Þjóðviljinn - 24.07.1981, Side 3
Föstudagur 24. júll 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
r
Aðalfundur
Skáksam-
bands Norð-
urlanda
Jafnhliða Skákþingi
Norðurlanda verður aðal-
fundur Skáksambands
Norðurlanda haldinn hér i
Reykjavik og hefst á Hdtel
Esju kl. 10.00 i dag. Skák-
samband tslands skipulegg-
ur þingið og sér um fram-
kvæmd þess.
A fundinum verða rædd
fjölmörg mál sem snerta
norræna skáksamvinnu og
skýrsla um starfsemi sam-
bandsins milli aðalfunda
1979—81. Þá munu Danir til-
nefna forsetaefni til að taka
við af Einari S. Einarssyni
sem verið hefur forseti s.l.
kjörtimabil. —j.
Ingiberg
sýnir á
Akranesi
Ingiberg Magnússon hefur
opnað sýningu á 33 grafik-
myndum á Akranesi. Sýn-
ingin er á bókasafninu og er
opin virka daga á opnunar-
tima safnsins, en um helgar
kl. 2—8 e.h.
Sýningin stendur til
mánaðarmóta.
Ný Lánskjara-
vísitala
t frétt frá Seðlabanka
tslands segir að ný láns-
kjaravisitala fyrir ágúst-
mánuð hafi verið reiknuð.
HUn er 259.
Hönnun og hugbúnaður
unninn af ísiendingum
„Það hefur gengið mjög
vei að koma þessu kerfi
upp og starfsmenn hér f
flugumferðarstjórninni
hafa verið fljótir að til-
einka sér notkun þess,
enda öll hönnunarvinnan
unnin í nánu samstarfi við
þá sjálfa," sagði dr. Þor-
geir Pálsson verk-
fræðingur, sem stjórnaði
hönnun og uppsetningu
fullkomins tölvukerf is sem
nýlega var tekið í notkun
við dreifingu skeytasend-
inga í flugstjórnarmiðstöð-
inni á Reykjavíkurflug-
velli.
Aður fyrr voru öll skeyti frá
Gufunesi til flugumferðar-
stjórnarinnar send eftir fjarrita-
linum, þar sem þeim var siðan
handdreift til vakthafandi flug-
umferðarstjóra i prentuðu formi.
Með tilkomu tölvukerfisins, sem
er það fyrsta sinnar tegundar
hérlendis, eru skeytin sem berast
frá flugvélum til flugumferðar-
stjórnar í gegnum Gufunes, send
á sjálfvirkan hátt á tölvuskerm
flugum ferðarstjórans, sem
stjórnar viðkomandi flugi. Helsti
kostur tölvudreifingarinnar er, að
skeytið berst þegar i stað til not-
andans i aðgengilegu formi i tölv-
unni, og einnig má kalla fram á
tölvuskjáinn flugskeyti eftir þvi
sem þörf krefur.
Tölvukerfi Flugmálastjórnar er
framleitt af Digital Equipment
Corp. og er af PDP-11/34 gerð
með 256 þús. stafa minni. Alls eru
sjö diskar tengdir við kerfið.
Ýmsar ráðstafanir hafa verið
gerðar til að láta tölvuna fylgjast
með frávikum frá eðlilegu
ástandi, t.d. með þvi að ekki falli
úr skeyti, en rekstraröryggi tölvu
sem þessarar er mjög mikilvægt
fyrir alla loftumferð.
Yfir sumartimann berast dag-
lega um 1500 skeyti frá flugvélum
til flugumferðarstjórnar og á
miklum álagstimum, allt að 2500
skeyti á dag.
Kostnaður við kerfið mun nema
um 1,3 miljón kr. en sá kostnaður
verður að fullu greiddur af
Alþjóðaflugmálastofnuninni,
enda þjónar þetta kerfi eingöngu
millilandaflugi.
Kerfissetning, hönnun og gerð
hugbúnaðar hefur að öllu leyti
verið unnin hér heima, en undir-
búningur og stjórnun verkefnisins
var i höndum dr. Þorgeirs Páls-
sonar verkfræðings. Ýmsir aðrir
aðilar hafa unnið að undirbúningi
og framkvæmd verksins, bæöi
flugumferðarstjórar og tækni-
menn.
Enn sem komið er, tekur tölvu-
kerfið einungis við skeytasend-
ingum, en unnið er að þvi aö
koma á sendingum flugheimilda
frá flugstjórn til fjarskiptastöðv-
arinnar i Gufunesi gegnum
kerfið, en flugheimildir um leyfi-
legar flugleiðir á umráðasvæði
islensku flugumferðarstjórnar-
innar eru nú sendar simleiðis til
Gufuness, sem sér siðan um að
koma þeim áfram til viðkomandi
flugvéla. I framtiðinni gæti jafn-
vel tölvukeífið unnið sem
sjálfvirkur aðili við eftirlit með
flugumferð i kringum landið.
