Þjóðviljinn - 08.09.1981, Page 5
Þriðjudagur 8. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Eftir innrásina í Angóla:
Bandaríkin gefa stjóm
S-Afríku grænt ljós
í lok ágúst sendi her
Suöur-Afríku um 4000
manna lið yfir landamæri
Namibíu og Angóia í þeim
yfirlýsta tilgangi að tor-
tíma sem mestu af bæki-
stöðvum skæruliða þjóð-
frelsishreyf ingarinnar
SWAPO, sem berst fyrir
sjálfstæði Namibiu og
nýtur margháttaðrar að-
stoðar stjórnar Angóla.
Þetta liö hefur orðiö að hörfa
eftir að hafa valdið miklum usla i
suðurhiuta Angóia — og var auð-
heyrt af fréttum að hernaði þess-
um var ekki siður beint gegn
stjórnvöldum i Angóla en bæki-
stöðvum SWAPO. Og afgreiðsla
málsins á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna bendir til þess, að hinni
illræmdu stjórn Suður-Afriku hafi
orðið verulegur diplómatiskur
ávinningur að þessum leiðangri:
hún hefur dregið fram stóraukna
samúð stjórnar Reagans með
hvitu minnihlutast jórninni i
Suður-Afriku. Eða eins og eitt af
málgögnum Suður-Afriku-
stjórnar i Jóhannesarborg til-
kynnti með miklum fögnuöi þvert
yfir forsiðu nú fyrir helgi: Banda-
rikin vernda Suður-Afriku!
Neitunarva Id
Astæðan fyrir þessum fögnuði
var sú, aö Bandarikin beittu neit-
unarvaldi sinu i öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu
um að fordæma innrás
suður-afrisks herliðs i Angóla —
og var þó aðeins um almenna for-
dæmingu að ræða en ekki vikið
orði að efnahagslegum refsiað-
gerðum, sem fyrirfram var vitað
að Bandarikjastjórn mundi ekki
styðja. Þar meö er fleygur kom-
inn i þá samstööu sem hafði náöst
m.a. meðal helstu Vesturvelda
um áætlun um frjálsar kosningar
i Namibiu undir eftirliti Sam-
einuðu þjóðanna, en stjórn
Suöur-Afriku hefur með ýmsum
ráðum komiö sér undan þvi að
fara að samþykktum i þessa
veru. Þess i stað hefur hún reynt
sem mest hún má, að spila á ótta
Bandarikjamanna við það, að
sjálfstæðishreyfing Namibiu,
SWAPO, er róttæk og hefur notið
aðstoðar frá Angólastjóm, sem
Bandarikjamenn skilgreina, sem
marxiskt útibú frá Kúbu og
Sovétrikjunum. Þetta er gert i
von um aö einskonar stuðningur
fáist frá Bandarikjunum við til-
raunir Suður-Afrikustjórnar til aó
byggja upp sér hliöholla lepp-
stjórn i Namibiu, á þvi verndar-
svæði sem áður var kallað Suð-
vestur-Afrika og Suður-Afriku-
menn hafa þverskallast við að
afsala sér umboösstjórn yfir.
Nýjar áherslur
Carterstjórnin haföi, eins og
Reaganstjórnin nú, jafnan neitað
að taka þátt i efnahagslegum
refsiaögerðum gegn Suður-
Afriku, bæði vegna stefnu
hennar i kynþáttamálum og
óhlýðni við vilja S.Þ. i málum
Namibiu.En Carterstjórnin hafði
þó viöurkennt, að i'öfuðástæöan
fýrir spennu og skæruhernaði i
Suður-Afriku og Namibiu væri
barátta kúgaðs meirihluta gegn
stjórn hvitra kynþáttakúgara. En
nú er bersýnilega skipt um
áherslur. Eins og nýlega kom
fram i ræðu, sem Crocker, sá aö-
stoðarutanríkisráöherra Reagan-
stjórnarinnar, sem fer með mál
Afriku, flutti i Honolulu, þá vilja
bandariskir ráöamenn nú leggja
meiri áherslu á að átök um
sunnanverða Afriku verði rakin
til kalda striösins, átaka stór-
velda.
