Þjóðviljinn - 05.09.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Side 2
> 4 - 2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. september 1981 AF KONUM, SEM SKRIFA UM KONUR FYRIR KONUR Ég rakst á tvö tískublöð um daginn og f ór að f letta þeim, svona f rekar til að skoða fallegar litmyndir af fáklæddum fögrum konum, en annars. Ekki hafði ég lengi flett, þegar mér varð það Ijóst, að þessi tískublöð voru á hærra menningarplani en ég hafði ætlað. Hér var nefnilega — auk tískunnar — f jallað um „líf og list". Ég fór svona að líta yfir tvær greinar um konur og bókmenntir, eftir Helgu Kress. Merkilegar greinar — stórmerkilegar. Ég varð sérstaklega hugfanginn af spán- nýrri kenningu, sem Helga setur fram á þess- um vettvangi, kenningu um skiptingu kynj- anna á fslandi á söguöld. Orðrétt segir í grein Helgu: „Samkvæmf Njálu lifðu næstum sex sinnum fleiri karlmenn hér að fornu fari en konur. Eða þannig lítur höfundur verksins að minnsta kosti á málin. Af um það bil 650 persónum verksins eru 550 karlmenn og 100 konur. Getur það verið að hlutfall kynjanna hafi veriðslíktá svokallaðri söguöld?" Ég varð strax hugfanginn af þessari kenn- ingu bókmenntafræðingsins. Hér var komin óvefengjanleg, vísindaleg aðferð til að ákvarða skiptingu kynjanna frá því að menn fóru að draga til stafs og allt til þessa dags. Fara bara í bókmenntirnar. í flestum sögunum af Bakkabræðrum eru aðeins þrjár sögupersónur, þrír karlmenn. Bakkabræður. Af þessu má að sjálfsögðu draga þá ályktun að engar konur hafi verið á íslandi á dögum Bakkabræðra. Að minnsta kosti ef Njálukenning bókmenntafræðingsins stenst. Ég er núna að lesa skáldverk, sem heitir „Morðið í kvennafangelsinu" og sögusviðið er Ameríka. f þessu skáldverki eru 264 persónur, þar af 263 konur og 1 karlmaður. Samkvæmt Njálu-kenningu Helgu, um skiptingu kynjanna, eru semsagt 264 (tvö- hundruðsextíuogf jórum) sinnum fleiri konur í Ameríku en karlar. Það er deginum Ijósara. Þegar ég var krakki voru tískublöð kölluð „móðublöð" og ég stóð í þeirri meiningu að það væri af því að þau væru skrif uð i „móðu" og ættu að lesast í,,móðu". Og sem ég nú f letti framangreindum blöðum, fer ég að halda að þessi mín barnatrú eigi sér nokkra stoð í raun- veruleikanum. Fleira er merkilegt að f inna í þessum menn- ingarlegu tískublöðum en Njálukenninguna, t.d. þetta: „Bókmenntahefðin er karlkyns. Karlmenn skrifa um karlmenn fyrir karlmenn". Og á öðrum stað....„og litlar stúlkur kyrja Ijóð- línur einsog „Nú er sumar gleðjist gumar", „Mögum þín muntu kær", „drengir mál að hrifa sál", „hvert afrek bróðir ætlar þú að vinna", Gumarnir, megirnir, drengirnir og bræðurnir. Mikil er þeirra f rægð." Svo mörg voru þau orð. Getur það verið að karlmenn skrif i bara um karlmenn fyrir karlmenn? Getur það verið? Þegar ég var krakki, lá annarhvor kven- maður í Vesturbænum í rúminu í Ijúfum ástarlosta með Ijóð Davíðs á maganum. Ekki er „Messalína" um karlmann, né held- ur „ Rósamunda", „Snjáka" og „ Anna í Hlíð". Nei, ekki aldeilis. Og nú er ég raunar kominn að því sem mér finnst mergurinn málsins. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að karlmenn hafi orkt miklu meira um kvenfólk heldur en karla. Hvað um öll ástarljóðin? Ástarljóð hafa íslenskir karlar löngum orkt um konur, en ekki karla (sem betur fer). Og úr því ég er kominn á skrið finnst mér ekki úr vegi að telja hér upp nokkur af þeim Ijóðum sem mér detta strax í hug og orkt eru af körlum um konur: „Hún amma min það sagði mér", „Kolbrún mín einasta". „Hvar á að tjalda segir hún Skjalda/Hinum megin við ána segir hún Grána". „Dísa i Dalakofanum", „Sex- feta-Lóa", sem byrjar svona: „Sofnar Lóa löng og mjó", „Móðir kona