Þjóðviljinn - 08.07.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Qupperneq 5
Pólitískt fordæmi Frakklands Miðvikudagur 8. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Eftir vinstrisveifluna í Frakklandi og myndun vinstristjórnar þar spyrja menn hér og þar í blöðum, hvort ekki sé ,,franskt" ástand að skapast á (talíu. í þeim skilningi, að valda- einokun hægrimanna sé senn lokið og vinstrif lokk- ar geti tekið við. Valda- einokun, sem eins og í Frakklandi er nátengd þeirri samræmdu Nató- stefnu, að kommúnistar skuli ekki í stjórn — hvað sem kjósendur segja. Fyrstu skrefin i þessa átt eru þegar tekin. Kristilegir demó- kratar, sem hafa veriö við völd óslitið frá striðslokum, hafa farið halloka. Fyrst misstu þeir for- setaembættið þegar sósialistinn Pertini var kosinn, i stað Leones, sem hafði lent i hneykslismáli. Kristilegir demókratar eru nefni- lega alltaf að lenda i hneykslis- málum. Siðast fauk stjórn Far- lanis fyrir borð á skipi sögunnar vegna iskyggilegra umsvifa hátt- settra manna i leynilegri frimúr- arastúku, P-2. Og þá var i fyrsta sinn komið að þvi, að maður utan hins stóra flokks Kristilegra myndaði stjórn, Spadolini úr flokki Lýðveldissinna. Og svo komu héraðs- og borgarstjórnar- kosningar i stórum hlutum lands- ins, sem að nokkru minntu á „franska” þróun. Þó ekki svo mjög. Fylgið lá frá hægri, frá DC (Kristilegum, og MSI, nýfasist- um. Ekki til kommúnista, sem standa nokkuð sléttir eftir, heldur til sósialista og smárra miðju- flokka, m.a. flokks Spadolinis. Bettino Craxi, foringi sósialista (þeir hafa haft um 10% atkvæða, en þar fyrir utan er til litill sósial- Vinstrisveifla næst á Ítalíu? demókrataflokkur), hafði ber- sýnilega mikinn hug á þvi að færa sér aðstæður i nyt. Frimúrara- hneykslið vildi hann gjarna nota til þess að setja Kristilegum stranga skilmála og hafa sjálfur stjórnarforystu. Spadolini var svo eina málamiðlunin sem finnanleg var eins og málum var háttað. Vísitöluþrætur Spadolini hefur snúið sér að efnahagsvandanum og hefur margur fengið þakklátara verk- efni. Italir hafa bæði mikla verð- bólgu (20%) og atvinnuleysi og mikinn halla á opinberum bú- skap. Atvinnurekendur i Con- fidustria halda þvi fast fram, að laun og launatengd útgjöld séu of há fyrir itölsk afköst og stöðu á heimsmörkuðum. Þeir hóta þvi, að ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra, muni þeir segja upp einhliða samkomulagi um visitölubætur á laun, scala mo- bile, en það kerfi er óspart, rétt eins og hér á landi, sakað um að bera ábyrgð á „sjálfvirkri verð- bólgu”. Verkalýðssamtökin, sem eru þriskipt, en hafa samt allnáið samstarf, hafa lýst þvi yfir að með þvi væri kastaö striðshanska og myndu þau svara með alls- herjarverkfalli. Samt eru þau til- búin til að ræða breytingar á visi- tölukerfinu, ef að skattapólitikin verður höfö með i endurskoðun- inni. En meðan beðið er eftir tiðind- um á þessum vettvangi og Spado- lini reiknar út prósentur, búast flokkarnir i stakk til kosninga, sem flestir búast við að verði á næsta ári. Og Craxi, leiðtogi sósialista er lykilmaður i þvi tafli. Áform Craxis Craxi varð foringi Sósialista- flokksins (PSI) árið 1976. Hann setti sér þá það markmið að kom- ast út úr þeirri klemmu sem flokkurinn hafði lent i á milli tveggja risa, Kristilegra (36—38% atkvæða) og Kommúnista, PCI (31—34% at- kvæða). Sósialistar höfðu lengi vel haft meiri möguleika á að standa i stjórnsýslu en fiestir aðrir: Kristilegir þurftu á þeim að halda til að geta haldið uppi meirihlutastjórnum yfir rikinu, og kommúnistar höfðu þörf fyrir þá i héraðs- og borgarstjórnum. Þeir unnu semsagt á vixl til vinstri og hægri. En slik staða reyndi mjög á þolrif flokksins og var jafnan hætt við þvi að úr hon- um kvarnaðist. Craxi reyndi að byggja upp rækilegar en áður sérstöðu flokksins, og þá ekki sist með allharðri skothrið á kommúnista. Aðferð hans er til- tölulega einföld: hann brýnir það mjög fyrir mönnum, sem þeir og vita, að valdaeinokun Kristilegra hefur leitt af sér mikla spillingu og vesældóm. A hinn bóginn brýn- ir hann kommúnista á þvi, að þeir séu ekki nógu klárir og kvittir við Sovétrikin. Markmiðið er að sósialistar taki að sér stjórnar- forystu — og verði leiðandi afl á vinstri væng italskra stjórnmála. Rupert Cornwell segir i nýlegri grein i Financial Times, að lik- legra sé að fyrra áformið (stjórnarforystan) takist en hið siðara. Kommúnistaflokkur Italiu er miklu sterkari en Sósialistaflokkurinn og eins og Cornwell segir „stendur djúpum rótum