Þjóðviljinn - 08.07.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Qupperneq 3
Miövikudagur 8. júli 1981 .ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Borgarfjördur: Dag- renning 70 ára Ungmennafélagi& Dagrenning i Borgarfiröi veröur 70 ára 23. júli nk. og veröur afmælisins minnst meö kaffisamsæti i félagsheimil- inu aö Brautartungu laugard. 25. júli. Félagið naut frá fyrstu tiö vel- vildar og gestrisni prestshjón- anna á Lundi, þeirra Guðrúnar Sveinsdóttur og sr. Sigurðar Jónssonar en fljótlega var þó ráðist i að koma upp samkomu- húsi. Það þjónaði hreppsbúum sem þing- og samkomustaður i 30 ár. Siðar flutti félagið starfsemi sina að Brautartungu, þar sem nú eru sundlaug, félagsheimili og iþróttavöllur. Fyrsti formaður Dagrenningar var Jón Ivarsson en stjórn hennar skipa nú Ólafur Jóhannesson, Hóli, Ingibjörg Björnsdóttir, Snartastöðum og Torfi Hannes- son, Gilsteymi. Heiðarbýlið allt frá AB Ot er komin hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins siðasti hluti Heiðarbýlisins eftir Jón Trausta og er með þvi lokið út- gáfu bókaklúbbsins á verkum eftir þennan merkilega höfund. Stórvirkið Halla og Heiðarbýlið er eins og kunnugt er einhver þroskaðasti ávöxtur islenskra raunsæisbókmennta kringum aldamótin. Þar birtist islenskt þjóðlif á 19. öld, erfiðleikar þess og miskunnarleysi. I þessu sioasta bindi er ekki einungis fjallað um lifstrið Höllu, heldur einnig miklu fleiri sveitunga hennar, rikra og fátækra, lifs- baráttu þeirra og innri átök. Halla og Heiðarbýlið er i þremur bindum i útgáfu Bóka- klúbbs Almenna bókafélagsins. Þetta siðasta bindi er 303 bls. og er unnið i Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu. Guðmundur L. Jóhannesson skipaður héraðsdómari í Hafnarfirði Forseti Islands hefur sam- kvæmt tillögu dómsmálaráð- herra veitt Guðmundi L. Jóhannssyni aðalfulltrúa héraðs- dómaraembættið við embætti bæjarfógetans i Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnar- nesi og sýslumannsins i Kjósar- sýslu frá 15. júni 1981 að telja. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Finnbogi H. Alexandersson, fulltrúi, Hlöðver Kjartansson fulltrúi, Jón Ragnar Þorsteinsson aðalfulltrúi og Valtýr Sigurðsson héraðsdómari. Ekki Danmörk og Finnland Missagt var i frétt i Þjóðvilj- anum i gær, að öll skáksambönd á Noröurlöndum hefðu samþykkt ályktun þar sem skoraö er á sovésk yfirvöld að hleypa fjöl- skyldu Kortjnojs úr landi. Skák- sambönd Danmrerkur og Finn- lands hafa ekki skrifað undir þessa ályktun. Hér rfs dvalarheimili fyrir aldraða viö Snorrabrautina. Til hægrisér i Domus Medica. —Ljósm. eik. Reisugilli á næstunni: Nýja dvalarheímffið að komast undir þak Á svæðinu við hlið Sundhallarinnar gömlu er Reykjavíkurborg nú að koma upp nýju dvalar- heimili fyrir aldraða og hafa framkvæmdir geng- ið dável að sögn öddu Báru Sigfúsdóttur borg- arfulltrúa. Þessa dagana er unnið við að klæða þak- ið og mun byggingin full- búin snemma næsta sum- ar ef allt gengur að ósk- um. 1 vetur var ákveöið, að dvalarheimilinu skyldi tviskipt, i hjúkrunarheimili fyrir 44 sjúk- linga og vistheimili að auki, sem rúma mun 40 aldna þegna. I vistheimilinu verða séribúðir, likt og að Dalbraut og Löngu- hlið, og ibúum veitt aðstoð aö hluta, en full þjónusta sjúkling- unum einsog vera ber. Dvalar- heimilið viö Snorrabraut er aöeins einn þáttur þess átaks, sem borgin stendur nú að i mál- efnum þeirra eldri, en næsta verkefni er aö sögn Oddu Báru stór samstæða i Seljahverfi, sem rúma mun hjúkrunarheim- ili, dvalarheimili með sér- ibúðum og einstök ibúðarhús. L_ Blönduvirkjun: Þokast í samkomulagsátt? „Þaö má kannski segja, að þessu þoki þó heldur i samkomu- lagsátt, þótt hreyfingin sé óneitanlega litil”, sagði Hilmar Kristjánsson, oddviti á Blönduósi i viötali við blaðið i gær, en samn- inganefndin um Blönduvirkjun sat á fundi á Blönduósi i fyrradag. A fundinum voru lögð fram drög að samningi, sem lögfræð- ingar málsaðila höfðu gert. Voru samningsdrögin rædd ýtarlega á fundinum svo og þær ábendingar og tillögur, sem fram komu um breytingar á þeim. Lögfræðingarnir, — en þeir eru þrir, einn fyrir ibúa austan Blöndu, annar fyrir þá, sem búa vestan Blöndu og sá þriðji frá Rafmagnsveitunum, — munu nú taka samningsdrögin til frekari endurskoðunar, með hliðsjón af þeim ábendingum, sem fram komu á fundinum. — mhg