Þjóðviljinn - 23.06.1981, Page 16
DJÚBVIUINN
Þriðjudagur 23. júni 1981
Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663
Forsetinn
heimsækir Dali
og Strandir:
Forsetinn okkar, hún
Vigdís Finnbogadóttir,
hef ur nú verið á ferðalagi
um Dalabyggðir og
Strandir, og hvarvetna
fagnað af miklum inni-
leik og hlýju. Fólk f innur,
að það er ekki aðeins að
taka á móti forseta sínum
heldur og félaga og vini.
Siðastliðinn laugardag tók
PéturÞorsteinsson, sýslumaður
Dalamanna og kona hans, Björg
Rikarðsdóttir á móti forsetan-
um við sýslumörkin á Bröttu-
brekku. Var þaðan ekið að
Laugaskóla en þar sat forsetinn
/
Frá v.: Vigdis Finnbogadóttir, forseti, Björg Rikarðsdóttir, sýslumannsfrú i Búðardal, Hjördis
ardóttir, sýslumaður Strandamanna.
Hákon-
„Eg þakka góðar gjafir,
orð og undurfagra gripi”
sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti
fund sýslunefndarinnar, og
skoðaði Byggðasafnið við Ieið-
sögu safnvarðar, Magnúsar
Gestssonar. Þvinæst var ekið
um fornar söguslóðir héraðsins.
Eftir kvöldverð hjá sýslu-
mannshjónunum var hátiðar-
samkoma i Dalabúð. Þar lék
Lúðrasveit, Héraðskór Dala-
manna söng undir stjórn Kjart-
ans Eggertssonar, Þuriður
Kristjánsdóttir, kennari, færði
forsetanum kveðjur frá Dala-
konum og Skjöldur Stefánsson
flutti forseta,,drápu”iaðfornum
sið.
Morguninn eftir gróðursetti
Vigdis forseti trjáplöntur, er
hún færði Dalamönnum að gjöf
og mættu þær vera upphaf Vig-
disarlundar. Var siðan ekiö um
Skarðsströnd og Fellsströnd i
fyigd með Asgeiri Bjarnasyni,
fyrrverandi Alþingisforseta og
kirkjan á Skarði skoðuð. Loks
var boðið til hádegisverðar, sem
húsmæður i Saurbænum sáu
i dag heidur Vigdis Finnboga-
dóttir forseti för sinni áfram um
Strandasýslu. Farið verður frá
Hólmavik kl. 10.30. Komið við á
Stað i Steingrimsfirði og svo
haldið til Kaldbaksvikur. Þar er
gert ráð fyrir aö boröað verði úti
undir berum himni, ,,ef guð lof-
ar”. Næsti áfangastaðurinn er
svo Djúpavík.
Kl. 15 verður móttaka i fé-
lagsheimilinu i Arnesi og stend-
Til minningar um heimsókn-
ina færðu Dalamenn Vigdisi for-
Sfita góðar gjafir: sýslumaður,
fyrir hönd sýslunefndar, ljósrit-
að eintak af Skarðsbók og Krist-
inn Jónsson, oddviti Laxárdals-
ur til kl. 17. Mun úr þvi gefast
nokkurt tóm til að litast um ná-
grennið. Að kvöldverði loknum
verður svo fluttur i Arnesi hluti
af Menningarvöku Stranda-
manna að viðstöddum forsetan-
um.
A morgun mun heimsóknum
forsetans ljúka að þessu sinni.
Verður þá haldið til Reykjavik-
ur en væntanlega stungið við
fótum á Borðeyri.
hrepps fimm arma kertastjaka, [
gerðan af Búðardalsleir af þeim ■
hjónum Guðmundi Einarssyni I
leirkerasmið og Signýju Jör-
undsdóttur. Var svo ekið á vit
Strandamanna.
