Þjóðviljinn - 08.07.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Page 1
UOmiUINN iövikudagur 8. júli 1981 —151. tbl. 46. árg. Hve margur vildi ekki veiöa kvöldsólina í vasaklútinn sinn og taka hana upp aftur síöar meir? Rányrkja Svía ógnar N orðurs jávarsíldinni Með síaukinni fiskveiði- tækni á sjöunda ára- tugnum minnkaðisildveiði í Norðursjó stórum, og fór að lokum svo, að vart sást sporður né uggi: sjóararog útgerðarforkólfar sátu í öngum sínum með sárt ennið, og allt í volli í verunum. Árið 1977 var reynt að bjarga í horn, oc öll síldveiði bönnuð i Norðursjó, en árangur þeirra f riðunaraðgerðc hefur látið á sér standa. Norðursjávarþjóðir hafa lengi beint reiðiþrútnum sjónum aö Svium af þessu tilefni, og sænskir fiskifræðingar taka nú undir: sænsk rányrkja á heimamiðum á ef til vill stærstan þátt i ófremd- inni. Uppeldisstöðvar norður- sjávarsildarinnar eru i Kattegat og Skagerak, heimahöfum Svia, og sænskir bátar hala þar upp á ári hverju þaö magn af smásild innan tveggja ára, að dygði til 50-60 þúsund tonna veiði, ef sild- inni væri hlift og leyft að dafna þangað til hún gengur tveggja ára i Norðursjóinn. Sviar bönnuðu árið 1978 veiði sildar innanvið 18 sm, en þvi Loksins gáfu íslenskir jákvætt fordæmi banni er ekki sinnt, og gæsla litil þrátt fyrir sifellt harðorðari að- varanir þarlendra fiskifræðinga. Munstrið er Islendingum kunnug- legt: veiðiglaðir sjó- og útgerðar- menn hunsa sifellt biturlegri við- varanir reiðra fiskifræöinga, en stjórnvöld skithrædd við óvin- sælar ákvarðanir. Málið er enn alvarlegra fyrir Sviana sjálfa en jafnvel má i fljótu bragöi virðast, þvi að land- helgiskröfur og svæðaskipting siöustu ára hafa þrengt að á Norðursjó, þarsem Sviþjóð liggur hvergi nærri, en tilkall Svia til sildveiðiþar byggist einmitt á þvi að stofninn alist upp á heima- pollum þeirra, og þeim málið þannig skylt. Sænskir fiskifræðingar telja nú útrætt um sænska þátttöku i framtiðarsildveiöi á Norðursjó, nema strax veröi brugðist við af alefli, og rányrkjan stöðvuð á heimamiðum. Benda þeir óspart á fordæmi tslendinga i þessu efni, og minna á sildarbann okkar frá 1972-5 og hægar, gæti- legar kvótahækkanir uppfrá þvi, sem hafi bjargað stofninum og tryggt islenska sildveiði um ára- bil. „Þetta verðum við að gera lika”, segir Rutger Rosenberg, forstöðumaður Fiskrannsóknar- stofnunarinnar i Lysekil i Suð- vestur-Sviþjóð. En rikið verður aö punga út, þvi að ekki er hægt að minnka kvótana án þess aö bæta tjónið sjómönnum og út- gerð. Það mætti kannski taka til at- hugunar að senda Svium nokkra kennara við uppbyggingu sildar- stofna, við gætum sem hægast flokkað þaö undir aðstoð við þróunarlöndin! (ByggtáDN) Lúxemborgarmenn svara Steingrími í dag: Styðjum ekkl flug yfir N-Atlantshaf — eftir 1. október — sagði Josy Bartel samgönguráðherra Lúxemborgar á þingfundi Josy Barthel samgöngu- ráðherra Luxemborgar mun tilkynna í dag á fundi með Steingrími Hermannssyni samgöngu- ráðherra afstöðu ríkis- stjórnar Luxemborgar til áframhaldandi aðstoðar við rekstur Norður-Atl- antshafsf lugs Flugleiða. Rikisstjórn Luxemborgar ræddi þessi mál fyrir siðustu helgi og ákvað siðan