Þjóðviljinn - 24.07.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1981, Síða 5
Ingi S. Ingason skrifar frá V-ÞýskaL Litíð fréttabréf úr Hansaborg Eitt örlitið fréttabréf frá Hansaborginni Soest í VestfalíU/ sem telur sér það helst til frægðar að hafa grundað Lýbíku norður í Holtsetalandi. Þeir hóta mér meö sumri og sól hér, svo félegt sem það er þegar maður situr púngsveitt- ur innan um 32 nemendur á skólabekk frá átta til eitt á morgnana. í dag er 25 stiga hiti, 40% rakiog 1024 millibörr. Eg leita i skuggann og lep bjór, sem jafnóðum streymir út úr lik- amanum. Erindi mitt hingað er að kynna mér kennsluhætti og ef til vill fleira i Conrad-von-So- est Gymnasium. Þar eru nem- endur á aldrinum 10 - 20 ára að búa sig undir nám i háskóla og atvinnuleysi framtiöarinnar. Ibúatala Vestur-Þýskalands er nú um 64 milljónir, þar af eru um fjórar miljónir svo- nefndir „gistiverkamenn”, flestir frá Tyrklandi. Samkvæmt opinberum töl- um eru um 1,3 miljónir at- vinnulausir núna og sam- kvæmt opinberum spám er búist við 1,8 miljónum at- vinnulausra á næsta ári. Um þessar mundir er mikið rætt um viðbótarvigbúnað og afvopnun. Þetta verður rakið til sam- komulags vestur-þýsku stjórnarinnar við Nató um að heimila hér staösetningu á Pershingeldflaugum, búnum kjarnaoddum sem og stýris- eldflaugum svokölluðum. Einnig hefur heimsókn Villa Brandts til Moskvu verið mik- ið i fréttum hér, og ráðherrar vesturþýska bitlingabanda lagsins (SPD), hafa m.a. lýst ánægju sinni yfir vilja félaga Brésjnéfs til að draga úr vig- búnaði i Evrópu. Jafnframt var þó tekið fram, að þörfin fyrir „jafnvægi” kallaði tvi- mælalaust á staðsetningu hinna nýju amerisku vopna, sem fyrr voru nefnd, á evr- ópskri grund. Kristilegir demókratar, CDU, minnast þess jafnframt að nú eru 35 ár liðin siðan her- skylda var aftur lögleidd hjá þjóðverskum. Fóru þeir fjálg- legum orðum um nauðsyn • herskyldunnar til viðhalds frelsi og lýðræði. Þess má til gamans geta, aö um hálfri miljón manna er haldið frá ativnnuleysi hér með herþjónustu, ýmist sem atvinnuhermönnum eða sem herskyldum ungmennum. Hér er um 5,5% verðbólga og að sögn viðskiptafræðipróf- essors i Kiel eru um 40% henn- ar (þ.e. um 2,2 prósentustig) innflutt verðbólga, sem eink- um stafar af hækkunum á verði oliu. Bensinlitrinn hér er þó enn sýnu lægri en heima eða um 4,20 krónur. Það fólk sem ég umgengst hér i Soest reynir þó að láta hverjum degi nægja sina þján- ingu og leggur sig fram um að láta sinum islenska gesti liða sem best. Mér eru sýndar merkar byggingar frá miðöld- um, en af þeim á Soest mikið. Hápunktur veru minnar hér veröur kvöldverðarboð i belg- iskum offiseraklúbbi hér, sem þykir góð skemmtun i Soest. Kannski ég „komist I kokkteil- inn þann, sem „kaninn” frá Belgiu býöur..!’ Otrúlegt þykir mér þó, að ég verði beðinn um að halda ræðu við það tækifæri. Ég minntist hér framar i fréttabréfakorni þessu á Willy Brandt, svo og gamlar bygg- ingar hér i Soest. Látum oss enda pistilinn á frómri bæn þeirra hjóna, Tómasar og önnu Elisabetu Möllenhoff, sem þau létu byggingarmeistara sinn Hin- rik Lohagen, mála á einn þverbita húss sins i Osthofen- strasse árið 1693: Gott segne dises Haus Woll es stets erhalten Fur Diebenn, Krieg und BRANDT Woil denn der Gott lest walten.. Má af þessu gjörla ráða hverjir hafa verið taldar þrir helstu fjendur eignarréttar einstaklingsins hér i Soest undanfarnar þrjár aldir. Soest i júli — Ingi. (Efni visunnar er þaö að guð er beðinn að blessa húsið og vernda það ævinlega fyrir þjófum, ófriði og (eldinum) BRANDI) J ___________________________________Föstudagur 24. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 íran eftir forsetatíð Banisadr V ins trisinnar bíða uppgjörsins mikla Fyrir meira en mánuði sá Banisadr/ forseti irans/ þann kost vænstan að fara í felur fyrir klerkaveldinu/ sem hafði í nokkrum leikjum skákað honum frá völdum. Síðast fréttist af honum í felum i iranska hluta Kúrdistans/ þar hvatti hann landsmenn til andófs gegn þeim ky If usveif landi íhalds- mönnum/ sem hefðu hrifsað til sin völdin með ofbeldþog til samstöðu um þau réttindi sem stjórnar- skrá landsins gerir ráð fyrir/ einkum þó mál- frelsið. Klerkaveldið hefur, eftir að Banisadr var á brott hrakinn, gengið