A sýslumörkum á Laxárdals-
heiði tók sýslumaður Stranda-
manna, Hjördis Hákonardóttir,
á móti Vigdisi forseta og bauð
velkomna i riki sitt. Ekið var til
Hólmavikur. Þar setti forsetinn
Menningarvöku Strandamanna
með þvi að opna sýningu á mál-
verkum Isleifs heitins Konráðs-
sonar. A sunnudagskvöld var
svo forsetinn viðstaddur sýn-
ingu Þjóðleikhússins á leikriti
Jökuls Jakobssonar, ,,1 öruggri
borg”, norður á Laugabóli i
Bjarnarfirði.
I gær var svo m.a. siglt til
Grimseyjar á Steingrimsfirði.
um.
Vigdís um Strandir í dag
E^gjaþjófnaðurinn viö Mývatn;
Nauösynlegt aö herða
eftirlit með útlendingum
Hlægilegar sektir
//'Það hlær öll þjóðin að
þessari fáránlegu sekt"
sagði Erling ólafsson
náttúrufræðingur þegar
Þjóðviljinn hafði samband
við hann í gær, vegna
endaloka ,,eggjamálsins".
Fjölmiðlar sögöu frá þvi um
helgina aö tveir útlendingar hefðu
verið handteknir sl. föstudags-
morgun á Keflavikurflugvelli.
Þeir höföu i fórum sinum 116
andaregg frá Mývatni. Eftir yfir-
heyrslu og dómssátt var þeim
sleppt en gert að greiða 100 kr.
sekt.
Að sögn Arnar Guðmundssonar
rannsóknarlögreglumanns kom
fram við yfirheyrslurnar að
mennirnir hefðu ætlað að nýta
eggin sjálfir. Sú spurning vaknar
hversu verðmætar islenskar end-
ur séu erlendis eða hvort það eru
eggin sem eru svo eftirsótt, en
slikar upplýsingar liggja ekki
fyrir. Mergurinn málsins er þó sá
að þetta mál sem kom upp um
helgina er aðeins angi af mun
stærra máli.
Að sögn Erlings Ólafssonar er
vitað meö vissu aö á hverju ári
eru fluttir burt af landinu sjald-
gæfir fuglar, egg og önnur
náttúruverðmæti. Slikt er bannað
samkvæmt lögum, en hvort
tveggja er að eftirlit með útlend-
ingum sem fara frá landinu er lit-
ið og sektirnar fáránlega lágar.
Sú upphæð sem nú er i gildi, 100 kr
er frá árinu 1966. Erling sagði það
sina skoðun að það væri út i hött
að lögfesta sektarupphæöir i landi
þar sem verðbólgan æöir áfram,
en fyrst og fremst þyrfti að herða
eftirlit með útlendingum og fólk
sem sér eitthvað grunsamlegt er
hvatt til að láta viðkomandi yfir-
völd vita.
Erling bætti þvi við að eftir að
fálkamálið kom uppfyrir tveimur
árum heföi fólk tekið við sér og
látið vita af grunsamlegum ferð-
um um varplönd, en þvi miður
væri lika til fólk sem visaði á
náttúruverðmæti og virtist svo
sem miklir peningar væru i boöi.
Lög um náttúruvernd og friðun
hafa velkst um á alþingi i nokkur
ár, en vonandi hafa atburöir eins
og sá sem gerðist fyrir helgina við
Mývatn þau áhrif að ný lög veröi
sett hið snarasta.
—ká
HERINN BURT
Stokksnes
ganga
Herstöðvaandstæðingar leggja
ekki gönguskóna á hilluna þótt
Friðargöngunni sé lokið. 1 ágúst
verður önnur ganga, að þessu
sinni austur á landi. Ilinn 9.
ágúst, sama dag og friðargöng-
unni úti i Evrópu lýkur i Paris,
verður gengið frá herstööinni á
Stokksnesi til Hafnar i Horna-
firði.