Crocker og fleiri bandariskir
ráðamenn hafa látið að þvi liggja,
að þaö væri hægt að semja um aö
Kúbumenn fari frá Angóla gegn
þvi að Suöur-Afrikumenn hætti að
ráðast innyfir landamærin einsog
þeir hafa gert alllengi. Hann
hefur einnig látið að þvi liggja, að
stjórn Angóla ætti aö kaupa sér
betri sambúð við Bandarlkin en
hún nú nýtur með þvi að taka með
einhverjum hætti undir þann
skilning Bandarikjamanna að
UNITA-samtökin, sem heyja enn
skæruhernað gegn stjóm Agnóla,
séu „þýðingarmikiö afl sem á rétt
á sér 1 stjórnmálum Angóla”.
UNITA, sem eru undir stjórn
Jónasar Sawimbi, biðu ósigur I
innanlandsátökunum milli hinna
ýmsu fylkinga sjálfstæðishreyf-
ingar Angóla um það bil sem
landið varð sjálfstætt 1975, og
naut þá stuðnings m.a. banda-
risku leyniþjónustunnar CIA.
Arið siðar var samþykkt i
WaShington að banna CIA aö
halda áfram þessum stuðningi, en
Suöur-Afrikumenn hafa haldib
áfram að veita UNITA liö með
margvislegum hætti, enda telja
þau Sawimbi bandamann gegn
kommúnismanum.
Framhaldiö
Allar þessar nýju áherslur
koma sér mjög vel fyrir
Suður-Afrikustjórn. Sá velvilji
sem nú liggur frá Washington tii
Pretoriu gerir henni mögulegt að
halda áfram að hunsa sam-
þykktir SÞ um kosningar I
Namibiu og frjálsari hendur i við-
leitni til að sigra skæruliða
SWAPO með vopnum. Stjórnin
mun og telja sig hafa meira svig-
rúm bæbi til að hlaba undir lepp-
stjórn Dirks Mudges I Windhoek
(Namibiu) og svartra höfðingja
sem hann hefur tekiö upp á sinn
eyk. Og einnig til að halda áfram
tilraunum til að steypa stjórn
Angóla með aðstoð viö Sawimbi.
Hættulaust er þettá spil ekki,
hvorki fyrir Botha, forsætisráö-
herra Suður-Afriku, né heldur
Reaganstjórnina. Stjórnir
Vestur-Evrópu, eru litið hrifnár
af þessum æfingum, ekki sist
stjórn Mitterrands sem beinir rót-
tækri endurskoðun á franskri
utanrikisstefnu helst að þriðja
heiminum. Auk þess mun stefnu-
breyting þessi bæði fækka vinum
Bandarikjanna i sjálfstæðum
Afrikurikjum og auka á fjand-
skap i þeirra garð meðal þeirra
Afrikumanna sem eru undir her-
veldi Suður-Afriku enn i dag. Eða
eins og Tutu biskup, þekktur
svartur andófsmaður i
Suður-Afriku sjálfri, hefur að orbi
komist um Reagan og hans
menn: það er engu likara en þeir
ætli aö gera okkur alla að marx-
istum...
— AB.
Suður-Afrikumenn vita nú, að þeir komast upp með fleira en áður.
r.
Ráðamenn í Iran gerast
ur
heimi
hallir
Fáir menn eru i meiri lifs-
háska um þessar mundir en
oddvitar irans. Fyrir röskri
viku biðu nýkjörinn forseti,
Radjai, og forsætisráðherra
hans, Bahonar, bana i sprengitil
ræði, Og nú á laugardag var
rikissaksóknari, ajatolla AIi
Ghodussi, drepinn með sama
hætti. Margir áttu harma á
honum aö hefna: hann hcfur
verið æðsti maður byltingar-
dómstóla þeirra sem síðan I júnl
hafa dæmt um þúsund manns til
dauða fyrir andstöðu við stjórn-
völd.