fram af hörku við aö upp- ræta andstæöinga sina eða gera þá skaðlausa. Aðferðin er ógnar- stjórn: geðþóttahandtökum ýmiskonar hefur fjölgað og aftökusveitir hafa haft ærinn starfa. Sprengingin i höfuðstööv- um flokks klerkaveldisins, Islamska lýðveldisflokksins, sem drap mikinn hluta pólitiskrar forystu landsins, heröir svo á blóðbaðinu. ótti við Banisadr. Hvers er aö vænta i Iran? I nýlegri yfirlitsgrein i Spiegel er þvi haldiö fram, að höfuð- paurar klerkaveldisins hafi óttast þaö, að Banisadr tækist að mynda öfluga blökk miðjuafla og vinstri- sinna, og sjálfur muni hann hafa haft einhver slik áform i huga. I viðtali við blað i Beirút, sem tekið var i iranska Kúrdistan, er þvi haldiö fram, að flótti Banisadr hafi verið skipulagðar af vinstri- samtökunum Múdjsa- hidnin-í-khalk, islömskum þjóð- byltingarflokki, sem nú hafa horfið af yfirborðinu með skipu- lögðum hætti og biða átekta i fel- um með öflugt skipulag sitt og vopn. Ungir maxistar i Feda jin-i-Khalk hafa einnig gripið til þess aö búa um sig neðanjarðar, og teljast þeir einnig til bandamanna Banisadr. Grimmd í veikleika. Sem fyrr var að vikið er Banisadr oftast lýst sem fulltrúa miðstétta, borgara, mennta- manna sem ekki eru samferða klerkum i samtvinnun trúar og stjórnmála og þar fram eftir göt- um. Atvik hafa svo viljað, að for- setinn i felum var orðinn vonar- tákn einnig „hinna berfættu”, snauðra manna i landinu. Beiskja og vonbrigði hafa breiðst út um hina ýmsu hópa iransks samfélags. Klerkarnir og FRÉTTASKYRING pólitiskir aftaniossar þeirra hafa haldið uppi háværum og hefð- bundnum áróðri um að allt sé „ytri óvinum” að kenna. sionistum heimsvaldasinnum, Bandarikjunum. En. menn vita, að hrun efnahagslifsins, 35% at- vinnuleysi, matvælaskortur, lok- aðirháskólar, skólakerfi i rústum — eru að verulegu leyti heima- fengin vandamál. Og valda- flokkurinn, Islamski lýöveldis- flokkurinn, gerði sér grein fyrir þvi, að fjöídafylgið var að gliðna frá honum og Banisadr var hættulegur samnefnari fyrir flesta pólitiska andstæöinga. Þvi hafa þeir reynt að slá niður and- stæöingana með grimulausu of- beldi, sem er ekki tákn um styrk klerkaveldisins heldur veikleika þess. Beðið færis. Ulrich Enke, höfundur fyrr- nefndrar Spiegelgreinar, telur, að vinstrisinnar muni nú leggja mikið kapp á að halda forsetan- um sem var áfram i felum innan- lands: vinsældir hans meðal mikils hluta þjóðarinnar gætu komið þeim vel að haldi ef og þegar til uppgjörs kemur. Hann segir ennfremur að Banisadr og bandamenn hans biöi nú átekta: þeir telja, að timinn sé þeim hliö- hollur, þvi það muni koma æ betur i ljós, hve gjörsamlega óhæfir ráðamenn tslamska lýð- veldisflokksins séu til að ráða við þau hrikalegu vandamál sem upp hafa safnast i landinu. Á meðan verða menn þess varir, að tæki- færissinnar þeir sem höfðu sest á kerru hinna sigurstranglegu i valdabaráttunni séu farnir að hugsa sitt ráö, einnig sumir hinna trúubu hugsjónamanna, sem hafa stutt klerkaveldið, til þessa. Flótti er hlaupin i valdaliðið. Borgarastrið? Einhverntima mun til uppgjörs koma i formi borgarastriðs, þvi pólitiskar málamiðlanir sýnast hvergi i sjónmáli. Hinsvegar verður firna erfitt að spá nokkru um það, hvernig þeim átökum gæti lyktað. Þar eru margir óvissuþættir: hlutur hersins, sem nú hefur ærinn starfa viö að verj- ast her frak og er ekki talinn hollur klerkaveldinu. Kommún- istaflokkurinn Tudeh, mjög Sovéthollur, sem til þessa hefur kosið að mæla flestu þvi bót sem Khomeini erkiklerkur tekur upp á — i þeirri von að lifa af. Menn vita ekki um möguleika þjóðernisminnihlutanna sem hafa barist fyrir sjálfstjórn. Og þar aö auki koma við sögu með beinum og óbeinum hætti stórveldin, sem telja það lágmarksmarkmið að tryggja að „hinir” hagnist ekki á niðurstöðum þess hildarleiks sem franir geta átt i vændum... I fyrrinótt voru fimmtán and- stæðingar valdhafanna teknir af lifi, kallaðir marxistar. I dag á svo að kjósa nýjan forseta — eftir « að klerkaviskan hefur dæmt flesta frambjóðendur úr leik. — AB tók saman Banisadr ásamt Khomeini. I ávarpi til Irana sagði forsetinn: „Þeir munu leika trúna svo grátt, ab i heila öld mun enginn geta boðað mönnum réttlæti I hennar nafni....”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.