—lg
Leiguskip
í stað
Berglindar
Skipshöfnin af Berglindi er
væntanleg til landsins i dag og
gert er ráð fyrir þvi að sjópróf
hefjist n.k. þriðjudag.
Eins og frá hefur verið skýrt
hér i blaðinu sökk m/s Berglind
sl. mánudag, um 5 sjómilur frá
Sydney, Nova Scotia á Nýfundna-
landi, eftir árekstur við danskt
flutningaskip. Berglind var i eigu
Islenskra kaupskipa hf., sem er
dótturfyrirtæki Eimskipafélags-
ins. Um 200 vörugámar voru um
borð i Berglindu og voru vörurnar
i eigu 50 aðila.
Gerðar hafa verið ráðstafanir
til að fá leiguskip i stað Berglind-
ar og að þvi stefnt, að þaö geti
hafið siglingar á vegum félagsins
snemmainæsta mánuði. —mhg
Þorskveiði-
bannið hefst
um helgina
Sjávarutvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð um bann við
þorskveiðum timabilið frá og meö
26. júlf til og með 4. ágúst n.k.
Bann þetta tekur til allra veiða
annarra en togveiða skipa.er
falla undir „skrapdagakerfiö” og
handfæraveiða báta, sem eru 30
rúmlestir og minni.
Það að þorskveiðar eru bann-
aðar þýðir, að hlutfall þorsks i
afla hverrar veiðiferðar má ekki
nema mari en 15%.
Hluti þessarar nýbyggingar Grundaskóla á Akranesi verður tekinn i notkun I haust.
Nýr grunnskólí á Akranesi
í haust verður tekinn i notkun
hluti af nýjum grunnskóla á
Akranesi, sem fengið hefur heitið
Grundaskóli. Bygging hins nýja
skóla hefur tekið mun lengri tima
en áætlað var, og samningar við
menntamálaráðuneytið kváðu á
um. Hefur þar komið til niður-
skurður á fjárlögum rikisins.
Hinum nýja skóla er ætlað að
taka við nemendum úr hinum
nýrri hverfum Akraness, einkum
Garðagrundum og Jörundarholti.
Mjög mikil þrengsl eru nú i
skólum á Akranesi, og eru liðlega
900 nemendur i gamla barnaskól-
anum, sem er u.þ.b. tvöfaldur
eðlilegur nemendafjöldi.
Stafa þrengslin bæði af mikilli
ibúafjölgun I kaupstaðnum svo og
af miklum vexti fjölbrautaskól-
ans, sem yfirtók húsnæði gagn-
fræðaskólans.
Aætlað er að ljúka að fullu við
þann áfanga Grundaskóla sem nú
eri'bygginguá næsta ári, en þessi
áfangi er hinn stærsti af fjórum
áætluðum áföngum i byggingu
hússins.
Eirmig er nú hafin bygging
verknámshúss fyrir fjölbrauta-
skólann, en sá skóli býr við jafn
mikil húsnæðisþrengsl og grunn-
skólinn á Akranesi.
Nýráðinn skólastjóri við hinn
nýja Grundaskóla er Guðbjartur
Hannesson.
kindahakki
Kjötbollur með
karrýhrísgrjónum
600 g kindahakk
2 laukar
1-2 hvítlauksrif,
salt, svartur pipar
1/2 tsk mulið kúmen
1 dl brauðmylsna
1/2 dl mjólk
1/2 dl vatn
steinselja
Karrýhrísgrjón
2 msk smjör
1- 2 tsk salt
2- 3 tsk karrý
2 bollar hrísgrjón
1. Hrærið vel saman hakki, rifnum lauk, mörðum hvítlauk,
brauðmylsnu, vatni, mjólk og kryddi, bætið vatni eða
mjólkíeftirþörfum.
2. Mótið fremur litlar bollur úr kjötdeiginu og steikið
þær Ijósbrúnar í matarolíu. Minnkið strauminn
þannig að bollurnar steikist í gegn án þess að þær
brenni að utan.
3. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á
pakkanum. Blandið kryddinu saman við um leið og
hrísgrjónin eru sett í vatnið.
4. Setjið hrísgrjónin á fat. Leggið kjötbollurnar ofaná.
Borið fram með tómatsósu eða annarri sósu eftir smekk
ásamt hrásalati.
Verð aðeins 29,90 kr/kg
FRAMLEIÐENDUR