Þjóðviljinn - 23.06.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.06.1981, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 23. júnl 1981 A Lækjartorgi I lok göngunnar. Friðargangan 1981 Friðargangan 1981 frá Keflavik til Reykjavikur tókst meö miklum ágætum, þrátt fyrir leiö- indaveöur framan af. Þegar gangan kom niöur Laugaveginn taidist göngustjórum svo til aö þátttakendur væru um 6000. t. göngunni mátti sjá aldnar baráttukempur sem alla tíö hafa gengiö gegn hernum og þátttöku tslands í NATO, en fólki bar einnig saman um, aö ungt fólk heföi sett mjög sterkan svip á gönguna. Þegar iagt var af staö frá hlið- inu viö Keflavikurflugvöll árla morguns voru mættir hátt á sjötta hundraö manns. Viö hliöiö flutti Bergljót Kristjánsdóttir ávarp og hvatti göngumenn til dáöa. Siðan var lagt af staö sem leiö lá eftir veginum langa með hraun á hægri hönd en sjóinn á þá vinstri. Segir fátt af göngumönn- um þar til áö var i Vogum, dreypt á kaffi og siöan haldiö áfram i Kúageröi. Aö venju voru menn hressir og kátir þrátt fyrir strekking og vætu, flestir höföu gallaö sig vel og verið viö öllu búnir. Þó veröur aö nefna einn göngumann sem greinilega haföi veriö siöbúinn, var nánast á ball- skóm, en létþaö ekki aftra sér frá þvi aö mótmæla hersetunni. í Kúagerði var borin fram heit súpa og þar flutti Þorgrimur Starri bóndi norðan úr Garöi I Mývatnssveit ræöu, Þorvaldur Arnason söng nokkur lög, Þorleif- ur Hauksson las ljóö og Birgir Svan fór með eigin ljóö. Enn var haldiö af staö og fór göngumönn- um stööugt fjölgandi. I Straumi var áö og þar söng Hjörtur Hjartarson frá Tjörn i Svarfaðardal nokkur lög. Næsti áfangi var Hafnarfjörö- ur, nú voru fætur sumra farnir aö mótmæla meöferðinni, meö strengjum i kálfum og blöörum á tám og hælum, en slik andstaöa var aö sjálfsögöu ekki tekin til greina, heldur var miöstöö til- finninganna flutt aftur upp i heila og hrópaö af krafti tsland úr NATO — herinn burt, þegar gengiö var gegnum þann fagrabæ Hafnarfjörö. Við Strandveginn var enn tekin hvild stutta stund og meöan kaffi- brúsinn var dreginn upp fluttu þau Kristján Bersi ólafsson og Astriður Karlsdóttir hvatningar til göngumanna, Vilborg Dag- bjartsdóttir las ljóö, og Böðvar Guömundsson söng. Þegar hér var komiö sögu var gangan oröin mjög myndarleg. Með i för voru nokkrir útlend- ingar sem frétt höföu af þessum friðaraðgerðum og létu ekki sitt eftir liggja. Kópavogur nálgaðist, þar beiö fjöldi fólks sem slóst meö i förina upp aö holtinu viö kirkjuna þar sem Gils Guðmundsson og Birna Þórðardóttir fluttu ræöur. Gils minntist sumarsins 1960 þegar fyrsta gangan var farin og Birna ræddi um vigbúnaöarkapphlaup- iö og þá geysilegu fjármuni sem ausið er i vopnaframleiðslu i sveltandi heimi. Siguröur Pálsson las siðan nokkur ljóða sinna. Lokaspretturinn vareftir, niöur á Lækjartorg. Blaöamaöur stakk af um stund af ónefndum orsök- um, en horfði siöan með aödáun á hvar gangan kom niöur Miklu- brautina. Svo virtist sem gangan ætlaði aldrei að enda, enda voru ökumenn orönir óþreyjufullir og þeyttu flautur, likt og nokkrir Garðbæingar fyrr um kvöldið, göngumönnum til heiöurs. Slikum kveðjum var aö sjálfsögöu svaraö með enn háværari kröfum um brottför hersins. A Lækjartorgi lauk göngunni, veöur var orðiö hiö bliöasta og skýjaþykkniö yfir okkur stillti sig til hins itrasta þar til fundinum var lokiö, en þá rigndi eins og hellt væri úr fötu. A torginu flutti Guörún Helgadóttir ræöu, þar sem hún minnti m.a. á kröfur kvenna um friö, Berit As frá Nor- egi flutti fundinum kveöjur og hvatningarorö og ræddi um kröf- una um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd. Jón Helgason rit- stjóri flutti einnig ræöu, en fund- inum lauk meö þvi að Böövar Guömundsson las skeyti viös vegar aö af landinu og fundar- menn hrópuöu enn á ný: tsland úr NATO — herinn burt. Þaö var margur sárfættur þegar haldið var heim á leiö, en öllum bar saman um aö Friðar- gangan 1981 heföi tekist vonum framar. Þaö er greinilegt aö her- stöðvaandstæöingar eru aö sækja i sig veörið. Enda eins og einn ræöumanna komst aö oröi: senni- lega hefur þörfin á baráttu gegn hernum aldrei veriö brýnni en nú, ástand heimsmála er meö þeim hætti að viö veröum öll aö leggj- ast á eitt svo að friöur megi hald- ast. Klukkan var aö nálgast ellefu þegar fundi lauk. Herstöövaand- stæöingar höföu lokiö sinu dags- verki. Þess var minnst meö kröft- ugri göngu þennan laugardag aö 30 ár eru liöin frá þvi aö banda- riskur her steig hér á land ööru sinni og áhersla var lögö á, að viö eigum samleiö meö öörum þjóö- um i baráttunni gegn vigbúnaöar- kapphlaupinu og framleiðslu gjöreyöingarvopna. —ká Baráttan kostar sitt, jafnvel kaffidrykkju I strekkingi og kalsa Aldursforseti göngumanna var Hjörtur Helgason frá Sandgeröi. Hann er 83 ára. Ljósm. eik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.