Þjóðviljinn - 16.12.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 16.12.1981, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJóÐVILJIjVN Miövikudagur 16. desember 1981 NÚ ÞEKKJA ALLIR KRAKKAR DOLLA DROPA DOLLI DROPI \( I KÍNfl *íkí;i» DP. ÍÍ.XTI. JONA AXPJÖ8D Nú eru Dolla-bækurnar orðnar þrjár. Þær eru skemmtilegar Dolla-bækurnar NOTUM LIÓS [,1 ... allan sólartirínginn að vetraríagi ||U^FERÐAR OPIÐ í DAG KL 10-18 HTH FATASKÁPAR Verð 1.600 Eigum til vandaöa hvita, ódýra fataskápa Hæð Breidd Dýpt 224 cm 80 cm 60 cm 224 c m 1 100 cm 60 cm Kveðjuorð Gyða Gunnarsdóttir frá Ólafsvík Fædd 9. nóv. 1913 — Dáin 20. nóv. 1981 Þann 20. nóvember sl. var kniiiö dyra hjá mér á sjóbiíö mina þarsem ég var við vinnu. Hér var kominn Agnar B. Jónsson til að láta mig vita, aö Gyöa tengda- móðir sin heföi látist i Borgar- spitalanum kl. tvö þá um daginn. Hann vildi láta mig vita um at- buröinn.áöur en hann kæmifram i lítvarpi og blöðum. Mér þótti sérlega vænt um komu Agnars til min, þrátt fyrir aö hann væri aö tilkynna mér sorgartiöindi. Hann veit aö ég geng ekki leng- ur heill til skógar og þá er maöur- inn viökvæmari fyrir sli'kum fréttum sem þessum. Þaö má einnig sjá hvar maöur fer þótt i litlu ljósi fari. Þar sem Agnar fer býr traustur innri maður. Hafi hann þökk fyrir komu sina i sjóö- búö mina. Aöfaranótt Utfarar- dagsins, föstudaginn 27. nóvemb- er, er ég vakinn af þeim Gyðu og Eliasi Þórarinssyni, sem var hennar sambýlismaöur i 40 ár. Þau standa viö rúm mitt, sem i lifanda lifi væru og eru nU ung að sjá.vel upp færö. Þau brosa bæði til min, en hverfa siöan á brott. Ég kveiki ljós á náttborði minu, og lit á Uriö mitt. Kl. er 02.10 aö nóttu. Þegar ég fæ slikar heim- sóknir fer ég venjulega framúr rúmi minu og fæ mér kaffisopa. Þá kemur lika upp sá vandi aö ráöa fram Ur svona övæntum heimsóknum. Þær gerast ekki á hverjum degi. En þar sem ég þekki mig fráæskuárum minum á þessu sviði, þá ræð ég þetta venjulega fljótt. Svo var mál með vexti, aö þegar við vinur minn Elias vorum aö kveöjast einu sinni á hausti 1979, varö honum aö oröi viö mig: „Ferö min er nU senn á enda vinur kær og ef þér dytti i hug að skrifa til mín, sem ég veitaö Gyöu minni þætti vænt um, þá máttu ekki gleyma henni Gyöu minni þó siöar veröi. Ég vona aö blekiö sé ekki þornaö i pennanum, annars veit maöur sjaldan hver kveður næstur.” „Þaö er ekki nema einn, sem sér um þá rööun i þá hvitu,” svara ég. Hann einn veit um farardag og komudag, er umbreytingin kemur. Elfas dó rétt á eftir. Ég skrifaöi þá til hans á sinum tima og minningargreinin komá útfar- ardaginn i Morgunblaðinu og Þjóöviljanum. En nú á útfarar- degi. Gyöu kom ekkert frá vini þeirra'Markúsi. Var þaö þetta sem þau voru aö minna mig á meö komu sinni til mín aö rúmi minu. Ég svara þvi hiklaust ját- andi. NU skal ég standa viö loforð til Elíasar á sinum tfma. Gyöa Gunnarsdóttir var fædd 9. nóvember 1913 á Hellissandi, dóttir Sigurrósar Guömunds- dótturog Gunnars Guömunds- sonar Hjaltalins. Voru þau hjón bæði ættuö af Skógarströnd og hann var afkomandi séra Jóns Oddssonar Hjaltalins á Breiða- bólstað. Til 5 ára aldurs ólst Gyöa upp hjá foreldrum sinum, en þá lést móöir hennar. ólst hún eftir það upp hjá föðursystrum si'num, á Hellissandi, Múlanesi og viö innanveröan Breiöafjörö og slðan hjá vandalausum i ólafsvik og á Brimilsvöllum. Frá Brimilsvöll- um fermdisthún og varþar siðan vinnukona og hjá