Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 7
Helgin 5. — 6. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hverjir eiga liti? Og allir rétta upp hönd. Þessa mynd tók gel af krökkum á fyrsta skóladegi f Laugarnesskóla. Afrek íhaldsins í byggingu leiguíbúða: _ 115 ár aðhöfðust þelr ekki neitt Bæöi fulltrúar Alþýöuflokks og Framsóknarflokks lýstu þvi yfir I borgarstjóm á fimmtudag aö þessir flokkar væru andvigir öllum aögeröum til þess aö taka autt htisnæöi i notkun meö leigu- námieins og tiökast m.a. i höfuö- borgum Noröurlandanna. Miklar umræöur uröu um húsnæöismálin og sagöi Sigurjón Pétursson m.a. aö sveitarfélagiö gæti ekki staöiö aögeröarlaust hjá ef húsnæöi stæöi autt til langframa og hundruöir eöa þúsundir borgar- búa væm á götunni. Miklar umræöur uröu um hús-. næðismálin i borgarstjórn i tilefni af tillögunni um kaup á 20 ibiiðum til aö brevta i leieuibúðir. Daviö Oddsson, sem manna mest hefur snUiö út Ur orðum Sigurjóns Péturssonar um aðgeröir i hús- næöisvandanum, hafði sig hins vegar litt I frammi og þagði þunnu hljóði. Enginn Sjálfstæðis- mannanna reyndi aö taka upp fullyrðingar Morgunblaðsins og leggja Sigurjóni Péturssyni þau orð ímunn að rýma ættihUsnæði i einkaeign fyrir leigjendum, enda höfðumenn viðtaliöviðhann fyrir framan sig. Það kom m.a. fram i umræðunum að 15 ár eru nU siðan siðast var samþykkt i borgar- stjórn Reykjavikur aö byggja al- mennt leiguhúsnæði en nU eru að hefjast framkvæmdir við bygg- ingu 43ja ibúða, og úthlutað hefur verið 60 lóðum til viöbótar. A fundinum voru yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins um lóöaskort og samdrátt i byggingariðnaði hraktar og benti Sigurjón m.a. á að það væri ekki skortur á hús- næði sem nú ylli húsnæðisvand- anum, — það vitnuðu auglýsingar fasteignasalanna i Mogga um. Vandinn væri sá að fólk hefði ekki fjárráð til þess að kaupa það hús- næði sem iboðiværi ogþviyrði að efla Verkamannabústaðakerfið og byggja leiguibúðir fyrir þá sem kjósa aö leigja. A fundinum kom einnig skýrt fram aö Sjálf- stæöisflokkurinn er andvi'gur byggingu leiguibúöa og tók Kristján B e n ed ik t ss o n , Framsókn, undir þau sjónarmið. —AI Sjálfstæðismeirihlutinn í Garðabæ Enginn ólestur í skipulagsmálum Meirihluti Bæjarst jórnar Garöabæjar visar á bug fullyrö- ingum um aö framkvæmdir viö Hafnarfjarðarveg séu brot á skipulagslögum, enda hafihvorki dómstólar né ráöherra treyst sér til aö kveöa upp úrskurö þess efn- is. Þá visar meirihlutinn alfariö á bug öllum dylgjum um aö ástand skipulagsmála sé meö óeölilegum hætti i Garöabæ, segir I fréttatil- kynningu sem Þjóöviljanum barst i gær. 1 fréttatilkynningunni sem jafnframt var bókun á bæjar- stjómarfundi i Garðabæ i gær, mótmælir meirihlutinn þeirri ákvöröun félagsmálaráöherra að fresta að stærstum hluta þeim framkvæmdum sem til stóöu á Hafnarfjarðarvegi milli Hraun- holts og Engidals. Segir að af- skipti ráðherra séuekki til komin vegna þess aö hann sé aö fram- fylgja skipulagslögum, þar sem ekki hafi verið kveöinn upp rök- studdur úrskuröur þess efnis að umlögbrotséaöræða. — lg. Pólitfekur skriþaleikur segir Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi . .Þessar dylgjur á ráöuneytiö af hendi meirihlutans eru hreinn pólitiskur skripaleikur og ósæmilegur i alla staöi. Þetta er eingöngu gert til aö þyrla upp moldviðriog sigla hér innanbæjar á fölsku flaggi, þvi þessir menn eru búnir aö samþykkja I bæjar- stjórn haustiö 1978 aö Hafnar- fjaröarvegur veröi ekki breikk- aöur i núverandi mynd. Þaö er upphafið aö störfum þessara manna i bæjarstjórn. Hvernig er svo Hafnarfjaröarvegur í dag? Þaö sést glögglega hvaö þeirra orö og yfiriýsingar er aö marka. Þetta eru ómerkiiegir pólitikusar sem haga seglum eftir vindi og ekkert er aö marka”, sagöi Hilmar Ingóifsson bæjarfulitrúi Alþýöubandalagsins ■ Garöabæ. „Jónatan Þórmundsson laga- prófessor hefur lagt fram álits- gerð um þessa