Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Miövikudagur 8. júli 1981 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaösins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsmii 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Kindahakk á kjörverði: 30% lækkun Aöal-kjötvinnslur á höfuöborg- arsvæöinu hafa ákveöiö aö selja næstu daga kindahakk á sérveröi. Er veröiö aöeins kr. 29.90 kg eöa 30% lægra en skráö verö er nú. Samtimis fer fram viötæk kynning á ýmsum gómsætum réttum Ur kindahakki. Bækling með 5 uppskriftum veröur hægt aö fá ókeypis i öllum helstu mat- vöruverslunum. Þá verða birtar uppskriftir I dagblööunum. Vonandi geta allir náö sér i ódýrtkindahakk. Þaö verður ekki unnt aö koma viö skömmtun á þvi, en þá er bara aö bregöast fljótt og vel viö, ná sér i kinda- hakk og reyna einhverja álitlega uppskrift. Kindahakkið á aö vera hægt aö fá í öllum helstu matvöruverslun- um landsins. —mhg Rifist við EBE t dag og á morgun fara fram á Hótel Sögu viöræöur viö fulltrúa EBE um nýtingu á fiskistofn- unum i hafinu viö Austur-Græn- land. Fjallað veröur um hugsan- legan rammasamning íslendinga viö EBE um veiöar þeirra fyrr- nefndu á þessum slóöum. Fram- haldsviöræöur hafa ekki veriö ákveönar og fara væntanlega eftir árangri viðræönanna hér. —j Þing norrænna tónlistar- kennara: Ung stúlka sat viö pianóiö, kona stóö viö hliö hennar og leiöbeindi, en umhverfis sátu píanókennarar og hlýddu á. Þetta var í Hagaskóla um miöj- an dag i gær, en þar stóö yfir norrænt þing tónlistarkennara. Okkur var tjáö aö á þeirri sömu stundu væri básúnuleikari aö leiöbeina i Norræna húsinu, einnig væri hópur i Melaskólan- um. Kvöldiö áöur voru tónleikar og fleiri á dagskrá næstu daga. Norrænir tónlistarkennarar halda þing annaö hvert ár. Þingiöhér erhiö 13. i rööinni, en Utan viö skólann var sett á stofn útikaffihús, enda lék veöurbliöan viö tónlistarkennarana. Ljósm: eik. Strengir saman stilltir — og íslensk tónlist kynnt hefur aldrei áður verið haldiö á Islandi. Þátttakendur eru um 100 manns þar af 70 tslendingar, en áöur hafa aöeins 5—6 fariö héöan á þingiö. Þaö gefur þvi auga leiö aö tónlistarkennurum gefst nti einstakt tækifæri til að hittast, hlýöa á fyrirlestra og sjá aöra kennara aö verki. I Hagaskólanum mátti sjá marga færustu pianóleikara landsins hlýöa á Edith Picht- Axenfeld kenna, en utan viö skólann haföi veriö komiö fyrir útikaffihúsi, enda veöriö eins gott og á varð kosiö. Meginefni þingsins auk fyrir- lestra erlendra gesta er kynning á fslenskri tónlist. A fyrsta degi sem var á mánudag, kynnti Sig- riöur Ella Magnúsdóttir islensk einsöngslög og Helga Jöhanns- dóttir fslensk þjóölög. I gær fjallaði Atli Heimir um nútima- tónlist og Hjálmar Ragnarsson um kórmUsfk. Þeir munu báöir halda áfram i dag. Á dag- skránni i dag er Bergljót Jóns- dóttir sem kynnir hljóöheiminn og samsetningu hans (Lydverd- en/komposition) og Karólina Eiríksdóttir heldur áfram með það efni á morgun ásamt nem- endum. A föstudag fjallar Nina Björk Eliasson um tónlistarfé- lagsfrasði. Af fyrirlestrum má nefna einn um rokk, þjóölaga- og dægur- tónlist, en siödegis alla daganna fer fram kynning á mismunandi kennsluaöferðum. I kvöld veröa tónleikar i Bú- staðakirkju og annað kvöld i Norræna húsinu þar sem þátt- takendur leika. Þinginu lýkur á föstudag, en á laugardag verður farið i feröalag að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. — ká Landlæknir um veikindi flngmanna: ólafur ólafsson Erum vel búnir til að fást við svona tilfelli Þjóöviljinn haföi í gær sam- band viö Ólaf Ólafsson landlækni og spuröist fyrir um viðbúnaö vegna flugmannanna tveggja, sem veiktust af hitabeltissjúk- dómum