Þjóðviljinn - 16.09.1981, Blaðsíða 4
4 SLÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. september 1981
DlOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
lþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Keykjavik, simi 8 18 '38.
Prentun: Blaöaprent hf..
íslensk
verkkunnátta
# Tvö glæsileg mannvirki voru fyrir og um helgina
f jölmiðlaefni vegna vígslu og lagningu hornsteins, Borg-
arf jaröarbrúin og Hrauneyjarfossvirkjun. í tengslum
við þessi tvö verk hafa allir lokið upp einum munni um
að þau lofi íslenska verkkunnáttu og færi okkur heim
sanninn um að hún haf i þróast ótrúlega hratt á síðari ár-
um.
# Borgarf jarðarbrúin er mesta stórvirki Vegagerðar-
innar frá því að hringveginum var lokið með gerð brú-
anna yf ir Skeiðarársand. Þótttalsverthafi verið nöldrað
út f áformin um gerð brúarinnar yf ir Borgarf jörð fagna
henni allir vegfarendur í dag. Halldór E. Sigurðsson
fyrrum samgöngumálaráðherra sér þar óvenju sýnileg-
an árangur af sínu stjórnmálastarf i en ekki má heldur
gleyma þeirri verkkunnáttu sem starfsmenn Vegagerð-
arinnar hafa lagt fram. Þrátt fyrir að brúun Skeiðarár-
sands og Borgarf jarðar hafi verið ákaflega erfið verk-
efni fyrir margra hluta sakir hef ur ekki orðið vart gagn-
rýni á þessar f ramkvæmdir, né f ram komið ásakanir um
gróf mistök hvorki í hönnun, verkf ræðiundirbúningi eða
sjálf ri brúarsmíðinni. Því er sjaldan hampað sem vel er
gert, en verk Vegagerðarinnar sýna að henni er trúandi
fyrir stórvirkjum fáist fé og tími til framkvæmda.
# Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra gerði ein-
mitt þá ánægjulegu þróun sem orðið hefur í íslenskri
verkkunnáttu að umtalsefni í ávarpi er hann flutti er
hornsteinn var lagður að Hrauneyjarfossvirkjun. Hann
sagði m.a. við það tækifæri:
# ,,Hér hefur verið unnið af alúð mikið og gott starf,
fyrst við f jölþættan undirbúning á vegum Landsvirkjun-
ar og síðan hörðum höndum í 4 sumur og að hluta til að
vetrarlagi á virkjunarsvæðinu. Landsvirkjun hefur enn
einu sinni sýnt, hvers hún er megnug undir dugandi for-
ystu og með því harðskeytta liði sem fyrirtækið hefur á
að skipa, og þá ekki síst þeim sem staðið hafa hér vakt-
ina, verktakar og liðsmenn þeirra ásamt yfirstjórn af
hálfu Landsvirkjunar hér á virkjunarsvæðinu.
# Það hefur verið ánægjulegt að koma hingað í heim-
sókn á byggingartíma virkjunarinnar og finna þann
mikla áhuga sem ríkt hefur á að þoka verkinu áfram
samkvæmt áætlun og helst betur. Hér hafa hundruð
manna verið að í blíðu og stríðu, margir í góðri æf ingu og
vanir fjallaloftinu frá glímunni við Sigölduvirkjun og
jafnvel frá byggingu Búrfellsstöðvar fyrir hálfum öðr-
um áratug. Hér hafa menn fengið að kynnast f júki úr
norðri og vikurregni úr suðri, en slíkt er f Ijótt að gleym-
ast við öræfadýrðina bjarta. Hún ríkir hér mörgum
stundum og bætir upp einsemd og útilegu.
# Þau ár sem Landsvirkjum hefur staðið fyrir stór-
virkjunum við Þjórsá og Tungnaá hafa reynst dýrmætur
skóli íslenskum verkfræðingum og verktökum. Vinnu-
skipulagi og verktilhögun hefur f leytt fram, stig af stigi,
og við Hrauneyjarfossvirkjun hefur öll forysta verið á
innlendri hendi og fleiri islenskir hugvitsmenn og ís-
lenskar hendur fengið verk að vinna en við fyrri stór-
virkjanir í landinu. Engum blandast lengur hugur um, að
á sviði verkkunnáttu erum við einfærir og getum í vax-
andi mæli einnig náð tökum á framleiðslu tækja og bún-
aðar fyrir virkjanir og raf línur í landinu. Þessi þróun er
vegvísandi fyrir framtiðina, einnig í stórframkvæmdum
af öðrum toga, svo sem í iðjuverum sem nýta munu orku
íslenskra fallvatna í vaxandi mæli."
