnir væru ekki rang-
færðir en hins vegar væru þeir
ekki færðir i samræmi við sam-
þykkt útgerðarráðs og skattalög-
in nýju. Þvi' var samþykkt i borg-
arstjórn aö leiðréttingablað yrði
sett inn i reikningana og þeir
endurprentaðir i samræmi við
lögin, sagði Sigurjón. Þetta er
ekki til þess að gera hávaða út af,
— engum blandast hugur um að
hagur fyrirtækisins er góður enda
hefur það verið eflt stórlega á
undanförnum árum. Samanburð-
ur við eldri reikninga sýnir lika
svo ekki verður um villst að svo
er, sagði Sigurjón Pétursson að
lokum.
—A1
atav
AIAI\
Bankinn tekur nú þegar á móti
innlánsfé merktu Átaki.
Allar upplýsingar veittar í
og
útibúa.
.OÍLfi
_ UTVEGSBANKIISLANDS
6lX0