i italskri sögu, er hófsam- ur, sama hvaða mælikvarði er á hann lagður og fyrir löngu kom- inn undan áhrifum Moskvu”. Franski kommúnistaflokkurinn, sem Miterrand hefur skotið aftur fyrir sig, fær ekki slikar einkunn- ir. Vinstri kostur Viss velgengni Craxis og sósialista hans setur italska kommúnista reyndar i nokkurn bobba. Þeir höfðu árum saman unnið að einskonar samstarfi við Kristilega, sem þeir kölluðu „sögulega málamiðlun”. Aðal- röksemdin var sú, að á Italiu stæði lýðræði svo veikum fótum, vegna fasiskra og hálffasiskra afla i her og viðar, að landsmenn hefðu ekki efni á að skipta sér i tvennt, jafnvel þótt að vinstri- flokkarnir gætu náð nauðsynlegu 51% atkvæða i kosningum. Þvi yrðu kommúnistar að semja við hinn kristilega fjöldaflokk um stjórnarsamstarf. Þessi stefna hefur ekki borið árangur og hrifn- ing af henni fer siminnkandi hjá stuðningsmönnum kommúnista. A þá alfariö að veðja á vinstri- stjórnarmögulcika með sósialist- um og með stuðningi róttækra smáflokka? Það svar hefur enn ekki verið gefið. En að þvi er varðar möguleika sósialista til fylgisaukningar þá eru þeir fyrst og fremst til hægri. Hneyksli, þreyta og sundrung hrjá flokk Kristilegra — Það er flótti brostinn i liðið, og þá er ekki nema eðlilegt, að fyrrum stuðn- ingsmenn flokksins hætti sér rétt yfir miðjuna til sósialista frekar en stökkva alla leið yfir til kommúnista. AB. Bettino Craxi, formaður Italskra sósialista, ræðir við Mitterrand — og hefur mikla löngun til að likja eftir honum. Ivo rfld, banda- •ag, sam- eining? Hin tviskipta Kórea á sér tvo sendiherra á islandi. Þegar þeir leggja leið sina hingað hafa þeir að jafnaði meðferðis gögn sem sýna ákafan vilja ráðamanna fyr- ir sunnan og norðan landamærin um að sameina landið — og um leið rök ýmisleg fyrir þvi, að ein- ræðiskerfi hins standi þeirri þjóð- arnauðsyn fyrir þrifum. Bæði kóresku rikin eru undir stjórn mjög „sterkra” manna og svo ólik að allri gerð, aö það virð- ist undarlegt hve oft og mikið ráðamenn i Pjongjang og Seúl tala um sameiningu. En það er svo vitaskuld ekki nema rétt sem lesa má m.a. i pistlum Norðan- manna, að margar fjölskyldur eru sundraðar, og það er i meira lagi hörmulegt, að ekki skuli einu sinni póstur eða simtöl fara milli rikjanna. Áfangasættir Fyrir nokkrum vikum kom sendiherra Suður-Kóreu hér við. Hann sendi þá frá sér tillögur stjórnar sinnar um upphaf sam- einingatilrauna, sem átti aö felast i þvi, að æðstu menn rikjanna, helst forsetarnir Tsjún Dú Hvan og Kim II Súng, skiptust á heim- sóknum og hæfu þannig „sættir i áföngum”. Ýmisleg önnur tilboð um samvinnu fylgja og talað er um almennar kosningar sem þriðja áfanga. Þá segir, að þvi miður sé þetta allt erfitt vegna þess að Norðanmenn vilji helst leggja undir sig Suður-Kóreu og svo séu hugmyndir forseta Norö- anmanna um eitt rikjabandalag með tvennskonar þjóðfélagskerf- um óraunsæjar. Bandalagsríki A dögunum kom svo nýr sendi- herra Norður-Kóreu, Om Jong Sik, til að afhenda sin trúnaðar- bréf á Bessastöðum. Hann hafði m.a. meðferðis úrdrátt úr nýlegu viðtali við forseta sinn, Kim II Sung, þar sem itrekaðar eru hugmyndir hans um „sjálfstætt og hlutlaust riki utan hernaðar- bandalaga og sameiginlega þjóð- stjórn á þeim forsendum að Suöur og Norður viðurkenni og umberi hugmyndir og þjóðfélagskerfi hvors annars, stjórn þar sem báð- ir aðilar eigi jafnmarga fulltrúa”. Sunnantfllagan um kosningar andspænis norðurtillögu um jafna hlutdeild i stjórn getur m.a. verið tengd þvi, að ibúar Suður-Kóreu eru mun fleiri en Norður-Kóreu. En siðan er hætt við að seint yrði samið um framkvæmd einhvers- konar kosninga i Kóreu. Sunnan- menn bera það fyrir sig að fyrir norðan sé kommúniskt alræði. Þéir fá það yfir sig i staðinn, að Tsjún Dú Hvan haldi uppi „airæði eins manns” og „fasiskri stjórn”, eins og segir i fyrrnefndu viðtali við Kim II Sung. Og þurfi sá fas- ismi, sem i fyrra barði niður með mikilli hörku óeirðir i borginni Kvangjú að vikja áður en banda- lagsrikið nýja getur komist á fæt- urna. Þau atriöi eru vitaskuld ekki nefnd að ástæðulausu: suð- urkóreuforseti lét upp úr þeim átökum m.a. dæma til dauöa helsta foringja stjórnarandstöð- unnar, Kim Dae Jung, en neydd- ist svo til aö breyta þeim dómi i lifstiðarfangelsi. Sem fyrr virðast Kóreumál i römmum hnút. En það er þó fróð- legt, að fulltrúar rikjanna leggja sig töluvert fram um að viðra ýmislegar hugmyndir um sam- vinnu þeirra og jafnvel formlega sameiningu. — áb

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.