# Verktakastarfsemi erlendra aðila á Islandi heyrir að
verulegu leyti sögunni til, saf nast hef ur í sjóði verkkunn-
áttu og þekkingar, og vélar og tæki eru fyrir hendi til
stórf ramkvæmda. Að því hlýtur áf ram að vera stef nt að
bæði forysta og framkvæmd í stóru og smáu í komandi
stórvirkjum á sviði iðnaðar, vegagerðar og beislun fall-
vatna verði á íslenskri hendi.
— ekh
klrippt
* I fyrrakvöld boðuðu
Kommúnistasamtökin til fund-
ar á Hótel Borg um spennandi
umræðuefni: Geta kommúnist-
ar og kratar unnið saman? Til
frekari upplýsingar þá kalla
maóistar sig kommúnista og
lýðskrumarar Alþýðuflokksins
kalla sig krata. Þaö var þvi boð-
að til fundarins i framhaldi af
„upphlaupskenndu fréttinni”
um daginn þegar að fréttamað-
ur rikisUtvarpsins leyfði sér að
leita frétta án fyrirsagnar Vil-
mundar Gylfasonar. I sem
skemmstu máli þá fóru maóist-
ar og lýðskrumararnir úr
Alþýðuflokknum mjúkum orð-
um um hugmyndina um sam-
einingu. Þó kom fram að djúp-
stæður ágreiningur ríkti um
markmið og leiðir. Að visu var
ekki farið i' saumana á þvi hver
væru markmiðin né heldur
hverjar væru leiðirnar.
Það skipti heldur ekki máli,
þvi samvinnan væri réttlætan-
leg ef annarhvor eða báðir að-
iljar teldu sig hagnast á samein-
Það var annars undarlegt með
öðru, að maóistar mótmæltu
engu úr m unni Vilmundar þessa
kvöldstund áHótel Borg. Þaðan
rann þó mörg snilldin, sem hefði
sómt sér vel i samtökum at-
vinnurekenda og pólitiskum há-
borgum lengst til hægri.
Birna Þórðardóttir og aðrir
Fýlkingarfélagar gerðu góðlát-
legt grin að þingræöisdýrkun —•
og lögöu áherslu á nauðsyn
starfs i verkalýðshreyfingunni.
Það má skjóta þvi hér að, að
Vilmundur benti á þann fræöi-
lega möguleika, að Ari Trausti
byði sig fram til þings fyrir
austan. Bima lagði áherslu á
„tvieðli” krataflokka, þeir væru
með verkafólki og móti eftir þvi
hvort þeir væru i stjórn eða
ekki. Þá sagði Bima að Fylk-
ingin væri eingöngu reiðubúin
til samstarfs við aðra á grund-
velli stéttabaráttu. Væri Fylk-
ingin ekki reiðubúin til aö leggja
sig niður sem samtök og ganga i
ólýðræðislegan krataflokk.
Birna sagði að margir hefðu
spurt sig afhverju hún gengi
ekki i Alþýðubandalagið — en
enginn hefði látið sér til hugar
Hvaö er þá um
aö vera?
Þetta leiðir hugann að þvi
hvað Vilmundur og félagar i
Alþýðuflokknum annarsvegar 1
og maóistar hinsvegar eru póli- I
tiskt skoöað. Ef maður gerir ráð
fyrir þvi að sósialistar af öllum
geröum hafi gengið til liðs við '
Alþýðubandalagið — þá gæti i
fljótu bragði verið erfitt að
skýrgreina lýðskrumarana.
Niöurstaða klippara er einfald-
lega sú, að hér sé hvorki um
krata né kommúnista að ræða.
Málflutningur Vilmundar og
þeirra hægri krata gengur útá
eitt, að tortryggja alla aðra. A
undanförnum árum hefur þessi I
fjölmiðlakóngur skætingsins
lagt áherslu á að það sé ekki
neitt til sem heiti hægri og
vinstri i pólitikinni, það séu eng-
ir róttækir nema hann og hans
nótar. Hann er hvorki fylgjandi
kapitalisma ne' sósialisma — og
honum finnst koma til álita
hvort Pálmi i Hagkaup hafi gert
meira fyrir reykviskt verkafólk •
ingunni. Kommúnistasamtökin
hafa verið að velta þvi fyrir sér
hvort ekki beri að leggja niöur
samtökin — og Alþýðuflokkur-
inn hefur einsog kunnugt er ver-
ið að leita sér að tilverugrund-
vellii pólitikinni — án árangurs.
