Þjóðviljinn - 21.10.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. október 1981 þingsjá Frumvarp þingmanna AB um fangelsismál Þeir Helgi Seljan, Guömundur J. Guömundsson og Baidur ósk- arsson hafa iagt fram þingsálykt- unartillögu um fangelsismál fyrir sameinaö þing. Þar segir aö Al- þingi feli rikisstjórninni aö skipa 7 manna nefnd til aö gera heildar- úttekt á fangelsismálum og geri áætlun um framtiöarskipan þess- ara mála. Nefnd þessi skili áiiti fyrir þingbyrjun 1982. t greinar- Athuga önnur við- urlög en fangelsi UmræOan um fangelsismál inn á þing gerð meö tillögunni er vakin at- hygli á baráttu Jóns Bjarmans fangelsisprcsts og einnig getiö bókarinnar um Sævar Ciesielski. t greinargeröinni segir m.a. „Fullyröingar allar er hollt aö spara, en engum dylst þó,aö i svo vandmeðförnum málaflokki get- ur vart hjá þvi fariö, aö ýmislegt sé ööruvisi en vera ætti.” Greinargeröin er svo í heild sinni: Fangelsismál okkar hafa mjög veriö i sviösljósi aö undanförnu og mikiö um þau rætt og ritað. Hér er um viökvæman og vand- meöfarinn málaflokk aö ræða, þar sem oft vill veröa skammt öfga á milli. Þaö fer hins vegar naumast milli mála aö hreinskilin og opin- ská umræöa hlýtur aö vera af hinu góöa og Alþingi hlýtur aö vera sjálfsagöur vettvangur slikrar umræöu. Þegar menntunarmál fanga- varöa komu til umræöu á Alþingi i fyrra hlutu fangelsismál al- mennt aö veröa fyrirferöamest I umræöunni og þar kom margt at- hyglisvert fram i máli manna. Fyrirspurn frá Salome Þor -- kelsdóttur um tiltekna þætti fang- elsismála fékk ekki neina um- ræöu, en skriflegt svar ráöherra barst viö fyrirspurninni. 1 umræöum undangenginna þinga um geöheilbrigöismál hef- ur málefni geösjúkra afbrota- manna mjög borið á góma, en þar er á feröinni eitt stærsta vanda- mál I fangelsismálum okkar. En heildarumræöa um alla þætti fangelsismála, vandamálin þar og framkvæmd yfirleitt, hef- ur ekki fariö fram á þingi og hafa þó oft gefist til þess ástæöur. Nú I sumar hefur séra Jón Bjarman fangaprestur vakiö veröskuldaöa athygli á fjölmörgu i fangelsismálum okkar, og munu flutningsmenn þessarar tillögu leita liösinnis hans er máliö kem- ur til umfjöllunar Alþingis. 1 kjölfar þess, sem séra Jón Bjarman hefur látiö frá sér fara, hafa svo birst viötöl og greinar um þessi mál sem vekja ekki sið- ur fjölmargar spurningar sem ósvaraö er aö miklu eöa öllu leyti. Skemmst er aö minnast viötals- bókarinnar viö Sævar Ciesielski: Stattu þig drengur, sem er þess eölis, aö löggjafinn, Alþingi, hlýt- ur aö leggja aö eyru og fá svör viö ýmsum þeim spurningum sem vakna viö lestur þeirrar bókar. En til þess aö Alþingi geti um málið fjallaö heildstætt og vegiö og metið allar aöstæöur er óhjá- kvæmilegt aö fram fari hlutlaus úttekt á fangelsismálum okkar og stööu þeirra i dag. Fullyröingar allar er hollast að spara, en engum dylst þó.að i svo vandmeðförnum málaflokki get- ur vart hjá þvi farið, aö ýmislegt sé ööruvisi en vera ætti. Þar geta komiö til mannleg mistök, ein- strengingsháttur og jafnvel mannúöarskortur gagnvart þvi ógæfufólki sem oft á sér fáa for- mælendur, ef nokkra. Hvergi er i raun meiri hætta á valdniöslu en einmitt gagnvart þessu fólki og úr þvi veröur aö fást skoriö óyggj- andi, að slikt eigi sér ekki staö, og ef svo er, að gripiö sé þá til harka- legra gagnráöstafana. í greinargerö meö tillögu þess- ari, sem aö meginefni er fólgin i skjótri úttekt á ástandi þessara mála, hæfir ekki aö fjalla um ein- stök atriöi. í ljósi þeirrar úttektar, sem lögö veröur fyrir Alþingi, munu svo enn færi á þvi aö fjalla um þessi mál. En þögn um þau inni á Alþingi i ljósi þess, sem um málin hefur veriö rætt og ritað, er af hinu illa, vekur enn frekari tor- tryggni