Þjóðviljinn - 23.06.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.06.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. júnf 1981 ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA 11 ■þróttir ■þróttir íþróttir KR og Þór geröu markalaust jafntefli i 1. deildinni, en leikur liöanna fór fram i Laugardal. Enn einum leiknum i yfirstand- andi tslandsmóti lauk þvi meö jafntefli og er satt aö segja timi til kominn aö leikmenn fari aö taka fram skotskóna. Eöa eru varnirn- ar sterkari en sóknin i dag? KR-ingar sóttu mun meira i leiknum en þaö varö Noröan- mönnum til bjargar, aö mark- vöröur liösins Eirikur Eiriksson var i sliku banastuöi, aö ógjörn- ingur var aö koma boltanum framhjá honum. Leikurinn var slakur enda til hans stofnaö i slagveöri og roki sem gerir til- raunir hæfustu manna til aö leika knattspyrnu aö engu. m Þór slapp fyrir horn fþróttaiökun verölaunar sig, svo mikiö er vist. Jafnvel þó leikir tapist kemur eitt mark öllum i gott skap. Þessa mynd tók -eik., á fyrsta drengjalandsleik islands sem leikinn var á Kópavogsvelli á sunnudaginn. islendingar léku viö Skota og töpuðu, 1:3. En eitt mark skoruöu þeir og þar var aö verki Hlynur Stefánsson úr Eyjum. Hér sjást íslensku piltarnir fagna markinu. Sipurbrautin opnast fyrir Víkinga Víkingar tryggöu stööu sina á toppi 1. deildar er þeir unnu heppnissigur á ÍA uppá Skaga á laugardaginn. tlrslitin uröu 1:0 en þau gefa engan veginn rétta mynð af gangi leiksins, þvi Skagamenn réöu lögum og lofum langtimum saman og til marks um það misnotuöu þeir vita- spyrnu. Þá lauk einni sóknarlotu iA meöþeim ósköpum, aö eftir aö JUlius P. Ingólfsson haföi þrumaö I stöng, barst boltinn til Gunnars Jónssonar sem afgreiddi boltann i þverslána. Fyrirboöi hlaut þetta að vera þess er koma skyldi. Skagamenn sóttu og sóttu allan fyrri hálfleikinn en inn vildi bolt- inn ekki. Ef stangirnar voru ekki til varnar þá varöi Diðrik eins og berserkur. Það var alveg greini- legt, og er greinilegt, aö örlaga- dísirnar ætla Vikingum stóran hlut i' þessu móti. Til þess að kóróna snilldarverk örlaganna þá fengu Skagamenn vitaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Guöbjörn Tryggvason framkvæmdi spyrn- ima en skaut framhiá. Ekki virtist þetta ætla aö aftra Skagamönnum frá frekaristóraf- rekum i leiknum, þvi þeir hófu seinni hálfleik af miklum krafti. Hvaö eftir annaö þurfti Diörik aö syna ótrdlegustu tilburði til að bjarga marki og þegar enginn Skagamaður, hvorki leikmaöur né áhorfandi, átti sér ills von, skora Vikingar. Þóröur Marels- son spyrnti að marki, sársaka- lausum bolta sem lenti á Sigurði Halldórssyni i markiö, 1:0. Hvi- likt óréttlæti, muldruöu menn i barm sér. Eftir markdð misstu Skagamenn, skiljanlega, móðinn og leikurinn jafnaöist. Bæöi liöin áttu góö færi, en úrslitum var ekki breytt. Skagamenn áttu flestir góöan leik, en hjá Vikingum bar Diðrik af. Ekki er öðru trúandi en aö leikur Vikings öölist meiri vidd eftir þennan sigur. Þeir tróna á toppi deildarinnar og eiga sigur- inn vi'san ef þeir ná upp sömu stemmningunni og i undangengn- um leikjum. 3. deild Þaö var mikiö leikiö i 3. deildum helgina. tJrslituröu sem hér segir en við biöum með að birta töflur vegna plássleysis. A-riöill: Armann-Hveragerði.......2:0 Grótta-Afturelding ......1:6 IK-Óöinn.................4:0 B-riðill: IR-Leiknir...............1:2 Vföir-N jarövik..........0:0 Léttir-Stjarnan..........3:5 C-riðill: Bolungarvik-HV...........0:2 ReynirHn.-HV ............0:2 Bolungarv.