Samtök Herstöðvaandstæðinga
á Austurlandi skipuleggja göng-
una i samráði við miðnefndina i
Reykjavik og verða að öllum lik-
indum skipulagðar ferðir austur
þegar þar að kemur.
Vegalengdin frá Stokksnesi til
Hafnar er um 20 km. eða þokka-
legur vegarspotti fyrir þá sem
enn á ný vilja leggja áherslu á
brottför hersins. __
Strand við Eyrarbakka
I gærmorgun strandaöi
bátur i innsiglingunni við
Eyrarbakka. Hann heitir Jó-
hann Þorkelsson AR 24 og er
56 lestir að stærð. Fimm
menn voru um borð og kom-
ust þeir allir í gúmmibjörg-
unarbát til lands.
Strandið bar þannig til að
báturinn fékk á sig ólag, rak
upp i stórgrýtta fjöruna og er
talinn nánast ónýtur.
Grœnlenskir
sveitarstjórnarmenn
í heimsókn:
Kynna
sér
atvinnu-
mál
Hér á landi er nú staddur
hópur grænlenskra
sveitarstjórnarmanna. í
hópnum eru liölega 3
sveitarstjórnarmenn frá
öllum 18 sveitarfélögum
Grænlands.
Þeir eru hingað komnir til að
kynna sér sveitarstjórnarmál og
atvinnumál, einkum landbún-
aðar- og sjávarútvegsmál. Einnig
munu þeir kynna sér starfsemi
Samvinnuhreyfingarinnar.
Hinir grænlensku sveitar-
stjórnarmenn koma viða við i ís-
landsheimsókn sinni. 1 gær fóru
þeir um Suðurlandsundirlendið,
eftir að hafa hlýtt á erindi um is-
lensk sveitarstjórnamál, og
annað um málefni Reykjavikur-
borgar.
1 dag hlýða þeir á fyrirlestra
um fiskveiðimál og um Sam-
vinnuhreyfinguna og fara siðan
flugleiðis til Akureyrar. Munu
þeir á morgun og fimmtudag fara
vitt um Norðurland.
A föstudag verða þeir i Reykja-
vik og munu þar m.a. fræðast um
starfsemi Norræna hússins, og
um byggðastefnu og byggða-
þróun.
Meðal grænlensku gestanna eru
bæjarstjórinn i Nuq og formaður
sambands sveitarfélaga þar i
landi.
Grænlenskir sveitarstjórnar-
menn munu einkum hafa hug á að
kynnast þvi hvað Island hefur að
bjóða sem fyrirmynd i atvinnu-
uppbyggingu, en i þeim efnum er
hlutur sveitarfélaga meiri á
Grænlandi heldur en hérlendis.
eng
Lœknadeilan:
| Ekki
I samdist
„Það er best aö segja sem
I minnst um stöðu mála eins og
■ er”, sagði Þröstur ólafsson, að-
I stoðarmaöur fjármálaráðherra,
I er Þjóðviljinn spurði hann um
I gang samninga i læknadeilunni i
• gærkvöldi.
I „Við erum þannig staddir i
' þessum samningaviðræðum að
J það getur skroppið i eða úr liði”,
I sagði Þröstur og bætti við: „Ég
I er ekki alveg úrkula vonar um
1 að saman gangi, en ég er heldur
J svartsýnn”.
Allnokkurrar bjartsýni gætti i
I gær um að hinni erfiðu lækna-
[ deilu væri um það bil að ljúka,
. og var haft eftir sumum samn-
I ingamönnum að samkomulagi
I tækist væntanlega að ná i gær.
A fundum samninganefnd-
. anna i gær var m.a. rætt um
I yfirvinnugreiðslur til lækna.
I En svo sem ummæli Þrastar
J bera með sér viröist bjartsýnin i
• gær ekki hafa verið á rökum
I reist, og mjög litið virðist hafa
I miðaö i samkomulagsátt á
1 fundunum i gærdag.