og grunsemdir og er i raun ekki réttlætanleg. Sú spurning leitar mjög á flutn- ingsmenn, hvort fangelsunum sé ekki beitt um of meö tilliti til þeirra áhrifa sem slik frelsis- svipting hefur i för með sér. Nefndinni er þvi nauösyn aö kanna rækilega hvort önnur viö- urlög en fangelsun eigi ekki i mörgum tilfellum meiri rétt á sér. Fá mál eiga meiri heimtingu á raunsærri skoöun, hreinskilnum umræöum, og i framhaldi af þeim og nauðsynlegu starfi nefndar, sem gerði úttekt og tillögur til Al- þingis, yröi þá af mikilli alvöru snúiö sér aö þvi aö gera þær um- bætur sem knýjandi teldust. Þetta ógæfufólk á þar ótviræð- an rétt og rétti þess má löggjafinn aldrei gleyma, heldur gæta hans sem best. Flutningsmenn munu gera nán- ari grein fyrir málinu I framsögu og umræðum og koma þar aö ýmsu þvi sem ekki þykir aö svo stöddu rétt aö fara inn á I greinar- gerö. Frumvarp um nýtingu bújarða fyrir aldraða Helmlli fyrir fólk í sveit Ilelgi Seljan fylgdi I gær úr hlaði þingsa'IyktunartQlögu sem hann flytur ásamt Stefáni Jóns- syni og Skúla Alexanderssyni um nytingu bújaröa (ríkisjarða) i þágu aldraöra.Hérerum aöræöa hugmynd um heimili fyrir aldraö fólk »em frekar vill vera I sveit i stað þess aö fara á elliheimili i þéttbýli. Helgi sagöi m.a.: „Þessi tillaga hefur þrivegis áður verið flutt og freista ég þess enn aö leita full- tingis alþingis varðandi mál þetta. Tillagan er I raun beint inn- legg I þá umræöu um málefni aldraöra sem nú er ofarlega á baugi og mun verða enn meira áberandi á ári aldraðra — næsta ári. Hún snertir úrlausn sem ég veit aö hefur gefist vel hjá Norð- mönnum þó hún sé þar ekki ýkja útbreidd. Tillagan er komin beint frá fólki, sem þurfti á sinum tima að þola snögga lífsvenjubreytingu. Of snögga og of sára að þess dómi. Meginhugsunin felst i þvi aö fólk, sem ekki hefur lengur orku til áframhaldandi búrekstrar i þvi formi sem einyrkjabúskapur er, þurfi ekki aö fara rakleitt á dvalarheimili i þéttbýli, oft án möguleika þessað nýta þá krafta sem enn eru eftir til starfa og iðju einhvers konar. SliTct heimili sem þessi tillaga gerir ráö fyrir hefur tvo aðal- kosti, lifsvenjubreytingin, um- hverfisbreytingin verður minni og starfskraftar nýtast til þeirrar iðju, sem fólkið helst kýs og hefur starfað að um dagana. Heimilið yrði byggt upp sem smá eining 6 til 8 aðila, sem þangaö kæmu með hluta bústofns sins, sem æöj oft er sárt aö láta frá sér i einu vet - fangi. Þær jarðir sem heppilegar kynnu að reynast gætu haft hvort- aldrað Helgi Seljan tveggja — húsakost til ibúðar aö hluta og nægt Utihúsarými. Til- kostnaður gæti þvi þegar allt kemur til alls orðiö svipaður og jafnvel minni en viö venjuleg Hert viðurlög við brotum á söluskattslögum Söluskattskrá opnuð öllum í gær var lagt fram frumvarp á Alþingi, þarsem gert er ráð fyrir hertum viðurlögum við brotum á söluskattslögum. Þá er samkvæmt frumvarpinu aukin skráningarskylda atvinnurekenda, og i þriðja lagi verður nú almenningi gefinn kostur á að sjá söluskattskrá fyrir hvert sveitarfélag. í lagafrumvarpinu segir að söluskattskýrslu með upplýsing- um um heildarveltu og frádrátt beri aö skila innheimtumanni fyr- ir hvert uppgjörstimabil þótt ekki hafi verið um söluskattskylda veltu að ræöa. Samkvæmt frum- varpinu eru sektarmörk við brot- um á bókhaldsákvæðum sölu- skattslaga og reglugerða hækkuð úr 100 þúsundum gömlum i fimm miljónir gamlar þ.e. fimmtiu þúsund nýkróna. Þá bætist við söluskattslögin ný lagagrein sem hljóðar svo: „Skattstjórar skulu árlega semja og leggja fram sölu- skattskrá fyrir hvert sveitarfélag i umdæminu, en i henni skal til- greina ákvarðaðan söluskatt hvers söluskattsskylds aðila. Söluskattskrá skal liggja frammi til sýnis i tvær vikur á