Þjóðviljinn - 08.09.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 08.09.1981, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudaguf 8. september 1981 Ab I túnfætinum hjá Jónasi. Sumarferö Alþýöubandalagsins á Norðurlandi: Samband f isk vinnslustöð va: Athuga- semd FLATEYJARDALUR Dagana 15. og 16. ágúst efndu Alþýöubandalagsmenn á Norður- landitil sumarferðar á Flateyjar- da 1. E r skem mst f rá þvl að segja, að þetta var hið ánægjulegasta ferðalag, enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur þessa helgi. Upphaflega átti aö fara þessa ferð á vegum Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi vestra, en siðan sltíst Norðurland eystra með i förina. bað fór svo, að ekki voru skipulagöar ferðir nema Or Norðurlandi vestra. Ferðalangarnir, sem voru rúmlega 80 talsins, lögðu upp frá Varmahlið á laugardagsmorgni og var ekið til Akureyrar með stuttum stans undir hraundröng- um I öxnadal. Á Akureyri bættust nokkrir i hópinn og að loknum há- degisverði i Kjarnaskógi var svo haldið út Svalbarðsströnd og gegnum Dalsmynni að bverá, en þar Kggur leiðin inn á Flateyjar- dalsheiði. Leiðin yfir heiðina er nokkuð seinfarin, en vegurinn var þurr og þessa helgi var meira að segja fólksbilafæri út á Flat- eyjardal. Leiðsögumennirnir i bilnum þekktuhverja þúfu og sáu um að engum leiddist á leiðinni. bað voru þeirOlgeir Lúthersson á Vatnsleysu og Sigurður Helgason á Grund, sem fara I göngur á Flateyjardal á hverju hausti. Flateyjardalur er sérkennilegt náttiíruundur fyrir þá sök, að smíði hans var aldrei lokið. Endur fyrir lixigu mun Fnjóská hafa runnið til norðurs, en síðan gerði hún uppreisn, skiptium far- veg og braut sér leiö gegnum Dalsmynni, þar sem hún rennur enn i dag. Eftir stendur hálf- karaður dalur með ávölum hliðum á báða vegu, viða kjarri vaxinn. SU mynd sem blasti við ferðafölkinu á leiðarenda þetta sumarkvöld gleymist seint. Allt i einu opnaðist sýn til hafsins og þarna ltínaöi Flatey á spegil- sléttum Skjálfandanum. bað var tjaldað hjá eyöibýlinu Hofi og sfðan kveikt bál í fjörunni. Við bálið var efnt tilf jölbreyttr- ar kvöldvöku. Hafði nú fjölgað i hópnum og visast voru þarna á annað hundrað manns. Voru þarna mættir ýmsir nafnkunnír menn Ur nálægum sveitum, allt austan úr Mývatnssveit, auk sumarbænda á Brettingsstöðum. Sigurður Gunnarsson lýsti staðháttum á Flateyjardal. Hallgrímur Jónasson sagði skemmtisögur af sinni alkunnu snilld og Stefán Jónsson ftír meö gamanmál, bæði bundið og óbundið. Eyjólfur á Hvamms- tanga flutti glæný frumort ljóð um rómantfkina. bótti mönnum þetta allt hin besta skemmtan, nemabörnunum sem vildu meira fjör og nú urðu þau lika að fá sinn skerf. bvi' var brugðið á leik i fjörunni og mátti ekki milli sjá hverjir skemmtu sér betur, ungir eða gamlir. Daginn eftir skein sól enn i' heiði og röltu menn um nágrenniö, enda margt að sjá. Margir hefðu eflaust þegið að hafa lengri tima til að skoða sig um. A heimleið var staldrað við i gangnamannakofa á Flateyjar- dalsheiði, sem ugglaust er einn myndarlegasti og snyrtilegasti gangnamannakofinn i landinu. bar var dregið i happdrætti ferðarinnar og fóru margir með góða gripi heim til sin. Oddný á Grund fékk þarna listilega smið- uð istöð úr smiðju Svavars btínda I Lyngholti á nýja hnakkiim sinn, og laxarnir tveir sem Stefán Guðmundsson á Sauöárkróki veiddi i sumar hafa eflaust bragðast vel. bá fóru margir af