Þjóðviljinn - 08.07.1981, Síða 14

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júll 1981 Vandað bókasafn nýkomið Þessa dagana erum við að taka fram stórt bókasafn val- inna islenzkra bóka og eriendra bóka, sem fjalla um Is- lenzk málefni frá upphafi til vorra daga. Nokkur sýnishorn: Forntida gaardar i Island, hið merka fornleifarit, Kh, 1943, Tómas Jónsson metsölubók, eftir Guðberg Bergsson, Skagfirzk fræði I-VIII, þar á meðal Ásbirningar eftir Magnús Jónsson, Bidrag til, en historisk-topografisk be- skrivelse af Island I-II eftir Kristian Kaalund, úrvals ein- tök með öllum kortunum, Hin forna Lögbók íslendinga sem nefnist Járnsiða edr Hákonarbók, Kh. 1847, Þjóðsög- ur Sigfúsar Sigfússonar, frumprentið óuppskorið I-X bindi, Handritaljósprentanir Ejnars Munksgaards: Manuscripta Islandica I-VI (vandað skinnband), Mállýsk- ur eftir Björn Guðfinnsson, Minningabók Guðmundar Eggerz sýslumanns, The Soiís of Iceland eftir dr. Björn Jóhannesson. Bóndinn á heiðinni eftir Guðlaug Jónsson, Afmælisrit til Kr. Kaalunds, Kh. 1914, Barðstrendingabók eftir Kristján Jónsson og Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason. Endurminningar Sarah Bernhardts (á dönsku), Veraldarsaga H.C. Welles, Skattsvikin i Reykja- vík árið 1927 eftir Magnús Jóhannsson, Timarit Máls og menningar 1-10 (innbundið), ATUAGAGDLIUTIT, græn- lenzkt timarit 1933-34, Um siðbótina á tslandi eftir Þorkel Bjarnason, ljóöabækur Sigfúsar Daðasonar, Helztu trúar- brögðheims, útg. hr. Sigurbjarnar Einarssonar, Armann á Alþingi I-IV (ljósprent), Viðfjarðarundrin eftir Þórberg, Æfisaga sr. Arna Þórarinssonar eftir sama, Dægradvöl Gröndals (frumútg.). Sagnaþættir úr Húnaþingi eftir Theódór á Ósi, Lifið og ég eftir Eggert söngvara Stefáns- son, Héraðssaga Borgarfjarðar I-III, Úr byggðum Borg- arfjarðar I-III, Grúsk I eftir Arna Óla, Vestmenn eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, Alþingisstaðurinn forni, lýsing hans ásamt kortinu, eftir Sigurð Guðmundsson málara, Kh. l878,Ljóðaþýðingar Magnúsar Asgeirssonar (frumút- gáfurnar), Langbarðasögur, Gota ok Húna eftir Jón Espó- lin, Ak. 1859, Stjórnaróður eftir Gisla Konráðsson, The Sun also rises eftir Ernest Hemingway, frumútgáfan N.Y. 1926, Nokkrar athugasemdir um Sveitarstjórnina á Is- landi eftir Þorvarð Ólafsson, Literator Celta eftir Loes- cheri, Lipsiae 1746, Timaritið Réttur I-X, Timaritið Vaka 1-3 árg. (komplet), Rasmus Rask: Sagan um þá tiu ráö- gjafa, Viðey 1835, Náttúruskoðari Péturs Súhms, Leirár- görðum 1798, Saltari Steins biskups, Hólum 1726, Vidalins- postilla 5. útg. pr. á Hólum 1745, Trillan eftir Morten Otte- sen, Galdur og galdramál eftir Ólaf Daviðsson, Landa- fræði Gröndais, Myndabók Rikarðs Jónssonar, Rvik 1930, Ágripaf merkisatburðum mannkyns-sögunnar, Viðeyjar- klaustri 1844, Landnám Ingólfs I-III, eftir dr. Jón biskup Helgason og fleiri, Stamtavle over Slægten Storr, Göngur og réttir I-V, Skrá um Handritasafn Landsbókasafns I-III og viðbætar, Reykjavikurbiblian 1959 (prýðilegt eintak), Bernskumál eftir Egil Þorláksson, Ferðabækur MacKenzies, Hendersons, Hartwigs, Troils, Hookers og fjölda annarra ágætra og merkra bóka, sem sumar sjást með áratuga bili. Bókaskrá okkar nr. 9 er að koma út þessa dagana. Þeir, sem vilja fá hana senda, gjöri svo vel að hringja eöa skrifa. Kaupum og seljum allar islenzkar bækur, gamlar og nýjar og flestar erlendar. Sendum i póstkröfu hvert sem er. Hringiö, skrifið — eða litiö inn. BÓKAVARÐAN - Gamlar bækur og nýjar - Skólavörðustig 20 Reykjavík. Simi 29720 Starfsmaður óskast Verkalýðsíelag i Reykjavik vill ráða starfsmann. karl eða konu, til almennra skrifstofustarfa. Viðkomandi þarf að vera vanur vélritun. Vinnutimi er frá kl. 1 til 5, fimm daga vik- unnar. Upplýsingar um aldur og fyrri störf skilist á afgreiðslu blaðsins fyrir 14. júli n.k. merkt „Verkalýðsfélag”. ■ Lóa og Anna Tryggvadætur voru á leiðinni i Kópavogslaugina t gær þegar þær mættu ljósmyndaranum, sem auðvitað vildi fá af þeim mynd. Þær sögðust oft fara i sund þegar veðrið væri gott og áreiöanlega hafa margir gert hið sama á þessum góðvirðisdögum. Samið um 20 þús. tonn af gasolíu frá BNOC: Kaupverð míðaðvíð Rotterdammarkað Prentarar Framhald af bls. 9. Eftirmáli Prentaradeilan er á margan hátt dæmigerð fyrir samspil launa- og tækniþróunar. Nútima tækni er beitt til aö útrýma eöa fækka I sérmenntuöum starfs- stéttum, sem hafa tryggt sér góð laun. Eftir eru annars vegar sér- fræöingar og hins vegar ófaglært verkafólk. Þrátt fyrir grónar baráttuheföir prentara hafa þeir ekki átt svar viö þessum leik at- vinnurekenda. Ýmsir frétta- skýrendur hafa spurt sem svo, hvort til sé nokkurt annaö svar en aö krefjast afnáms kapítaliskrar verkaskiptingar. Þannig heföu prentarar ekki einungis átt aö krefjast þess aö fá hluta af starfs- sviöi skrifstofufólks, heldur heföu þeir átt aö fara fram á að fá aö setjast viö ritvélarnar á ritstjórn- inni lika. Siöan heföi átt aö nota nýju tæknina til aö stytta vinnu- tima allra, en engum skyldi sagt upp. Vist hljómar slfk kröfugerö fallega i eyrum, en vafasamt er aö prentarar heföu náö meiri árangri, heföu þeir haldiö henni á lofti nú i vor. Hitt er þó vist, aö prentara- deilur hér i Danmörku og viöar vekja þá spurningu meö vaxandi þunga, hvernig verkalýöshreyf- ing og sðsialistar eiga aö bregöast viö þeirri tækniþróun, sem kapitalistarnir nota til aö brjóta árangur verkalýösbaráttu á bak aftur og draga úr launakostnaöi. Atvinnuleysið er einungis ein hliö þessa máls, en einnig skiptir þaö miklu, aö framleiösluferlin veröa i vaxandi mæli sjálfvirk og firring eykst en vinnugleöi minnkar. Siöast en ekki sist leiöa tækninýj- ungarnar einatt til launalækk- unar eöa fækkunar i hópi hinna beturlaunuöu. „Tækni þjóni verkafólki en ekki auðmagni” er ágætt almennt vig- orö, en hvernig er hægt aö útfæra þaö i dægurbaráttunni? Kaupmannahöfn i júni Gestur Guömundsson. Viðskiptaráðuneytið hefur gert sanming við breska rikisoliufyr- irtækið BNOC um kaup á 20 þús. tonnum af gasoliu. Kaupverö gasoliunnar er um- samið jafnt Rotterdamverði á gasoliu, miðaö við þann dag er oliufarmurinn kemur til landsins en það verður liklega siðar i þess- um manuði. Þrátt fyrir að verð á gasoliu hafi hækkað nokkuð á Rotter- dammarkaði siðustu daga, er ljóstaðum verulega lækkun er að ræða á verðtilboði BNOC miðað við fyrri oliufarma sem við- skiptaráðuneytið hefur samið um kaupá frá BNOC. —lg. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Laus er staða fulltrúa á skrifstofu Fjöl- brautaskóla Suðurnesja frá 15. ágúst n.k.. Laun fylgja kjarasamningum opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. júli, merktar: Fjölbrautaskóli Suðurnesja, pósthólf 100, 230 Keflavik. Undirritaður veitir upplýsingar um starfssvið og hæfniskröfur. Skólameistari. r L Bílbeltin hafa bjargað ,ite FEROAR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.