Þjóðviljinn - 24.07.1981, Síða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júll 1981
Föstudagur 24. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
----..--- -----------------------------
!££»•"****’ <*»<► '
’ccsyj
„Annaöhvort tortimum viö vopnunum eöa vopnin tortima okkur”.
Hermaöurúr Bundeswehr safnar undirskriftum undir „Krefeldávarp-
iö”.
Sællr eru Mðflytjendur”
Friöarganga stúdenta i Bonn I júni.
Arið 1958 var Helmut Schmidt varnarmálasérfræöingur stjórnarand-
stööunnar; þá likti hann atómvigbúnaöinum viö hervæöingarumboö til
Hitlers.
Hvað merkja þau orð á árinu 1981?
„Sá skilningur breiðist út
um landið/ að það sé
tilgangslítið að hafa
áhyggjur af öllum öðrum
vandamálum samfélags-
ins meðan ekkert gerist í
þeim málum sem varða
sjálfa tilveru þess (átt er
við mál stríðs og friðar).
Það er jafn tilgangslaust
og að maður sem hefur
villst inn á jarðsprengju-
svæði brjóti heilann um
ellilífeyrinn sinn".
Svo segir einn af ritstiórum
vestur-þýska vikuritsins Spiegel I
grein sem fylgir mikilli saman-
tekt ritsins um hina nýju friðar-
hreyfingu, sem eflist mjög I
landinu og stjórnmálaforingjarn-
ir óttast mjög — eftir að þeir hafa
um skeið reynt að stimpla hana á
vixl sem „barnaskap” eða
fimmtu herdeild Moskvu (Þiö
kannist viö tóninn).
Fjallræðan
Kristnir menn hafa haft sig
mjög i frammi I hreyfingu þessari
og hafa meðal annars minnt for-
ingja tveggja flokkanna stóru á
Fjallræðu Krists; þar segir meöal
annars: Sælir eru friðflytjendur.
Þetta finnst þeim Karl Carstens
forseta og Helmut Schmidt
kanslara ónotalegt aö heyra.
Þetta getur hver maður tekið til
sin, segir forsetinn, en hitt er
vafasamara hvort þessi orð gilda
um þá „sem bera ábyrgð á öðru
fólki”. Og Helmut Schmidt lýsir
þvi yfir að hann telji Fjallræðuna
nú ekki þannig meinta að hún sé
„hegðunarforskrift” fyrir stjórn-
málamenn, ónei. Enda sé hún
flutt „öðrum söfnuði á öðrum
tima og við aðrar aðstæður”.
900.000 manns
En samt fjölgar „friðflytj-
endum”, áhangendum nýrrar
friðarhreyfingar, og það veröur æ
erfiðara að kalla þá börn eða út-
sendara Rússa. Til dæmis undir-
rituðu 900 þúsundir manna i Vest-
ur-Þýskalandi nýlega svonefnt
Krefeld-friðarávarp, gegn aukn-
um vigbúnaði. Kirkjuhöfðingjar
eru stundum með svipaðan ótta
og stjórnmálaforingjarnir. Þeir
felldu þaö t.d. fyrir skemmstu aö
gera„Sælir eru friöflytjendur” að
einkunnaroröum 19. kirkjuþings
mótmælenda og settu i staðinn
„Öttast þú eigi”. En 65 hópar
mótmælenda sem eru friðar-
sinnar svöruöu meö þvi að boöa
til mikillar friðarsamkundu i
Hamborg undir vigorðinu „Óttast
þú, atómdauöinn ógnar okkur
öllum”.
Einn af helstu foringjum
sósialdemókrata, Erhard Eppler,
telur, að þessi hreyfing geti dag
nokkurn náð til meirihluta sósial-
demókrata, kirkjunnar manna,
verkalýðsfélaga og æskufólks. Og
vissulega gæti það haft viðtækar
afleiðingar i för með sér. Ef að
það gerðist einn góðan veðurdag
aö andstæöingar vigbúnaðar
næðu meirihluta á þingi, eins og
þeir hafa þegar gert i Hollandi, þá
reiknast sumum svo til, að þar
meö væri byrjuð endalok Nató.
/, Ekkertmár'
Til dæmis að taka: Fyrir
skömmu var kosið til borgar-
stjórnar i Vestur-Berlin. Meiri-
hluti sósialdemókrata og
frjálslyndra var i hættu. A loka-
fundi kosningabaráttunnar var
öllu til tjaldaö: Vogel borgar-
stjóraefni talaði, og Helmut
Schmidt kanslari kom honum til
aöstoðar. 1500 manns komu á
fundinn. Um leið komu 40
þúsundir manna i friöargöngu i
borginni með Heinrich Albertz,
fyrrum borgarstjóra { Vestur
Berlin. Vogel þóttu þetta iskyggi-
legar visbendingar, sem kannski
var ekki nema von.