umdeildu vega- iagningu og þar segir hann skýrum orðum, að félagsmála- ráðherra hljóti að hafa vald til þess að stöðva á eigin spýtur jafn afdrifarika framkvæmd og lagn- ingu eða breikkun stofnbrautar áður en skipulagsuppdráttur hefur verið samþykktur eftir réttum leiðum. „Breytir engu i þvi sambandi hvort skipulags- stjórn rikisins og sveitarstjórn komi sér saman um ákveðanar tillögur að hluta eða öllu leyti”. Skipulag hefur aldrei verið lög- formlega frágengiö hér I Garða- bæ og af þessum ástæðum eru þessar framkvæmdir ólöglegar. Félagsmálaráðherra kvað upp þann úrskurð að framkvæmd- irnar brytu i bága við lögin, en hann tekur tillittil þeirra ástæðna sem fyrir hendi eru og leyfði þvi að gerð væri algjör lágmarks- framkvæmd til þess aö tryggja öryggi- Stór hluti af þessari bókun meirihlutans er þvi hreinar rang- færslur og útúrsnúningar, sagði Hilmar. —lg Seinna bindið í verslanir í dag og mánudag „Bræðrabönd” frímúraratal A mánudag kemur i bókaversl- anir seinna bindi „Bræðrabanda” eftir Úlfar Þormóösson. Fyrra bindið kom út i vor sem leið og vakti þá mikla athygli, m.a. neitaöi Innkaupasamband bók- sala þá aö dreifa bókinni. Aö sögn Jóhannesar Haröar- sonar sem hefur haft umsjón meö útgáfu bókarinnar mun Mái og menning sjá um dreifingu þessa seinna bindis Bræörabanda, og ekki vitað annaö en bókin veröi til sölu I öllum bókabúöum i land- inu. Seinna bindi Bræðrabanda er 336 blaðsiður og i þvi er að finna frimúraratal yfir alla þá sem gerst hafa frimúrarar frá 1960 til siðustu áramóta. Nálægt 1900 nöfn koma fyrir i bókinni sem er prýdd um 400 myndum, auk ævi- ágripa félaga. 1 bókinni er viðamikil saman- tekt um stöðu frimúrara i þjóð- félaginu, áhrif þeirra, og völd, hrasanir og fyrirgefningu yfir- valda. Hverjir starfa i rann- sóknarlögreglunni, hverjir i dómskerfinu, hverjir i ráðuneyt- unum?, og þannig má lengi telja. Þá er einnig i bókinni greint frá alþjóðafélagsskapnum öldungar Zions og hugsanlegum tengslum frimúrara við hann. Einnig er sérstakur kafli um leynifélög eins og Rósenkross, Sam-frimúrara, Oddfellowa og klúbba eins og Bildesiberg, Rotary, Lions og fl. 1 lokakafla um frimúrarahreyf- inguna segir höfundur m.a.: „Bein stjórnmál eru ekki þaö eina sem rætt er á stúkufundum. Þar fara fram viðskiptalegar bolla- leggingar, bræðurnir ræöa fram- kvæmdaáætlanir sjálfra sin, fyrirtækja sinna og hins opinbera, rætt er um verðlagningu vöru og þjónustu og kaup og kjör. Að sjálfsögðu er svo rætt um hina stirðnuðu heimspeki frimúrara og nokkur timi fer i iðkun forneskjulegra trúarbragða þeirra. Leynd yfir þessum siöast talda þætti frimúrarastarfsins er bræörunum nauösynleg. Því hætt er við aö margan mektarm anninn setti ofan i augum almennings ef fréttist um uppátæki hans tengd helgisiðum, heimspeki ogfundar- sköpum á stúkufundum. Slikt gæti verið mörgum of- raun. Siðar segir höfundur.: „Frimúrarahreyfingin er ekki eingöngu broslegur karlaklúbbur. Hún er eins og blóðígull á þjóðar- likamanum, svo notað sé orðalag Zionsöldunga. Hún er valdaaðili, sem enginn þar til bær aðili hefur til þess kjörið að fara með völd”. Þess má og gela, að þegar liggja fyrir ileiri hundruð pant- anir á þessari bók Úlfars Þor- móðssonar. —lg- Pclnr Guújónsson IÐUNN BÓKIN UM HAMINGJUNA eftir Pétur Guðjónsson Bókin um hamingjuna hjálpar fólki til að lifa fyllra og hamingjuríkara lífi. Hún er samin á aðgengilegu máli og lýsir því hvernig öðlast má sjálfsþekkingu og vinna bug á streitu. Pétur Guðjónsson nam félagsvísindi við Harvardháskóla og hefur starfað sem háskóla- kennari og kennt stjórnmálafræði í Kaliforníu og sálarfræði í New York. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra um allan heim og ennfremur haldið reglubundin námskeið hér á landi á vegum Stjórnunarfélags íslands. Bók Bræðraborgarstíg 16. Símar: 12923*19156 semþú býrðað.. Viknaö hji Tómaíi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.