-Grundarf. ...4:0 ReynirHn.-Grundarf ....0:0 Vikingur ó.-ReynirHe .. .2:0 D-riðill: KS-Leiftur...............1:0 Tindastóll-USAH .........7:0 E-riðill: Dagsbrún-HSÞ (b)........1:3 Magni-Arroöinn..........1:2 Þaö getur veriö hættulegt aö leika knattspyrnu. Magni Pétursson er hér rétt sloppinn undan hættusparki eins Blikans. ljósm.: -eik. Allt á núlli Tvö af toppliðunum í I. deild, Valur og Breiöablik geröu jafn- tefli i markalausum leik á Laug- ardalsvellinum á sunnudaginn. Lcikurinn einkenndist af tals- veröri hörku sárafáuin mark- tækifærum og lélegri dómgæslu Þorvaröar Björnssonar. Þaö var alveg greinilegt aö hvorugt liöiö ætlaöi aö gefa þuml- ung eftir i þessum leik enda mikið i húfi fyrir bæöi liöin. Blikar, sem koma nú sterkari til leiks en nokkru sinni fyrr eiga von á góö- um liösauka þegar Siguröur Grét- arson bætist i þeirra hóp, geta vel viö jafntefliö unað, þeir hafa ekki tapaö leik i deildinni og munu ör- ugglega blanda sér i baráttuna um Islandsmeistaratitilinn. Ef eitthvaö var áttu þeir heidur betri leik jafnvel þó svo dómarinn, Þorvarður Björnsson dæmdi mark af Valsmönnum, að þvi er margir héldu á vafasömum for- sendum. Fyrri hálfleikur var æði tiö- indalitill, Biikar lögöu áherslu á aö gefa Valsmönnum engan friö til þess aö byggja upp spil og hinir spretthrööu sóknarleikmenn þeirra áttu viö ofjarla sina aö etja i vörn Vals. Er varla hægt aö tala um aö eitt einasta tækifæri hafi séö dagsins ljós þennan part leiksins, en i seinni hálfleik sóttu Blikar mjög i sig veðrið og áttu nokkur góö færi. Þaö var einkum Jón Einarsson sem geröi sinum fyrri félögum gramt i geöi, en hann fyllir raunar flokk þeirra knattspyrnumanna sem fengu lit- ið spila meö Val hér áöur, en eiga svo hvern stórleikinn af öörum þegar þeir vitja nýrri félaga. Jón komst tvivegis i góö færi, i fyrra skiptiö eftir snarpa sóknarlotu Blika og hiö siðara er hann tók eina af rispum sinum upp hægri kantinn, þrumaöi boltanum framhjá örmagna Grimi Sæ- mundssyni i vörninni, vann upp nokkurra metra forskot hans og komst i gegn en þar var fyrir Sig- urður Haraldsson, besti maður Vals i leiknum sem bjargaöi einu sinni sem oftar. Valsmenn skoruöu eina mark leiksins, en Þorvaröur dæmdi þaö af. Taldi hann Hilmar Sighvats- son, þann er skorabi, hafa stjakaö viö sinum fyrri félaga i marki Blika, Ólafi Asgeirssyni. Vals- menn fögnuðu ákaft viö markiö en sú gleöi var skammvinn. Að öðru leyti einkenndist leik- urinn af þvi aö jafnræöi virtist með liðunum, slikir leikir eiga þab til aö bjóöa núllinu heim. Annars voru Valsmenn búnir aö auglýsa aö um sóknarleik yröi aö ræöa... F-riðiil: Höttur-Einherji..........0:7 Valur-UMFB...............4:1 G-riðiU: Leiknir-Austri ....Frestaö. Sindri-SUlan.............6:2 Met ! Beamons I í hættu? ; Metið sem ekki á að vera ■ hægt að slá, heimsmet Bob Beamons i langstökki frá Olympiuleikunum í Mexikó 1968 sem mældist 8,90 metra virðist I nokkurri hættu um þe ssar mundir. A banda- I riska meistara m ótinu i frjálsum iþróttum stökk blökkumaðurinn Carl Lewis 8,62 metra i langstökki og sigraði auðvitað, en það sem meira er um vert, hér var á ferðinni annað lengsta stökkið I sögunni. Aðeins stökkið hans Beamon er betra. t undankeppninni stökk hann meira að segja enn lengra eða 8,73 en með- vindur var of mikill. Lewis iét ekki við sigurinn i langstökkinu sitja heldur vann hann einnig 100 metr- ana, hljóp á 10.13 sek. 1 svo óllkum keppnisgreinum er sigur heldur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.