meyja", „Gudda á Lóni", „Ein er upp til fjalla", „Gunna var í sinni sveit". Eða öll þsu ókjör, sem íslensk „karlrembuskáld" haf a orkt um mæður sínar. Varla nokkur einasti sem ekki hefur orkt Ijóð undir heitinu „Móðir mín". Og áfram: „Ráðskonan á Holtavörðuheiðinni", „Tvær í Tungunum", „Betlikerlingin" , „Fjallkonan", „Þúfan" og svona mætti endalaust telja, „Gæðakonan góða", „Vakra-Skjóna", „Tóta litla tindilfætt". Það væri hægt að halda áfram í alla nótt. Það er lítill vandi að hrekja þá annars ágætu kenningu að karlmenn yrki aðeins um karl- menn fyrir karlmenn og hefur það raunar þegar verið gert hér að framan. En hitt er jaf n vist og það er, að Helga Kress drepur aldrei niður penna nema til að skrifa um konur og sama má víst segja um flesta kvenrithöfunda nútildags. Það eru sannarlega konur, sem skrifa um konur f yrir konur. Munurinn er bara sá, að við karlarnir höldum svo mikið uppá konurnar að þær fá að gera þetta óáreittar af því að þeim finnst svo gott og gaman að vera konur og skrifa um konuna fyrir konurnar. Þetta kemur einmitt svo undur vel fram í þessum gamla húsgangi: Konur vilja helst um konur skrifa fyrir konur sem að sífellt eru að hugs'um hvað það sé óskaplega leitt að lifa við iítið af því, sem felst í karlmannsbuxum. mest, best, verst Versta með- gangan Versta meftganga sem sögur fara af uppgötvaftist i Teruel á Spáni 1975, þegar 76 ára gömul kona kom til læknis og kvartafti um þrautir i maga. i ljós kom aft hún haffti verift ófrisk síftan 1935. Konan gaf þá skýringu aö hún heffti verift komift 8 mánufti á leift árift 1935, en barnift dáiö ófætt. Læknar hefftu ekki viljaft hjálpa henni og þvi heföi barnift aldrei fæöst. Þeir höfftu sagt henni, aft fóstriö myndi „eyftast upp”. Ariö 1975 var fóstrift svo fjarlægt, en þaft haffti einfald- lega kalkaft I leginu og þvi ekki orsakaft neinar bólgur eöa kvalir. Bestu elskhugarnir Bestu elskhugarnir ku fást i Rússlandi. Þaft segir aft minnsta kosti rússneski kynlifsfræft- ingurinn A.K. Syvadoshch. 1 fyrstu kynlifsskýrslunni sem gefin hefur verift.út i Rússlandi, segir Syvadoshch aft rannsóknir hans sýni aft 85% af rússneskum konum hafi einhvern tima fengiö fullnægingu, á meftan talan er afteins 60% hjá frönsk- um konum og 59% hjá breskum. Og — hann bætir vift: Ekki einn einasti af þeim rússnesku karl- mönnum sem spurftir voru höfftu nokkurn tima misst af fullnægingunni... Heimatilbúinn ís Hver man ekki eftir rjómaisn- um, sem hægt var aft kaupa i „gamla daga” hvitur og þéttur meft ekta rjómabragfti. Hér er uppskriftaf heimagerftum is, en viövörun fylgir: Hann er ekki sériega heppilegur fyrir lin- urnar þessi. Hér er uppskriftin: 4 egg 2 1/2 bolli sykur 6 boliar mjólk 3 bollar rjómi 1 bolli þeytirjómi 2 msk vanilla 1/2 tsk salt. Þeytiö eggin saman, þeytiö sykurinn smátt og smátt út í, þar til blandan veröur létt. Blandiö hinum efnunum út i og þeytift þar til blandan veröur þykk. Setjift i gott ilát meft loki og frystift. Og hér eru svo nokkur húsráft: Tyggigúmmi sem hefur klesstst á tau getur veriö erfitt viftureignar. Reyndu aö setja eggjahvitu á þaft og þvo þaft svo af. Málningapensla sem eru orftnir harftir á aft sjóöa i ediki I nokkrar minútur og siftan þvo úr sápuvatni. Og hér eru ráö til aft bæta út- litift. i staft þess aft kaupa fok- dýra hárnæringu, getur þú soöiö saman pund af hunangi og únsu af býflugnavaxi, bætt örlitilli möndluoliu (fæst i lyfjabúftum) út i og þú átt fulla flösku af bestu fáanlegri hárnæringu. Og þá eru egg ekki verri fyrir hárift. Þeytiðeggjarauöu saman vift pela af heitu vatni og örlitift af bóraxi. Látift liggja stundar- korn i hárinu og þvoiö svo vel úr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.