hentugum stað i hverju sveitarfélagi. Skatt- stjóri eða umboðsmaður hans auglýsir i tæka tið hvar söluskatt- skrá liggur frammi”. Það hljóta margir að fagna þvi að almenn- ingi skuli gefast kostur á að fylgj- ast með þessum digra þætti sem hingað til hefur verið meir og minna lokuð bók. Lagafrumvarp- ið er byggt á áliti nefndar sem fjármálaráðherra skipaði á sin- um tima til að yfirfara sölu- skattslögin. Fyrirspum um veðbókarvottorð: Tvlsvar tll fógeta — enn um sinn Fimm mál voru tekin til um- fjöllunar á sameinuðu þingi I gær. Fyrirspurn Vilmundar Gylfa- sonar um það hvers vegna maöur þyrfti aö fara tvisvar — tvo daga I röö — til aö sækja veöbókarvott- orö hjá fógeta I Reykjavik var fyrstá dagskrá. Vilmundur fylgdi henni úr hlaöi og Friöjón Þóröar- son dómsmálaráöherra svaraöi. Þaö kom fram i máli Friöjóns aö þaö væri ekki nauðsynlegt I öllum tilfellum. Aukin heldur væri stefnt á tölvuvæöingu hjá þvi embætti.auk þess sem embættiö fengi siöar aögang aö skráningar- skjölum Bifreiöaeftirlitsins sem auöveidaöi afhendingu veöbókar- vottoröa. Vilmundi fannst þetta léttvægt svar og „dæmalaust viröingar- leysi við hinn almenna mann”. Þetta væri einnig dæmi um vald hroka. Friöjón itrekaöi aö þetta stæöi til bóta i náinni framtið. Gat þess einnig aö aöstaöa þessa um- rædda embættis heföi veriö bætt til mikilla muna i ráöherratið dvalarheimili, sem reisa þarf. Er hér sérstaklega miöað viö þaö aö rikiö ætti þegar viðkomandi jarö- ir. Héryröi ekki um aö ræða neitt sem héti hjúkrunarheimili að sjálfsögðu, en starfsfólk réðist að nokkru eöa mestu leyti af þvi', hve mikla aðstoð þyrfti að veita heim- ilisbúum viö heyöflun, gegningar o.fl. Hún yröi þo aldrei m jög mikil miðað við heilsufar og starfs- möguleika þess fólks sem ég hefi hér einkum i huga. En heildaryf- irstjórn og viss heimilisaðstoð yröi eflaust til að koma. Nándin viö þéttbýli meö góða heilsu- gæsluaðstööu er sjálfsagt örygg- isatriði og það er viða orðið sem betur fer aö heilsugæsluaðstaöa sé aö verða býsna fullkomin. Við flutningsmenn tengjum þessa heimilishugmynd einnig viö smáiönaö tengdan landbúnaði sem sjálfsagt er að hafa inn i myndinni. Viö erum enn á þeirri skoöun að i framtiðinni muni heimili af þessu tagi risa og hafa þar þá tvo meginkosti sem að var vikið i upphafi.” Sihan gat Helgi nauðsynjar þess aö fólk fengi notið ánægju og lifsfyllingar á efri árum og aö meö frumvarpinu væri stefnt aö þvi aö svo gæti orðið. Þórarinn Sigurjónsson tók undir þessa til- lögu og óskaöi málinu brautar- gengis. Frekari umræðu var frestaö. hans. En Vilmundur gegndi störfum dómsmálaráðherra áður en Friöjón fékk þann starfa. Smærri hlutafélög Þá var tekið til umræöu frum- varp um smærri hlutafélög sem Daviö Aöalsteinsson og Guömundur Bjarnason flytja. Daviö sagöi að núgildandi hluta- félagalög væru loðin hvaö varöaði smærri hlutafélög. Rakti Davið könnun á vegum viöskipta- ráöuneytisins um skráö hluta- félög áriö 1980, en þau voru 85 talsins. Athugunin leiddi i ljós aö i 52 hlutafélögum af þessum 85 var hlutaféð minna en 10 miljónir fornar krónur og hluthafar 5 til 7 talsins. Algengt væri að hér væri i rauninni um aðeins einn til tvo aðilja aö ræöa sem stofnuðu hlutafélag, en létu skrá fjöl- skyldumeðlimi sina til aö upp- fylla ákvæði hlutafélagalaga. Þetta þyrfti að koma i veg fyrir og setja sérlög um smærri hluta- félög. — Eyjólfur Konráö mælti I mót þessari tillögu og kvaö lögin frá 1978 nógu góö. Annarra mála sem tekin voru fyrir á fundi sameinaðs þings i gær er getiö annars staöar i blaöinu. SETUR ÞÚ STEFNULJÓSIN TÍMANLEGA A? Áður L en þú / 1 — kemur að gatna- mótum? ( í““i i— i iV' ÞAÐ ER ÆTLAST TIL ÞESS iJUMFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.