Jóni Gislasyni i Ólafsvík. I Ólafsvilc kynntist hUn ungum manni, Randver Richter Kristjánssyni og gengu þau i hjónaband 14. mai 1932 og stofn- uöu sitt hdmili þar. Börn þeirra urðu 5 og komust 4 til fulloröins- ára en eittlést á 10. ári. Hinn 28. mai 1937er gengið til máltíöar um hádegi, þaö er fagurt veöur, blæjalogn. Sól og hiti. Þau hjón ræöa sin á millihvaö sé til matar i kvöld. Á þessu má sjá hver fá- tæktin var á þessum timum. Randver veröur svarafátt þrátt fyriraö þar fór maöur, sem ekki dró af sér, hvort sem unniö var i landi eöa á sjó, en sjómaöur var hann. Þegar hann stendur upp frá boröi veröur honum aö oröi: „Hvernig væri aö reyna eggja- töku I dag fuglinn er aö byrja aö setjast upp.” Svo veröur þaö end- irinn á aö Randver fer til eggja- töku um daginn. Hér fór hann sina siöustuferð aöheiman. Hann hrapaði i klettum og lét lifiö um kvöldiö. Þegar þetta á sér stað gengur Gyöa meö yngsta barn þeirra hjóna. A þeim árum voru möguleikar ekkna ekki stórir. Þegar Gyða er oröin ekkja fær hún i ekknabætur á mánuöi kr. 106,04. A þessu átti hún að fram- fleyta heimilinu. En Gyöa brást ekki skyldu sinni. Hún teröist við þessar a östæður af hörku, elju og dugnaöi, sem einkenndi hana alla tið og lét hvergi deigan siga, þótt hjartanu blæddi. Hún haföi engin efni á aö kaupa kol til eldiviöar, svo hún tók upp mó fram i f jalli i samvinnu við hjálpsama ná- granna. A sumrin varö hún að bera á bakinu móinn framan úr fjalli og heim. Einnig hlóö hún upp I hrauka mó tilaö eiga vetr- arforöa. Þaö má einnig geta þess hér, að allan þvott frá heimilinu varð hún aö fara meö i ána þar sem rafstööin er og allt borið á höndum, aö heiman og heim. Gyða sagöi mér: „Þetta var ekki aðeins mitt lif. Þetta var lif allra kvenna,semstóöu isömusporum og ég. ” i Þar aö auki var gripin öll sú vinna sem bauöst til að reyna að sjá sér og sinum farboröa. Gyða varö ekkja abeins 24 ára gömul og vinamissirin þungur, sem gefur aö skilja. Þarna stóö hún uppi meö hinn unga barna- hóp. Það er ekki öllum gefið að bera slikt mótlæti, en sem betur fer leysti Gyða það hlutverk með sæmd. Tveimur árum siöar hóf hún búskap meö Eliasi Þórarins- syni sjómanni, sem gekk hinum fööurlausu börnum i fööur stað. ÞeimEliasiog Gyöuvarö6 barna auöið, sem öll eru á lifi, ólu þess upp aö auki eina fósturdóttur og ætíö var hjá þeim rióg hjartanlm. Það var Gyöu mikiö happ, að Elias var eftirsóttur verkamaöur, hvort heldur var unnið á sjó eöa landi og þvi til sönnunar má benda á, aö um árabil var hann á sjó frá ólafsvik með þeim skip- stjórnarmönnum Viglundi Jóns- syni á Fróöa, Halldóri Jónssyni á Vikingi og Guölaugi Guömunds- syni á Glaö: landsþekktum afla- mönnum. Elias var einnig feng- sæll sjálfur, er hann réri til sjó- fanga á eigin fleyi, þótt stærðinni væri ekki fyrir að fara er farar- kostinn varðaði. Þegar þau fara frá Ólafsvik hafa þau komið upp 10 mannvænlegum börnum. Hér skal sýnt fram á eitt litið dæmi til viöbótarumlifþeirra og baráttu i Ólafsvik: Bakkabær hét hús þeirra litiö og aö falli komiö. Hreppurinn var beöinn um aöstoö af þeim eins og öðrum er svona var ástatt fyrir þá. Sú aðstoö var vægast sagt naumt skömmtuö. Ekknastyrkurinn stóðsem trygg- ing og hjálpin frá hreppnum var endurgreidd. En þeir heiðurs- menn, sem veittu þeim hjálp við að endurreisa Bakkabæinn, tóku ekkert fyrir sitt framlag, en þaö voru þeir Standór Bjarnason og Hans á Keldulæk. Gyöa óskaöi eftir