Og i lok júni haföi mikil
sprengja gert stórfelldan usla i
liði hins ráðandi klerkaflokks i
íran, Islamska byltingarflokks-
ins. Þá létu lifið um 70 þing-
menn hans og flokkleiötoginn,
Beheshti ajatolla, sem haföi ný-
skeö hrakið Bani-Sadr fo' seta
frá völdum og var manna lik-
legastur til að koma i hans stað.
Sú alda sprengjutilræða, sem
þá hófst átti sér fyrst og fremst
forsendu i þvi, að með brott-
rekstri Bani-Sadr frá völdum og
Frá útför forsetans og forsætisráðherrans: hver er næstur?
áhrifum, var þróun klerka-
flokksins til valdaeinokunar það
langt komin, að andstæðingar
valdhafanna hafa taliö sig eiga
ekki neinna annarra kosta völ
enaðhefja „neðanjaröarstrið”.
Skammgóðir sigrar
Nú er hálft þriðja ár, siðan
einvaldur keisari var rekinn frá
völdum i Iran. Fáum var sökn-
uöur að honum. En flestir munu
hafa búist við, að framvinda ir-
önsku byltingarinnar yröi með
nokkuð skaplegri hætti en raun
hefur orðið. Með öðrum orðum:
nýir stjórnhættir hafa ekki
fest I sessi, hörð átök um
framtið og þróunarstefnu hafa
leitt til upplausnar og ringul-
reiöar, ofan á allt saman hefur
komið vopnuð ókyrrð meðal
minnihlutaþjóða sem heimta
sinn rétt svo og styrjöld viö
Irak sem hefur reynt að nota
sér ástandið, til að veröa öflug-
ast rikja við Persaflóa. Allir
sigrar i þessum átökum hafa
verið skammgóðir. Klerkarnir
sem. með völd fara sýnast enn
geta höfðað til þeirrar bylt-
ingarglóðar sem uppreisnin
gegn keisaranum kviknaði af,
en sú glóð dugar skammt til að
leysa samfélagsvanda i
þróunarlandi með 35 miljónir
ibúa og um leiö til aö verjast
vopnaðri innrás frá næsta
grannriki. Ofstæki klerkavalds-
ins og fáfræði um gangvirki nú-
timaþjóðfélaga hefur og gert
efnahag landsins marga skrá-
veifu og hrakið frá þeim tækni-
menntaða millistétt.
Á púðurtunnu
Valdhafarnir sitja á púður-
tunnu I bókstaflegum skilningi,
og hið mikla mannfall i þeirra
eigin liði bendir til þess, að þeir
sem koma sprengjunum fyrir
eigi stuðnings aö vænta i ólik-
legustu stöðum. Um þá er ekki
of margt vitað. I nýlegu viðtali
við Bani-Sadr, fyrrum forseta,
sem nú er i útlegð i Paris, segir
hann m.a. „Það er nú mein-
ingarlaust aö stofna pólitiskan
flokk. Khomeini hefur skapað
lögregluriki og til andófs gegn
lögregluriki þurfum við að beita
vopnum. Þaft er þetta sem Mú-
jahedín gera”.Þar visar forset-
inn til vinstri sinnaðrar is-
lamskrar hreyfingar, Múja-
hedin-e-Khalq, sem er öflugust
og baráttureyndust þeirra
hreyfinga sem andæft geta
klerkaveldinu.
Það hefur áður verið á orði
haft, að Bani Sadr hefði gert
einskonar bandalag við þessa
hreyfingu, en um styrk hans
sjálfs er fátt vitaö. Hann hefur
sjálfur aldrei getað komiö sér
upp pólitiskum flokki en visar á
vinsældir sinar i hernum sem
sitt höfuðtromp i þvi borgara-
striöi sem i raun er hafiö I tran.
Aðrir hafa það svo fyrir satt að
herinn sé alveg eins sundur-
tættur og samfélagið að ööru
leyti, og væri erfitt að finna þá
hersveit Iranska sem reiðubúin
væri aö fórna lífi sinu fyrir einn
eða neinn nú um stundir.
áb tók saman.
„J