Eins og útí Frans
Vilmundur Gylfason var á
gömlu brókinni um þaö að
Alþýðuflokkurinn væri litill
flokkur litilla skoðana — en
hann langaði eölilega til að
verða stór. Þvi væri réttaö gera
flokkinn aö fylkingu hagsmuna-
hópa — og Kommúnistasamtök-
in kæmu þvi vel til greina. Að
visu ætti eftir að láta hugmynd-
ina fá flokkslega meðferð. Hug-
myndinhefði verið framkvæmd
úti Frans af sósialistum þar. Og
Vilmundur talaði um sig og sin-
ar hugmyndir einsog þar færi
ekki minni maöur en Mitter-
rand, — Ari Trausti var ekkert
ósvipaður að þessu leytinu —
Kc«nmúnistasamtökin voru orð-
in stór i sniöum.
Nú er það til að taka, að
franski Sósialistaflokkurinn á
fátt sammerkt með lýðskrum-
urum Alþýðuflokksins — sem
betur fer. Urðu nokkrir til aö
benda á þá staöreynd. Gerard
Lemarqui upplýsti fundarmenn
um aö sambærilegur hópur við
Alþýðuflokkinn væri fámennur
og áhrifalaus innan franska
Sósialistaflokksins, — og maó-
istar væru allstaðar annars
staðar en i sósialistaflokknum
þar i landi. Þarmeö fór sú
pólitiska tilvisun maóista og
hægribullukratanna I vaskinn.
koma að spyrja hana um hvort
hún vildi ganga i Alþýðuflokk-
inn.
Óskhyggja útí
loftiö
Maóistar og lýðskrumararnir
foröuðust að fara i söguna og
draga lærdómaaf henni. Það er
nefnilega svo aö kommúnistar
og kratar hafa sameinast. Það
gerðu þeir árið 1938, þegar
vinstri hluti Alþýðuflokksins
gekk til samstarfs við
Kommúnistaflokk tslands og
Sósialistaflokkurinn var stofn-
aöur. Til sögulegrar áréttingar
þessari sameiningu — fór
vinstri hluti Alþýðuflokkins
(með Hannibal i broddi fylking-
ar) i kosningabandalag við
Sósialistaflokkinn áriö 1956 — og
Alþýöubandalagið var svo
stofnað 1968. Siöan hefur
Alþýðubandalagiö veriö breið-
fylking ve rkalýðssinna ,
sósialista, kommúnista, sósíal-
demókrata, samvinnumanna og
allra þeirra sem leitað hafa vilj-
að félagslegra leiöa til að koma
á sósialisma, sjálfstjórn fólks-
ins i landinu.
Með öðrum orðum, það sem
hægri krata og maóista munar i
— hef ur g er st f yr ir margt löngu.
Sögulega og pólitiskt er þvi hér
um hreinasta þrugl að ræða.
Alþýðuflokkurinn getur ekki
gert franska Sósialistaflokkinn
sér aö fordæmi, — þvi Alþýðu-
bandalagið hefur verið sam-
bærilegt honum i mörgum
greinum svo áratugum skiptir.
------------©g
heldur en Dagsbrún. Maðurinn
höfðar i sifellu til óánægjuafl- ■
anna, smáborgaranna. Það á til I
dæmis að þjóðnýta oliufyrirtæk-
in til aö afhenda litlum fjöl- |
skyldufyrirtækjum viðskiptin. ■
Er nema von að maður leiði I
hugann að Þýskalandi á þriðja
og fjórða áratug þessarar aldar |
þegar á þessari sibylju gengur ■
ár eftir ár.
Maóistarnir hafa hins vegar I
glutrað niður heimssýn sinni |
meö hringsnúningum Peking- ■
forystunnar á undanfömum ár- I
um. Lengi vel létu þeir sig hafa
það aö taka athugasemdarlaust |
við linunni, einsog hún var ■
hverju sinni. Þess vegna gætu
þeirtekiö uppá þvi aö fylgja Vil-
mundi gegnum þykkt og þunnt. |
Þeir sem ekki gátu hugsað sér ■
samstarf viö Fylkingafélaga,
þeirsemhafa lengst allra geng- I
ið I útboruskap i stúdentapólitik, |
verkalýöspólitik, allstaðar sem ■
samvinna vinstri afla hefur ver-
ið dagskrá þeir geta nú hugsað
sér að ganga til samstarfs við
Alþýðuflokkinn/Vilmund Gylfa- ■
son. í samtökum herstöðvaand-
stæðinga hafa þeir gengið með
hálfum huga og tyrfnum. Nú |
halda þeir á lofti hugmyndinni •
um eflingu Almannavarna
vegna atómstriösins, „nútfma
móðuharðindanna” einsog Ari
Trausti kom svo hnyttilega að ■
oröi. Til að forða atómstriði skal I
maður grafa gröf til að geyma
sig i á meðan á ósköpunum
gengur. Máske lýöskrumarnir ■
úr Alþýöuflokknum verði sam- I
ferða þeim I jarðhýsið. — óg
skorrið