að Barthel, flugmálastjóri Luxemborgar og fleiri fulltrúar úr samgöngu- og utanrikisráðuneytinu færu til fundar við islensk yfirvöld um framtið flugsins. Að sögn Steingrims Hermanns- sonar hafa Luxemborgarmenn ekkert gefið upp um afstöðu sina fyrir fundinn i dag, en sjálfur hefur Steingrimur lýst yfir stuðn- ingi við áframhaldandi aðstoð til Flugleiða. Þau ummæli eru hins vegar höfð eftir Josy Bartel, frá umræðum i þinginu i Luxemborg frá miðjum siðasta mánuði aö rikisstjórn Luxemborgar muni ekki á neinn hátt styrkja Norður-Atlantshafslinuna eftir 1. október n.k. Steingrimur Hermannsson kveður hins vegar allar likur benda til þess að Luxemborgar- menn komi með jákvætt svar á fundinn i dag, þar sem þeir hafi ákveðið að koma til viðræðna, og sú ákvörðun hafi verið tekin eftir rikisstjórnarfund i Luxemborg sl. föstudag. -Ig Ekkert leitarskip á miðunum: Þrjú skip á kol- munnaveiðar „Menn eru afar óhressir með að engin leitarskip séu hérna á miðunum, svo veiðiskipin veröa að dangla um á öllu þessu stóra svæði útifyrir austfjörðum” sagði Þórður Þórðarson hjá Sildar- bræðslunni i Neskaupstað i gær. A laugardaginn fór nótaskipið Börkur til kolmunnaveiða og á sunnudaginn hélt Jón Kjartans- son á sömu veiðar, og hafa skipin verið aö leita fyrir sér á Héraðs- flóa en ekkert hefur enn frést af aflabrögðum. Beitir, hið nýja skip Sildarvinnslunnar, sem áður hét óli óskars, fer einnig til kol- munnaveiða i vikunni. Þetta eru fyrstu skipin sem fara á kolmunnaveiðar á Islands- miðum á þessu ári, en Börkur fór i þrjár ferðir á Færeyjamið i mai og landaði i Neskaupstað á þriöja þúsund tonnum af kolmunna sem allur fór i bræöslu. Hópur rússneskra og annarra austantjalds-þjóðaskipa hefur verið að kolmunnaveiöum viö 200 milna mörkin norð-austur af landinu og hefur veiðin gengiö sæmilega. Að sögn Þórðar verða Beitir og Börkur að kolmunnaveiðum, ef eitthvað veiðist, þar til loðnuver- tiðin hefst 10. ágúst n.k. -Ig- Aölögun- argjaldiö úr sögunni Búið að klúðra málinu svo ræki- lega — segir Davíð Scheving Útséð virðist um það að aðlögunargjald verði sett á innflutning frá EFTA ög EBE. Þetta var niðurstaðan af sameiginlegum fundi Tómasar Árna- sonar viðskiptaráð- herra og forsvars- manna Félags íslenskra iðnrekenda. Á fundinum var rætt um möguleikana á að leggja aðlögunargjald á i framhaldi af þeirri deilu sem um þaö hefur staöið. Lét viðskipta- ráðherra i ljós ótta við hefndaraðgerðir af hálfu mótaöilanna ef gjaldið yrði lagt á, og kvaðst ekki vilja standa að sliku. Davið Scheving Thorsteinsson sagði i samtali við útvarpið að hann væri alls ekki sam- mála sjónarmiðum ráö- herra, en það væri búið aö klúðra málinu svo rækilega að ekki þýddi að ræða að setja aðlögunargjaldið á að nýju. A fundinum var rætt um þá kosti aðra sem fyrir hendi eru, verðlagsmál iðnaöarins, lánamálin, launaskatt og söluskatt. En hæst ber þó kröfu Félags islenskra iðn- rekenda um að gengið verði fellt verulega til að bæta stöðu iðnaðarins. Viðskiptaráðherra mun' gefa rikisstjórninni skýrslu um viðræðurnar. eng. ■ I ■ I i ■ I ■ I i ■ > I i ■ I ■ I I I ■ I ■ I ■ I ■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.