Þaö er ekki nema rúmt ár siðan
aö vigbúnaöarstefnan var
„ekkert mál” I helstu flokkum
landsins. En nú er uppi allt önnur
öld. Leiötogar beggja stjórnar-
flokkanna, Helmut Schmidt
kanslari og Genscher vara-
kanslari (leiðtogi Frjálslyndra)
hafa orðið að hóta afsögn til að
kveöa niður andstööu flokks-
manna sinna við hermálastefnu
Bonnstjórnarinnar. í alþýðusam-
bandinu, DGB, er vaxandi and-
staöa gegn þeirri stefnu Heinz-
Oskar Vetters, forseta sam-
bandsins, að haida þvi utan við
kjarnorkuvopnaumræðuna. Til
dæmic vill æskufólk i sambandinu
(l,4miljónir manna) „kjarnorku-
vopnalaust svæði i Miö-Evrópu”.
^Þrir straumar
Eins og viða annarsstaöar hef-
ur verið reynt að kveða friöar-
hreyfinguna niður með tilvisun til
þess að hún sé borin uppi af
kommum, hálfkommum og nyt-
sömum handbendum höfuöóvin-
arins, Rússa. Þetta gengur að
sjálfsögðu æ erfiðlegar eftir þvi
sem hreyfingunni vex fiskur um
hrygg. Hreyfingin er I stórum
dráttum byggð upp af þrem
straumum.
• Vinstrisinnar: úr vinstri
örmum sósialdemókrata og
frjálslyndra (þ.e. stjórnarfiokk-
anna sjálfra), hér eru og afneit-
arar herþjónustu, ungsósialistar
og svo kommúnistar.
• Kristnir menn sem eru skipu-
lagðir i kaþólsku friðarhreyfing-
unni Pax Christi eða mótmæl-
endahópum sem kenna sig við
„Lifum án vopna”, „Friður án
vopna” eða „Kristnir afvopnun-
arsinnar”.
• Náttúruverndarmenn og um-
hverfisverndarmenn ýmiskonar.
Forsaga
Þessir straumar hafa ekki
fundið sér samnefnara enn. Ein-
att sýnist svo sem vinstrisinnar
séu þeir sem mest gefi hreyfing-
unni svip, og er það reyndar ekki
nýmæli! A sjötta áratugnum tóku
mjög margir áhrifamiklir sósial-
demókratar þátt I andófi gegn
hervæðingu Vestur-Þýskalanás
og þó einkum gegn atómvopnum.
Til dæmis að taka komst Helmut
Schmidt, sem þá var ungur þing-
maður og sérfræðingur stjórnar-
andstöðunnar um varnarmál, svo
að orði árið 1958:
„Við segjum það þýskri þjóö af
fyllsta sannfæringarkrafti, að sú
ákvörðun að vopna báða hluta
ættjarðar okkar með atómvopn-
um, sem stefnt er hverjum gegn
öörum, verður einhverntimann
talin jafnafdrifarik og örlaga-
þrunginn að heimildarlögin (um
hervæðingu) voru Hitler á sinum
tima”.
Vitahringur kalda striðsins og
breyst. Annarsvegar hafa margir
áhangendur sósialdemókrata-
flokksins látið i ljós vaxandi
óánægju með þaö, aö peningum
er áfram ausið I vigbúnaö,
meðan kreppan leikur grátt
hefðbundin áhugamál sósial-
demókrata: fræðslumál, hús-
-JLJLA»
mfúrcme
dich
nicht
-aoaíscher ,
JnHamduro
jDs/ ÁfoUofotf
Tvö kristilcg plaköt: Óttist eigi og Óttast skaltu, þvi atómdauðinn
ógnar öllum.
fleira þesslegt deyfði friðarhrær-
ingar meðal sósialdemókrata.
Auk þess tengdu margir þeirra
miklar vonir viö árangur af
„austurstefnu” Willy Brandts,
þegar hann var oröinn utanrikis-
ráöherra og siðar kanslari. En á
sl. tveim árum hefur margt
næðismál, aðstoð við þróunar-
mál. 1 annan stað hafa „kábojlæt-
in” i stjórn Reagans haft mikil og
erfið áhrif á sósialdemókrata.
Þeir höfðu fallist á viss áform um
eflingu Nato 1979 meö þvi fororði
að um leið væri leitaö eftir sam-
komulagi við Sovétmenn um af-
vopnun. Menn telja sig hinsvegar
hafa ástæðu til að ætla, að Reag-
an og Haig hafi eins litinnáhuga á
slikri samningaviðleitni og þeir
hafa mikinn áhuga á nýjum
vopnakerfum.