Kvikmyndaviðburður: Dómsdagur Nú! Þyrslusveit sprengir upp vietnamskt þorp. Wagner hljómar úr hátölurum. Sumarið er yfirleitt heldur fiðindalítið á víg- stöðvum lifandi mynda, en nú er ástæða til að biðja kvikmyndaunn- endur að hvessa brúnir og hreinsa til í seðlaveskjum (hækkað verð), því að í dag hefur Tónabíó sýningar á hinni frægu mynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, eða Dómsdagur Nú, einsog hún heitir á kvik- myndahússislensku. Myndin gerist i Vietnam- striöinu, og fjallar i mjög stuttu máli um sendiför ameriskra að kanna athafnir áður gervilegs herstjórnanda, sem orðinn er geggjaður og tekinn i guðatölu kambódiskra frumstæðingja. Lýst er ódysseifsför banda- riskrar þjóðfélagsþversneiöar upp frumskógarfljót, og átökum foringja sendisveitarinnar (Martin Sheen) i firrð og nánd við ofurstann brjálaða (Marlon Brando), og verður myndin þvi magnaðri sem á liður. Gagnrýnendur hafa tekið myndinni vel, en misvel. Enginn kemst hjá að lofa myndatöku og leikstjórn fyrir glæsileik, en ýmsar skoðanir veriö uppi um túlkun. Hafa sumir talað um yfirborðslega flugeldasýningu, en aðrir séð úr myndinni djúphyggna greiningu bandarisks veruleika einsog hann birtist i Vietnamstriðinu, og jafnvel talað um krufning mannlegs eðlis. Bandariskir fóru seint af stað að búa til vitlegar myndir um þetta dapurlega strið sitt, en við höfum fengið að sjá amk. tvær útgáfur i Hjartarbananum og Heimkomunni. Þaö hafa ekki verið ortir sálmar af viti á íslandi eftir Hallgrim, og ef til vill er hér myndin sem bindur enda á Vietnammyndirnar. Myndin fékk gullpálmann i Cannes 1979, og ýmsar viður- kenningar aðrar, þám. óskar fyrir kvikmynda- og hljóðupp- töku 1980 (en þá hirti Redford flesta Óskarana fyrir Kramer/Kramer, og þótti mörgum skritið). Myndin er tekin upp i Dolby, og sýnd i fjögurra rása „Star- scope Stereo”, bönnuö innan 16, og hefur óvenjulegan sýningar tima, enda æði löng: 16.30, 19.20 22.15. Hátíðarhöld í Húnaþingi: Minnst 1000 ára afmælis krístní- boðs Um þessar mundir eru 1000 ár liöin frá þvi aö kristniboö hófst hér á landi. Þaö var Þorvaldur viöförli sem fyrstur geröist kristniboöi svo skráö sé, en eins og Landnáma ber meö sér var nokkuð um kristna menn me&al landnámsmanna aö ógleymdum þeim sögnum sem þar eru um kristna irska munka. Hinn 19. júli verður kristni- boðsins minnst með hátiðarguðs- þjónustu i Þingeyrarkirkju, en i Húnaþingi hóf Þorvaldur og Frið- rik biskup sem með honum var að boöa kristna trú. Siðdegis 19. júli kl. 16 hefst hátiðarsamkoma viö Gullstein i Þingi. Þar setur séra Arni Sigurðsson samkomuna, Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup flytur ávarp, kór syngur, Kristján Hjartarson flytur hátiöarkvæði og kaþólski biskupinn á Islandi Herra Hinrik Frehen flytur ávarp. Biskupinn yfir Islandi Hr. Sigurbjörn Einarsson flytur ræöu og afhjúpaður verður minnis- varði um kristniboðana. Færanleg heyköggla- verksmiðja í Eyjafirði — Menn hafa mikinn hug á þvi að koma hér upp færanlcgri hey- kögglaverksmiöju og ég á von á þvi að nú alveg næstu daga veröi hægt að fara aö prófa hana, sagöi Ólafur Ragnarsson ráöunautur á Akureyri. — Það er búið að fá öll þau tæki, sem til þessa þarf og er nú verið að vinna að þvi að setja verksmiðjuna saman uppi á bil- palli. Fyrirtækið er fjármagnaö að hluta til þannig, aö nokkrir bændur lögðu fram einskonar fyrirframgreiöslu á kögglum, til þess að aðstoða við aö koma þessu áfram. Hugmyndin er sú, aö Stefán Þórðarson i Teigi reki verksmiðjuna, a.m.k. i byrjun og fari með hana á milli manna. Bændur hafa mikinn hug á aö láta köggla fyrningar þær, sem þeir eiga frá þvi i vetur og losa þannig hlöðurnar. Erfiðara verður þó um vik við þetta þar sem sláttur er þegar hafinn. Heyið, sem kögglað er, verður aö sjálfsögðu að vera vel þurrtog þvi verður sú taða, sem slegin er i sumar og súgþurrkuð, naumast köggluð fyrr en i haust. I vetur létu einir 20—30 bændur köggla fyrir sig töluvert af heyi, svona i tilraunaskyni. Með örfáum undantekningum likaði mönnum kögglarnir afskaplega vel og töldu sig spara með þeim veruleg fóðurbætiskaup. Bendir sú reynsla, sem af þessum kögglum fékkst til þess, að sauð- fjárbændur þurfi ekki að kaupa korn af innfluttu kjarnfóðri. Kögglarnir eiga að duga bæöi til fengieldis og fóðrunar um sauð- burð. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.