i Nfgeriu á dögunum. Ólafur sagöi aö fyrir helgi heföi veriö fundur meö fulltrúum Flug- leiða, borgariækni og sérfræöinga i farsóttafræöum. Niöurstaöa þess fundar hefði veriö sú, aö auka þyrfti enn samstarf milli Flugleiöa annars vegar og borg- arlæknis og héraöslækna hins vegar, varöandi framkvæmd ónæmisaögerða. Einnig heföi veriö ákveöiö aö senda tvo sér- fræöinga til Nígeríu til að kanna aðstæöur þar sem mennirnir veiktust. Landlæknir sagöi aö menn heföu veriö sammála um aö hér á landi væri nægilega góö aöstaöa og nægur viöbiínaöur til aö fást viö sjúkdóm.a af þessu tagi ef upp kæmu. Þaö sem helst skorti væri aö fölk notfæröi sér þær ónæmis- aögeröir sem stæöu til boöa. Heilsuverndarstööin auglýsti þaö sem hdn heföi upp á að bjóöa i þeim efnum auk þess sem feröa- skrifstofur fengju allar upplýs- ingar um hvaða bólusetningar væru nauðsynlegar fyrir þær ferðir sem þær skipulegöu. Hins vegar væri ekki hægt aö skylda folk til aö láta bólusetja eöa hefta feröafrelsi þess, fólk yrði að bera sjálft ábyrgð á þeim hlutum. Heilbrigðisyfirvöld bæru einungis ábyrgö á upplýsingastarfsem- inni, og þvi aö sjá til þess að á- vallt væri nauösynleg þjónusta til reiöu. Lagalega séö gætu þau hins vegar ekki þvingað fólk til bólusetninga-eöa ónæmisaögeröa af neinu tagi. Yfirmenn Flugleiöa gætu hins vegar sett sinu starfs- fólki I skilyrði i þessum efnum. Ólafur sagði einnig að sjúk- dómar sem oft yllu dauösföllum i hitabeltislöndum eins og t.d. kólera væru mun hættuminni hér og i löndum meö fullkomna heil- brigöisþjónustu. Menn skyldu þvi varastaö látaþaö vaxa sér mjög i augum þótt einstök slik tilfelli kæmu upp. Næringarástand fólks i hitabeltislöndunum ætti mestan þátt í því, hve mannskæðir þessir sjúkdómar yröu þar. Erling Aspelund starfsmanna- stjóri hjá Flugleiðum sagöi aö hart væri eftir þvi gengiö af hálfu fyrirtækisins aö starfsfólk gengist undir nauösynlegar ónæmisaö- geröir og sagöi aö gott samstarf væri viö borgarlækni i þeim efn- um. Hins vegar kvaö hann þaö skoöun þeirra sérfræöinga sem sátu fundinn á mánudagskvöldiö að Utilokaö væri aö koma alger- lega í veg fyrir þaö aö eitt og eitt tiKelli af þessu tagi kæmi upp. Báöir flugmennimir sem veiktust á dögunum heföu fengiö allar þær bólusetningar sem fyrirskipaðar voru. Báöir flugmennirnir munu nú vera lausirúr sóttkvi og hafa þeir fengiö aö fara heim til sin. i ! Rússar I hrókuðu ■ IRússar sendu hingaö Alexei Súét- ín til aö kenna okkur skák i staö Daviös Bronstein, sem fyrst var ■ von á. Aö sögn sendiráðs Rússa er ástæöan heilsuleysi Bronsteins, en komu skákkennarans haföi áö- ur veriö frestaö um þrjár vikur. Súétin er litt kunnur skákmaöur utan heimabyggöar, en hefur þar getiö sér gott orö fyrir fræöistörf á sviöi skáklistarinnar. Súétín ásamt islenskum skák- mönnum, þeim Jóni L. Arnasyni, Helga ólafssyni, Guömundi Sig- Iurjónssyni, Jóhanni Hjartarsyni, sem mælast i ELO-stigum sam- kvæmtnýlegum lista FIDE: 2440, , 2425, 2440, 2420. Ný Guðbjörg t0 ísatjaröar Skuttogurum landsmanna fjölgaöi um einn, sl. sunnudag, þegar ný Guöbjörg IS 46 kom i fyrsta sinn til heimahafnar á tsa- firði. Guðbjörg er smiöuö i Noregi en eigandi skipsins er útgeröar- félagiö Hrönn h/f. Skipið er af minni gerö skuttogara 490 brúttó- tonn. Kaupverð skipsins er 42 miljónir, en allur fullkomnasti búnaöur fylgir skipinu, m.a er stærsta vél sem þekkist i islensku fiskiskipi 8 strokka 3.200 hestafla MAK-diselvél i Guöbjörgu. Gamla Guöbjörg var seld til Reyðarfjaröar, og hefur hlotiö nefniö Snæfugl, en Reyöfiröingar hafa fram aö þessu veriö mjög háöir nágrannabyggöum um fisk til vinnslu. — íg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.