Þetta hefur leitt til vaxandi
gagnrýni á hernaöarútgjöld Vest-
ur-Þjóðverja og samþykki þeirra
við nýjum meðaldrægum eld-
flaugum á þýsku landi — af hálfu
hundraða flokkssamtaka og for-
ingja viða um landiö. Og eins og
fyrri daginn eru Jusos, æskulýðs-
samtök sósialdemókrata/framar-
lega I þessari baráttu. Oft eiga
þeir samleið meö ungum frjáls-
lyndum úr hinum stjórnarflokk-
inum, sem er lika oröinn nokkuð
svo reikull i ráði i hermálapólitik-
inni.
Kristnir menn
Kristilegu bræðraflokkarnir til
hægri, CDU og CSU viröast enn
litt smitaöir af „hollensku” veik-
inni, en svo nefna Bandarikja-
menn og ýmiskonar Morgunblöð
friöarhreyfinguna nýju og fremur
fáir kirkjuhöfðingjar hafa látið
hana sig miklu varöa. Aftur á
móti hafa fjölmargir kirkjunnar
þjónar og „óbreyttir” látið að sér
kveöa i friðarsamtökum sem
reist eru á kristilegum viðhorf-
um. Um 15 þúsundir mótmælenda
eru t.d. virkir i samtökunum
„Lifum án vopna” — og það segj-
ast þeir reiöubúnir aö gera — I
bókstaflegri merkingu. Evangel-
iska kirkjan, EKD, hefur stutt
sjálfboðaliðasamtökin „Iörun —
Friðarþjónusta” sem undir vig-
orðinu „Sköpum friö án vopna”
kom tugum þúsunda til starfa 1
vetur sem leið. Hin hefðbundnu
friðarsamtök kaþólskra manna
Pax Christi, hafa gert það að höf-
uðviðfangsefni næstu þrjú árin að
frysta vigbúnað og hernaðarút-
gjöld miöað við áriö 1980. Ka-
þólska æskulýðssambandiö, sem
hefur 650 þúsundir meölima, hef-
ur gert „frið og réttlæti” að
kjarna starfs sins næstu þrjú árin
og vígorð þeirrar viðleitni er
þetta: „öll frekari hervæðing og
útflutningur vopna er okkur sið-
ferðilegt hneyksli”.
Eins og fyrri daginn fá kristi-
legir friöarsinnar að heyra, aö
þótt það sé gott að vitna i Fjall-
ræðuna, þá megi menn ekki taka
hana sem leiðarvisi i stjórnmál-
um samtimans; svo er lika sagt
að guðfræðingar megi ekki skipta
sér af pólitik. En hinir kristilegu
svara fullum hálsi og minna
kristna stjórnmálaforingja, sem
svo vilja heita, á skyldur sinar.
Samstaöa
Sem fyrr segir þá hafa hinir
ýmsu straumar i friðarhreyfing-
unni I Vestur-Þýskalandi enn ekki
fundiö sér samnefnara. En eins
og einn af talsmönnum „Lifum án
vopna”, Hermann SchSufele,
prestur i Stuttgart, eru ýmsir
farnir að telja, að kristileg friöar-
hyggja geti þvi aðeins haft veru-
leg áhrif að hún nái samstöðu
með vinstrisinnuöum friðarsinn-
um og svo umhverfisverndar-
mönnum. „Græningjarnir” hafa
reyndar þegar tekið saman
þriggja ára baráttuáætlun gegn
staðsetningu nýrra eldflauga með
kjarnavopnum, sem þeir ætla að
fylgja eftir meö bandamönnum
sinum I kirkjum og I vinstrisam-
tökum. Meðal annars er þetta á
dagskrá:
— 1 haust eru áformaftar
„gagnheræfingar” og meirihátt-
ar mótmælaaftgerðir viö staði þar
sem kjarnorkuvopn eru geymd
— næsta vor á aö stöðva um
tima aögang aft herbúöum og
stjórnstöðvum
— sumariftog haustiö 1982 verft-
ur efnt til föstu fyrir utan kjarn-
orkuvopnabúr og vopnaverk-
smiftjur og hernaftarmannvirki
verfta smurft blóði
— sjötta ágúst 1983 á aft byrja
fjöldaföstur upp á lif og dauða.
Bandarisk yfirvöld taka þessa
hreyfingu alvarlega, svo mikið er
vist. I vor sem leið skipaði banda-
riska varnarmálaráðuneytið,
Pentagon, svo fyrir að skipti yrði
á varðsveitum þeim sem gæta
bandariskra eldflauga I Vest-
ur-Þýskalandi og komi i staðinn
sérþjálfaðar sveitir „Special
Task Forces”, sem hafa fengið
sinar lexiur I Mið-Ameriku og á
Florida.
áb tók saman eftir Spiegel.