Þjóðviljinn - 08.09.1981, Side 11
Þriðjudagur 8. september 1981 þjöDVILJINN — SIÐA ll?
iþróttir(3
Enska
knatt-
spyrnan
Úrslitin á laugardag urðu
þessi:
1. deild:
Birmingham-Nott. For.......4-3
Brighton-Middlesboro.......2-0
Leeds-Wolves ..............3-0
Liverpool-Arsenal..........2-0
Man. Utd.-Ipswich..........1-2
Notts. co.-Coventry........2-1
Southampton-Evert..........1-0
Stoke-Man.City.............1-3
Sunderland-West H..........0-2
Tottenham-A.Villa..........1-3
WBA-Swansea................4-1
2. deiid:
Bolton-Luton...............1-2
Cambridge-Rotherh..........3-0
Cardiff-Chelsea............1-2
Charlton-Blackburn ........2-0
Leicester-Wrexham .........1-0
Norwich-Barnsley...........1-1
Orient-Grimsby ............1-2
QPR-Newcastle..............3-0
Sheff.W'ed.-C.Palace.......1-0
Shrewsb.-Derby.............4-1
Watford-Oldham ............1-1
Athygli vekur feikna byrjun
West Ham og Man. City i 1.
deildinni. Má i þvi sambandi
nefna, að West Ham fékk 6 stig i
siðustu viku (3 stig eru gefin fyrir
unnin leik) með þvi að vinna
Tottenham 4-0 og Sunderland 2-0,
og i bæði skiptin á útivelli.
Man. Utd. hefur byrjað mjög
illa. Aðeins fengið eitt stig úr 3
leikjum, og er á botninum ásamt
Middlesboro með aðeins eitt stig.
Ekki er vist að allir gráti það, en
þó er varla mikil hætta (von?) á
að þeir verði enn á botninum eftir
42 umferðir.
Vörn Tottenham þarf greini-
lega að fara i endurhæfingu, en
Bikarmeistararnir fengu 7 mörk
á sig I siðustu viku.
Luton er efst i 2. deild. Hefur
unnið alla 3 leikina til þessa, en
það gera 9 stig.
Willum
en ekki
Helgi
Þau slæmu mistök, eða öllu
heldur sú slæma missýn, hentu
undirritaðan, aö hann tók feil á
mönnum i leik KR og 1A á dögun-
um. Þaö var nefnilega Willum
Þórsson en ekki Helgi Þorbjörns-
son, sem skoraöi hið glæsilega
mark KR, sem færði þeim foryst-
una i leiknum. Þessi missýn
undirritaðs hafði viötæk áhrif, þvi
hann þóttist viss i sinni sök er
aðrir blaðamenn leituðu upplýs-
inga hjá honum, en hann á vist að
heita KR-ingur, og ætti þvi að
vera sæmilega vel treystandi i
„local” málefnum, en svo bregð-
ast krosstré, sem aðrir raftar. Er
Willum beöinn velvirðingar á
þessum mistökum, sem þrátt
fyrir allt veröa aö teljast mann-
leg. B
Willum Þórsson (til vinstri) og
Helgi Þorbjörnsson.
Vlkingurinn Lárus Guðmundsson, sem hér sést I leik gegn Fram, skoraöi sigurmark Vfkings gegn ÍBV. Er það örugglega eitt mikilvæg-
asta mark, sem Vikingur hefur skoraöí yfir 50ár.
Einum færri sigruðu
Víkingar ÍBV í Eyjum
Þaökann aöviröast mótsagna-
kennt, en þó átti ómar Jóhanns-
son, hinn snjalli leikmaöur ÍBV
liðsins, eigi all litinn þátt I sigri
Vikings gegn Eyjamönnum i
fyrradag meö þvl, aöstuöla veru-
lega aö þvi aö Vikingar léku ein-
um færri meiri hluta leiksins.