þvi' á slnum tima, er ég minntist Elisar, aö Ólafs- vikingum yrðu færðar sérstakar þakkir fyrir hjálpfýsi viö þau Elias og veitta aöstNi á einn eöa annan hátt viðaö koma svo giftu- samlega upp sinum stóra barna- hópi. Sú ósk skal endurtekin hér þegar Gyöa er kvödd á sama hátt af mér og Elias heitinn á sinum tima. Þau skulduðu engum neitt, þegar frá Ólafsvik var fariö og haldiö til Hafnarfjaröar eftir 23 ára búskap i ólafsvik. Þegar þau koma til Hafnarfjarðar þurfti aö brjóta sér braut og ryðja sér nýj- an farveg á ókunnum slóöum. Þaö var þá sem Elias kom til min og áminnti mig um loforö, sem ég haföi gefiö honum á sinum tima, erhann greiddi götumina i Ólafs- vik á farsælan hátt, þar sem ég var ókunnugur öllum þar. Þegar þetta var voru þau að festa kaup á húsi þvi, sem þau keyptu viö Tjarnarbraut i Hafnarfiröi. Ég fór heim til Gyöu og Elisar, og þar voru málin rædd. Þar geröist ég trúnaöar- maður þeirra i einkamálum og var þaö ætiö siöan, þegar þau óskuöu þess viö mig. Ég greiddi götu þeirra eftir bestu getu. Gekk fyrir menn i þeim lánastofnunum bæjarins, þar sem þau þekktu ekki til, og áhrifamenn I bæjar- málum. Oröheldni þeirra Gyöu og Eliasar var slik að hún brást aldrei það get ég staðfest hvar sem er. Enda kom þaö sér vel er Elias heitinn missti heilsuna á miöjum aldri og var þá timum saman á sjúkrahúsum og undir læknis hendi. Þá reyndi á Gyðu þegar hUn var aöalfyrir- vinnan á heimilinu dögum og mánuðum saman. Hér fór sannur kvenskörungur, þar sem Gyöa Gunnarsdóttir kom og fór. Menn tala um i dag, að gott sé aö eiga digrar sparisjóös- og bankabæk ur á slikum stöðum. Það er lika fjársjóöur og ekki siðri ef á þarf að halda að eiga lánstraustiö og alþýöuheimili geta aldrei átt slika sjóði af eigin vinnu. Þvi er láns- traustiö alþýöufólki, hvar sem það kemur og fer, gulls igildi. Og þaö var gæfumerki þeirra Gyöu og Eliasar, hvar sem þau komu og fóru. Kjörin voru erfib, stund- um þegar skilning og kærleika skorti. En erfiðleikarnir voru sigraðir og þegar upp er stabib leikur birta ofar hverri kröfu. Gyða var mikil verkkona. HUn ólst upp viökröpp kjör, þau kjör geröu hana svoli'tið beiska, en stolta. Hún vildi horfa framan i heiminn meö reisn. Eftir komu sina til Hafnarfjarðar stundaði hún vinnu, þar sem þurfti að AlUa að þeim sem skorti þrótt, og i þeim anda starfaði hún á Sól- vangi og St. Jósefsspitala i nær 20 ár. Gyöa naut ekki mikillar menntunar i uppvexti, en hún ávaxtaði sitt pund, var stálminn- ug, greind, úrræðagdð og börnum sinum einstakur félagi. Hún sktíp þeim ekki aðeins fordæmi, hún gaf hlutdeiid i sjálfri sér og ekki aðeins þeim, heldur og öllum sinum afkomendum sem orðnir eru 73, en af þeim eru 71 á lifi. Göfugu og stórbrotnu lifi er lokið. Hér er stiklaö á stórbrotnu lifi þeirrar kynslóðar sem nú er að kveðja. Ég kveö þessa sæmd- varvini mína með einlægum söknuöi og færi aðstandendum þeirra einlægar samúðarkveöjur. Kvenskörungurinn, Gyða Gunnarsdóttir, hefur lokið sfnu dagsverki með sæmd. Mér hefur verið tjáö frá þeim, sem á undan okkur hafa fariö yfir móöuna miklu: Aö deyja sé þaö dýr- mætasta sem fyrir okkur geti komið, gagnvart þvi sem viö lifum. Og I þeim anda efni ég fyrirheit til mins látna og trausta vinar, Eliasar Þórarinssonar sjó- manns frá Ólafsvik. Hafiö þökk fyrir allt, sem þiö voruð mér, ein- lægir vinir. Hafnarfiröi 7.desember 1981. Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.