Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. júli 1981 Var hársbreidd frá því að hreppa bifreið KARL Júhannsson var hárs- hrcidd frá því að vinná I hryslcr-hifrciú á GR-mót- inu í Kolfi sem haidið var á Grafarholtsvellinum um helgina. Þannig var mál með vexti, að Chrysler-bifreiðin átti að falla i hlut þess kylfings sem væri svo heppinn að slá holu í höggi á 17. braut. Og Karl var ótrúlega ná-, lægt því að vinna afrekið, teigskot hans stefndi beint á holuna án þess að hrökkva ofan í. Hafnaði kúlan loks. 228 sentimetrafrá holunni og TeTTTárlTo alltént auka- verðlaun fyrir að komast næst holunni í einu höggi. En varla hafa skiptin verið góð. KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalid Rætt við Soffíu Karlsdóttur um austurlenskar alþýðulækningar /,Mamma, hvers vegna tekur ,,á stundinni" svona langan tíma?" Byggir á hug- myndinni um sam- verkandi andstæður — Deilan um Torfuna? Erþað ekki spurningin um hver fái að tefla viö páfann? Skelfing þarf maður að likjast mörgum til þess að likjast sjálfum sér ekki neitt. Bunulækur biár og tær. Þykkt hár á Mogganum Eftir þvi sem fólkið hans pabba segir er ég með augun hans afa, hökuna hans pabba og svo geng ég l^eins og hann Ferdinand frændi „Eg var i námi s.l. vetur i þessum fræöum í skóla i London sem nefnist „The Kushi Institu- te”. Ég fer aftur þangað i sept- ember i áframhaldandi nám. Skólinn er rekinn af -The Community Health Foundation (The East-West Centre) sem er fræðslustofnun sem vinnur að útbreiðslu og fyrirbyggjandi að- geröum á heilsusviði,” sagði Soffia Karlsdóttir i viðtali viö blaðið, en hdn gengst fyrir kynningu á kfnverskum og jap- önskum alþýöulækningum n.k. laugardag i Jógastöðinni Heilsubót. Með henni i þessari kynningu er Bruce Wilson frá fyrrgreindri stofnun og stendur kynningin frá kl. 9—5. „Viö munum kynna þessi fræöi sem segja má að byggi á 5000 ára reynslu viö ýmsar að- stæöur. Austræn heimspeki og læknislist byggir á grundvallar- hugmynd um samverkandi and- stæður, Yin (tilhneiging til miðflótta) og Yang (tilhneiging til miðsóknar). betta lögmál er notaö sem lykill eða aöferð til aukins skilnings á stöðu manns- ins sem hluta af náttúrunni, (sem dæmi um andstæður má nefna dagur — nótt, vetur — sumar, maður — kona). Þá veröur sýnt kinverskt sjálfs- nudd (DO-IN), fjallað um mataræði, fæöuval og matar- gerð, um austræna sjúkdóms- greiningu og japanskt nálar- stungunudd.” Sofffa Karlsdóttir: Við byggjum ekki á hreinni jurtafæðu, en leggjum mikiö upp úr góðu hráefni og réttri meðferð. Það er stað- reynd að verulegur hluti nútimasjúkdóma stafar af röngu mataræði. „A hverju byggið þið fæöuval ykkar?” „Við byggjum á sömu grund- vallarhugmyndum og i öllum okkar fræðum, þ.e. andstæðum, . sem einnig er að finna i fæðunni. Fæða sem hefur útvikkandi áhrif (t.d. ávextir og grænmeti) er Yin, en samþrengjandi fæða (t.d. kjöt og egg) er Yang. Það er mikið atriði að tefla þessum andstæðum saman meö jafn- vægi fyrir augum, miðað við þarfir hvers og eins og gerö hans, svo og árstiðum og land- svæði. Við byggjum ekki á hreinni jurtafæðu, en leggjum mikið upp úr góðu hráefni og réttri meðferð. Það er stað- reynd að verulegur hluti nú- tímasjúkdóma stafar af röngu mataræði og allt of litill gaumur er gefinn aö fyrirbyggjandi ' lækningu, sem fyrst og fremst er fólginn i réttu mataræöi.” „Teljið þiö ykkur geta læknað sjúkdóma með mataræði?” „I mörgum tilvikum er það hægt, en best er að byrja á réttu mataræði, áður en sjúk- dómurinn kemst á alvarlegt stig. Það er sagt að það sé hægt aö lækna flesta sjúkdóma, en ekki alla sjúklinga. „Hvað segja læknavisindin um þessa visindagrein ykkar?” „Þetta er nýtt hér á landi, og viðbrögö hafa ekki verið mikil ennþá. I Bretlandi höfum við átt mjög gott samstarf við lækna og heilbrigðisyfirvöld og að minnsta kosti viðurkenna menn aö þetta getur ekki verið skað- legt”, sagði Soffia aö lokum. Mikil aðsókn er að kynningar- deginum, en þeir sem hafa áhuga geta hringt i 14031. —þs En fólkið hennar mömmu segir að ég sé meö nefið hans afa, ennið hennar mömmu og aö ég hlæi eins ___ ^og Marta frænka. j T'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.