Heimi Karlssyni, Vikingi var
vikiö af leikvelliá 25. min. eftir aö
hafa brotiö mjög gróflega á
Ómari. En allt hefur sinar or-
sakir.Eins og landslýöur gat séö I
sjónvarpinu á sunnudagskvöld,
haföi Ómar rétt áöur hindraö
Heimi vægast sagt mjög frunta-
lega, og heföi meö réttu átt aö fá
am k. gult spjald. H cimi tókst ekki
aö hem ja skap sitt, og þvi fór sem
fór. Þar meö er ekki öll sagan
sögö, þvi eftir þetta atvik og sér-
staklega I seinni hálfleik voru
Vikingar Ijonöskrandi um allan
völl, og hver hinna 10 leikmanna,
sem inn á voru, var á viö tvo.
Þegar upp var staöiö, höföu þeir
borið sigur úr býtum 2-1, og
verður þaö aö teljast meiri háttar
afrek hjá þeim gegn liöi, sem
virtist vera búiö aö gleyma þvi,
hvemig er að tapa leik.
/AV
staðan
Staða efstu og neðstu liða í 1.
deildinni er nú þessi:
Víkingur 17 10 3 4 28:23 23
Fram 17 69 2 22:17 21
KR 17 3 6 8 13:23 12
Þór 17 3 6 8 17:33 12
FH 17 2 3 12 19:39 7
Siðasta umferðin fer fram um
næstu helgi.
Eyjamenn voru betri obbann af
fyrri hálfleik, og þeir náðu lika
forystunni eftir 13 min. Var þar
að verki áðurnefndur Ómar Jó-
hannsson meö þrumuskoti við
vitateigslínuna, óverjandi fyrir
Diðrik markvörð, sem nú lék að
nýju með Vikingum eftir langt hlé
vegna meiðsla.
Óhætt er að segja, að Vlkingum
hafi tekist að samstilla hugi sina I
leikhléinu, og ekki óliklegt aö um
hreina og klára múgsefjun hafi
verið að ræða hjá þeim. Annar
eins eldmóöur eins liðs hefur vart
gefiö að lita fyrr eða siðar i Eyj-
um, og hafa þarlendir þó séð
ýmislegt. Og eftir 9 minútur eru
Vlkingar búnir aö jafna. Var þar
að verki ómar Torfason beint úr
aukaspyrnu meö lausu en hnit-
miöuöu skoti I bláhornið.
En Vikingum dugði ekki minna
en sigur, og Lárus Guömundsson
sá um að koma honum I höfn.
Hann lék á varnarmann IBV inn i
vitateignum, og afgreiddi boltann
þvi næst framhjá Páli markverði
og I netið. Vikingssigur i höfn
aðeins 10 minútum fyrir leiklok.
Vikingum hafði tekist það, sem
fæstir hefðu talið mögulegt. Aö
vinna Vestmannaeyinga i Eyjum
einum færri mest allan timann,
eftir að hafa veriö 1-0 undir.
Eftir þennan leik er ljóst, að
aðeins tvö lið eiga möguleika á
sigri i 1. deildinni þe. Vikingur og
Fram. Ein umferö er eftir i 1.
deildinni, og þá leikurFram gegn
KA i Reykjavik og Vikingur gegn
KR. Vikingar hafa nú 23 stig en
Fram 21. Bæöi liðin hafa 5 mörk i
plús. Það, sem menn helst velta
fyrir sér, eru þessir möguleikar:
Fram verður að vinna KA til aö
eiga möguleika. Meiri likur eru á
þvi að KR vinni Viking, ef Þór
vinnur Val, þvi þá verða KR-
ingar að vinna til aö falla ekki, og
undirslikum kringumstæðum eru
þeir ekki auðveldir viðfangs.
Vinni Valur Þór, má búast við, aö
KR-ingar hugsi fyrst og fremst
um vömina, þvi þá mættu þeir
tapa með amk. 7 marka mun, og
Vikingar myndu örugglega ekki
hafa á móti þó ekki værinema 1-0
sigri. Er þvi greinilegt aö
spennan verður mikil um
næstu helgi, en óneitanlega
standa Vikingar vel að vigi.
Heimir Karlsson (lengst til vinstri á myndinni) var rekinn af leikvelli
gegn iBV á sunnudaginn. Fyrir bragðið tviefldust Vikingar, og eru nú
feti frá islandsmeistaratitlinum.