Þjóðviljinn - 08.09.1981, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. september 1981
Verkamenn Viljum ráða röska og reglusama verka- menn i Mjólkurstöðina i Reykjavik. Upplýsingar hjá verkstjóra. Mjólkursamsalan
Tækjamenn - Verkamenn Viljum ráða nokkra tækjamenn og verka- menn til starfa á Svartsengi i einn mánuð. Húsnæði á staðnum. istak, simi 81935
' -
BÓKAÚTGÁFA Bókaútgáfa óskar eftir starfsmanni i hálfsdagsstarf. Almennur rekstur og sölustörf. Þarf að hafa aðgang að bil. Umsókn sendist af- greiðslu blaðsins, merkt: Bókaútgáfa.
Laus staða Staða skrifstofumanns við sýslumanns- embætti Vestur-Skaftafellssýslu er laus til umsóknar. Umsóknir, er greini aldur menntun og fyrri störf, sendist sýslumanni Vestur- Skaftafellssýslu, Austurvegi 15, Vik Mýr- dal, fyrir 10. október 1981. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu.
Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Tálkna- fjarðar. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 94- 2538.
Pétur Sumarliðason kcnnari, i lést á Borgarspitalanum laugardaginn 5. september. Guðrún Gisladóttir. Vikar Pétursson. GIsli ól. Pétursson. Pétur örn Pétursson. Bjarni B. Pétursson. Björg Pétursdóttir.
Móðir okkar Dagbjört Guðbrandsdóttir Eskihlið 8 A er látin. Kristin Björgvinsdóttir. Katrin Björgvinsdóttir
Faðir okkar Páll Þorsteinsson frá Hofi I öræfum lést i Borgarspitalanum að kvöldi 4. september. Sigrún S. Pálsdóttir Gunnar II. Pálsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður Kristinar Einarsdóttur Elliheimilinu Grund Sigurður Jónsson Hólmfriöur Jónsdóttir Erna Jónsdóttir Dagbjartur Grlmsson Birna Jónsdóttir Iiaraldur ólafsson Barnabörn og barnabarnabörn
Sogavegur:
Deilt
um
söluturn
Söluskálinn sem Ibúar i kring vilja ekki að verði stækkaöur.
tbúar við Sogaveg hafa mót-
mælt þvf að söluskálinn við Soga-
veg 1 verði stækkaður og fariö
fram á ýmsar úrbætur viögötuna.
Bréfi þessa efnis var dreift á
borgarstjórnarfundi s.l. fimmtu-
dag, þar sem tii stóð að afgreiða
beiöni Kolbrúnar Svavarsdóttur
um nýja lóðarúthlutun fyrir sölu
skálann vegna stækkunar. Var
afgreiðslu frestað.
Borgarráð fjallaði um beiðni
Kolbrúnar 11. ágúst s .1. og greiddi
Sigurjón Pétursson atkvæði gegn
beiðninni en hinir fjórir borgar-
ráðsmennirnir voru henni með-
mæltir.
Kolbriin hefur rekið söluskál-
ann undanfarin ár en 1957 veitti
borgarráð Axel Norðfjörð leyfi til
aö reisa og reka söluturn við
Sogaveg 1 og var það leyfi til
handa öryrkja og bundiö þvi skil-
yrði að leyfishafinn, sem var
öryrki, starfaði sjálfur að
rekstrinum. Hann seldi söluskál-
ann hins vegar fyrir allmörgum,
árum en siðari leyfishafar verið
öryrkjar. Samningurinn sem var
til 10 ára hefur ekki veriö fram-
lendur. 1 umsögn Hjörleifs
Kvaran, f.h. lóðanefndar, segir
aðljóst sé að forsendur leyfisveit-
ingarinnar séu löngu brostnar en
rétt sé að vekja athygli á að sölu-
turn þessi hefur um árabil vieitt
stóru hverfi þjónustu. Lagði Hjör-
leifur til við borgarráð að leyfiö
yrði veitt.
Bréf ibúanna er svohljóö-
andi:
1. Að lokað verði fyrir umferð frá
Grensásvegi um Sogaveg.
2. Að trjágróður verði settur með-
fram Miklubraut til að skýla hús-
um við Sogaveg vegna hávaða,
eða upphækkun eins og gert er við
nýja hverfið innst á Miklubraut.
3. Viðhöfum heyrt að til stæði
að stækka Söluskálann við Soga-
veg 1. Eindregið mótmælum við
þvi, þar eð umferð um Sogaveg
hefur aukist hans vegna, sérstak-
lega siðast liðið sumar. Frá Sölu-
skálanum er mikillsóðaskapur og
fýkur bréfarusl i alla garða hér i
kring.
4. Við viljum að lokum þakka
fyrir skrúðgarðinn, sem kominn
erhér fyrirofan, en samt væribdt
ef hægt væri að ganga upp Ur
botnlöngunum upp i garðinn.”
Undir þetta rita 35 ibúar. —AI
Ráðstefna Alþýðubandalagslns um húsnæðismál
Leysum
húsnæðisvandann
Hreyfilshúsinu við Grensásveg :
sunnudaginn 13. þessa mánaðar !
Guðjón
Skúli
■ Guðmundur J.
I_____________
Ólafur
Adda Bára
Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar til
ráðstefnu um ástand húsnæðismála i
Reykjavik sunnudaginn 13. september i
Hreyfilshúsinu við Grensásveg.
Ráðstefnan hefst klukkan 13 og er áætlað
að henni ljúki um klukkan 19. Fundar-
stjóri er Adda Bára Sigfúsdóttir.
Að lokinni setningu ráðstefnunnar verða
flutt stutt framsöguerindi.
Málefni leigjenda
Jón Ásgeir Sigurðsson
Hlutverk félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar i húsnæðismálum
Þorbjörn Broddason
Framkvæmd húsaleigulaga
Skúli Thoroddsen
Húsbyggingar í Reykjavik og atvinnumál
Guðmundur Þ. Jónsson
Framkvæmd nýju húsnæðislaganna
Ólafur Jónsson
Þáttur verkalýðshreyfingarinnar i bygg-
ingu húsnæðis á féiagslegum grundvelli
Guðmundur J. Guðmundsson
Félagslegar íbúðarbyggingar sem fram-
tiðarlausn
Guðjón Jónsson
Hlutverk rikisins og stefnumótun i hús-
næðismálum
Svavar Gestsson
Stefnumótun i húsnæðismáium og hlut-
verk Reykjavikurborgar
Sigurjón Pétursson
Að loknum framsöguerindum, sem áætlað
er að standi i 2—3 klst., munu frummæl-
endur taka þátt i pallborðsumræðum. Þar
gefst ráðstefnugestum kostur á að beina
til þeirra spurningum og athugasemdum
bæði skriflegum og munnlegum.
Alþýðubandalagið i Reykjavík
Svavar
Sigurjón
Guömundur Þ.
Jón Asgcir