Þjóðviljinn - 08.07.1981, Side 10

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. júli 1981 ira : tii Fyrsti útimarkaöur í Firöinum Fyrsti útimarkaðurinn sem haldinn er i Hafnarfiröi veröur i miðbænum þar, nánar tiltek- ið á túninu við apótekið, á föstudag, 10. júli kl, 2—8 sd. Það er FH sem stendur fyrir markaðnum og ætlar aðallega að selja fatnað, sem fólki verður boðiö aö prútta um eft- ir bestu getu. Þá verður einnig sitthvað til skemmtunar á svæöinu meðan markaðurinn stendur yfir. Holstebro Marimba hér á ferö A morgun, fimmtudag kl. 18 verða haldnir tónleikar i Norræna húsinu. Þar kemur fram dönsk hljómsveit frá Holstebro, „Holstebro Marimba Orkester”, en i hljómsveitinni eru 16 ungling- ar sem leika á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri. A efnisskrá er aðallega tóniist af léttara taginu. Hljómsveitin hefur ferðast viða um lönd og vakið mikla hrifningu meö leik sinum. Holsterbro Marimba Orkester er hér á landi m.a. i tengslum við þing norrænna tónlistarkennara sem nú stendur yfir i Reykjavik. Auk tónleikanna i Norræna húsinu mun hún leika á Elliheimilinu Grund og á mánudag á Asi i Hveragerði. Þá verða tónleik- ar á Akranesi á sunnudag, kl. 2. sd. i Bióhöllinni. Við afhendinguna. Frá vinstri: Þórarinn Ólafsson yfirlæknir svæf- ingardeildar, Davíð A. Gunnarsson forstjóri rikisspitalanna, Bernharð Petersen formaður Lkl. Freys, dr. Hjalti Þórarinsson yf- irlæknir, Sverrir Sigfússon gjaldkeri Freys, Viktor Magnússon for- maður starfsmannaráös, Gunnar Gunnarsson ritari Freys, Magnús Tryggvason formaöur f járöflunarnefndar Freys og Grétar Ólafsson yfirlæknir. Hjartadœlan eykur lífslíkur Handlæknisdeild Landspít - alans fékk nýverið afhenta hjartadælu frá Lionsklúbbn- um Frey. Hjartadælan verður notuð við opnar skurðaögerð- ir, sem teknar verða upp á spi'talanum innan tiðar. Einn- iger hún mikilsverö i bráðum kransæöatilfellum. Davið A. Gunnarsson for- stjóri rikisspitalanna lét svo ummælt er hann þakkaði gjöf- ina fyrir hönd Landspitalans og þetta væri ein höföingleg- asta gjöf sem spitalanum heföi borist, en erfiðlega hefði gengið að fá fjárveitingar til tækjakaupa á undanförnum árum. Grétar ólafsson for- maður læknaráðs og Viktor iMagnússon, formaður starfs- mannaráðs þökkuðu og lýstu notkun tækisins, sem eykur lifslikur fólks með alvarlegar hjartabilanir t.d. vegna karnsæöastiflu. Forstöðumaður handlæknis- deildar Hjalti Þórarinsson, prófessor rakti nokkuð tildrög þess að nU er verið að undir- búa hjartaskurNækningar á Islandi en Hjalti hefur verið einn helsti hvatamaður þeirra hérlendis. Hverfaskipting Hvaöa þjónusta Félagsmálaráð Reykjavik- urborgar hefur látið gefa út bækling til kynningar á starf- semi Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar, þar sem veittar eru almennar upplýs- ingar um félagsmálaþjónustu á vegum Reykjavikurborgar og kynnt hvar hennar er að leita, Bæklingurinn er i handhægu og hvar? broti og spannar yfir upplýs- ingar og ráögjöf, dagvistun barna, þjónustu vegna barna og unglinga, þjónustu við aldraða, fjárhagsaðstoð, hús- næðisaðstoð og heimilishjálp. Hann verður látinn liggja frammi á skrifstofum Félags- málastofnunar Reykjavikur- borgar og hjá ýmsum öðrum þjónustustofnunum. Tillögur sœnskra i áfengismálum Starfshópur innan sænsku læknasamtakanna skipaður af I stjórn þeirra, hefur undanfar- * iö unnið að tillögum um áfengismálastefnu. Tillögurn- ar grundvallast á þvi aö lögð I verði höfuðáhersla á að draga • úr áfengisdrykkju' og minnka Iá