þessum fundi vafðir i fagurt prjónles frá Salinu á Siglufirði og Drifu á Hvammstanga eða klyfjaöir gómsætri Sigltísild. Nú voru veðurguðirnir orNiir leiðir á að leika við ferðalangana og farið að rigna. En það kom ekki að sök, þvi nú var ekkert eft- ir nema kveðjast ... og biða eftir næsta sumriog öðru skemmtilegu sum arferðalagi. Hvaö er í pokanum? Siglfiröingar gæða sér á Hópurinn nýtur veöurbliöunnar á Flateyjardal nestisbitanum sinum I Kjarnaskógi. Vegna yfirlýsingar Svavars Gestssonar i bjóðviljanum 3. sept. óskar Samband fiskvinnslu- stöðvanna að taka eftirfarandi fram: I desember 1978 sagði þáver- andi viðskiptaráðherra, Svavar Gestsson, á Alþingi orðrétt: „Auðvitað er gert ráð fyrir þvi, að með þvi að gengistengja af- urðalánin falli myndun gengis- munarsjóðs úr sögunni i raun og veru. Gert er ráö fyrir þvi aö birgöir til útflytjenda verði af- reiknaöar á dagsgengi, hvort *Sem þaí” er á hverjum tima, jafnvel þó aö gengisfelling eigi sér stað, enda er, eins og ég sagði i framsöguræðu minni áðan, vandséð hvernig hægt væri að koma málum öðruvisi fyrir.” I efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar um siðustu áramót var i 11. lið komist svo að orði: „Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins skal útvegað fjármagn til þess að tryggja eðlilega af- komu fiskvinnslunnar ef þörf krefur vegna stöðvunar gengis- sigs.” Eins og framangreindar tilvitn- anir sýna stendur óhögguð sú staðhæfing Sambands fisk- vinnslustöðvanna að Svavar Gestsson hafi gengið á bak orða sinna, þótt hann reyni af veikum mætti að klóra yfir stáðreyndir málsins. Ennfremur-ér-augljóst að rikisstjórnin hefur svikið pau fyrirheit að útvega fjármagn til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins, enda hefur mjög staðið á greiðslum úr frystideild sjóðsins. Með bráðabirgðalögunum gerir rikisstjórnin, að sögn Steingrims Hermannssonar sjávarútvegs- ráðherra i Visi 1. sept., ráð fyrir að ná 11—12 milljónum króna inn i frystideildina, af þeim gengis- mun sem myndaðist við gengis- lækkunina. Hefði þessi lagasetn- ing ekkikomið til nú, hefðu frysti- húsin fengið þetta fé til sin eins og þeim að réttu ber samkvæmt fyrri loforðum stjórnvalda. Auk þess hefði frystingin að sjálfsögðu fengið 25 milljónir úr Verðjöfnun- arsjóði, eins og sjóðsstjórnin var búin að ákveða og rikisstjórnin hafði ábyrgst. Með lögunum gera stjórnvöld upptækar 11—12 milljónir króna og færa þær i Verðjöfnunarsjóð, til þess að vikjast undan þeim skuldbindingum sem hún hafði áður tekist á hendur. Afkoma frystingarinnar hefur þvi verið rýrð sem þessu fé nemur og þegar staðið verður frammi fyrir fisk- verðsákvörðun 1. okt. n.k. verður halli frystingarinnar 8—10%. Samband fiskvinnslustöðvanna itrekar þvi að það telur ekki vera neinar forsendur fyrir þessari ráðstöfun, auk þess sem það var- ar við að vikið sé frá einu veiga- mesta grundvallaratriðinu i sam- bandi við gengisbindingu afurða- lána. Að lokum lýsir Samband fisk- vinnslustöðvanna furðu sinni á þeirri hugmynd Tómasar Arna- sonar sem fram kemur i bjóðvilj- anum 3. sept. að leysa eigi fjár- hagserfiðleikaiðnaðardeildar SIS með þvi að færa fjármagn frá sjávarútveginum til ullariðnað- arins. Ætti það sem hér hefur verið rakiö að nægja, til að sýna hvern hug núverandi rikisstjórn ber til höfuðatvinnuvegar þjóðarinnar, sjávarútvegs.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.