Þjóðviljinn - 08.09.1981, Side 15
Þriöjudagur 8. september 1981 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15
IV /\
1X1 tíringio i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eöa skrifið Þjóðviljanum
fra
lesendum
Dagskrá útvarps
og sjónvarps
Tómt
garg og
hávaði
Páll Sigurösson verkamaður
hringdi og kvartaði undan óbæri-
legum hávaða sýnkt og heilagt i
rikisf jölmiðlunum.
„Ég vinn i hávaða allan daginn
og þegar ég kem heim að loknum
vinnudegi þá vildi ég gjarnan fá
friö. t það minnsta geta rikisfjöl-
miölarnir haft öllu hljóölátari
dagskrá en þá sem nú stendur yf-
ir. Mér likar alls ekki allur þessi
gifurlegi hávaði. Vissulega má
i lækka i tækjunum, en það er ungt
i fólk á heimilinu sem vill fá að
hlusta og ekkert við þvi að segja.
En þegar ég ætla að hlýða á ilt-
varpið i staöinn og hvila aöeins
heyrnina við hljóðlátari dagskrá
þá er nákvæmlega sama gargiö
þar.
Mér sýnist á öllu aö þessi nýi
tóniistarstjóri stefni i sama far-
veg og forverinn. Þetta er allt of
mikill hávaði,allt of mikið dæma-
laust garg, sem við fuilorðna fólk-
ið vildum gjarnan hafa frið fyrir.
t það minnsta mætti haga dag-
skránni á þann veg, að ekki sé
• verið aö garga bæði I útvarp og
sjónvarp á sama tíma, eins og allt
of oft kemur fyrir.
Smásaga eftir Dísu
Strákuriim í strætó
Kæra Barnahorn.
Ég sendi ykkur litla
sögu sem ég bjó til í vetur
sem leið.
Ég sat í strætó á heim-
leið, dauðþreytt, eftir
erfiðan vinnudag. Stræt-
isvagninn hossaðist um
götuna og staðnæmdist á
einni stoppistöð. Inn kom
lítijl drengur, sem settist
á móti mér. Hann lagði
höfuðið að rúðunni og
mér fannst sem úr andliti
hans skini einmanaleiki,
vesæld og þreyta.
Vagninn hélt af stað og
ég fór að hugsa um hvaða
erfiðleikar þjökuðu þenn-
an dreng. Foreldra-
vandamál, félagavanda-
mál, systkinavandamál
eða námserfiðleikar, og
ég braut heilann. Sifellt
varð mér litið á andlit
drengsins fast upp við
rúðuna. Loks safnaði ég
kjarki og spurði hann
hvort eitthvað gengi að
honum, og nú fáið þið að
heyra svarið. „Ha, hvað
meinarðu? Nei, nei, það
er bara svo skemmtilegt
að þegar vagninn stoppar
hristist hann allur og það
er svo gott að láta haus-
inn uppað rúðunni og láta
tennurnar glamra uppí
sér." Dísa
VcPrtx btd&M
Sc m vohtK L ^(Cr
^ lo BJoVW óer*>
P />f, Vvi v'cu- ((
b+S =//ÁÍ
h‘ nfyélö*-.
htKÓe-r- (í.J
'da V (a
Barnahornid
Danskir eiga sjálfsagt einna auðveldast allra með að
skemmta sjálfum sér og öðrum. Ekki eru það stúdentarn-
ir á meðfylgjandi mynd sem koma við sögu i gamanieik
kvöldsins, heldur forverar þeirra á Gamla Garði.
Danskt efni á Hljóðbergi
Gamanleikur
frá 19. öld
Það er full ástæða til að
benda útvarpshlustendum á
þáttinn á hljóðbergi i kvöld kl.
23.00. Þá geta húmoristar og
skólakrakkar sem vilja æfa
sig I dönsku fengið að heyra
nokkra af bestu ieikurum
Dana lifs og liðna leika listir
sinar. Fluttur verður siðari
hluti leikritsins Andbýlinga
eftir Christian Horup, en það
var ritað á siðustu öld.
Upptakan var gerð á 75 ára
afmæli Pauls Reumert sem
leikur aðalhlutverkið, gortar-
ann sem ætlar sér aö ná i dótt-
ur rika smiösins. Stúdentar á
Gamla Garöi setja strik i
reikninginn, með þvi að leggja
snörur sinar fyrir dömurnar á
heimili smiösins. Þarna er á
ferðinni dæmigeröur gaman-
leikur meö viöeigandi mis-
skilningi, grini og gamni, sem
léttir mönnum lundina þessa
kvöldstund undir miönættiö.
Það er aö venju Björn Th.
Björnsson sem velur og kynn-
ir. — ká
Útvarp
kl. 23.00
Melina syngur
Griski þingmaðurinn, leik-
konan og söngkonan Melina
Mercori lætur frá sér heyra i
morgun tónleikum i dag. A
fóninn fer plata þar sem hún
syngur létt grisk lög. Mellnu
þarf vart að kynna, hún var
nýlega isjónvarpinu að kynna
borg sfna Aþenu á sinn
„sjarmerandi” hátt og senni-
lega stendur hún i kosninga-
baráttu i hafna rborginni
Pýreus þessa dagana.
Melína varö viric i and-
spyrnunni gegn herforingja-
stjórninni þegar sú illa klika
tók völdin i Grikklandi og eftir
aö ánauðinni lauk, fór hún
heim til að taka þátt i barátt-
unni. Fyrir aðdáendur Melinu
er hollt að vita að hún hefur
skrifaö ævisögu slna, sem nær
yfir tímabiliö frá þvf að hún
var stelpa i' Aþenu og þar til
þær fréttir bárust að Grikk-
land væri i klóm pótintáta
hersins. Sú ágæta bók hennar
opnar mönnum sýn inn i griskt
lif og fær okkur til að skilja þá
blöndu af trega oglifsgleði sem
hljómar úr börkum syngjandi
Grikkja. Klukkan 11.30
hljómar hin djúpa rödd Melinu _
á öldum ljósvakans. —ká
Útvarp
kl. 11.30
Riddari Branners
Ný útvarpssaga hefur göngu
sina i kvöld. Hún nefnist Ridd-
arinn og er eftir danska skáld-
ið H.C. Branner. Úlfur Hjörv-
ar þýðir og les, en á undan
flytur Vésteinn Olason dósent
formálsorð. Við slógum á
þráðinn til Vésteins tii að leita
upplýsinga um skáldið og sög-
una.
Vésteinn sagði að Branner
heföi fæðst á fyrsta áratug
þessarar aldar, en fyrsta bók
hans kom út 1936. Fyrir strið
skrifaði hann sögur i sálfræði-
legum raunsæisstil, en stríöið
vakti með honum hugsanir um
lifið og dauðann, syndina og
ýmsa kristilega þanka. Fyrst
og fremst var Branner þó
húmanisti. Sagan um riddar-
ann segir frá manni sem er
dáinn þegar sagan hefst.
Persónur sögunnar fara að
gera upp samband sitt við
hann eftir fráfallið. Vésteinn
sagði að sagan væri mögnuö
og væri hún talin meö merk-
ustu verkum Branners. Skáld-
H.C. Branner.
ið skrifaöi bæöi skáldsögur,
leikrit og smásögur, en þær
siöasttöldu þykja hið besta i
framlagi hans til listarinnar.
Riddarinn kom út 1949, og ger-
ist á einum sólarhring. -ká
Útvarp
kl. 21.30