þann hátt tjónið sem hún veldur. Lagt er til m.a. að áfengi ■ verði skammtað, verð áfengis hækki um 50—100%, útsölu- stöðum verði ekki fjölgað, toll- frjáls áfengisinnflutningur verði bannaður, áfengisversl- anir verði lokaðar á laugar- dögum, styrkir til bindindis- samtaka verði stórauknir, fræðsla aukin og meðferö drykkjusjúkra samhæfð og bætt og að lokum að lögaldur til áfengiskaupa veröi ekki lækkaöur. Allir þessir strákar voru á námskeiðinu I júni. Þeir stóru fremst á myndinni voru aðstoðarleiðbeinendur enda orðnir 15 ára og heilmiklir menn. Margir hinna höfðu verið á sams konar námskeiði áður og vildu gjarnan vera með næsta sumar llka. Heimsókn á Kópavogsvöll Lelklr og íþróttir og ferðalag í lokin Það var líf og fjör á Kópavogs- velli fyrir vikutima eða svo. Reyndar mun vera þar mikið um tð vera flesta daga en tilefni þess ið blaðamaður fór þangað einn góðan veðurdag var kynning á tömstundastarfi sem þar er rekiö ár hvert fyrir ungt fólk allt frá 6 ára aldri og eitthvað uppeftir ár- um. Daginn góða sem við komum á völlinn var að Ijáka námskeiði i leikjum og iþróttum en það hafði staðið i mánaðartima. Að sögn félagsmálastjóra, Kristjáns Guð- mundssonar og iþróttafulltrúa, Hafsteins Jóhannssonar, sem voru leiðsögumenn gestanna, hafði aðsókn að námskeiðum þcssum aldrei verið meiri. Krakkarnir koma að morgni kl. 10 og eru til kl. þrjú. 1 hádeginu fá þau súpu og kókó en haf a með sér Texti og myndir: hs brauö og ávexti. Siðustu tvo daga námskeiðsins, sem heitir íþróttir og Utilif, er farið i ferðalag. Að þessu sinni var ætlunin að fara að Laugarvatni. Þennan dag stóð yfir iþrótta- keppni og var keppt bæði i hlaup- um og stökkum. Sagöi Hafsteinn að yngstu krakkarnir kepptu allir saman en eftir að 10 ára aldri væri náð þýddi ekki að bjóöa strákunum að „hafa stelpurnar með” eins og hann orðaði það. Og hvers vegna ekki? var spurt. „Jú, þá eru þeir orðnir svo miklu betri”. „Það er vegna fótbolt- ans”, sagði þá Einar Bolason skólastjóri vinnuskólans, sem einnig var með i för, „þessir strákar eru á ferðinni allan dag- inn i boltaleikjum, en stelpurnar fara að hægja á sér. Passa börn, kannski? spyr blaðamaður. „Kannski.” NU upphófst jafnréttisumræða með ^amalkunnu sniöi. Sumir töldu aö stelpurnar „væru bara svona”, gætu minna eftir að viss- um aldri væri náð o.s.frv. Aðrir álitu að hér væri um aö ræða ákveðiö menningarmunstur, sem sniði hvoru kyni ákveðinn stakk. Munu flestir hafa fallist á þá skoðun að lokum. Og þar með kvöddum við unga fólkið á Kópa- vogsvelli og óskuöum þvi góðrar ferðar að Laugarvatni. — hs Atta ára strákarnir röðuðu sér i efstu sætin i 60 metra hlaupi. Sá sem varð fyrstur heitir Arnar Grétarsson nr. tvö varð Björgvin Björgvins- son og Stefán Rúnar Höskuldsson og Atli Rafn Sigurðsson urðu hnif- jafnir og lentu i þriðja sæti. Verðlaunaafhending i 60 metra hlaupi 6 ára. Sigurvegarinn er Jóna Bjarnadóttir. Hún á það ekki langt að sækja að vera frá á fæti. Hún er dóttir Kristinar Jónsdóttur hlaupadrottningarinnar þekktu úr Kópa- vogi. Reyndar mun Kristin vera hætt að æfa þvi miður. Börn og búsýsla taka sinn tíma eins og allir vita. Eins er það hluti af menningarmunstr- inu að konur hætti fyrr en karlar að stunda keppnisíþróttir. Magnús Orri er nr. tvö og í þriðja sæti er Sigríður Hrund Pétursdóttir. Sigurvegarar i 60 m hlaupi 7 ára: Hallmundur Albertsson i fyrsta sæti, Hjördis Einarsdóttir i öðru sæti og Þorgrimur Sigurbjörnsson i þriðja sæti.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.