Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 8. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sungið á vinnustöðum Vísnavinir hafa að undan- förnu verið á ferð um Austur- og Norðurland og sungið á vinnustöðum, sjúkrahúsum og eliiheim- ilum við góðar undirtektir. Það er Menningar og fræðslusamband alþýðu sem stóð að ferðinni ásamt þeim Vísnavinum Gísla Helgasyni, Aðalsteini As- berg Sigurðssyni, Eyjólfi Kristjánssyni, Bergþóru Árnadóttur, Inga Geir Jó- hannssyni og Örvari Aða Isteinssyni. Slíkar menningarreisur eru nýmæli hjá MFA, en áður hefur leikþáttur Jóns Sungið og spilað I Slippstöðinni á Akureyri. Ljósm.: Magnús Arsæls- son. Vísnavinir á ferð um landið Hjartarsonar, Vals, verið sýndur víða. Að sögn Snorra Konráðssonar hjá MFA létu söngvararnir vel yfir ferðinni. Þau sungu á 23 vinnustöðum, þræddu Austfirðina og enduðu ferðina á Akureyri. Sungið var i kaffitimum og yfir- leitt reyht að haga dagskránni þannig að hún entist kaffitimann. Stundum varð hannþólengri með samþykki verkstjóra, ef mikið var klappað, en annars staðar stóðu verkstjórar upp og gengu út, sem þýddi ab nú ætti að vinna. Alls munu um 17—1800 manns hafa hlýtt á sönginn. „Þessi góða þátttaka hlýtur að gefa til kynna að þessu starfi þurfi að sinna bet- ur”, var álit Snorra hjá MFA. Auk frystihúsa, saumastofa, verksmiðjanna á Akureyri, Slipp- stöðvarinnar þar og fleiri fyrir- tækja fengu bæði sjúkir og aldnir að njóta framtaksins; sums staðar þar sem félagsheimili voru fengin mætti meirihluti bæjarbúa sem sýnir að landsmenn kunna vel að meta slikar heimsóknir. — ká. Visnavinirnir Bergþóra, Aðalsteinn.Gisli og öi var. Ljósm.: Magnús Arsælsson. Leiðbeiningar til launafólks: Aðeins má draga 75% af launum! Endur fyrir iöngu voru til lög sem ákváðu hámark þess seiú taka mætti af kaupi launþega upp f opinber gjöld. Þau lög eru löngu afnumin og um árabii hef- ur það veriö svo, að leyfilegt hefur verið að taka öll laun launþega upp f opinber gjöid. Fiestir kannast við það, þegar vinnufélagar fá svokaliaða stjörnutékka í launastaö á út- borgunardegi, þ.e.a.s. kvittanir fyrir greiðsiu opinberra gjalda en enga peninga til að lifa af. Segja má að með vaxandi not- kun tölva hafi kerfið orðið æ ómanneskjulegra, ekkert tiliit var til þess tekið hvort f hiut ætti launamaður með stóra fjöl- skyidu á framfæri sinu, eða maður mefi betri aöstæöur. Ekkert var hægt að gera i þessum efnum. Lögin voru ákaflega afdráttarlaus. Launa- greiðendum var skylt að inn- heimta áfallin gjöld að fullu og þeir báru sjálfir ábyrgð á skil- um þeirra til hins opinbera. — Hér mætti nota orðatiltækið „löglegt en siðlaust”. A siðasta Alþingi var sam- þykkt tillaga til lagabreytingar frá okkur Albert Guðmunds- syni, sem fól I sér lagfæringu á þessu máli. Tillagan var svo- hljóðandi: „1. gr. —A eftir 2. málslið 1. málsgreinar 113. gr. laga nr. 40/1978 (sbr. 49. gr. laga nr. 7/1980) bætist nýr málsliður er orðist svo: Aldrei skulu launagreiðendur þó halda eftir meira en nemur 75% af hcildarl aunagreiðsiu hverju sinni. 2. gr. -Lög þessi öðiast þegar ^ldi.” 1 greinargerð segir m.a.: „Með þviab takmarka það við 75% af heildarlaunagreiöslum, sem launagreiðendur innheimta hverju sinni, er tryggt að laun- þegi fái ávallt að minnsta kosti 1/4 launa sinna til ráðstöfunar milli launagreiðsludaga. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að vandi heimil- anna er mikill, ef fyrirvinna fær eingöngu greiðslukvittun fyrir Guðmundur J. opinberum gjöldum i staö pen- inga á Utborgunardegi.” 1 sjálfu sér er þessi lagabreyt- ing engin frelsun undan háum sköttum. En hún takmarkar þó að ákveðið neyðarástand skap- ist á heimilum vegna algjörs peningaleysis. Það verður aldrei of brýnt fyrir fölki, að lendi það í erfið- leikum vegna þess að það hefur „Með því að tak- marka það við 75% af heildarlauna- greiðslum, sem launagreiðendur innheimta hverju sinni, er tryggt að launþegi fái ávallt að minnsta kosti 1/4 launa sinna til ráðstöfunar milli launagreiðsludaga” Guðmundsson skrifar: 2. grein ekki gert skattskýrslu eða að áætlaðar hafa verið á það tekj- ur, þá verður það að snúa sér tíl einhvers sem kann til verka i þessum efnum, t.d. stéttarfé- lags sínsfsem annað hvort sjálft annast þá slik mál eða visar á einhvern aöila, t.d. lögfræðing sinn. 1 ótnílega mörgum tilvikum má með þvf að skila framtali eöa færa fram beiðni um niður- fellingu til viökomandi bæjarfé- iags eða skattstjóra, fá verulega lagfæringu á álögðum sköttum. 1 mörgum tilfellum hefur við- komandi maður verið tekjulaus eða orðið fyrir fjárhagslegum áf öllum sem eðlilegt er að taka tillit tíl. Þaðerþvimiður of algengt að menn séu á sifelldum flótta, vinnustað af vinnustað, til að komast hjá skattgreiðslum af þvi að þeir eru komnir i þá að- stööu að allt kaup þeirra er hirt. Eins og að framan segir er þessi lagasetning engin alls- herjarlausn á skattamdlum, en hún er þó altént trygging fyrir þvi að launamenn fái ekki viku eftir viku, mánuö eftir mánuð, kvittanir i stað launa. Með þess- um lagaákvæðum er launa- greiðendum óheimilt að taka meira en 75% af laununum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.